Morgunblaðið - 24.12.1988, Page 19

Morgunblaðið - 24.12.1988, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24, DESEMBER «1988 19 a HELGAFELL Stöð 2 sýnir um hátíðarnar viðamikla heimildarkvikmynd í tveimur þáttum, sem hún hefur látiðgera um Nóbelsskáldið Halldór Laxness. Par er í samtímakvikmyndum, sviðsettum atriðum og viðtölum fjallað um viðburðaríka ævi íslensks öndvegis- höfundar sem borið hefur hróður lands og þjóðar um gjörvallan heim. Halldórs Laxness er samofinn sögu íslendinga á þessari öld og stórbrotin bókmenntaverk skáldsins hafa átt ómetanlegan að glæða sjálfsvitundþjóðarinnar. „Pú hefurgefið okkurmikið, þvíþú hefur gefið okkur mynd okkar sjálfra, “sagði Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, í afmælisávarpi til Halldórs Laxness. Forlag skáldsins, Vaka-Helgafell, flytur Stöð 2 árnaðaróskir ítiiefni af frumsýningu kvikmyndarinnar um Halldór Laxness og hvetur landsmenn til þess að tylgjast með sýningu þessa metnaðarfulla verks á jóladag ognýársdag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.