Morgunblaðið - 24.12.1988, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 24.12.1988, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. DESEMBER 1988 Bandarísk breiðþota ferst yfir Suður-Skotlandi Almenningi ekki skýrt frá sprengjuhótunum Talsmaður Bandaríkjaforseta segir koma til greina að breyta reglum varðandi slík mál Washington. The Daily Telegraph. STARFSMÖNNUM sendiráða Bandaríkjamanna víða um heim var tjáð fyrir tveimur vikum að hryðjuverkamenn hefðu hótað að sprengja í loft upp þotu í eigu Pan Americ- an-flugfélagsins á leið frá Frankfurt til Bandaríkjanna. Starfsmenn bandariska varnarmálaráðuneytisins voru einnig varaðir við og ráðamönnum helstu flugfélaga var skýrt frá hótuninni. Þessum upplýsingum var hins vegar ekki komið á framfæri við almenning og sögðu banda- rískir embættismenn í Washington að venjan væri sú að gefa ekki út almenna viðvörun því jaftian bærist göldi slíkra hótana. Á blaðamannafundi í Hvíta hús- inu á fímmtudagskvöld var Marlin Fitzwater, talsmaður Ronalds Re- agans Bandaríkjaforseta, þráfald- lega spurður hvers vegna banda- rískir embættismenn hefðu ein- vörðungu verið varaðir við en ekki alþýða manna. Fitzwater sagði að hótanir sem þessi bærust iðulega og að almenningi ætti að vera fullkunnugt um að hryðjuverka- menn svifust einksis. Er talsmað- urinn var spurður hvaða aðilar væru ábyrgir fyrir því að vara al- menning við í slíkum tilfellum sagði hann: „Því miður, þessu get ég ekki svarað". Kvaðst hann geta tekið undir það sjónarmið að breyta bæri reglum þessum en lagði jafnframt áherslu á að ekki ’ væri sannað að hryðjuverkamenn hefðu grandað breiðþotunni yfír Suður-Skotlandi á miðvikudags- kvöld. Bandarískum embættismönnum var slfyrt frá því að óþekktur maður hefði hringt í sendiráð Bandarílq'anna í Helsinki þann 5. þessa mánaðar og sagt að sprengju yrði komið fyrir í þotu í eigu Pan American innan tveggja vikna. Sagði maðurinn að hryðju- verkasamtök, sem kennd eru við leiðtoga þeirra, Abu Nidal, hefðu ákveðið að granda þotunni og yrði sprengjunni komið fyrir í Frank- furt. Bandarísku embættismönn- unum var tjáð að ekki væri unnt að segja til um hversu áreiðanleg- ar upplýsingar þessar væru og í ljósi þessa var ekki hvatt til þess að þeir breyttu ferðaáætlunum sínum. Að minnsta kosti sex bandarískir hermenn og fjórir starfsmenn bandaríska utanríkis- ráðuneytisins í Beirút og Nikósíu týndu lífí í flugslysinu. Ronald Spiers, einn aðstoðarut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að yfirleitt væru slíkar hót- anir teknar alvarlega og hefði einnig verið svo í þessu tilfelli. Er hann var spurður hvort skýra ætti almenningi frá hótunum hryðju- verkasamtaka sagði hann að slíkum upplýsingum væri ævin- lega komið á framfæri við ráða- menn flugfélaga og væri það síðan undir þeim komið að ákveða hvemig tryggja bæri öryggi far- þega. Keuter Björgunarmaður lætur lík farþega, ásamt sæti úr úr Pan Am- þotunni, síga niður af þaki húss í Lockerbie í Suður-Skotlandi. Úran í breiðþotum gæti valdi stórslysi Allt að 250.000 manns gætu farist í eldsvoða efltir brotlendingu Lundúnum. Daily Telegraph. HÆTTA er á að 250.000 manns myndu farast kæmi eldur upp í breiðþótu af gerðinni Boeing 747 eftir brotlendingu vegna verulegs magns af úrani sem er i mörgum slíkum þotum, að þvi er eðlis- fræðingurinn Robert Parker, sérfræðingur í fastefnum skýrir frá í tímaritinu Nature, sem kom út á Smmtudag. „Fæstir hafa gert sér grein fyrir því að þetta efni hefur verið notað þannig í rúm fímmtán ár og ég vildi koma af stað umræðu um þetta mál,“ segir eðlisfræðingurinn. Af- gangsúran, sem fellur til við úran- vinnslu í kjamakljúfum, hefur verió notað í bandarískum Boeing 747 breiðþotum í stað wolframs (tungst- ens), „sem hefur sama þéttleika, kostar svo til það sama en er þjált,“ segir Parker. Bandaríkjastjóm seldi úranið á lágu verði árið 1980. Parker áætlar að í einni breið- þotu geti verið 500 kíló af úrani, en það er notað í stjómklefum þotn- anna og annars staðar þar sem rými ertakmarkað. Efnið gæti vald- ið eitrun, það er nokkuð geislavirkt og því fylgir mikil eldhætta. Eðlis- fræðingurinn áætlar einnig að allt að 250.000 manns gætu farist af völdum efnisins í flugslysi. Hann sagði að úran hefði ekki valdið skaða í þotunni sem hrapaði í Suð- ur-Skotlandi á miðvikudagskvöld þar sem svo virtist sem sprenging hefði orðið í henni á lofti og hitinn hefði ekki verið nógu stöðugur til að úranið samlagaðist súrefninu og brynni. Greinin sem birtist í Nature var rituð fyrir ári og Parker sagði að stjómendur Boeing-fyrirtækisins hefðu lesið hana og sagt að „úran væri í 550 af þeim 700 Boeing 747 breiðþotum sem fyrirtækið hefur smíðað." Yasser Arafat til fiindar við Jóhannes Pál páfa Meirihluti ísraela vill viðræður við PLO Rómaborg. Reuter. YASSER Arafat, leiðtogi Frelsissamtaka Palestínumanna (PLO), kom í gær til Rómaborgar, til viðræðna við Jóhannes Pál páfa og Ciriaco De Mita, forsætisráðherra Ítalíu. Arafat kom til Ítalíu með þotu íraska flugfélagsins Iraqi Airways Ríkisstjóm Mieczyslaws Rakow- skis bindur vonir um að lögin muni marka „söguleg tímamót“ í tilraun- um stjómvalda til að færa pólskan efnahag til nútímalegri hátta. Vestrænir stjómarerindrekar segja að með nýju lögunum sé reynt að renna stoðum undir efnahaginn með því að hleypa inn fjármagni frá erlendum eða innlendum einka- frá Túnis, þar sem höfuðstöðvar PLO er að fínna. fyrr í vikunni var aðilum og hvetja til aukins einka- framtaks. Með „Lögum um efnahagslega þátttöku" er einstaklingum gert auðveldara að hefja rekstur fyrir- tækja. „Lög um erlendar fjárfest- ingar" leysa af hólmi lög frá 1986 en samkvæmt þeim lögum var að- eins 50 fyrirtækjum með erlendri eignaraðild hleypt af stokkunum. hann í Júgóslavíu og Austurríki þar sem hann reyndi að afla nýstofnuðu ríki Palestínumanna fylgis. Strax við komuna hélt Arafat til fundar með De Mita, en af hálfu ítala sátu Giulio Andreotti, utanrík- isráðherra, og Gianni De Michelis, varaforsætisráðherra, hann einnig. Eftir fundinn var fyrirhugað að Arafat ræddi stuttlega við páfa. Þeir ræddust við árið 1982 og varð sá fundur gyðingum á Ítalíu og víðar tilefni til mikilla mótmæla. Arafat hugðist halda til baka til Túnis í gærkvöldi. Gífurleg öryggis- gæzla var viðhöfð vegna heimsókn- ar hans. Meirihluti ísraela, eða 54%, er hlynntur samningaviðræðum við PLO, samkvæmt skoðanakönnun, sem gerð var fyrir Yedioth Ahro- noth, stærsta dagblað ísraels. Andvígir viðræðum við PLO voru 44%. Könnunin náði aðeins til gyð- inga, þ.e. arabar, sem búa í ísrael voru ekki spurðir. Þeir, sem að könnuninni stóðu, sögðu niðurstöð- una benda til þess að þeim færi ört fjölgandi sem væru fylgjandi við- ræðum við PLO, er ísraelsk yfírvöld hafa talið til hryðjuverkasamtaka er hefðu þann tilgang einan að tortíma ísraelsríki. Hin nýja sam- steypustjóm Likud- og Verka- mannaflokksins hefur heitið því að taka ekki upp viðræður við PLO. Pólska þingið samþykkir ný lög: Einkaframtak og erlend eignaraðild Varsjá. Reuter. PÓLSKA þingið samþykkti í gær tvö frumvörp þar sem hvatt er til aukins einkaframtaks og erlendrar eignaraðildar að pólskum fyrir- tækjum. Lögin, sem taka gildi 1. janúar næstkomandi, eru fýrstu aðgerðirnar sem þingið samþykkir til að koma til mots við umbótaa- ætlun í efnahagsmálum sem hrundið var af stað haustið 1987. Reuter JÓLASVEINNÁ FÍL Þegar jólasveinarnir heimsækja bömin í Indlandi dugar lítt að koma á hreindýrasleða. Þar verða þeir að brúka fíla sem fararskjóta, eins og sveinki sá, sem myndin var tekin af í Nýju Dehlí í gær. —

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.