Morgunblaðið - 24.12.1988, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 24.12.1988, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. DESEMBER 1988 Fomir dýrgripir Bókmenntir JennaJensdóttir Barnagull Jóns Árnasonar. Hubert Seelow bjó til prentunar. Teikningar eftir Sigurð Orn Brynjólfsson. Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1988. Við lestur þessarar bókar sækja minningar frá bemsku á hugann — minningar um virðingu ojg aðdáun á Jóni Amasyni sem með Islenskum þjóðsögum sínum vísaði lesþyrstum bamssálum inn í furðuheim stór- brotinna ævintýra og sagna. Hjálp- aði þeim þannig til þess að sjá seið- magnað líf í hversdagslegum gráma fábreyttra daga. í huga þess er svo man til er Bamagull næstum dýr- gripur handa æsku sem að mestu lifir í heimi efnishyggju og bijál- aðri samkeppni ytri gæða. Bókin Barnagull er gefin út af Menningarsjóði í tilefni þess að hundrað ár em liðin frá andláti Jóns Árnasonar þjóðsagnasafnara. En Jón fæddist 17. ágúst 1819 og andaðist 4. sept. 1888. Þýskur fræðimaður, dr. Hubert Seelow, bjó Barnagull til prentunar. Hann ritar einnig formála, athuga- semdir og skýringar. Dr. Seelow bæði talar og ritar íslensku. í formála rekur dr. Seelow æviat- riði Jóns Ámasonar. Hann fjallar ítarlega um störf hans á sviðj bók- mennta og útgáfustarfsemi. Af vandvirkni segir hann frá umfangsmikilli söfnun Jóns á efni í lestrarbók handa bömum. En allt efnið hafði Jón dregið saman og þýtt af mestu úr erlendum tungu- málum. Hugmyndin að lestrarbókinni hafði vaknað á fundi hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi í mars 1849. Þótt áform bókmenntafélags- ins væm stór og mikil, vom ýmsir þeir erfiðleikar á vegi, sem ef til Jón Árnason vill urðu til þess að ekkert varð úr útgáfu lestrarbókarinnar. Þetta varð því einkaverkefni Jóns Árna- sonar. Dr. Seelow ræðir um það af var- fæmi góðs fræðimanns og gefur lesanda um leið innsýn í hvað var að gerast — og hvað gerðist, sem varð til þess að Jón Ámason safn- aði efni í lestrarbókina. Hún var þó aldrei prentuð meðan hann var á lífí og fínnst því ekki í ritskrám hans. Dr. Seelow vísar til greinar sinnar í Skírni, „Um Barnagull Jóns Ámasonar" (Skímir 162, vor 1988, bls 7—34). Þar lýsir hann rækilega efni því er Jón hafði safnað til lestr- arbókarinnar. í formálanum fýrir lestrarbókinni gerir dr. Seelow grein fýrir aðferð- um sínum við endurgerð bókarinnar úr efnissafni Jóns. „Fyrsta boðorð var að sjálfsögðu að fylgja ásetn- ingi Jóns, svo framarlega sem unnt var að koma auga á eða ráða í hann,“ segir dr. Seelow. Gömlum og sjaldgæfum orðmyndum og beygingum segist hann hafa reynt að halda eftir megni. Dr. Seelow gerir nákvæma grein fýrir innihaldi bókarinnar. Hér verð- ur aðeins stiklað á stóm: Hann seg- ir þar að finna „allar smásögur ein- faldar og skemmtilegar“. Næst taka við dæmisögur. Þá koma „Var- úðar-sögur“. Til mótvægis við þær em „Sögur um góð böm“. Á eftir þeim koma „Alvömsögur", því næst „Eftirlíkingar", þá „Gamansögur" eða „Skemmtisögur". Fleiri efnis- flokkar em nefndir og er síðari hluti þeirra að mestu fræðilegur og ævi- atriði ýmissa stórmenna. Aftast í lestrarbókinni em skýringar og at- hugasemdir og auk þess leiðrétting- ar og breytingar á texta Jóns Árna- sonar. Það er sannarlega freistandi að gera orðum dr. Seelow betri skil en hér — í litlum ritdómi. En þekking og vandvirkni hins erlenda fræðimanns, skarpskyggni hans og vinnubrögð vekja aðdáun og hlýhug. Það er gaman að lesa alla bókina og finna hvívetna hve dr. Seelow hefur lagt metnað sinn í val og niðurröðun og er allt sem best úr garði. Dr. Seelow getur þess að án hjálpar íslenskrar konu sinnar, Kol- brúnar Haraldsdóttur, hefði Bama- gull ekki komið út. Það er leitt að þurfa að geta þess í lokin að prentvillupúkinn hefur læðst inn í Formálsorð dr. Seelow, svo og í stutta kynningu á undan Formálsorðum, en þar mis- ritast andlátsár Jóns Ámasonar hrapallega. Þetta er eiguleg bók fyrir það, sem áður er gott sagt um hana. Teikningar lífga hana upp og út- gáfa er vönduð — ef prentvillur em frádregnar. Vatnaniður Békmenntir Erlendur Jónsson Þröstur Elliðason: HANN ER Á! 142 bls. Bókaútgáfan Streng- ir. 1988. »í fáum löndum er jafngóð að- staða til veiða og útivistar og á íslandi,« segir í formála þessarar bókar. Síst verður því andmælt hér. Hreint vatn og hreint loft og takmarkaður ágangur em hlunn- indi sem seint verða metin til fjár. Því geta hlutfallslega fleiri stundað hér stangaveiði en í öðmm löndum svo dæmi sé tekið. Við vatnaniðinn lifir laxveiðimaðurinn sínar sælustu stundir. Hásumardýrðin og veiði- vonin kveikja í sameiningu hugljóm- un sem erfítt er að lýsa með orðum. Hann er & er bók eftir veiðimenn, um veiðimenn og fyrir veiðimenn. Þama em hugleiðingar, frásagnir og veiðisögur; allt með einhveijum hætti tengt veiðiskap í ám og vötn- um. Og jafnvel líka í sjó! Menn ræða um laxinn, háttu hans og við- brögð og segja sögur af viðureign sinni við stórlaxa. Fyrir sjónum veiðimannsins er laxinn göfugur fískur, og í raun og vem sífelld ráðgáta. Laxinn lítur líka stórt á sig: »Ég vil meina að það sé mjög mikil stéttaskipting hjá laxinum.