Morgunblaðið - 24.12.1988, Page 42

Morgunblaðið - 24.12.1988, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. DESEMBER 1988 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Kœrleikur í dag er aðfangadagur og upphaf jólahátíðar. Þar sem frelsari okkar, Jesú Kristur, var fæddur á jólum og jólin eru hátíð ljóss og kærleika, er rétt að viðfangsefni dagsins tengist þessu efni. Ég ætla því að fjalla lítillega um kær- leikann. Þríþættur kærleikur Ég tel að kærleikurinn sé mik- ilvægasta aflið í lífi mannsins og forsenda þess að við getum lifað í friði og hamingju. Segja má að hann sé margslungið og víðtækt fyrirbæri. Ég ætla samt sem áður að greina hann í þtjú stig. Til er kærleikur sem maðurinn ber til sjálfs sín, kærleikur sem maðurinn ber til annarra og kærleikur mannsins til lífsins. Ég tel að þetta þrennt verði að fara saman viljum við lifa sem hamingjusamir einstaklingar í heilbrigðum heimi. Sjálfsvirðing Það að elska sjálfan sig er forsenda þess að geta elskað aðra og vera uppbyggjandi í lífinu. Þegar talað er um það að elska sjálfan sig er ekki verið að tala um sjálfselsku og eigingirni, heldur fyrst og fremst það að virða sjálfan sig. Uppspretta Við getum aldrei gefið annað en það sem innra býr. Við getum tekið dæmi og sagt að gæði vatnsins sem við drekk- um mótist af uppsprettu þess. A sama hátt má segja að ef sjálfsfyrirlitning er í upp- sprettu okkar kemur hún allt- af til með að berast til ann- arra og ekki síst til þeirra sem við elskum. Innri óánægja eitrar útfrá sér. Uppskera Ef við ætlum að gefa ást, verð- um við að hafa einhverja ást að gefa. Hún verður að búa innra með okkur. Til að rækta ástina verðum við að rækta persónuleika okkar. Ágætt máltæki segir að við upp- skerum eins og við sáum. Það þýðir að við fáum það sem við gefum. Ef við gefum kærleika, fáum við kærleika til baka. Við þurfum hins vegar að vera meðvituð um þennan einfalda sannleika. Ég vil því segja les- andi góður: Ef þér finnst þú ekki elskaður en þráir ást líttu þá í eigin barm. Lærðu að umbera þig eins og þú ert og elska sjálfan þig. Þá koma aðrir til með að elska þig. Heild heimsins Helsta kenning stjömuspek- innar er sú að heimurinn sé ein heild. Velferð heimsins er því að mati stjömuspekinga háð því að einstaklingamir sem mynda heiminn beri virð- ingu fyrir lífinu í heild sinni. Við erum öll háð umhverfí okkar og ástand þjóðfélagsins í heild varðar okkur öll. Auð- maðurinn óttast um auð sinn ef margir eru fátækir og við göngum ekki áhyggjulaus um götur borganna ef margir íbú- ar þeirra eru óhamingjusamir og reiðir. Að lifa í kærleika Kærleikur okkar verður því einnig að beinast að þeim sem eru okkur ókunnir. Því þegar upp er staðið er enginn maður okkur óviðkomandi. Við þurf- um því að beina kærleika okk- ar að heiminum ekki síður en að okkur sjálfum. Þegar við getum litið í spegil og sagt: „ég elska þig eins og þú ert“, getum gefið vinum pkkar að drekka af innri brunni ástar og erum gagnvart vandalaus- um eins og við viljum að þeir séu gagnvart okkur, þá fyrst getum við lifað í kærleika. Ég tel að slíkt líf sé farsælt og hamingjuríkt. AFHVEHM F&t-U&BU þie UKJÞHZ pilsfauh /hópup pihirUAft/ KOPM'AKUE? 4 PPIHS x/orh1'?! F/UAisr pee HANN H/EFUR T/L AÞ RÁÐA PÍKJUM? /COMDU, ADHMPF/NS. eUNNADALL/e KANM APLS/FA MALFRELSI, FN HÁDRÍKU/e GREIFI /VUSNOTAF þAÐ FKBLSÍ- BRENDA STARR AF hvepjo\ AF Hve/sxu v/lta 'l" EFtTU AB> \ KOHUH AL LTAFF/EÐA SP/LLA SAM- \ sA/HSÓDAe\/ANDA/MÁL BA/JD/ 1 A ÓHEPPilFGuM , OKKAFP / AUG NABL /KUM ? GJÖR.BU 5 VO V£L, FPO VAN GDGH 20-000. DAuetJlP I HAF/e þCJ V/LTA/D ELNKALÍF ÁTT-j ‘ 1Rpú ABOFKBA FRA/H/VU - GTDDUSTÚLKA, EKKU BLABA- /YtABl/R ! UPP /V!E£> /VIINNIS- BÓK/N/t ! FERDINAND Þetta hlýtur að vera skrýtið land ... í hvert skipti sem Brjótast óeirðir út. þeir kjósa bijótast ólög út — ^ða þannig. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson ð Horfur sagnhafa í tígul- slemmunni hér að neðan eru all góðar. Samningurinn vinnst ef spaðakóngurinn liggur fyrir svíningu eða ef laufíð brotnar 3-3. Suður gefur; enginn á hættu. Norður ♦ 543 •VÁ6 ♦ ÁG98 ♦ Á764 Vestur K76 VG10872 IIIIH ♦ 5 ♦ G982 Suður ♦ ÁD2 ♦ 3 ♦ KD10632 ♦ KD5 Vestur Norður Austur Suður — — — 1 tígull Pass 3 tíglar Pass 3 spaðar Pass 4 lauf Pass 3 spaðar Pass 4 lauf Pass 4 grönd Pass 5 spaðar Pass 5 grönd Pass 6 lauf Pass 6 tíglar Pass Pass Pass Útspil: hjartagosi. Eins og sjá má, gengur hvort- ugt eftir. Það þarf þó ekki að koma að sök ef sagnhafí prófar möguleikana í réttri röð. Hann drepur á hjartaás, tekur tvisvar tígul og trompar hjarta. Fer svo í laufið. Þegar í ljós kemur að vestur valdar litinn verður spaðasvíningin óþörf. Sagnhafí spilar fjórða laufin og hendir spaða heima. Vestur er þó í gamalkunnri klípu. Hann verður annað hvort að spila frá spaðakónginum eða hjarta út í tvöfalda eyðu og gefa þannig fría trompun og afkast. Austur ♦ G1098 ♦ KD954 ♦ 74 ♦ 103 SKÁK Umsjón Margeir Pétursson í keppni Sovétmanna við heims- liðið á Spáni í síðustu viku kom þessi staða upp 1 síðustu umferð i viðureign Jóhanns Hjartarsson- ar, sem hafði hvítt og átti leik, og Alexander Chernin. Svartur var síðast fyrir skák með 35. — Rf6-e8?, en hann gat stýrt fram- hjá skerinu með 35. — Kg8-h7 og þá haft peði yfir og góða stöðu. 36. Bxf7+! - Kxf7 (Nú tapar svartur drottningunni, en 36. — Hxf7, 37. Dxe8+ - Hf8, 38. Dxf8+ — Kxf8, 39. Re6+ var engu betra) 37. Rh3+ og hvítur vann eftir mikinn timahraksbam- ing. Umhugsunartíminn á skák var aðeins 25 mínútur og gekk því á ýmsu, úrslitin réðust oft á síðustu mínútunum. Sovétmenn sigruðu á endanum, hlutu 32V2 vinningi heimsliðsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.