Morgunblaðið - 24.12.1988, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. DESEMBER 1988
33
sokkaplögg," segir Leó. „Mamma
bjó hins vegar til skó á mestallan
hópinn, en við bættum þá,“ heldur
Leó áfram. „Ég var kominn undir
tvítugt þegar ég eignaðist fyrstu
gúmmistígvélin. Það þótti merkilegt
að eignast stígvél á þeim árum. Eg
man eftir karli í sveitinni sem bjó
með ráðskonu sem talin var tölu-
vert ákveðin. Han fór einu sinni til
Sauðárkróks og keypti sér rauð
gúmmístígvél og kom við í Hróars-
dal í bakaleiðinni og sýndi okkur
stígvélin og hlakkaði mikið til að
taka þau í brúk. En þegar heim kom
þótti ráðskonunni þau alltof dýr og
rak hann með stígvélin aftur í búð-
ina. Hann varð að láta stígvélin,
honum var ekki stætt á öðru, ann-
ars hefði hann fengið það óþvegið."
Sömdum um að rífast aldrei
Við systkinin vorum ekki vön
neinum illindum. Ég man aldrei
eftir að það færi styggðaryrði á
milli foreldra minna. Þess vegna
líður mér æfinlega illa þegar ég
heyri að hjón eru að rífast." Að
fengnum þessum upplýsingum spyr
ég Leó hvort hann hafi þá nokkum
tíma staðið í stórfelldu rifrildi við
konu sína, Sigríði Ámadóttur frá
Víkum á Skaga. Nei, ekki var það.
„Við sömdum um það í upphafí að
rífast ekki og stóðum við það, samt
var ég framsóknarmaður en hún
sjálfstæðiskona og kosningar sama
árið og við giftum okkur," segir
Leó. „Ég var orðinn 44 ára þegar
ég giftist, þá hafði ég verið bóndi
á Svanavatni í tíu ár. Kona mín var
ekkja þegar við giftumst og átti
þijú stálpuð böm, Ásgrím, sem er
bóndi út á Skaga, Héðin, og Bald-
vinu, sem bæði eru látin. Við ólum
upp eina fósturdóttur, Sigríði.“
Þegar Jónas, faðir Leós, dó voru
yngstu böm hans rétt innan við
fermingu. Fljótlega eftir lát föður
síns tók Leó við búsforráðum með
móður sinni. Frá Hróarsdal fór hann
ekki fyrr en hann hóf búskap á
Svanavatni. „Langaði þig aldrei að
fara burt og skoða heiminn," spyr
ég en Leó svarar: „Ég mátti ekki
fara burt, ég þurfti að vera heima
og sjá um búið. Það þýddi ekki að
vera að láta sig langa eitt eða neitt.
Það vildi mér líka til að ég er fædd-
ur búmaður og bóndi. Eg var ekki
nema smápatti þegar ég fór að
temja hesta og gerði mikið af því
og fjárglöggur var ég í betra lagi."
Eg get ekki stillt mig um ofur-
litla hnýsni og spyr hvort Leó hafí
ekki gift sig fyrr vegna þess að
hann hafí aldrei komist burt til að
ná sér í kvenmann. „Ég hefði vel
getað gift mig miklu fyrr,“ segir
Leó og verður svolítið drýgindaleg-
ur í framan. „Ég var bara dáltið
vandlátur á konur, sérstaklega hvað
snerti skapferli. Ég hefði meira að
segja getað fengið ráðherrasystur,
hvað þá annað,“ og nú hlær Leó
dátt. Hann segir mér að hann hafi
gegnið í Ungmannafélagið Hegra á
unga aldri og stundað mikið fé-
lagslíf og dansleiki þegar hann var
ungur. „Þegar ég fór fyrst að dansa
þá æfði ég mig f fjóshlöðunni," seg-
ir hann. A bannárunum kvaðst Leó
hafa verið innundir hjá apótekurun-
um. „Bæði naut ég pabba míns og
svo drakk ég mig aldrei fullan á
Króknum og fyrir það fékk ég hjá
þeim spíra og lét aðra njóta þess
með mér þegar ég kom fram í
sveit."
