Morgunblaðið - 24.12.1988, Side 11
MORGUNBIiÁÐIÐ, LAOGARDAGUR 24: DÉSEMBÉR 1988
11
Alþýðuleikhúsið:
Jólasýning-
ar á Kossi
kónguló-
arkonunnar
SÝNINGAR á leikritinu Koss
kóngulóarkonunnar verða í kjall-
ara Hlaðvarpans að Vesturgötu
3 á milli jóla og nýárs, en sýning-
um á leikritinu fer nú fækkandi.
Leikritið var frumsýnt í október
og hlaut það lofsamleg ummæli
gagnrýnenda. Leikendur í sýning-
unni eru þeir Ámi Pétur Guðjónsson
og Guðmundur Ólafsson, en leik-
stjóri er Sigrún Valbergsdóttir.
Næstu sýningar á Kossi kónguló-
arkonunnar verða fimmtudaginn
29. desember og föstudaginn 30.
desember og hefjast þær klukkan
20:30.
Egilsstaðir:
Vonarlandi
íærð millj-
ón að gjöf
Egilsstöðum.
VONARLANDI, vistheimili fatl-
aðra á Egilsstöðum, var nýlega
feerð yfir ein milljón króna að
gjöf frá ýmsum samtökum á
Héraði og Breiðdalsvík. Pening-
unum skal varið til sundlaugar-
byggingar við vistheimilið en
bygging hennar hófst 1979.
Stærsta upphæðin, 500.000 krón-
ur, kom frá tónlistarmönnum á
Héraði. Var það hagnaðurinn af
dægurlagakeppni sem haldin var
á Egilsstöðum í haust.
Þorvarður Bessi Einacsson,
frumkvöðull að dægurlagakeppn-
inni, afhenti Sigurði Magnússyni,
formanni í Þroskahjálp, þessa upp-
hæð en í fyrra gáfu þessir sömu
aðilar 240 þúsund krónur til sund-
laugarbyggingarinnar. Var þar um
hagnað af tónlistarhátíð að ræða.
Við þetta sama tækifæri afhentu
félagar úr Kiwanisklúbbnum Snæ-
felli á Héraði rúmlega 300 þúsund
til byggingarinnar sem var ágóði
af happdrætti. Einnig afhentu fé-
lagar í Lionsklúbbnum á Héraði og
Breiðdalsvík 100 þúsund hvor.
Bygging sundlaugar við Vonar-
land hófst 1979 með því að félagar
í Lionsklúbbnum Múla á Héraði
byggðu grunn hússins í sjálfboða-
vinnu. Síðan hafa Lionsmenn stutt
mjög að þessari byggingu bæði með
fjárframlögum og vinnuframlögum
en um 900 dagsverk hafa verið
gefin í þessa byggingu. Önnur fé-
lagasamtök og einstaklingar á
Austurlandi hafa einnig stutt þessa
framkvæmd dyggilega en einungis
um tvær milljónir hafa runnið til
hennar af opinberu fé. Fyrirhugað
er að ljúka byggingunni síðari hluta
vetrar.
- Björn
Vegnrimi
meðjóla-
samkomu að
Þarabakka
VEGURINN, kristið samfélag,
verður með sérstaka jólasam-
komu í dag, aðfangadag klukkan
17.00.
Á dagskrá samkomunnar er með-
al annars barnaleikrit (helgileikur),
jólasöngvar, lofgjörð og orð guðs.
Samkoman verður í húsnæði Veg-
arins, Þarabakka 3 f Mjóddinni.
Fréttatilkynning
(&&**»***
rALnm.
FJOLBREYTT URVAL AF FLUGELDUM, KOKUM O.FL. A HAGSTÆÐU VERDI.
VTNSÆLU FJÖLSKYLDUPAKKARNIR FÁANLEGIR í FJÓRUM STÆRDUM:
KR. lOOO
ADALUTSOLUSTAÐUR HJALLAHRAUNI9. EINNIG STRANDGATA 28, FJARÐAR
GÖTUMEGIN OG FORNUBÚÐIR V/SMÁBÁTAHÖFNINA.
FLUGELDASÝNING 29. DES. KL. 20.30 AD HJALLAHRAUNI 9.
BJÖRGUNARSVETT FISKAKLETTS
HJALLAHRAUNl 9, HAFNARFWDI • SÍMI651500
OPIÐ 27. - 30. DES. KL. 10 - 22, OG A GAMLARSDAG TIL KL.4