Morgunblaðið - 04.12.1988, Síða 25

Morgunblaðið - 04.12.1988, Síða 25
24 C MORGUNBLAÐIÐ RISPUR SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1988 MORGUNBLAÐIÐ RISPUR SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1988 C 25 óladómkirkja verður tekin í notkun að nýju í dag, sunnudaginn 4. desember, eftir endurreisnarstarf síðan í ársbyrjun. Er nú lokið endurbyggingu innan dyra á kirkjunni sjálfri, en á næsta ári lýkur við- gerð utan dyra og frágangur aðkomu heim að Hólum. Það er hátíð á Holum í dag og hátíðarmessa klukkan 13.30, en þótt engar messur hafi verið í kirkjunni síðan um síðustu jól má með sanni segja að allt það verk sem hefur verið unnið í kirkj- unni síðan sé ein samfelld guðsþjónusta. í ársbyrjun má segja að kirkjan hafi verið rústuð að innan, múrhúðun hreinsuð burt og múrhúðað upp á nýtt, gert við skemmdir í gólfi, veggjum og lofti, rauðgrýti sótt í Hólabyrðu, skipt um glugga, gólf lækkað og lagt hellum úr Hólabyrðu og kirkjumunir lagfærðir og innrétting endurbyggð að hluta. Hólar í Hjaltadal urðu biskupssetur Norðlendinga árið 1106 og þar var bæði skóli og prentverk. Gamla Hólakirkjan sem var á undan núverandi kirkju, Guðbrandskirkja, var frá 1628 og þar til núverandi Hólakirkja var reist og vígð 20. nóvember 1783. Einhverjir mestu helgidýrgripir íslendinga tilheyra Hóladómkirkju og fá þeir nú á ný þá umgjörð sem sæmir í einu af höfuð- bólum kirkjunnar á íslandi. Kostnaður við þennan hluta endurreisnar Hóla- dómkirkju er á milli 40 ,og 50 milljón- ir króna. Morgunblaöið heimsótti Hóladómirkju í vikunni þegar verið var að leggja síðustu hönd á endurreisnarstarfið innanhúss. Kristslíkneskið á krossin- um var komið á sinn stað og nýju gluggarnir með 24 rúðum í stað 12 gjörbreyta svip kirkjunnar. Kristlíkneskið er eldra en kirkjan sjálf, talið frá 16. öld. Skírnarfont- ur kirkjunnar var höggvinn í stein 1674 af Guðmundi Guðmundssyni frá Bjarnastað- arhlíð, en talið er að steinninn hafi borist til íslands frá Grænlandi með borgarí- sjaka. Minningarkross um Einar Þorsteinsson biskup og Ingibjörgu Gísladóttur konu hans, hangir nú í kirkjuskipinu miðju milli glugga, en var áður yfir anddyri. Einar var biskup á Hólum 1692-1696. í kór er nú komin frummynd af Guðbrandi Þorláks- syni biskup og búið er að hreinsa legsteina biskupanna í kórgólfi Hóladómkirkju og aðra legsteina svo sem Halldóru Guðbrandsdóttur sem Hóladómkirkja var lengi kennd viö og kölluð Halldórukirkja. Þegar okkur bar að garði voru séra Sigurður Guðmundsson vígslubiskup, séra Hjálmar Jónsson prófastur og Björn Björnsson trésmiður aö taka upp gömul Hólabríkina sem var í Hóladómkirkju til 1886, en var þá flutt á Þjóðminjasafnið. Nú er þessi 15. aldar alabastursbrík frá Englandi komin aftur heim að Hólum, en ennþá er unnið að viðgerð á stóru flæmsku Hólabríkinni sem Jón Arason biskup fékk í kirkjuna, en báðar töflurnar eru taldar til mestu dýrgripa. MYNDIR OG TEXTI: ÁRNIJOHNSEN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.