Morgunblaðið - 04.12.1988, Page 42

Morgunblaðið - 04.12.1988, Page 42
42 C MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1988 „Villu heloluv borSa. inni ?" Ég hélt að konan min væri í enskutímum í vetur. I ljós kom að hún lærði varalest- ur. Nægði vökvunin ekki í gærkvöldi? HÖGNI HREKKVÍSI PÚ ERT NJÆSTUR, HÖC3NI- " Óskiljan- legur seina- gangur Velvakandi Ég finn mig knúðan til að taka mér penna í hönd og mót- mæla seina- gangi á byggingu safnaðar- heimilis Hvalsneskirkju. Þetta á sér langan aðdraganda, því að fyrir 20 árum eða svo, var farið fram á, að byggð yrði kirkja eða safnaðarheimili hér í Hvalnessókn, og þó sérstaklega safnaðarheimili undir starfsemina, sem er bráðnauðsynleg, því að kirkjukórinn er á flækingi hingað og þangað með æfingar sínar. Slíkt er óþolandi og þar að auki liggja hljóðfærin undir skemmdum, því að geymsla er ekki fyrir hendi. Nú er liðinn langur tími síðan sam- þykkt var að byggja safnaðar- heimilið, og teikningar hafa legið fyrir um nokkurra ára skeið. Því spyr ég, hvað dvelur Orminn langa? Hvers vegna er ekki byijað á safn- aðarheimilinu sem er bráðnauðsyn- legt? Mér finnst það vera stór móðg- un við forustumenn í kirkjumálum Hvalsnessóknar um árabil og sem vildu byija strax á byggingu safn- aðarheimilis, því að nóg af pening- um var til. Þess vegna skii ég ekki þennan seinagang. Ég veit að það eru fáir sem eru á móti en nú eru þessir menn sem voru með að byggja þetta hús horfnir af sjónar- sviðinu, því miður. Nú er það svo, að mörg sveitarfélög sem telja að- eins 200-300 íbúa hafa byggt sér slíkt hús yfír starfsemina, en svo getur ekki Hvalsnessókn, sem telur um 1.300 íbúa, séð sér fært um að byggja slíkt hús. Kirkjukór Hval- nessóknar var um árabil með bestu kórum landsins, en er nú nánast enginn. Það er vegna þess, að að- stæður eru þær verstu sem slíkt fólk á að venjast. Og því skora ég á forustumenn Hvalsnessóknar að láta nú hendur standa fram úr erm- um og byija á byggingu hússins strax. Ég veit að Miðnesingar munu ekki liggja á liði sínu við að gefa dag og dag. Það má í það minnsta reyna það og skora ég á forráða- mer.n kirkjumála, að byija strax á húsinu, okkur öllum til gleði. Sandgerðingur góður. Á FÖRNUM VEGI Vagn Leví og Ivar Rafh Jónsson. Bókin heldur velli Miðbænum. í verslununum er hins vegar líf og fjör og þar gefur fólk sér tíma til að staldra við og rabba við kunningja. Sérstaklega eru bókabúðimar vinsælar um þetta leyti þvi nú er hið árvissa jólabókaf- lóð komið á skrið og margar for- vitnilegar bækur á boðstólum. En hvað skyldu nú nýju bækurnar kosta og ætli þær séu mikið dýrari en var í fyrra? Þær kosta alvega nógu mikið en ég hef ekki kynnt mér neitt sérstak- lega hversu mikil hækkunin er síðan í fyrra, sagði Gunnar Gunnarsson sem við hittum í bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. - Hvers konar bækur lestu mest? Ætli það séu ekki ævisögur og mannraunasögur. Ég veit ekki hvaða bækur það eru sem mér líst best á af nýju bókunum. Saga úr sjónvarpinu eftir Inga Hrafn vekur áhuga minn, svo og bókin um Vigdísi forseta, Ein á forsetavakt. Neij ég fer mjög sjaldan á bóka- söfn. Ég kaupi ekki mikið af bókum en fæ oft lánaðar bækur hjá kunn- ingjum til að lesa, sagði Gunnar. Veiðibækur Ég er rétt að byija að skoða þetta, sagði Brynjólfur Bjarkan. Ég er ékki farinn að mynda mér neina Fólktalar mikið um auraleysi en það er eins og enginn geti hugsað sér bók án jóla. Víkverji skrifar Víkveiji sá það svart á hvítu, haft eftir Guðmundi Jóhanni Guðmundssyni, formanni Verka- mannasambandsins, að svo gæti farið að öllum frystihúsum landsins verði lokað fyrir áramót. „Hvað er að gerast"? Þannig spurði Guð- mundur og svarar sjálfum sér: „Það eru að hrynja heilu atvinnugrein- amar, heilu byggðarlögin. Það blas- ir við allsheijar atvinnuleysi!“ Víkveija sýnist sem þessi um- mæli gamalreynds verkalýðsfor- kólfs lýsi ekki brennandi trú á næstu framtíð fyrir þorra lands- manna. Víkveiji spyr sjálfan sig: Hvers vegna? Og blöðin bergmála svar formanns VMSI: „Ég bið menn að trúa því ekki að það sé vegna aflabrests eða lækkandi verð.s á mörkuðum okkar.“ Fleira kemur a.m.k. til að Guðmundar mati. Víkveiji sér ekki að formaður Verkamannasambandsins hafi þá framtíðarsýn, nú þegar „félags- hyggjustjóm" siglir þjóðarskútunni yfír áramót og inn í nýja tíma, að smjör muni dijúpa af hveiju strái í tilveru almennings í landinu. xxx Landburður af loðnu í nótt,“ segir í næstu frétt, sem Víkveiji ber augum. í gær tilkynntu 18 skip um samtals þrettán þúsund lestir af loðnu, segir þar. „Þá er heildaraflinn orðinn 189 þúsund lestir. Það er 13 þúsund lestum meiri afli en var á sama tíma í fyrra.“ Já, það er nú það; Enn em þjóðár- tekjur og lífskjör íslendinga sótt í sjó. Eða sá vonandi bróðurpartur lífskjaranna sem ekki er „veiddur" á erlendum skuldamiðum. Þær alls- nægtir, sem Víkveiji horfir á í hús- um og höllum, flugvélum og skip- um, vegum og bílum, skólum og skemmtistöðum og öllu öðru ónefndu er að stærstum hluta sótt- ur hörðum höndum í sjávardjúp. Fiskvinnslan eykur síðan á verð- mætin. Samt er sjávarútvegurinn á heljarþröm, rekstrarlega, að sögn. Sá Víkveiji, sem hér situr við skjá telur það ekki stýra góðri lukku ef gullhæna þjóðarinnar horfellur. XXX LVíkveiji las það í Mogganum sínum að unnið væri allan sól- arhringinn við gangagerð um Ólafs- fjarðarmúla. Vegna þess að þessi sami Víkvetji kann nokkur skil á samgöngum norður þar fagnar hann þessari framkvæmd. Hún er meira en tímabær. Vegurinn, _sem hékk utan í snarbröttum Ólafsfjarðarmúlanum og hvarf í gijótskriður þegar ský vökvuðu Tröllaskagann var í engu samræmi við nútímann né sam- gönguþarfír á svæðinu. Þegar þessi jarðgöng verða full- gerð er vel séð fyrir landsam- göngum til Ólafsfjarðar og frá staðnum í austur, eða eftir því sem aðstæður frekast leyfa. Arðsemi ganganna, ef nota má það orð, yrði þó mun meiri, ef vegurinn yfir Lág- heiði til Fljóta og Skagafjarðar, vestan Ólafsfjarðar, fengi nauðsyn- lega „upplyftingu". Hann er enn „niðurgrafinn“ og lítt um hann sinnt. Lokast í fyrstu snjóum. Og oftar en ekki er það sólin og hlýjan sem eru á undan Vegagerðinni að opna hann snemmsumars. Senni- lega hefur enginn vegarspotti á landinu beðið lengur eftir einhvers konar endurhæfingu. Það hæfir ekki því milljónagati, sem senn prýðir Múlann, að hafa slíka fom- eskju aðliggjandi, að ekki sé nú talað um fólk og farartæki á þessum slóðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.