Morgunblaðið - 04.12.1988, Side 15

Morgunblaðið - 04.12.1988, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1988 C 15 Miðaldabærinn íSibiu: Ungversk þorp jöfnuð viðjörðu. rekum, lötum konum, sem van- rækja skyldur sínar, værukærum karlmönnum, Tyrkjum og hræsnur- um. Dracula stjaksetur ragan munk, sem hrósar illgerðum hans, þótt það sé honum þvert um geð, og verðlaunar munk, sem fordæmir grimmdarverk hans. í rússneskum texta er andstæðingur hermdar- verka Dracula stjaksettur og falsk- ur smjaðrari fær umbun.“ Morð á Söxum Þegar Vlad hafði treyst sig í sessi hækkaði hann tolla á varningi frá Transylvaníu og takmarkaði við- skipti Saxa við tiltekna bæi. Saxar réðu þá lögum og lofum í efna- hagslífí Transylvaníu og voru að færa út kvíarnar til Valakíu. Kaup- mennirnir sýndu fyrirlitningu sína á fyrirmælum Vlads með því að hafa þau að engu. Vlad greip þá til þess kunna ráðs síns að stjaksetja um 400 kaup- menn og lærlinga í Brasov (Kron- stadt), án þess að hirða um þau áhrif, sem það kynni að hafa á kristna nágranna Valakíu og tekjur af viðskiptum, sem hann notaði til að ijármagna herferðir sínar. Greinilegt er að Vlad reyndi að auka fylgi sitt með því að ala á óvild og öfund bænda jafnt sem aðalsmanna í garð erlendra „milli- liða“. Árið 1461 ákvað Mehmet soldán hinn sigursæli að leggja undir sig allan Balkanskaga. Vlad bað Matt- hías Corvinus um aðstoð og lét í það skína að hann væri krossfari, sem ætti í höggi við heiðingja. „Ef þetta litla land okkar líður undir lok,“ skrifaði hann, „vinnst ekkert við það. Þér munuð heldur ekki hagnast á því, yðar hátign, því að allir kristnir menn verða fyrir tjóni.“ Nokkuð var til í þessu, en Vlad var ekki sannfærandi krossfari, því að hann hafði verið skjólstæðingur soldánsins og líflátið kristna aðals- menn. Corvinus hundsaði því beiðn- ina. Sagan segir að Vlad hafi neglt túrbana sendimanna Tyrkja á haus- kúpur þeirra og sent þá aftur til Konstantínópels. Síðan hóf hann leifturstríð, sem náði hámarki með svo öflugri næturárás að talið var að hann hefði getað gereytt öllum tyrkneska hernum, ef hann hefði fengið einhverja aðstoð frá banda- mönnum sínum. „Skógur af mannslíkum" Þegar tyrkneski herinn sótti inn í Valakíu varð á vegi hans „skógur af mannslíkum". Um 20.000 Búlg- arar og Tyrkir höfðu verið stjaksett- ir eða krossfestir samkvæmt fyrir- mælum Vlads fursta. Vlad efndi að sumu leyti sjálfur til ófriðarins við Tyrki og um leið hafði hann gert Ungverja sér fráhverfa. Það kom honum í koll að hann hafði drepið flesta aðalsmenn landsins og bakað sér óvild hinna, sem sluppu lífs af. Jafnvel þeir aðalsmenn, sem hann hafði sjálfur aðlað, treystu honum ekki. Vlad lagði á flótta. Oft munaði minnstu að hann næðist, en hann komst alltaf undan á undraverðan hátt. Að lokum leitaði hann ásjár hjá ungversku hirðinni 1462 og Matthías konungur Corvinus tók hann höndum. Þegar valdahlutföll breyttust í þessum hluta álfunnar komst Vlad aftur í náðina hjá Ungveijum. Hann sneri baki við rétttrúnaðarkirkj- unni, gerðist kaþólskur og kvæntist Helenu, systur Matthíasar Corvin- usar. Allt stuðlaði þetta að því að Ungveijar hjálpuðu honum að ná aftur völdunum í Valakíu í nóvem- ber 1476. Nokkrum vikum síðar féll Vlad í orrustu við Tyrki. Raunar virðist hann hafa fallið fyrir hendi eins stuðningsmanna sinna — sennilega aðalsmanns, sem kann að hafa ver- ið skyldur honum. Ástæðan til þess að hann var veginn getur hafa ver- ið sú að hann hafði snúið baki við rétttrúnaðarkirkjunni, en íbúar Val- akíu voru í henni. Jafnvel þegar Vlad var við völd taldi hann sig hvergi eins óhultan og í Transylvaníu og hann reyndi að auka yfirráð