Morgunblaðið - 04.12.1988, Síða 29

Morgunblaðið - 04.12.1988, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1988 C 29 Á götu. Kartöflur til sölu I4.dags Ramadanmoskan Ái Bergstaðastræti 37. HEIÐALAMBIÐ ' UÚFFENGA í hádeginu á sunnudögum Yegna Qölda áskorana höfum við nú ákveðið að endur- taka lambakjötskynninguna næstu sunnudaga. 4. desember: Léttsteiktur ærvöðvi m/appelsínuhnetusósu Ananasrjómaís m/Pinacoladasósu 11. desember: Heilsteiktur lambahryggur m/lyngsósu Bananaískrem m/vanillusósu 18. desember: Fylltar lambasneiðar m/kryddjurtasósu Ávaxtarjómarönd m/karamellusósu Verð kr. 895.- fyrir fullorðna og kr. 400.- fyrir börn Í'Á J úrlega verið rökrétt niðurstaða. Það er bara þetta að við höfum svo góðan forseta og mjög sterkan, að ég held að við kærum okkur ekki um að þar verði breyting á í bráð. Og kona á ekki að verða forseti, ýtustjóri eða ritari, bara vegna þess að hún er kona, heldur fyrir verð- leika.“ Eins og ég minntist á er mjög sjaldgæft að hitta fyrir blæjuklædd- ar konur í Bagdad. Ég spurði Saijdu um það, meðal annars með tilliti til trúarinnar og hefðarinnar. „Móðir mín klæddist alltaf sjad- or, þegar hún fór út af heimilinu“ sagði hún.„Ég er alin upp við það. En sjálf nota ég aldrei sjador og móðir mín var nægilega víðsýn og skilningsrík til þess að reyna aldrei að hafa áhrif á mig. Það hefur ver- ið mistúlkað og rangtúlkað mjög margt varðandi klæðaburð arabí- skra kvenna og í íran hefur það orðið tákn afturhvarfs til miðalda. Tákn ofstækis og á að heita að vera tákn trúar. íraskar konur hafa borið sjador og gera víða enn. Sjad- orinn hjá okkur er meira hefð en fyrir trú.“ Ég hafði heyrt frá einni sam- starfskonu Saijdu að hún hefði birt mörg hvatningar og baráttuljóð í „Konan“ meðan á stríðinu stóð. Mér hafði verið sagt að þessi ljóð hefðu orðið til að styrkja og bæta móralinn hjá konum, sem voru að sligast undan ábyrgð og angist. Sjálf vildi hún lítið gera úr því, en sagðist vera fegin ef þau hefðu orðið til hugarléttis. Annars væri það ekki hennar aðall að yrkja bar- áttuljóð, þau hefðu orðið svona til vegna ástandsins og ömurleikans. „Ég er mjög rómantísk, vil yrlqa um fegurð“ sagði hún og horfði ástúðlega á bónda sinn. „Hvers ég óska fyrir dætur mínar? Ætli það sé ekki svipað og allir foreldrar alls staðar. Að þeim vegni vel. Að þær verði nýtar og góðar manneskjur. Hafi dug til að bijóta nýjar leiðir ef þær finna löng un til þess. Og verði þó alltaf sjálf- um sér trúar og samkvæmar." Ég spurði hvaða augum þau hjón litu væntanlega ráðahagi dætranna. Munu þau velja þeim eiginmenn, án þess að gefa hjónaleysunum kost á að kynnast eins og víðast hvar í Múhameðstrúarlöndum. Saijda veltist um af hlátri við tilhugsunina. „Ætti ég að svara þessu svo að stelpurnar heyri," sagði hún grallaralega. Svo varð hún alvarlegri. „Þú þekkir hefðir varðandi hjónaband í Arabalönd- um...og við Arabar erum formfastir og höldum í siði og venjur, ekki endilega vegna þess að trúin segir eitt eða annað, heldur vegna þess að hefðirnar henta eðli okkar og upplagi. En samt er þetta með hjónabandið að breytast hjá okkur, ofurhægt að vísu. Ungt fólk vel upplýst og menntað telur að það hafí nokkuð til máls að leggja sjálft. Mér finnst það eðlilegt. Eg er ekki hlynnt lausung fyrir hjónaband, það gengur þvert á hugsunarhátt okk- ar. En ég vil að stelpumar fái tæki- færi til að upplifa ástina - á sinn hátt og siðsaman, skilurðu. Ég fékk að kynnast manninum mínum fyrir hjónaband - ekki sexúelt náttúr- lega. Og það var indæll tími, sem ég hefði ekki viljað missa af.“ . Áður en ég fór færði Saijda mér gjöf frá samtökunum, fallega mynd sem mér skildist að þær hefðu feng- ið listakonu til að gera þegar þær fréttu af þessum áhugasama íslenska blaðamanni sem vildi hitta þær. Þær fagna hveiju tækifæri til að segja frá sínum málum og höfðu því haft samband við herra Ma’an hjá upplýsingaráðuneytinu til þess að ákveða stefnumót. Herra Ma’an kannaðist ekkert við að hafa heyrt um þetta, eins og fram hefur komið í fyrri grein. Ég hefði þess vegna getið setið á skrifstofunni hans, eins og þrumu- ský vegna ruglingsins og vitley- sunnar á skrifstofu hans og al- menns fyrirgreiðsluleysis, þegar hann talaði við Saijdu og sagðist aldrei heyrt á mig minnst. Rostungur riddari hafði komið með mér til að túlka. Það þurfti ekki mikið á honum að halda, en hann var ánægður með frammi- stöðu sína og sérstaklega var hann ánægður með öll sætindin sem bor- in voru í okkur. Það var langt liðið á vikuna sem vegabréfsáritunin gilti. En vanga- veltur að lokinni stuttri dvöl í þessu sérstæða landi verða í síðustu grein. KÆLI' OG FRYSTISKÁPUR Samt. stærö: 275 1. Frystihólf: 45 I. ★★★★ Hæö: 145 sm. Breidd: 57 sm. Dýpt: 60 sm. Færanlegar hillur í hurö. Sjálfvirk afþýöing í kæli. Vinstri eöa hægri opnun Fullkomin viðgerða- og varahlutaþjónusta. Heimilis- og raftækjadeild HEKIAHF Laugavegi 170-172 Simi 695500

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.