Hefur aldrei tekið bílpróf
Ekki stundaði Leó lengi skóla-
nám. Skólaskylda byrjaði ekki fyrr
en við tíu ára aldur á æskuárum
Leós, en móðir hans kenndi honum
snemma að lesa eins og öðrum
bömum sínum. Skólaganga Leós
varð aldrei nema nokkrir mánuðir
alls. Ekki hefur þó þessi skamma
skólaganga háð Leó í lífsbarátt-
unni. Honum búnaðist vel og hófst
snemma handa við að rækta og
bæta jörð sína. Traktor var keyptur
að Hróarsdal árið 1932, sá var af
gerðinni Intemational. Leó ók þeim
traktor lítið, bróðir hans sá um
aksturinn. Seinna komst Leó uppá
lagið með að nota traktor við rækt-
unarstörfín. Bílpróf hefur hann hins
vegar ekki tekið enn í dag. „Ætli
ég fari nokkuð til þess héðan af,“
segir hann og hlær. „Ég byrjaði nú
einu sinni að læra, en kennarinn
gat ekki látið mig ljúka náminu
fyrr en komið var langt fram á
haust. Þá átti ég að koma út_ á
Krók klukkan fjögur á daginn. Ég
var þá með mikið kúabú og fjárbú.
Fjárhúsin hjá mér vom komin að
falli og ég þorði ekki að treysta því
að þau hryndu ekki um veturinn
svo ég fór að byggja. Það stóð á
endum að ég var að ljúka við að
setja hjarir á glugga og lamir á
hurðir þegar kom mikil hríð og ég
setti féð inn það kvöld. Mér gafst
því aldrei tóm til að ljúka bflpróf-
inu.“ Þegar þetta gerðist var Leó
giftur maður og ég spyr hvort kon-
unni hafí ekki mislíkað að hann
tæki ekki bílpróf. Nei, ekki vildi
Leó meina það. „Henni fannst miklu
betra að ég kæmi upp húsunum,"
segir hann og brosir við. „Hún var
Sigríður gerðist fljótlega
blendin í trúnni
Ekki höfðu þau verið lengi gift,
Leó og Sigríður, þegar hún fór að
verða blendin í trúnni á Sjálfstæðis-
flokkinn. Ekki vill Leó þó viður-
kenna að hafa gert neitt til þess
að snúa konunni nema helst að lána
henni bækur. „Ég tók mína afstöðu
að vel ígrunduðu máli, hafði lesið
mér mikið til og haft til þess gott
tækifæri, því ég annast bækur lestr-
arfélags sveitarinnar. Þessar bækur
lánaði ég nú Sigríði og henni fór
sem mér, þegar hún hafði lesið sér
talsvert til þá brá svo við að trú
hennar á stefnu Sjálfstæðisflokks-
ins værð æ veikari og hvarf að lok-
um alveg en að sama skapi styrkt-
ist hún í trúnni á Framsóknarflokk-
inn. Hún sagði seinna að hún hefði
ekki tekið pólitísa afstöðu fyrr en
þá. Hún hefði verið alin upp í trú
á Sjálfstæðisflokkinn og sú bama-
trú fylgdi henni sem sagt þar til
hún fór að lesa sér til hjá mér.
Svona einfalt var það. Eftir nokk-
Leó á ungdómsárum.
Leó og Sigríður.
mikil búkona. Hún bjó út á Mall-
andi á Skaga þegar við kynntumst.
Hún missti mann sinn frá þremur
ungum bömum. Hún var ein með
þau þar til við giftum okkur mörg-
um árum seinna. Hún sagði nú
stundum að við hefðum þurft að
kynnast heldur fyrr. Það var raunar
tilviljun að við kynntumst. Ég stóð
í einhveijum framkvæmdum og mig
vantaði timbur. Þá höfðu karlar úr
Reykjavík keypt jörðina Ketu á
Skaga og ég fékk keypt þar gömul
ijárhús til að rífa og ætlaði svo að
nota úr þeim timbrið. Það er stutt-
ur spölur milli Ketu og Mallands.