Rúmena yfir um- deildum landamærasvæðum. Rétt áður en hann hrifsaði völdin í Val- akíu í þriðja sinn bjó hann í eitt ár í Sibiu (Hermannstadt) og nær öll stjómarskjöl, sem enn eru til frá stjórnarámm hans, era til bæjanna í Transylvaníu. „Krossfari“ Því fór fjarri að sagnfræðingar fordæmdu Vlad fyrir grimmd og heimsku. Annálsritarar Tyrkja sáu sér hag í því að mikla stjórnvizku hans og hermennskuhæfileika í skrifum sínum, því að það gerði þeim kleift að halda því fram að Tyrkir hefðu að lokum unnið stór- kostlega sigra þrátt fyrir klaufalega ósigra í upphafi. Kristnir höfundar notuðu Vlad til að reyna að tryggja samstöðu um nýja krossferð og Matthías Ungveijakonungur notaði herferðina 1476 til að koma sér í mjúkinn hjá Sixtusi páfa IV. Þess vegna var Vlad kallaður krossfari og þótt sá titill orkaði tvímælis sýndi hann að hann var tengdur Vestur-Evrópu eins og fram kemur í rúmenskum þjóðsögum. Dýrkun Rúmena á Vlad er tor- skildari að sögn Andrew Roachs, brezks sagnfræðings, sem hér er einkum stuðzt við. Hann var ekki fyrsta þjóðhetja Rúmena, því að rúmri öld áður hafði Mikael djarfi stofnað skammlíft ríkjasamband Moldavíu og Valakíu. Fordómar Vlads virðast hins vegar hafa fallið í góðan jarðveg í Valakíu, einkum fordómar þeir sem bjuggu á bak við meðferð hans á Söxum í Transylvaníu. Þeir lifa enn góðu lífi í Rúmeníu. Andúð á zígaunum er líka út- breidd sem fyrr og kann að skýra vinsældir einnar af mörgum þjóð- sögum, sem til eru um Vlad. Sam- kvæmt henrii var honum boðið í veizlu betlara, krypplinga og um- renninga. Þegar allir höfðu fengið nægju sína lét hann brenna þá alla lifandi, svo að ekkert fátækt og sjúkt fólk yrði lengur til í Valakíu. Margar sögur af Vlad bárast til Vestur-Evrópu, því að reiðir, saxn- eskir kaupmenn dreifðu bæklingum um hann. Ritlingamir náðu svo mikilli útbreiðslu að í lok 15. aldar vora prentuð fleiri eintök af þeim en Biblíunni. Flestar lýsingarnar á honum vora hlutdrægar, en rússn- eskir og tyrkneskir annálar stað- Hinn raunverulegi Dracula (málverk samkvæmt gamalli tréskurðarmynd): Rúmensk þjóðhetja, illa séð á Vesturlöndum. í VIKIN G AB ATURINN Barnahlaðborðið, þar sem börnin velja sér að vild á sunnudögum: Heitir kjúklingar, cqctailpylsur, franskar, lambakjöt, meiriháttar ís frá kokknum. Öll börnin fá óvæntan glaðning frá starfsfólkinu. Verð fyrir börn að 12 ára aldri kr. 500.- Frítt fyriryngstu börnin. Á kvöldin býður Blómasalurinn uppá fjölda sérstæðra sérrétta sem allirsannir sælkerarættu að bragða. Borðapantanir í síma 2 23:22. Við hótelið, sem er í **-S- Og auðvitað alfaraleið, er ávallt kynnast útleadlngar islonskum mat best fjoldi bílastæöa. af yfklngasklplnu. HÓTEL LOFTLEIÐIR FLUGLEIÐA fSBF HÓTEL Okkar landsþekkta víkingaskip er hiaðið gómsætum réttum þannig að allir finna eitthvað Ijúffengt við sitt hæfi fyrir jólin. Þegar þú borðar af víkingaskipinu, þá stjórnar ÞÚ þjónustuhraðanum. Jólahlaðborðið samanstendur af eftirtöldum réttum: Hreindýrapaté, graflambi, síldarsalati, kryddsíld eða marineraðri síld, bíönduðu sjávarréttapatéi, sjávar- réttum í hlaupi eða súrsætum rækjum, marineruð- um hörpudisk, ostafylltum silungsflökum, reyksoðn- um laxi, gröfnum silungi, reyktum laxi, hrein- dýrabuffi, heitu og köldu hangikjöti, jafningi og hvítum kartöflum, heitu grænmeti, heitum sjávar- rétt í hvítvínssósu, eplaköku, hrísgrjónabúðing, laufabrauði, piparkökum, ostabakka, úrvali af með- læti, brauði, smjöri, ostum, kexi, ávöxtum o.fl.,o.fl. Og auk þess bjóðum við gómsæta grísasteik af silfurvagni með rauðvínssósu alla daga. Verd pr. mann aðeins kr. 995.-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.