Morgunblaðið - 04.12.1988, Page 4

Morgunblaðið - 04.12.1988, Page 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1988 TðLVIISNILLINGAR Hvað hugsa þeir? Ul ihuds ■■ að var eiginkonan sem dró Ara Amalds að tölvunni og kom honum í skilning um að þetta væri einkar sniðugt verkfæri. Það var í Liverpool í kringum 1968 en Ari var þá við nám í rafmagnsverk- fræði, en hún í reiknifræði og þar með í „tölvubransanum“. Tölvan kom honum að góðum notum þegar hann var í framhaldsnámi í Kan- anda og að lokum tók hann hana í þjónustu sína þegar hann stofnaði hugbúnaðarfyrirtækið Verk- og kerfisfræðistofuna hf. ásamt öðr- um, en það er nú hið stærsta sinnar tegundar á landinu. Klukkan er rúmlega átta að mo'/gni þegar Ari tekur á móti mér, og af léttu fasi hans má sjá að töluverður tími er liðinn síðan vinnudagur hans hófst. — Ert þú mikill vinnuþjarkur? spyr ég, en það fínnst honum hreint ekki þótt hann hafí unnið tólf tíma á dag síðustu tvo mánuði og fari á fætur um leið og fuglamir. Annir hafa verið miklar undan- farið, en hið daglegá starf Ara er fólgið í stjómun fjármála og mark- aðsmála. Hann forritar því {ekki mikið sjálfur, en þegar talið 'berst að forriturum þá segist hann álíta þá þurfa að hafa einhvem frumleika til að bera ekki síður en öguð vinnu- brögð. Meðeigendur Ara eru þeir Daði Jónsson reiknifræðingur og Jón Ágúst Guðjónsson kerfisfræðingur. Um þessar mundir er fyrirtækið að vinna að nokkmm kerfum fyrir banka og fjármálastofnanir, og má nefna verðbréfakerfi sem nú er í notkun í fimm af sjö bönkum lands- ins. Þá er verið' að leggja síðustu hönd á kerfí sem stýra mun orku- veri Hitaveitu Reykjavíkur að Nesjavöllum. Aðspurður um hvort fyrirtækið hafí stundað útflutning, sagði Ari að starfsmenn VKS hefðu tekið þátt í þróun stýrikerfa hjá sænska stórfyrirtækinu ASEA og nú ^tæðu yfír samningar um vinnu fyrir verðbréfamarkaðinn í London. — En hvemig maður er Ari Am- alds? Hann brosir á sinn látlausa hátt: „Ég er nú ekkert tölvufrík ef þú héldur það, og lítið tölvuvætt heima hjá okkur." Eiginkona Ara er Sigrún Helga- dóttir reiknifræðingur, og eiga þau tvö böm, 6 ára stúlku og 16 ára dreng. Og eplið fellur ekki langt frá eikinni, því þegar sonur þeirra var 13 ára gamall fékk hann verðlaun frá Tómstundaráði fyrir forrit sem hann gerði. Eiginkonan vakti áhuga Ara fyr- ir tölvum, en sonurinn áhuga hans fyrir siglingum, og hefur hann nú stundað siglingar undanfarin sum- ur. „Já, þú sérð, það er alltaf ein- hver annar sem ræður. En ég er nú búinn að selja skútuna núna, svo sennilega fömm við í „venjulegt" ferðalag næsta sumar en ekki í sigl- ingu á skútunni." — En hvað um frístundir yfír vetramánuðina? „Það er nú svo margt hægt gera,“ segir Ari og bætir svo stráks- lega við: Og auðvitað hagar maður sér aldrei eins og maður vill haga sér! En ég þarf að taka til hendinni við hús og garð, og það verkefni nægir mér þar til skíðavertíðin bytj- ar í febrúar." Við ræðum um þróun í hug- búnaðarmálum og Ari segist búast við að samdráttur verði í sölu á bókhaldskerfum. En hann álítur þó að samdráttur verði mun minni hjá þeirra fyrirtæki þar sem þeir séu með sérhæfð viðskipta- og tækni- kerfi. ÚTIVISTAR- MAOURINN „Ég hef verið að sigla á sumrin, en hef næg verkefni heima fyrir þar til skíðavertíðin i hefst í febrúar." Ég spyr hann hvemig hann sjái fyrir sér heiminn eftir 20 ár eða svo, og hann segist nú álíta að all- ar breytingar verði mun hægari en menn vilji vera láta. „Við emm að gera sviðpaða hluti núna og við gerðum fyrir 20 áram, en gemm þá bara fljótar. En hins vegar hefur tölvutæknin oft gert einfalda hluti flókna, til dæmis hafa launakerfi og skattakerfi orðið miklu flóknari á síðari ámm með tilkomu tölvunn- ar. ; Kennari minn í bamaskóla, Stef- ; án Jónsson rithöfundur, sagði að honum væri nú minnisstæðust sú breyting sem varð þegar gúmmí- stígvél og gúmmískór komu á markaðinn. Og það er spuming hvort sé merkilegra, að geta reikn- að út laun eftir flóknu kerfi eða hætta að vera blautur í lappimar.