Morgunblaðið - 04.12.1988, Síða 11

Morgunblaðið - 04.12.1988, Síða 11
__________________MORGUNBLAÐIÐ MANNUFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1988 HAGFRÆÐI/ Verdur skrapmibaabferbin bjargvœttur rtkisjjármálanna? C 11 Ahættuáráttan Isíðustu grein minni, „Föndur með pappírshníf', sem birtist fyrir hálfum mánuði, gerði ég fj'árlaga- gerð að umræðuefni. Margir hafa haft samband við mig út af þessari grein, sum við- brögð hafa verið neikvæð en fleiri jákvæð. Þessi grein fór nokkuð fyrir brjóstið á góðkunningja mínum Þórólfi Matthíassyni, hag- fræðingi hjá Fjár- laga- og hagsýslustofnun, og sá hann ástæðu til að gera athuga- semd við hana, sem birt var í Morg- unglaðinu þann 25. nóvember sl. Þórólfur gerir einkum athugasemd við eftirfarandi setningar; „Undir- búningi ijárlaga er stórkostlega ábótavant. Fjárlagavinnan byrjar alltof seint og samstarf við einstak- ar stofnanir er ekki nægjanlegt." Þórólfur rekur síðan á skilmerkileg- an hátt, hvemig „mikil vinna hefur verið lögð í að bæta fjárlagavinn- una“. (Feitletran mín.) Ég er alveg sammála Þórólfi um þetta og tel rétt að undirstrika, að hin faglega vinna hefur batnað mjög mikið. Þrátt fyrir það getur fullyrðing mín um að undirbúningi sé ábótavant staðist. Hér segir af faglegum undirbúningi... Hvað varðar samstarf við ein- stakar stofnanir hefur verið komið upp ítarlegum bókhaldslykli og stofnunum hefur verið gert að skila nákvæmum fjárhagstillögum. Mörgum yfirmönnum finnst að sú vinna skili litlum árangri og telja ólíklegt að greinargerðir með fjár- hagstillögum séu lesnar af ráðu- neytunum. Á þriðja hundrað stofn- unum er gert að skila inn slíkum tillögum. Það er einkum skortur á, að stofnanimar fái viðbrögð frá ráðuneytunum um fjárhagstillögur sínar, sem kvartað er undan. Mestu skiptir þó, að það er enginn akkur fyrir ríkisstofnanir að spara, slíkt kemur eingöngu fram í minni fjár- veitingum fyrir næsta ár. Lausnar- orðið á að vera auknar „sértekjur", en þær verða að „rýtingsstungum" í bak viðkomandi stofnana eins og þeir Lottó menn hjá Öiyrkjabanda- laginu vita menna best. „Síbrota- stofnunum", ein og fyrrverandi fjár- málaráðherra nefndi lögregluna í Reykjavík og aðrar stofnanir, sem fara sí og æ fram úr fjárlögum, er hins vegar umbunað með hækkaðri fjárveitingu fyrir næsta ár. Besta dæmið um „síbrotastofnun" er svo auðvitað fjármálaráðuneytið, en nú er ljóst að það ráðuneyti hefur far- ið veralega „fijálsleg með fjárlaga- heimildir“ á þessu ári, og umbunin er hækkun flárveitingar til yfír- stjómar ráðuneytisins, um 44% frá fjárveitingu þessa árs, eða 31% umfram hækkun gjaldahliðar fram- -varps. ... og hér segir af pólitísku tímahraki Það er fyrst og fremst stefnu- mörkuninni eða hinum pólitíska undirbúningi íjárlaga, sem er ábótavant, en það er hann, sem skilur á milli feigs og ófeigs í fjár- lögum, og það er sú vinna sem byijar of seint. Síðla í júnímánuði sl. kemur fram, að samkvæmt drög- um að fjárlögum fyrir 1989 stefni í 3 milljarða króna halla. Á næsta blaðamannafundi Jóns Baldvins í lok júlí, eða rúmum 2 mánuðum áður en Ieggja skyldi fram fram- varp til fjárlaga, er upplýst að vinnuhópar muni taka til starfa sem geri úttekt á fjárfrekum mála- flokkum og komi með tillögur um leiðir til að lækka útgjöld. í lok ágústmánaðar, en þá var rúmur mánuður til stefnu, dregur vinnu- ; hópurinn upp bráðabirgðatillögur upp úr hatti sínum. Upp úr hattinum komu ekki bara dauðar kanínur eins og fækkun opinberra starfsmanna, heldur einnig tillaga um að gerbylta stjórn- kerfi fiskveiða með þvi að taka upp sölu veiðileyfa