Morgunblaðið - 04.12.1988, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1988
C 9
' .úiajuu.
Eiik Neilöe
ARFURINN
, sf,iia9^a.
■' !ki!L-a.
. mmi&Htöm
Else-Marie Mohr
QYLLTU
SKÓRMIR
< útiiim
. ggaaitSL'iiiiaix.
Sigge Stdrk
ÁST
OG ÁTÖK
SKUGGSJA
ARFURINN
Erik Nerlöe
Hún er ung og fátæk og
ferðast til aldraðrar frænku
sinnar til að aðstoða hana í
veikindum hennar. Alveg
síðan hún var barn hafði
hana dreymt um að fá
einhvern tíma tækifæri til þess
að búa á óðalssetri. Þessir
draumar hennar höfðu fengið
hana til að gleyma dapurlegri
og erfiðri bernsku sinni. Nú
virtust óskir hennar mjög
óvænt vera að rætast — en
ungi maðurinn í draumum
hennar elskar aðra . . .
GYLITU SKÓRNIR
Else-Marie Nohr
Móðir hennar var kona, sem
var erfið í umgengni, og
hugsaði aðeins um sjálfa sig.
Og bróðir hennar var
eiturlyfjasmyglari, sem
eftirlýstur var af lögreglunni.
Eitt kvöldið fer hún frá
heimili sínu og eftir það
fréttist ekkert af henni. Þegar
hún sást síðast, var hún
klædd hvítum hlíralausum
kjól, rneð gula slá og var í
gylltum skóm. Lögreglan er á
þeirri skoðun, að henni hafi
verið rænt af samtökunum,
sem bróðir hennar er í.
ÁST OG ÁTÖK
Sigge Stark
Þær höfðu farið upp í selkofa,
sem var úr alfaraleið uppi í
skóginum. Þær voru dálítið
óttaslegnar, því að þær höfðu
frétt af því, að snryglarahópur
héldi til í nágrenninu. Þær
voru taugaóstyrkar, og enn
meir eftir að hundur þeirra
hafði fundið bakpoka falinn
bak við stórarrstein í
skóginúm. í bakpokanum var
samanvafmn frakki, íjórir
elgsfætur og bréfmiði, sem á
var skrifað „Miðvikudag kl.
11". En hvað átti að gerast á
miðvikudag klukkan ellefu?
ÖRLAGAÞRÆÐIR
Barbara Cartland
Idona Overton hafði orðið
furðu lostin, þegar hún komst
að því, að faðir hennar hafði,
áður en hann var drepinn í
einvígi, tekið þátt í veðmáli.
Og það sem hann hafði lagt
undir var húseign hans, allt
sem í húsinu var — og þar
með talin dóttir hans. Þetta
hafði hann lagt undir í
veðmáli við markgreifann af
Wroxham. En vegir örlaganna
eru órannsakanlegir, og þegar
heitar tilfinningar leysast úr
læðingi milli tveggja persóna,
getur hvað sem er gerst —
einnig það, sem síst af öllu
var hægt að láta sér detta í
hug. . .
AÐEINS UM EINA HELGI
Theresa Charles
Morna, eldri systir Margrétar
Milford, hafði tekið fyrstu ást
Margrétar frá henni og gifst
honum. Og síðan hafði Morna
sagt við Margréti: „Gleymdu
eiginmanni mínum — og
komdu ekki nálægt okkur!"
Þetta hafði sært Margréti
mikið. Nú var Morna sjúk af
einhverri dularfullri veiruveiki
og gat ekki hugsað um börnin
sín þrjú — og það var erfitt
fyrir Margréti að neita hinni
örvæntingarfullu beiðni um
hjálp. Það er aðeins yfir
helgina fullvissaði Margrét
hinn góða vin sinn, Hinrik, |
um. Það getur nú ekki margt £
gerst á einni helgi.