Við héldum til á Mallandi meðan á
þessu stóð og þannig kynntumst
við Sigríður. Seinna komumst við
að þeirri niðurstöðu að það hefði
verið ást við fyrstu sýn þegar við
hittumst á hlaðinu á Mallandi, en
við giftumst ekki fyrr en fjórum
árum seinna. Hún var ári yngri en
ég og níu dögum.
um tíma varð hún miklu ákafari
framsóknarmanneskja en ég.“ Nú
er Leó staðinn upp úr stólnum
sínum og stendur við sófa sem hann
smfðaði sjálfur fyrir eina tfð, en
kona hans óf á mynstrað áklæði.
Auk búhyggindanna var Sigríður
líka mikil handavinnumanneskja og
ber heimili þeirra Leós þess vitni.
Á gólfum eru ofnir dreglar og hekl-
aðar mottur og púðar í miklu úr-
vali liggja þar í stólum og sófum.
Nú er Leó þama einn og horfin sú
hönd sem gerði honum tilveruna
léttbæra. Karlmennska birtist í
ýmsum myndum. Kannski rísa
menn hæst þegar þeir ganga óbug-
aðir á hólm við elli og einmana-
leika. Þessar og þvílíkar hugsanir
sækja að mér þegar ég elti Leó
fram ganginn og hann sýnir mér
inn í svefnherbergi sitt, þár sem
mynd Jóns Sigurðssonar horfír al-
vörugefin yfir tvö voldug trérúm
sem standa hlið við hlið. „Héma
F.v. Jón Norðmann, Leó, Lilja,
Jónas, Vilhjálmur, Jónas eldri,
Björg, Sæunn situr hjá Gísla,
Jónas, Franklín, Sæmundur.
var eitt sinn bamaskóli og þá sváfu
telpumar hér, í næsta herbergi
sváfu drengimir," segir Leó og sýn-
ir mér inní næsta herberg i líka.
Þar stendur gömul saumavél á gólf-
inu, henni er líka horfín sú hönd
sem dreif hana áfram. Við Leó snú-
um við og göngum fram eftir gangi-
inn í enn eittherbergið. „Það myndi
ekki drepa ykkur þó þið yrðuð hér
í nótt,“ segir hann yfír öxl sér, um
leið og hann vísar mér inn f lftið
herbergi þar sem eru bækur og blöð
á borði. Þar sýnir hann mér Skag-
fírskar æfískrár og einnig ættartölu
ættmenna sinna. Ættartalan er
komin frá Ameríku en þar á Leó
mörg skyldmenni. Ég blaða í ættar-
tölunni meðan Leó fer fram í eldhús
til að hita handa okkur kaffí. Þegar
ég kem fram segi ég Leó að ég
vilji ekki kaffí, heldur heitt vatn.
Hann bregður ekki svip heldur spyr
að bragði hvort ég vilji hafa það
salt. Svona em menn vel að sér í
Skagafirðinum, þekkja hvemig
mjólkurbland á að vera, slíkt þekkja
fáir fyrir sunnan.
Dulrænir hæfíleikar Leós
í eldhúsinu er gömul Sóloelda-
vél. Gluggamir em þrír og höldum-
ar á skápunum fima gamlar. Ég
sest við borðið og þigg kökur með
mjólkurblandinu. Talið berst að
dulrænum efnum. Þar kem ég ekki
að tómum kofanum hjá Leó. „Ég
hef séð svo marga framliðna að ég
get ekki borið á móti tilveru þeirra,"
segir hann. „Konuna mína hef ég
oft séð eftir að hún dó. Hún hefur
meira segja að sofíð við hliðina á
mér. Ég hef „séð“ frá því ég var
strákur. En ég hef aldrei verið
hræddur við þetta og aldrei fundið
til myrkfælni. Ég hef séð hvemig
umhorfs er hinum megin, þar er
tekið á móti öllum, ég er ekki
hræddur við að deyja, ég hlakka
til. Ég ætla þó ekki að flýta fyrir
því, það ætti enginn að gera. Það
grípur þá iðmn sem það gera og
þeir eiga oft í erfiðleikum að átta
sig á umskiptunum. Menn eiga ekki
að trega þá framliðnu, það gerir
þeim erfiðara fyrir. Hins vegar er
gott að biðja fyrir þeim látnu, það
gerir þeim gott.
