Morgunblaðið - 04.12.1988, Page 34

Morgunblaðið - 04.12.1988, Page 34
34 C MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1988 BÓKMENNTIR/Geta böm fundib tilgangtífsins í bókum? Ævintyri—gildi andstæðna Líklega hefur heimur barnanna sjaldan verið eins hraður og ruglandi og nú er og þar af leið- andi þarf „nútímabarnið" meira á því að halda að fá tækifæri til að skilja sjálft sig og samhengið við til- veruna. Til þess þarf að hjálpa því að greiða úr þeim margþættu tilfinn- ingum sem það ber í sér, svo það geti skilið þær og virt. Bamið þarf — nú, eins og á öllum tímum — kennslu í siðareglum; innrætingu sem gerir því ljóst að það sjálft hefur hag af því að breyta á vissan hátt. Það er undantekning ef innrætingin tekst eins vel með boðum og bönnum og með því sem virðist rökrétt og hef- ur einhveija þýðingu. Oft finnur barnið þessa „þýð- ingu“ í gegnum ævintýrin. í gegn- um tíðina hafa ævintýri orðið fág- aðri og hnitmiðaðri til að skírskota jafnt til óþroskaðrar hugsunar barnsins og fágaðri vitundar þess fullorðna. Ævintýrin fela í sér áríð- ^andi skilaboð, hvort sem er til dag- legrar vitundar okkar eða undir- meðvitundar. Það er algengt að við neitum barninu um þá staðreynd að mikið af mistökum okkar eigi upptök í okkar eigin eðli. Við viljum skapa þá mynd af okkur að við séum býsna góð og viljum vel. En börnin vita ósköp vel að mannfólkið er ekki alltaf gott og meira að segja þegar það er gott, vildi það fremur vera vont. Með því að neita að viður- ^kenna okkar eigin frekju, reiði, sjálfselsku og aðrar neikvæðar til- finningar fyrir baminu, og ganga í berhögg við skynjun þess, verður upplifun bamsins óhjákvæmilega sú, að það sjálft sé eitthvert skrímsli — vegna þessara sömu tilfínninga sem það ber með sér og afneitunin hefst og Guð veit hvort einhvern tímann verður hægt að leiðrétta hana. Þykjustuleikurinn, eða feluleik- urinn, er ríkjandi í samskiptum okkar, sérstaklega þegar bömin eiga í hlut. Flestar nútímabarnabókmenntir hafa gengið framhjá þessu vanda- máli, þar sem ævintýrin leggja áherslu á að takast á við það. í ævintýrinu er hið illa alltaf jafn nálægt og raunverulegt og hið góða. í nærri öllum ævintýmm em þessar andstæður persónugerðar og þeim teflt saman. Hið illa hefur visst aðdráttarafl og er oft fært í búning dreka, risa eða nornar, til dæmis í líki drottningarinnar í Mjallhvít og um tíma hefur þetta illa afl undirtökin í atburðarásinni. Sömuleiðis er það oft svo að óverð- ugt afl reynir að ná einhveiju tak- marki sem ætlað er hetjunni og dæmi um það er í Öskubusku þegar stjúpsystumar þijár keppast við að ná í prinsinn sem tilheyrir henni með réttu. Líklega vitum við öll hvemig þessi tvö ævintýri enda. Hið góða sigrar að lokum. Það er hægt að sigrast á neikvæðum hugs- unum og tilfinningum og maður uppsker ríkulega em skilaboðin. Persónur í ævintýmm slá ekki úr og í; em ekki bæði góðar og vondar, eins og mannfólkið í raun- inni er. En þar sem einfaldur hugur bamsins hefur tilhneigingu til að skipta hlutunum upp í annaðhvort eða, er það sú leið sem valin hefur verið í ævintýmnum. Persónurnar em annaðhvort góðar eða illar; ekk- ert þar á milli. Einn bróðir er gáfað- ur, hinn heimskur, Ein systir er dyggðug og iðin, önnur er fláráð og löt, ein er ljót, önnur fögur og svo mætti lengi telja. Með því að tefla stöðugt saman andstæðum er barninu gefið svigrúm til að skynja mjög auðveldlega mismuninn milli þeirra, sem væri erfíðara ef persón- umar væru líkari því sem raunhæft er. Það gefur baminu gmnn til að standa á þegar það sjálft fer að hugsa um hver í rauninni það vill vera. í ævintýmnum sigrar hið góða alltaf að lokum. Er til betri leið til að kenna barninu að með því að takast á við það vonda og óþægi- lega í sjálfu sér, í staðinn fyrir að afneita því, getur það uppskorið ríkulega og orðið sjálfu sér betri manneskja? oftir Súsönnu Svavarsdóttur Jólastjömur Okkar bestu jólastjörnur kosta aðeins kr. NS Eigum einnig minni jólastjörnur allt frá kr. 298.