Morgunblaðið - 04.12.1988, Qupperneq 8
8 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1988
GALDMSTUlt
JÓNS
GUNN-
ARS
Ég held að kaþólska kirkjan kom-
ist miklu nær náttúrunni, og sé
umburðarlyndari gagnvart breysk-
leika mannsins. Auk þess hefur hún
marga guði, svona eins og Maríu,
Stefán, Jóhann og hvað þeir nú
heita allir, sem er mjög gott og
samræmist meira eðli hlutanna í
lífinu og náttúrunni. Og hvað er
Jesús merkilegri en Múhameð?
Annars er kærleikur, virðing og
drengskapur boðaður í öllum trúar-
brögðum.“
— En á hvað trúir þú?
„Ég trúi á listina og framgang
hennar í heiminum sem afl til að
gera lifíð og umhverfið betra.“
Akademían
Tal okkar berst að árum hans
erlendis, þegar hann kenndi í Lon-
don og svo síðar í Kaupmannahöfn,
en hann er fyrsti íslenski kennarinn
sem kenndi við Listaakademíuna
þar.
— Það hefur nú verið mikil upp-
hefð að kenna þar, hvemig kom
Sóltákn
„Þn'forkur er sóltákn hvar sem er
í heiminum og sóltákn er í öllum
galdri.“
Nýja testamentið er gijótfalsað út
í gegn, notað í stjórnmálum gegnum
aldirnar, og Lúther var ekkert ann-
að en villutrúarmaður. Lútherskan
er útþynnt, og hugsjónamenn ekki
til í íslensku prestastéttinni. Hall-
grímur Pétursson er eini presturinn
í lútherskri trú sem mér hefur þótt
vænt um.
það til?
„Sennilega hefur það verið rós í
hnappagatið. Það var prófessor
Robert Jakobsen sem bauð mér
starfíð, en hann var yfir deildinni
sem ég kenndi síðar við. Ég kenndi
þarría í tvö til þijú ár og hafði al-
veg fijálsar hendur með allt sem
ég gerði. Kaupið var þrisvar sinnum
meira þar en hér fyrir sambærilega
vinnu, ég átti íbúð, og á reyndar
enn, við hliðina á akademíunni og
gat því gengið yfir á inniskónum.
En auðvitað var ég bundinn af
kennslunni því þetta er ekki bara
vinna frá níu til fjögur, maður hef-
ur alltaf áhyggjur af nemendum
sínum og reynir því að aðstoða þá
eftir bestu getu og heimsækja, til
að sjá hvemig gengur.
Þetta var lúxuslíf, en varð leiðin-
legt fyrir rest.
Það er spillt andrúmsloftið í
Listaakademíunni í Kaupmanna-
höfn. Hver níðir skóinn af öðrum,
og öfund og framagirni ríkir meðal
þeirra sem ráða. Slíkt hef ég aldrei
orðið var við hér á íslandi. Akadem-
ían er auk þess mörg hundruð ára
gömul og íhaldssöm, það er því er-
fítt að koma inn með nýjar hug-
myndir. Ég held það séu ekki góðir
listamenn sem kenna þar nú, það
er þá undantekning ef svo er. Hins
vegar er þetta best útbúni skólinn
hvað snertir vélakost og aðstöðu,
Vélhjartað
„Ég heyrði af einhveijum
gervivísindamanni í Afríku sem hét
doktor Barnard."
og geta því nemendur gert allt sem
hugur þeirra stendur til.
Myndlista- og handíðaskólinn hér
heima er tíu sinnum fijálslyndari
en Listaakademían í Kaupmanna-
höfn og hingað koma mörgum sinn-
um fleiri erlendir kennarar á ári
heldur en á fímm ára fresti þar
ytra. Samt halda þeir að þeir séu
nafli heimsins.
