Morgunblaðið - 04.12.1988, Page 16
16 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1988
festu þær að miklu leyti (þótt próf.
Nandris sé á öðru máli. I þessum
bæklingum er hann hvergi sakaður
um að trúa á vampírur.
Þjóðhetja
í rúmenskum þjóðsögum er dreg-
ið úr grimmd Vlads og áherzla lögð
á að sýna að hann hafí staðið dygg-
an vörð um lög og rétt. Þær virð-
ast jafnvafasamar og saxnesku
bæklingamir. Algengt var á miðöld-.
um að smábændur dýrkuðu skel-
egga leiðtoga, einkum ef þeir refs-
uðu ríkum stórbokkum.
í nýjustu ævisögum Vlads er
Veizla vampírunnar:
Óvinir stjaksettir og höggnir í spað
meðan furstinn snæðir.
honum lýst sem krossfara og þjóð-
hetju o g því haldið fram að gróusög-
ur hinna óánægðu saxnesku kaup-
manna hafi valdið því að hann hafi
fengið óorð á sig. Roach segir að
það sem helzt komi í veg fyrir að
hægt sé að taka mark á þessu nýja
mati á Vlad sé að dómar samtíðar-
manna, sem studdu hann, séu eins
tortryggilegir og dómar andstæð-
inga hans á sínum tíma.
Roach telur ekki að Vlad hafi
verið hetja og segir að hann hafi
haft litla pólitíska þýðingu. Vilji
Rúmenar sýna fram á að einhver
leiðtogi þeirra á miðöldum hafi
gegnt hlutverki krossfara og
strangs þjóðarleiðtoga geti þeir
bent á ýmsa aðra en Vlad, t.d.
samtímamann hans, Stefán af
Moldavíu. En ein helzta skýringin
á því að hann hafi orðið mikilvægur
í augum rúmensku þjóðarinnar sé
baráttan um Transylvaníu. Hann
sé talinn eitt bezta vitnið í hinni
nýju deilu um héraðið.
í nýlegu riti um sögu Rúmeníu
segir: „í augum rúmensku þjóðar-
innar var Vlad stjaksetjari merki-
legur stjórnskörungur og leiðtogi,
sem varði sjálfstæði landsins.“
Þeirri kenningu að hann hafi verið
glæpamaður er algerlega vísað á
bug og því haldið fram að hann
hafi verið brautryðjandi, leiðtogi
lítillar þjóðar, sem hafi boðið vold-
ugri ríkjum byrginn „innblásinn af
föðurlandsást og æðstu hugsjónum
þjóðarinnar".
Hetja Ceausescus
Ceausescu forseta hefur verið
lýst á svipaðan hátt og hann hefur
ýtt undir hið nýja mat á „vampíru-
furstanum.“ Að ýmsu leyti virðist
Ceausescu telja Vlad fyrirmynd sína
sem þjóðarleiðtoga, Conducator.
Hann hefur m.a. notað Vlad til að
efla andstöðu Rúmena gegn Rúss-
um og í einni af mörgum greinum,
þar sem reynt hefur verið að hvítþvo
Dracula, segir að hann hafi sannað
að „raunverulegar framfarir geti
aðeins orðið undir einræðisstjórn".
Eins og Vlad á Ceausescu í höggi
við volduga nágranna og sagan um
hann er sögð sýna að stjómvizka
sú og réttlætiskennd, sem sagt er
að hann hafi verið gæddur, hafi
verið nátengd grimmd hans. Aukn-
ir efnahagserfíðleikar Rúmena, sem
Ieiddu til „matvælaóeirða" í Brasov
og víðar í árslok 1987, hafa einnig
ýtt undir dýrkunina á Vlad. Á sama
hátt og Vlad gerði kennir Ceauses-
cu útlendingum um efnahagsvand-
ann og vestrænir bankastjórar hafa
tekið við hlutverki saxnesku kaup-
mannanna. Líklega heldur ástandið
áfram að versna og því má búast
við að enn meiri áherzla verði lögð
á hlutverk Vlads í sögu þjóðarinnar.
Rúmenar reyna einnig að græða
á áhuga vestrænna ferðamanna á
Dracula, þótt þeir séu óánægðir
með lýsingu Stokers. Kastala hans
hefur verið breytt í safn og hann
er vinsæll ferðamannastaður, en
sumum kann að þykja að hann sé
ekki nógu draugalegur. Ævintýra-
höll, sem var reist á ámnum 1976-
1983 á fjaMindi við veginn milli
Transylvaníu og Búkóvínu, 50 km
frá sovézku landamærunum, er
meira í anda Dracula.
Staðurinn minnir 'á miðaldavirki
og heitir Hotel Tihuta, en gestimir
kalla hann Hotel Dracula. Þegar inn
er komið blasa við leðurblökur og
úlfar á veggjum við flöktandi skin
olíulampa. Þeir sem vilja fá að sofa
í líkkistum. Hótelklukkan er geymd
í líkkistu. Hótelvampíran er er mat-
sveinninn Radu Varareanu, sem
stekkur upp úr líkkistu til að hræða
ferðamennina í „pyntingarklefa“
kjallarans. Til að róa gestina er
þeim boðið upp á Dracula-elixír þ.e.
eins konar plómubrennivín. Fáir
Rúmenar þekkja þennan stað, en
útlendingar láta vel af „góðri þjón-
ustu“.
GULLVÆGBOK
FYRIR SUNNLENDINCA
SAGA ÞORLÁKSHAFNAR
Þríggja binda stórvirki, swnnlensk atvinnu- og
menningarsaga gefin ót að frwmkvœði Ölfwshrepps.
Bindin nefnast: Byggð og búendwr, Veiðistöð
og verslun, Örlög og atbwrðir.
Saga Þorlókshafnar er viðamik-
ið og margþætt verk, í senn safn
þjóðsagna fró Þorlókshöfn, sagn-
fræðileg úttekt ó sögu staðarins,
þjóðhóttarit um sjósókn fyrri tíma
þar sem útgerðarsagan er rakin
fró stofnun biskupstóls í Skólholti
til loka óraskipaútgerðar 1929,
og ævisögurit sögufrægra bænda
og sjósóknara í Höfninni. Saga
Þorlókshafnar er umfangsmikið
verk í íslenskri atvinnu- og menn-
ingarsögu. Hún lýkur upp dyrum
að heimi löngu genginna kynslóða
þar sem þær ganga fram í starfi
og leik, blíðu og stríðu, í hvers-
dagsleika og ó örlagastundum.
sköli
h0,gkson
Ötiög,
ORN OG
ÖRLYGUR
SIÐUMÚLA 11, SÍMI 8 48 óó