- "22S- \asve\n2 Jolatresalan er hafm Opið frá kl. 9-22 til jóla ■ Gróðurhúsinu v/Sigtún Sími: 68 90 70 Who Framed Roger Rabbit?: Sumarmynd verður jólamynd. ScroogediÁ myndinni til hægri er Bill Murray í nýjustu jólamynd íslensku kvikmyndahúsanna í ár. KVIKMYNDIR////jólamyndir ekki lengurjólamyndir? Gömul hefð á nýjum grunni Munið þið þegar jólamyndir vom jólamyndir? Það er ekki svo langt síðan. Þá snarbatnaði úrvalið í kvikmyndahúsunum í nokkra daga í árslok og það var jafnvel hægt að fara í öll kvik- myndahúsin í borginni án þess að láta sér leið- ast. Sýndar vom úrvalsmyndir, það fór aldrei á milli mála. Þær hlutu að vera það, annars hefðu þær aldrei út- skrifast í jólamyndabekkinn. Það var spenna í loftinu og jafnvel biðraðir á götunum. Jólastemmn- ingin náði inn í miðasöluna, hún angaði af poppinu, hún heyrðist í salnum og hún lýsti upp tjaldið. Það var eins og jólasveinninn sjálfur stjómaði sýningarvélinni. Núna er ljóminn af tjaldinu mikið til horfinn. í dag emm við stríðalin á jólamyndum árið um kring miðað við í gamla daga. Það er eins og að borða hamborgara- hrygg tvisvar á dag; mjög gott en ekkert sérstakt. Jólin em hætt að kitla mann sérstaklega í kvik- myndalegu tilliti. Bíómarkaðurinn hefur tekið svo róttækum breyt- ingum á undanfömum ámm að allt það besta sem gert er vestur í Hollywood (þaðan koma næstum allar myndimar) er komið á tjald- ið hér eftir nokkra mánuði, jafn- vel vikur. Er þá úrelt að tala um jólamyndir hér yfirleitt? Em þetta ekkert sérstakar myndir sem boð- ið er upp á yfir jólin? Ef ykkur finnst jólavertíðin undanfarin ár vera eitthvað slapp- ari en í gamla daga er það vegna þess að þið emð orðin svo góðu vön. Bíóhúsin leggja enn rækt við gömlu jólamyndahefðina hvað sem þið segið með því að geyma myndir til jólanna. Þau stíla enn inn á hátíðina með fmmsýningu á athyglisverðum myndum eða stórmyndum eða umtöluðum að- sóknarmyndum eða jafnvel alveg splunkunýjum myndum. Jóla- myndir em ekkert séríslenskt fyr- irbrigði; í Bandaríkjunum t.d. eru tvær kvikmyndavertíðir, sumar og jól. Á þessu tímabili hefur fólk bæði tíma og löngun til að rífa glyrnumar af imbanum og fara út á meðal fólks. Eini munurinn er sá að sumarmyndirnar vestra vilja gjaman verða jólamyndir hér. Dæmi er „Who Framed Ro- ger Rabbit?“ í Bíóhöllinni. Það eina sem hefur virkilega breyst með breyttum tímum er jólahaldið sjálft. Það er stutt í að íslenskir kvikmyndahúsaeigendur slái Rammagerðinni við hvað varðar forskot á jólin. Fyrstu jóla- myndirnar em farnar að koma í bytjun desember en áður byijuðu þær um blájólin. Einnig hefur jóla- myndunum flölgað í hveiju bíói. Það fylgir fjölsalabíóunum. Bíó- höllin/Bíóborgin nefna tvær myndir í hvom bíói þetta árið, einnig Stjörnubíó og Háskólabíó en Regnboginn á metið í ár; fjór- ar jólamyndir. Eina bíóið sem nefnir aðeins eina jólamynd er Laugarásbíó. Eina bíóið með glænýja mynd er Háskólabíó, það sýnir „Scrooged", sem fmmsýnd var vestra um daginn. Allt í allt er boðið upp á ágæt- ar jólamyndir í ár (sjá lista) og gömlu hefðinni er viðhaldið enn eitt árið þótt hún sé komin í nút- ímalegri búning. Jólamyndir kvikmyndahúsanna BÍÓBORGIN „Buster" og „Willow" BÍÓHöLLIN „Rescue“ og „Who Framed Roger Rabbit?“ HASKÓLABÍÓ „Scrooged“ og „Bull Durham" LAUGARÁSBÍÓ „Midnight Run“ REGNBOGINN „Red Heat“, „Appointment with Death“, „Dead Ringers“ og „Kæri Hatchi“ STJöRNUBÍÓ „Short Circuit 11“ og „Mac and Me“. eftir Arnold Indriðoson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.