Morgunblaðið - 24.12.1988, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. DESEMBER 1988
9
IOLAHUGVEKJA
Jólin, Davíð,
Steinn og þú
eftirsr. Þóri
Stephensen
„Yður er í dag frelsari fasddur,
sem er Kristur Drottinn í borg Davíðs."
í ofan rituðum orðum er fólgið
inntak jólanna. Þau eru ekki
ákveðið ástand eða atburður.
Dýpst skoðað eru þau persóna.
Þau helgast af Kristi sjálfum.
Þama eru tvö orð sterkust. Fögn-
uðurinn, sem hinn himneski sendi-
boði flytur jörðinni og bömum
hennar, samkvæmt frásögn Lúk-
asar, hann eins og kristallast í
þessum tveimur orðum: Frelsari
og Drottinn. Hið þriðja orð kem-
ur reyndar einnig við sögu: frið-
ur, já, friður með þeim mönnum,
sem skynja þörf sína fyrir sam-
ræmi milli Guðsviljans og manns-
viljans.
Þegar við vomm böm að aldri
glöddumst við ekki síst af hinni
ytri dýrð, sem hátíðinni fylgdi.
Okkur var þó sagt, að það væri
Jesús Kristur sem jólin snemst
um. Við vissum það, en skildum
það kannski ekki til fulls. Svo
þróast þetta þannig, að hinn ytri
rammi verður enn hluti af tján-
ingu gleðinnar. En við fínnum
samt, að við hljótum að leita
dýpra. Og þá verða þau fyrir okk-
ur þessi kjamaorð: Frelsari og
Drottinn.
Allt sem heyrir til hinu verald-
lega lífí er ófullkomið. Þess vegna
fylgja því sjúkdómar, freistingar
og margs konar böl, hlutir sem
krefjast baráttu af hendi manns-
ins. Hann upplifír erfíðleika, sem
oft verða þungbærir. En einmitt
þar koma jólin inn í. Guði stendur
ekki á sama um sköpun sína.
Þess vegna sendi hann son sinn
í heiminn.
Við skildum ekki í gamla daga,
það sem þá var svo oft sagt, að
Guð gerðist maður. En við skiljum
nú, að Jesús var sendur til að
taka þátt í kjömm mannanna.
Jólin þýða þó ekki, að allt verði
fullkomið. Nei, en hann sem ber
kærleikskraft himnanna í sér,
hann kemur til móts við okkur
hvert og eitt þeirra erinda að bjóða
okkur hjálp sína. En svo er það
spumingin stóra: Hvernig tökum
við á móti þeim kærleika, sem að
okkur er beint? Viljum við opna
honum hús okkar innra manns?
Viljum við þiggja, að hann gangi
undir byrðar lífsins með okkur?
Þegar við gemm það, og setjum
allt okkar traust á hann, þiggjum
styrk hans og fyrirgefhingu, þá
er það reynslan, að miklum byrð-
um er af okkur létt. Hann hefur
gengið undir þær með okkur, lyft
hinum mesta þunga af. Þannig
er hann frelsari.
Hitt er af öllum viðurkennt, að
enginn mannkynsfræðari hefur
komið með viturlegri lífsreglur
okkur til handa. Guðlegur upprani
hans undirstrikar þetta enn frekar
fyrir okkur fylgjendur hans. Út
frá þessu ætti það að vera auðs-
ætt, að hann er Drottinn, sá sem
okkur ber að lúta. Því er og ekki
stefnt til undirgefni eingöngu,
heldur þeirrar farsældar, sem það
veldur að lifa í samræmi við Guðs-
viljann.
Þama er og hinn eini gmndvöll-
ur friðar í mannlegu samfélagi.
Orðið friður er komið af hinni
fomu sögn að frjá, sem þýðir að
elska. Þess vegna segir og skáldið
frá Fagraskógi:
„Þegar allir meiri og minni
mega treysta elsku þinni,
þá er samin sáttargjörð,
frelsið tryggt í fyrsta sinni,
friður Guðs á jörð.“
Þessir hlutir segja okkur, að
öll friðarbarátta, sem vill vera
meira en orðin tóm, hlýtur að
heijast með kristniboði. Það
kristniboð þarf að sjálfsögðu að
beinast jafnt inn á við að eigin
siðgæði og andlegum styrk krist-
inna þjóða, sem út á við til hinna
ekki-kristnu mannfélaga, sem
sum heiðra enn endurgjaldslög-
málið og tala jafnvel um „heilagt
stríð".
Jólin hafa verið okkur heilög
allt frá bemskutíð. Þau segja okk-
ur æ meir, eftir því sem við
skyggnum boðskap þeirra betur.
Það er svo margt gott meðal þess,
sem hinn bamslegi skilningur
hefur mótað og skilið.eftir í sálum
okkar. Þar em hlutir, sem við lif-
um flest á alla ævi til viðbótar
öðm því, er aukinn skilningur og
þroski bæta við. Mér verður hugs-
að til ljóðs eftir Stein Steinar.