SKVGGSJÁ - BÓKABÚÐ OLIVERS STEINS SF
PÉTUR
ZOPHONÍASSON
VIKINGS
IÆKJARÆTT
FANGINN OG DOMARINN
Þáttur af Sigurdi skurdi
og Skúla sýslumanni
Ásgeir Jakobsson
Svonefnd Skurðsmál hófust
með því, að 22. des. 1891
fannst lík manns á skafli á
Klofningsdal í Önundarfirði.
Mönnum þótti ekki einleikið
um dauða mannsins og féll
grunur á Sigurð Jóhannsson,
sem kallaður var skurdur. en
hann hafði verið á ferð með
þeim látna daginn áður á
Klofningsheiði. Skúla sýslu-
manni fórst rannsókn málsins
mcð þeim hætti, að af hlauzt
5 ára rimma, svo nefnd Skúla-
mál, og Sigurður skurður, sak-
laus, hefur verið talinn ntorð-
ingi í nær 100 ár. Skurðsmál
hafa aldrei verið rannsökuö
sérstaklega eftir frumgögnunt
og aðstæðum á vettvangi fyrr
en hér.
VIKINGSLÆKJARÆTTIV
Pétur Zophoníasson
Þetta er íjórða bindið af niðja-
tali Guðríðar Eyjólfsdóttur og
Bjarna Halldórssonar hrepp-
stjóra á Víkingslæk. Pétur
Zophoníasson tók niðjatalið
saman, en aðeins hluti þess
kom út á sínum tíma. í þessu
bindi eru i-, k- og 1-liðir ættar-
innar, niðjar Ólafs og Gizurar
Bjarnasona og Kristínar Bjarna-
dóttur. í þessari nýju útgáfu
Víkingslækjarættar hefur tals-
verðu verið bætt við þau drög
Péturs, sent til voru í vélriti, og
auk þess er mikill fengur að
hinum mörgu myndum, sent
fylgja niðjatalinu. í næsta bindi
kemur svo h-liður, niðjar Stefáns
Bjarnasonar.
ÞORÐUR KAKALI
Ásgeir Jakobsson
Þórður kakali Sighvatsson var
stórbrotin persóna, vitur
maður, viljafastur og mikill
hermaður, en um leið
mannlegur og vinsæll. Ásgeir
Jakobsson hefur hér ritað
sögu Þórðar kakala, eins
mesta foringja Sturlunga á
Sturlungaöld. Ásgeir rekur
söguna eftir þeim
sögubrotum, sem til eru
bókfest af honum hér og þar í
Sturlungusafninu, í Þórðar
sögu, í íslendinga sögu, í
Arons sögu Hjörleifssonar og
Þorgils sögu skarða og einnig í
Hákonar sögu. Gísli
Sigurðsson myrjdskreytti
bókina.
ANDSTÆÐUR
Sveinn frá Elivogum
Andstæður hefur að geyma
safn ljóða og vísna Sveins frá
Elivogum (1889-1945). Þessi
Ijóð og vísur gefa glögga
mynd af Sveini og viðhorfum
hans til lífs, listar og sam-
ferðamanna. Sveinn var bjarg-
álna bóndi í Húnavatns- og
Skagafjarðarsýslu á fyrri hluta
þessarar aldar. Hann var eitt
minnisstæðasta alþýðuskáld
þessa lands og þótti mjög
minna á Bólu-Hjálmar í kveð-
skap sínum. Báðir bjuggu þeir
við óblíð ævikjör og fóru síst
varhluta af misskilningi sam-
tíðarmanna sinna.
SKVGGSJA - BOKABÚÐ OLTVERS STEINS SE
s
mullögyo rnrWEOjI öurn gie njLíI.s) e í nriíjri no .h'uunttl -jod :Jöb dért fn98 I i ,u6óí86b ^o JaoM. ulév imona ðfivd | £<J jsötxtéös öb iv4 lín^öi go muíiia |