« Veiðimaðurinn, sem svo ályktar, staðhæfír »að ef lax fer undan maðkinum og syndir í burtu þá tek- ur enginn annar lax staðinn hans.« Þannig virðir þessi merkilegi fískur friðhelgi einkalífsins. »Það sem mér fínnst slæmt við laxveiði,« segir annar veiðimaður, »er að veiðimenn verða að hætta að veiða þann 20. september. Þetta er það almesta mgl sem hægt er að hugsa sér, því laxinn kemur ekki í ámar eftir al- manakinu.a Laxveiðimenn eiga sér orðtök og talshætti sem ókunnugir þurfa stundum tóm til að átta sig á. Og veiðistöðum gefa þeir gjama nöfn í samræmi við einhverjar minningar sem þeim tengjast. í Þingvallavatni er t.d. »lftil vík sem við köllum „Elliheimilið“, því þar em stórar og gamlar bleikjur,« seg- ir maður sem þar er staðkunnugur. Bók þessi byggir meðal annars á viðtölum við þrautreynda laxveiði- menn. Fljótt á litið em veiðisögur hver annarri líkar. En sé betur að gáð kemur á daginn að sérhvert atvik, sem greint er frá, er með einhveijum hætti einstakt. Enginn einn atburður verður nokkm sinni endurtekning einhvers sem áður hefur gerst. Einatt er eitthvað óvænt að bera að höndum. Það er því öðm fremur hið óútreiknanlega sem dregur laxveiðimanninn að ánni, eftirvæntingin, veiðivonin! Þegar hann kastar veit hann ekki hvað kann að »taka«. Sé hann ekki á líður tíminn í óþreyjufullri bið eftir að gæfan verði hliðholl. Það er ekki ófyrirsynju að yfirskrift eins kaflans er: »Álltaf er von á þeim stóra.« Svo rennur sumar á enda, skammdegið gengur f garð. Og þá má ylja sér við minningar frá liðnu sumri, skoða myndir, hnýta flugur, rifja upp sérstæð atvik og segja veiðisögur; en veiðimálastjóri upp- lýsir að »nýliðið sumar var eitt besta veiðisumar sem komið hefur hér á landi.« Veiðimenn, veiðiverðir, leigutak- ar og sérfræðingar láta ljós sitt skína á síðum þessarar bókar. Allir hafa þeir eitthvað til málanna að leggja. Sumir hafa áhyggjur af áhrifum þeim sem fískeldi kunni að hafa á laxveiðiár. Veiðiþjófnaður að næturlagi getur haldið vöku fyr- ir veiðivörðum. Og sérfræðingar munda hitamælinn til að fylgjast með ástandi ferskvatns og sjávar. Þannig hafa veiðimálin margar hlið- ar, hagnýtar og sálrænar. Og skoð- anir eru vitanlega skiptar. En »auk- ið jafnvægi í laxveiði og mikil aukn- ing í hafbeit valda því, að ísland er eina landið við norðanvert Atl- antshaf, sem getur státað af auk- inni laxveiði,« segir veiðimálastjóri. Líka hefur hann þá frétt að færa að í nágrannalöndunum hafi lax- veiðin farið síminnkandi á undan- fömum árum. Því valda laxveiðar í sjó með meira. Silungsveiði virðist hins vegar fara hér þverrandi — »er í engri líkingu við það sem var áð- ur,« segir maður sem lengi hefur veitt í Þingvallavatni. Þröstur áætlar í formála að tutt- ugu og fímm til þijátíu af hundraði íslendinga stundi stangaveiði. Vafalaust eru karlar þar í meiri- hluta. En konur gerast einnig lið- tækar eins og gefur á að líta í einni af mörgum myndum þessarar bókar því þar heldur enginn annar á stöng en fegurðardrottningin okkar, hún Linda blessunin, og tekur sig veiði- mannslega út. Fyrir sumum, eink- um laxveiðimönnum, er veiðiskap- urinn eitt af því sem gefur lífínu gildi. Við ána gleymir maður amstri dægranna á eintali við laxinn og náttúruna. Að lokum þetta: Hann er á er bók skrifuð í léttum dúr og höfðar áreiðanlega til veiðimanna sem verða nú að þreyja skammdegið, þorrann og góuna með vonina eina að leiðarljósi. Og meira að segja til hinna sem standa við útjaðar þess að geta kallað sig veiðimenn skírskotar bók þessi einnig en til þeirra mun undirritaður teljast. Happdrætti Hds.dians býður nú langhæstu vinninga á íslandi: 5 milljónir sem gefa 25 milljónir á tromp og 45 milljónir á númerið allt. Sannkölluð auðæfi! En stóru vinningarnir eru fleiri því að milljón króna vinningar eru alls 108. Hinir vinningarnir eru líka freistandi: 324 vinningar á tvö hundruð þúsund hver og síðan fjölmargir lægri vinn- ingar sem koma sér alltaf vel. Heildarupphæð til vinningshafa er rúmur einn milljarður og átta hundr- uð milljónir. HAPPDRÆTTI HASKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.