“ VILHJALMUR NjRSTEINSSON B^Hlestir forritarar líta einhvem tíma á forritin sín sem listrænan hlut,“ segir Vilhjálmur Þorsteins- son, sem„flæktist“ inn á tölvusýn- ingu sextán ára gamall, og fékk starf við að þýða texta í forritum yfír á íslensku, en er nú einn af þremur eigendum fyrirtækisins ís- lenskrar forritaþróunar sf., og sem- ur auk þess hugbúnað sem nú er seldur á Bandaríkjamarkað. , Hann gengur hægum skrefum á móti mér þetta undrabam, eins og menn hafa kallað hann, og virkar ákaflega látlaus í háttum. — Þú ert nú svo bráðungur, segi ég, og hann samþykkir það hlæj- andi, en segist nú samt hafa verið í þessum Bransa í átta ár, eða allt frá því hann fór á umrædda tölvu- sýningu. En forritun tók við af textaþýð- ingum, og síðar kynntist hann Emi Karlssyni, en með honum stofnaði hann fyrirtæki sitt og vom þeir hinir fyrstu sem komu með PC- bókhaldshugbúnað á markaðinn. Frá bamsaldri hafði hann áhuga fyrir öllu rafeindadóti, eins og hann segir sjálfur, og eðlisfræðin alltaf heillað hann, enda sonur eðlisfræð- ingsins Þorsteins Vilhjálmssonar og á því ekki langt að sækja áhugann. En hann hefur alltaf stundað nám með vinnu sinni í fyrirtækinu; bæði í menntaskóla og háskóla. „Ég hef verið í eðlisfræði og tölvunar- fræði í háskólanum, en hef ekki lokið því námi ennþá. En ég get nú sagt þér það til gamans, að margir þekktir forritarar hafa dot- tið út úr skóla." Og eftir smá umhugsun segist hann halda að skýringin geti ef til vill verið sú, að skólakerfíð henti ekki mönnum sem búi samtímis yfír skapandi hæfíleikum og rök- hugsun. „Góður forritari er ekk' bara kaldur rökheili, því þetta er list í sjálfu sér, og sá sem skrifar forrit verður að vera skapandi. Það er nefnilega bæði til falleg forrit og ljót skal ég segja þér.“ Sjálfur forritarinn hefur aldrei átt neina tölvu nema vasatölvuna sína, en var þó með eina heima hjá sér þegar hann var heimavinnandi um skeið. Það var þegar hann og kona hans, Anna Ragna Mágnúsar- dóttir, eignuðust litla son sinn sem nú er ársgamall. Ég spyr hann hvort hann stundi ekki einhveija íþrótt i frístundum sínum, svona til að hressa sig við eftir langan dag yfir tölvunni, en hann segir að það sé nú alveg nógu hressandi að vera með son sinn á „Það er nú alveg nógu hressandi að vera með hann ákvöldin." kvöldin, hann haldi honum í ágætu formi. „Ég eyði flestum frístundum mfnum með fjölskyldunni, hlusta oft á sígilda tónlist og svo er ég í leshring með vinum mínum. En ég tek yfirleitt ekki vinnuna með mér heim, þótt ég neiti því ekki að ég fæ stundum góðar hugmyndir yfir uppvaskinu." Islensk forritaþróun sf. hefur búið til viðskipta- og bókhaldshug- búnað fyrir íslenskan markað í fímm ár, og em nú um 560 fyrir- tæki með þann hugbúnað í notkun. í haust bættist svo þriðji eigandinn við, Hálfdán Karlsson viðskipta- fræðingur. Vilhjálmur og Öm em einnig fmmkvöðlar að stofnun fyrirtækis- ins Artek, sem er til húsa á sama stað, og í þijú ár hafa þeir unnið að verkefni sem kallast „AdA — þýðandi" og er til útflutnings. Fleiri aðilar em eigendur að því fyrirtæki og hafa þeir nú gert samning við bandarískt fyrirtæki sem mun sjá um dreifingu á hugbúnaðinum. „Við eigum mikla möguleika í sambandi við útflutning á hug- búnaði," segir Vilhjálmur. „Þetta getur orðið bæði arðbær iðnaður og góður, og ég held hann eigi vel við skálda- og söguþáttinn sem blundar í okkur íslendingum.“ — Hver heldurðu að þróunin verði hér á landi í sambandi við hugbúnað? „Sennilega er umbrotaskeið framundan og þau fyrirtæki munu halda velli sem búa við Qárhagsleg- an styrk, gott þjónustukerfí og eiga dyggan hóp viðskiptavina sem þeir geta ræktað. Lítil fyrirtæki munu að öllum líkindum hverfa, enda sá tími liðinn þegar aliir vom að stofna fyrirtæki á þessu sviði. Hvað varðar sjálfar tölvurnar þá munu litlar PC-tölvur verða öflugri og ódýrari miðað við afköst, og taka markað frá stærri tölvum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.