og tillaga um að tengja allan ellilífeyri við tekjur manna. Sala veiðileyfa er gríðarlega víðfeðm breyting, sem þarf langan undirbúning, og gæti haft í för með sér miklar þjóðfélagsbreytingar. Auk þessara tillagna átti að leggja niður ýmsar stofnanir, s.s. Þjóðhagsstofnun. Þessar tillögur vora örvænting- arfullar og frá upphafi ljóst að ráð- herra var fallinn á tíma. Ég geri ráð fyrir að vinnuhópar starfi nú af fullum krafti við að gera úttekt á íjárfrekum málaflokkum og koma með tillögur til að lækka útgjöld, sem til framkvæmda gætu komið 1990. Mér þætti við hæfi að ríkis- sjóður færi nú að stofna banka, þ.e. veðbanka, þar sem almenningi gæfíst kostur á að veðja, t.d. um hvenær næstu kosningar verða, eða um hver hallinn á ríkissjóði verði, og hver verður Miss World. Þá sting ég upp á því, að fískveiðiheimildum verði úthlutað með skrapmiðum, sem almenningur gæti keypt í sjoppum. Með þessu yrði þannig komið á að ný skrapdagakerfí og gætu t.d. laugardagar verið skrap- dagar. Haldreipið í ríkisJjármálunum næsta árs átti að vera skattlagning eignatekna. Undirbúningur þessa viðamikla og vandasama máls er vart hafín, en þó hefur komið í ljós að þessi skattlagning skilar vart meira en 200 milljónum m.v. núver- andi raunvaxtastig. „Liðið er hátt á aðra öld ...“ Einhver merkilegasta heimild um þróun ríkisíjármála er óbirt dokt- orsritgerð Gísla Blöndals, fyrrver- andi hagsýslustjóra, „The Develop- ment of Public Expenditure in Rel- ation to National Income in Ice- land“. Ritgerð sína varði dr. Gísli við London School of Economics 1965. Þætti mér við hæfí, að fjár- eftir Sigurð Snævarr . FAmrÚPRJARMYNDm W -t>*HLhURI>ÚHA14N .MITSUBISHlGAUUÍt • •YtOÉÖTOKUVEL 4 .HaGASfB® • . MACWTOSHTCa.VA * ,„w SIÖW4RPS _ BÓVUS skVnvarps BÓMIJS FAlflWJ pettatAkn KERICTUÞEH WDANNOG SKILABUA NŒSTAMOT- TOKUSTAE SjA BAKHLIÐ laga- og hagsýslustofnun minntist brautryðjendastarfs dr. Gísla með því að gefa þessa ritgerð út á íslensku. En í ritgerðinni er fjár- lagagerð fyrri tíma gerð prýðileg skil, og er hún merkt framlag til íslenskrar hag- og stjómmálasögu. í riti sínu dregur dr. Gísli fram það sem hann nefnir „the desire to play safe" (öryggisáráttan), sem hann telur að hafí mjög einkennt viðhorf alþingismanna til ríkisfjár- mála, einkum á fyrstu áratugunum eftir íjárhagsaðskilnaðinn 1871, en í því fólst, að ríkissjóður skyldi rek- inn af mikilli varfærni þannig að um tekjuafganga yrði að ræða. Tekjuafgangurinn rann í Viðlaga- sjóð, og styrkur þess sjóðs varð tákn fjárhagslegs sjálfstæðis lands- ins. Telur dr. Gísli þetta viðhorf þingmanna eiga einkum rætur að rekja til þeirrar vissu í landbúnaðar- þjóðfélagi að eftir góð ár komi hall- æri. Nú þegar liðið er á aðra öld frá fjárhagsaðskilnaði frá Danmörku má segja að viðhorfíð til ríkisfjár- mála einkennist af „the desire to play cool“ (áhættuáráttan). Á dögunum kom út ákaflega merkilegt rit frá fjárlaga- og hag- sýslustofnun. „Ríkishalli, ríkis- skuldir og viðskiptajöfnuður við útlönd", en þar er gerð ágætis grein fyrir samhengi reksturs ríkissjóðs og efnahagsstefnu. Verður því riti gerð skil í næsta dálki mínum, auk þess sem fjallað verður nánar um ríkisbúskapinn á þessu ári og fram- varp fyrir næsta ár. Og þar sýnt, að „enn mun þó reimt á Kili“. Rafm.agns- HITABLASARAR 6 og 10 kw. Verd kr. 24.998. M MJ? f» jjr tm 0-m LÆKJARGOtU 22 MAFNARFfROI SlMI 50022 XJöfóar til Xlfólksíöllum starfsgreinum! AFLURTÖKOG BEINTENGDAR DÆLURFYRIR FLESTARGERÐIR VÖRUBÍLAGÍRKASSA *GOTT VERD* SÍMI621155. BORGARTÚNI 24 ATLAS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.