Fylgjur manna sé ég oft, það
fylgja mönnum bæði menn og dýr
og ekki alltaf það sama. Ég sé slflct
ekki síður þó ég sé með aftur aug-
un. Ég sé jafnvel í gegnum veggi.
I fyrra var ég suður á Selfossi. í
heimsókn hjá Siggu Dísu fóstur-
dóttur minni. Ég var einn heima
og allt í einu sé ég ungan mann í
röndóttri vinnuskyrtu. Hann leystist
upp fyrir augunum á mér og hvarf.
Ég spurði konu sem kom skömmu
seinna hvort hún kannaðist við
manninn og lýsti honum en hún
gerði það ekki. En nokkru seinna
kom maður að frá einhveiju trygg-
ingafélagi. Ég þekkti hann strax
af unga manninum, svo líkir voru
þeir. Ég spurðist fyrir og það kom
í ljós að hann hafði misst son og
kom lýsing hans alveg heim og
saman við unga manninn sem ég
hafði séð. Ég finn einnig feigð hjá
fólki. Það kemur m.a. þannig út
að ég get ekki snert það. í fyrsta
skipti sem þetta kom fyrir þá var
ég að kveðja mömmu og Björgu
systur út á hlaði, það var ekki
móðins heima að neinn færi frá
heimilinu öðruvísi en að kveðja.
Mömmu kyssti ég en þegar ég kom
nærri Björgu þá segi ég: „Mér
fínnst nú bara að ég geti ekki kvatt
þig.“ Þegar við komum heim um
nóttina þá var hún dáin. Ég áttaði
mig þó ekki á samhengi þessa fyrr
en þetta fór að koma aftur og aftur
fyrir. Stundum er erfítt að ráða í
hvað alls kyns fyrirburðir merkja.
Áður en Héðinn minn dó þóttist ég
sjá Ásgrím bróður hans og það
runnu tár niður eftir kinnum hans.
Ég var ekki viss en grunaði þó
hvers kyns yrði. Mínar verstu grun-
semdir rættust þegar Héðinn varð
bráðkvaddur. Hann var mér mikill
harmdauði, við vorum alla tíma
mjög nátengdir stjúpfeðgamir."
Ennfremur hefur Leó orð á því að
honum finnist menn hafa mismun-
andi áhrif á hann, en verst sé ef
honum líði illa í návist kunningja.
Slflct kveður hann þó koma fyrir.
Sérstaklega átti hann erfítt með
að vera nálægt einum kunningja
sínum. „Þegar ég fór að hugsa bet-
ur um þetta þá fann ég að þetta
stafaði af því hve langrækinn og
hefnigjam þessi kunningi minn átti
til að vera. Maður gerir engum
meiri greiða en sjálfum sér ef manni
tekst að yfírstíga slíkar hugrenn-
ingar," segir Leó og stendur upp
til að sækja mér meira mjólkur-
bland.
Mér er undarlega tregt um tungu
þegar ég kveð Leó. Boð hans: „það
myndi ekki drepa ykkur þó þið yrð-
uð'hér í nótt,“ situr f mér. Það
hefur tekið sér bólfestu einhvers
staðar fast við hjartarætumar og
kannski er mér þess vegna svona
þungt þegar ég loka túnhliðinu í
næturkulinu undir stjömunum sem
horfa á mig ofan úr himninum.
Kannski hafa þær séð hve erfitt það
reyndist mér að kveðja gamla bónd-
ann á Svanavatni. Hefði ég ekki
þegar tryggt mér næturstað hefði
ég látið slag standa, hugsa ég þeg-
ar við ökum í myrkrinu fram í
Skagafjarðardali. Sú hugsun vitjar
mín að varla muni ég fá mörg boð
um ævina sem standast þessu boði
Leós Jónassonar snúning hvað
snertir látleysi og einlægni. Augna-
blikið er horfíð en minningin situr
eftir og hlýjar mér smám saman
innanbijósts.
Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir