Morgunblaðið - 24.12.1988, Síða 52

Morgunblaðið - 24.12.1988, Síða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. DESEMBER 1988 ©1981 Universal Press Syndicote /, íQ qj cló bevycOx ilxtbyrSis eirvurn scmdpoteG. eor\ T" ást er... ... að halda saman. TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved ° 1988 Los Angeles Times Syndicate Maðurinn minn vildi endi- lega að hér yrði sami hátt- ur á og heima hjá honum að fá sótara_ HÖGNI HREKKVISI Enn skammast Skuggi XUIIUJLUII, I.ISM* kgtrti Vehrakaadi. É> er þraagjam maður. En er «vo komið að ég get ekki ieng- ur orða bundisL Með einhverju mðti verður að atemma atigu við þeinri ónAkvæmni, að ég ekki wgi ubbuskap, aem hitt og annaö Qoí- niöiafólk er aýknt og heilagt að rera sig sekt um. Dropinn sem minn mæli fyllti féll 11. deaember. Ungur maður, raunar orðiagður fyrir fróðleik um óskyldustu efni, þrástagaöist & því í miðnæturþsetti 4 r4a 1 í Ríkisútvarpinu að ritið Anabasia eftir gríaka aagnritarann Xenófón væri aamið af allt öðrum manni. Vildi umsjónarmaðunnn —1 ólmur eigna fréaögnina um för i tiu þúaund einhveijum Xenó- UJcáj (farandakáldinu frá Kolófón Litlu-Asíu?). Þetta atenat engan ■veginn, m.a. af þvi að ai Xenófan- ea, aem viö þekkjum, var og hét cinum tveimur öldum áður en þeir atburðir gerðust aem greint er frð i Anabasis. Um þetta leyti *ar Xenðfón hina vegar á besta aldn od var aukinheldur einn hinna tíu skaga). En aá akammar oft best æm alðaat akammar. Til að fyllstu sanngimi a« þð gsett tek ég fram að miðnmturþátturinn var - fynr utan þetta með Xenófanea fynr Xenðfðn, sem er hneykali - ekkert ónotalegur undir svefmnn, þar voru kveðnar armenakar rimur af nokk- urri iþrðtt o.s.frv. Hreint alls ekki óviðeigandi núna þegar hið marg- hrjáða land, Armenia, er svo ofar- lega á baugi, allt I einu. BVrst ég er nú farinn af stað vjldi ég beina tvennu til Morgun,- biaðains. Hið fyrra er að gaman er að »já að höfundur Helgisg|alls (11. des.) er eltki aiður vel að aér um kinversk sevintýr fom en eitt átrún- aðargoð hans, Borgesjlið sitora gnertir endalaus sknf Hrólfa Sveinwonar og attaníoeaa hana. Hættið þesau, eru vinaaxnjeg td- mæli min og fleiri Morgunblað&lea- enda, aem ég veit af, til þessara mætu manna. __, Skuggi HEILRÆÐI Slvsalaus Kæri Velvakandi. Gott er að vita að Skuggi er enn á meðal vor og skyggn sem aldrei fyrr á það sem öðrum förlast. Hann kvartaði undan því hér í dálkum þínum miðvikudaginn þremur dög- um fyrir jól að ég — sem hann nafngreindi raunar ekki, og er það ólíkt Skugga að halda þannig hlífí- skildi yfír sluxum — að ég hefði í miðnæturþætti um miðjan desem- ber viljað kenna öndvegisritið Ana- basis við Xenófanes frá Kólófón en ekki, eins og rétt er, við Xenófón málaliða, sagnaritara og ígripa- heimspeking. Hér hlýt ég að lúta höfði í auðmýkt og biðja Skugga og aðra hlustendur innvirðulega afsökunar, að hafa sært svo hlustir þeirra fyrir svefninn; vona bara að draumfarir Skugga hafi þrátt fyrir allt verið góðar. Þessari auðmýkt fylgir svo skýring: ég játa fúslega að af fíflsku skeytti ég endingunni -es aftan við nafn Xenófóns ins gríska; hins vegar sný ég aldrei aftur með að hafa jafnan sagt Xenó- fónes en ekki Xenófanes. A það sér þær orsakir að í skóla varð ég aldr- ei almennilega mæltur á fomgrísku, sakir hyskni vona ég fremur en ein- tómrar heimsku, og hefði betur tek- Undirgöng eða gang- brautarljós? Ágæti Velvakandi. Mig langar fyrir hönd bama sem sækja æfíngar hjá Knattspymufé- laginu Val, Hlíðarenda, að fá svar hjá borgaryfírvöldu m varðandi gatnagerðarframkvæmdir við Skógarhlíð. Verða sett undirgöng fyrir gangandi vegfarendur, sem oftast eru böm á leið á æfíngu eða af æfíngu, og í mörgum tilfellum á harðahlaupum á eftir strætisvagni sem ekki er of viljugur að bíða eftir þeim? Eða verða sett gang- brautarljós? t Móðir ið til dæmis sessunaut minn mér til fyrirmyndar en sá fann sér ætíð tíma til að stunda nokkuð námið þrátt fyrir slarkskap og annað ung- æði; er nú enda kominn til sinnar íþöku og hefur, má ég segja, fund- ið Penelópu. Er ég vildi vitna til frásagnar umferð þeirra tíu þúsund yfír Armeníu var ég því nauðbeygð- ur að leita þeirrar frásagnar á öðm tungumáli en fmmmálinu eða íslensku, og mætti ég notatækifær- ið og gauka því að grískfróðum mönnum eins og Skugga, eða þá honum sessunaut mínum gamla, að margt gerðu þeir fánýtara við allan sinn lærdóm en snara fínum bókum eins og Anabasis eða þá mannkyns- sögu Heródótusar á okkar móður- máli. Þá varð fyrst fyrir mér sú engelska sem ekki var til í árdaga en við það bamamál hef ég því miður yfírleitt orðið að styðjast er fomgrísk mál rekur á mínar fjömr. Enskumælandi menn hafa hins veg- ar leiðan sið sem ég hef alltaf haft á illan^ bifur, og hlýtur að skap- rauna íþökubúum ógurlega; sem sé að búa til ný nöfn á klassíska höf- unda eftir sinni hentisemi; þannig heitir Publius Vergilius Maro bar- asta Virgil á enskri tungu; Platón heitir Plato, og þar fram eftir göt- unum. Minnugur þessa ósiðs þeirra engelsku skeytti ég í glómleysi endingunni -es við nafn Xenófóns og særði með því Skugga og aðra góða menn, enda hafði ég víst ekki fyrir því að gá í allar mínar upp- sláttarbækur hvemig sómamaður þessi ritaði sjálfur nafnið sitt. Er sem fyrr segir gott að Skuggi hefur nú á þessi mín mistök bent og hefur honum lítt förlast athyglis- gáfan eða beinskeytnin síðan Skammir komu út á Akureyri árið 1946. Það var kominn tími til að Skuggi tæki aftur upp þráðinn er Brísingameni Freyju sleppti, hvað sem líður þeim öfugmælum að ekki sé hann þrasgjam maður, og þykir mér jafnvel nokkur sómi gerður með því að verða skotspónn hans eftir svo langa hvíld. Nema hér sé annar Skuggi á ferð sem að sönnu kemur út á eitt, ekki síður en það hvort 'ég hef sagt Xenófónes eða Xenófón, því einn Skuggi tekur við af öðmm eins og lesa má úr verkum hins fróma sagnaritara Lee Falk — sem raunar gæti sitthvað af Xenó- fóni lært. Með vinsemd og virðingu, Hlugi Jökulsson Víkverji skrifar Aðfangadagur er mnninn upp og Víkveiji sendir lesendum beztu kveðjur um gleðileg og kyrr- lát jól. Flestir hafa verið undir miklu álagi síðustu vikumar, jafnt á heim- ilum sem á vinnustöðum, og því er friður jólahátíðarinnar mörgum kærkominn. Fóik heldur upp á jólin með margvíslegu móti. í tímans rás hafa Qölskyldur mótað siði og venjur sem tengjast jólum og það raskar ró margra þegar breyta þarf ramma jólahaldsins. En allt er breytingum undirorpið. Afí og amma geta ekki haldið jólaboð fyrir alla fjölskylduna lengur eða ungu hjónin eru ekki lengur heima hjá pabba og mömmu á aðfangadagskvöld eins og þau hafa gert svo langt sem munað er. Þá er jólahaldi margra raskað vegna veikinda, slysa eða vegna Qarvista við nám og störf. Síðustu árin hefur það svo bætzt við, að ýmsir leggjast í utanlandsferðir um jól og áramót. En hugur allra ís- lendinga reikar heim til fjölskyld- unnar um jólin, ekki sízt þeirra sem eru erlendis, því það er reynsla ís- lendinga fjarri ættjörðinni að hvergi er jólahald jafn hátíðlegt og hug- næmt sem á ísa köldu landi. xxx Sonur Víkveija spurði hann að því fyrir skömmu, hvort jólin væru haldin í öllum löndum. Þessi spuming drengsins leiðir hugann að því, að innan við fjórðungur mannkyns telst kristinn. Nær tvö þúsund árum eftir fæðingu frelsar- ans lætur mestur hluti íbúa jarðar- innar sig engu varða kærleiks- boðskap hans og skilur ekki að jól- in eru fagnaðarhátíð kristinna manna vegna fæðingarinnar í Betlehem. A þessari öld hefur hart verið sótt að kristninni, ekki sízt í hinum heiðnu ríkjum kommúnismans. í 70 ár hefur verið reynt að útrýma kristninni í Sovétríkjunum og það er því mikil gleði að sjá, að um leið og slakað er á kló harðstjómarinnar þá spretta upp kristnir söfnuðir og í ljós kemur, að þeir hafa starfað í leynum allan þennan tíma. Styrk- ur katólskra manna í Austur-Evr- ópu, ekki sízt í Póllandi, er hugsvöl- un fyrir kristið fólk sem býr við frelsi Vesturlanda. En ný og ógnvænleg hætta blas- ir við kristninni nú á tímum. Það er hröð útbreiðsla islams í heiminum og sú staðreynd, að í ýmsum lönd- um islams hafa völdin fallið í hend- ur mönnum, sem haldnir eru svart- asta hugsunarhætti fortíðar og beijast af grimmd fyrir útbreiðslu trúar sinnar. XXX Inær þúsund ár hefur Island verið kristið land. íslendingar hafa að mestu verið lausir við trúar- bragðadeilur og trú þeirra hefur ekki verið hert af eldi og stáli. Það er þvi ekki nema von, að landsmenn álíti, að þeir fái að vera í friði með trú sína um alla framtíð og jafnvel að trúin sé ekki hluti daglegs lífs heldur aðeins til hátíðarbrigða. En í andvaraleysi og græskuleysi íslendinga eru hættur fólgnar. Það er öllum hollt á fæðingarhátíð frels- arans, sem nú gengur í garð, að reyna að endurvekja þá sönnu og einlægu jólagleði sem allir þekktu sem börn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.