Hann nefnir það Kvæði um Krist.
Steinn dregur þar upp minninga-
mynd af tveimur bömum, sem
sátu í garðinum, horfðu á sólina
hverfa og sáu nóttina koma. Er
á líður kvæðið fínnur lesandinn
að skáldið er þama sjálft, bam í
anda, við hliðina á baminu frá
Betlehem. Þeir hvíslast á dreng-
imir um fegurstu lejmdarmál
heimsins, þegar sólin verður
stærri og bjartari en áður og
mennimir verða svo góðir við
bömin. Steinn segir:
„Og'þá verða allir menn svo góðir,
sagðir þú,
eins og blómin.
Og þá þurfum við ekki framar
að hrasðast myrkrið,
því þá verður aldrei nótt,
þegar búið er að frelsa heiminn.
Og við sátum í garðinum
eitt kvöld
fyrir tvö þúsund árum,
tvö fátæk böm.“
Steinn lætur tíma og rúm
hverfa. Hann sér í Kristi sinn
besta bróður og nemur af honum
bamslega gleði, þótt vaxinn mað-
ur sé. Og hann sér myrkrið hverfa
vegna frelsarans, já, bæði myrkr-
ið og mannvonskuna.
Steinn Steinarr var ekki mikill
kirkjunnar maður og ekki trúmað-
ur á hefðbundinn hátt. Samt höfð-
aði Kristur mjög sterkt til hans
og hugsun Steins og kenning vom
oft boðberar hugarfars frelsarans.
Fáir sáu betur þörfina fyrir
breyttan og bættan heim. Við
sjáum hana reyndar öll, en hugs-
um e.t.v. hvorki út í að útbreiða
þá skoðun okkar, né sjáum þann
möguleika, að við getum áorkað
þar einhveiju sjálf. Samt er það
lausnarorð í framkvæmd allra
hugsjóna að byija á sjálfum sér.
Hversu margar fréttir skyldum
við lesa daglega af því, að óham-
ingja skapaðist af því að einhver
gerði vísvitandi annað en það sem
hann vissi að er rétt? Gleymum
ekki heldur því sem hér var til
vitnað:
„Þegar allir meiri og minni,
mega treysta elsku þinni
þá...
Jólin og persóna Krists em
iíftengd. Viljir þú gefa öðmm
gleðileg jól, þá þarft þú að hafa
eitthvað af Kristi í þér og sýna
það í verki, hvort heldur við hugs-
um til heimsins í heild eða fólks-
ins sem næst þér stendur. Hugs-
aðu um það, lesandi minn. Reyn-
um að gera það báðir, þá munu
gleðiieg jól gróa úr spomm okkar
og það langt út fyrir þau mörk,
sem áðfangadagur og þrettándinn
skapa.
Guð gefí slíka fagnaðartíð.
0? KAFFI
"*í/\STRÆTOt
jið nýtt ár á Café Óperu og/eða
Kaffi Strætó.
á Café Óperu er sem hér segir:
ravorður opnar húsið kl. 18.
Kl. 8.03: Yfirþjónninn okkar, Marian
Zak, býður ykkur velkomin á sinni
bjöguðu fslensku og ber fram litríkan
iystauka.
Pása.
Kokkarnir Eiki, Steini og lngi gera sig
klára með matinn og bjóða fyrst upp ó
laxatartar með vorlauk og japanskri
sósu.
Pása.
Villibráðarkjötseyði með kryddjurtum.
Pása.
Kofareykt hangikjöt með valhnetum,
jöklasalati og vínedikssósu.
Pása.
Kampavínssorbet Pomsardin.
Pása
Cekkert stress).
Eiki eldsteikir nautalundir úr tuddan-
um Flekk frá Kirkjubóli ásamt
humarhölum og koníakslagaðri
sinnepssósu.
Pása
Cmuna að tyggja veD.
Súkkulaðibolli með ferskum suðfæn-
um ávöxtum, vanilluís og IfÞyÓ'r.
Pása.
Brasilískur baunadrykkur ásamt
Camus konfaki og konfekti.
Kór matreiðslumanna hússins
syngur ættjarðarsöngva Cbara stutta).
Skemmtið ykkur á ógleymanlegan
hátt á ógleymanlegum stað.
Hlé. yT /
Allir pæla í hvort þetta sé grímuball
Stebbi Pet. leikur kannski á píanóið
Cerum að leita að nýjum!)
kl. 23.00; Léynigesti kvöldsins ekið að
húsinu í lögregiubH ög skilað að
notkun lokiipni.
Knöll, hattar o.fl.,,^ staðfiui
Sem sagt fullt faeði o
á aðeins kr. 5
Boroapantanir í símum 29499 og 624045.
Ml5ar óskast sóttir í síðasta lagi
30. desember fyrir
ki. 17:00.