Ég. þekki listaskóla í mörgum
löndum og þeir eru geysilega mis-
jafnir, en sá allra lélegasti er Lista-
akademían í Kaupmannahöfn.“
Þennan sama morgun og við Jón
Gunnar tölum saman keypti listráð
Listaakademíunnar reyndar eina af
myndum hans, galdramerki úr
spítalaseríunni.
Hjartað
Jón Gunnar horfir snöggt á mig:
Heyrðu, viltu kannski Havanavind-
il?
— Nei takk, ég fæ svo mikinn
hjartslátt af slíku.
„Hvað segirðu, og ég var að
panta handa þér kaffi, þú færð
kannski líka hjartslátt af því?“ spyr
hann og horfir áhyggjufullur á mig.
Bætir svo við si sona: „Hún dóttir
mín fór til Kúbu og færði mér þá
dýrustu og bestu Havanavindla sem
til eru í heiminum, ég held það
kosti 1000 krónur stykkið af þeim
hér. Það var falleg gjöf. Þær eru
óskaplega góðar við mig dæturnar.
En úr því að við tölum um hjarta
þá get ég gefið þér dæmi um vinnu-
brögð. Fyrir 20 árum vann ég verk
sem heitir „Hjartað" og er á Lista-
safni íslands. Hugmyndina að þessu
verki fékk ég þegar heyrði af ein-
hveijum gervivísindamanni í Afríku
sem hét doktor Bamard, en hann
Geislar
„Hvaðan kemur
þessi geisli? mun
fólk spyija undrandi
og skima upp í
skýjaðan himin.“
var að flytja hjörtu úr mönnum og
græða í aðra. Mér fannst það óeðli-
legt þá að vera að krukka svona í
fólki og þetta kom mér fyrir sjónir
sem hálfgert auglýsingaskrum og
„egótripp“. En ég fór að hugsa um
hjartað, fór meðal annars á spítala
og skoðaði hjörtu í glerkmkkum,
og bjó til 20 hjörtu af öllum gerðum
sem ennþá standa bæði í þrívídd
og tvívídd. Að lokum komst ég að
því að best væri að gera stórt vél-
hjarta, sem varð að skúlptúr sem
slær og titrar og hefur óreglulegan
hjartslátt. Þetta verk var ég búinn
að stúdera í 4 mánuði, en endan-
legi hluti vinnunnar tók aðeins tvo
eða þijá daga.“
Við ræðum um listamenn, hvers
vegna sumir verða frægir en aðrir
ekki, hvað það sé sem geri gæfu-
muninn, og Jón Gunnar segir að
það sé ekki nóg að skynja og skilja,
menn verði að hafa kraft til að
koma hugmyndum sínum í fram-
kvæmd og skapa sér aðstöðu, því
aðstaðan verði ekki sköpuð fyrir—
þá.„Þegar kraftur og orka bætist
við mikla hæfíleika, þá ná menn
langt. Erró er gott dæmi um slíkan
mann.“
Svo hristir Jón Gunnar höfuðið
yfir manneskjunni svona yfirleitt
og segir: „Við fáum svo slæmt upp-
eldi. Frá bamæsku erum við sett
inni í kerfi sem Freud, marxistar,
nazistar eða kapítalskir „tyrano-
saurusar" hafa búið til, og á ekkert
skylt við okkar eðli.“
Við eram komin út í pólitík og
það væri efni í aðra grein því Jón
Gunnar fylgist jafnvel með gangi
mála á Kópaskeri og í Kína.
En þegar við kveðjumst og ég
horfi á eftir þessum mikla lista-
manni þar sem hann gengur út í
sólina á Bergstaðastrætinu, horfi á
þetta sérstaka göngulag hans sem
er bæði í senn tiginmannlegt og
strákslegt, þá endurtek ég í hugan-
um orð hans: Maðurinn þarf að
kynnast sjálfum sér. Það fyrsta er
að viðurkenna veikleika sinn, skynja
sjálfan sig með kostum og göllum.