Morgunblaðið - 24.12.1988, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 24.12.1988, Qupperneq 53
MORGUNBLABIÐ, LAUGARDAGUR 24. DESEMBER 1988 53 VELVAKANDI SVARAR I SÍMA 691282 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Þessir hringdu . . Bönnum ketti Borgari hringdi: „Eg tel að banna ætti ketti hér í höfuðborginni því ef þeir væru ekki til staðar væri hér miklu meira fulgalíf. Fyrir skömmu skrifaði „Kattareigandi" um þessi mál í Velvakanda og bendir á að kettir séu tiltölulega sjálfbjarga í þéttbýli. Það er af því að þeir geta veitt fugla og önnur dýr sér til matar. Ég tel að fremur ætti að banna ketti en hunda.“ Lifandi boðskapur Sigurborg Eyjólfsdóttir- hringdi: „Það var laugardaginn 17. des- ember, ég lá veik og komst því ekki í kirkjuna mína sem ég elska og reyni að sækja þegar ég get. Þennan dag átti að fagna þar komu jólanna með ýmsu móti. Sem af tilviljun kveikti ég á sjón- varpinu mínu. Þá heyrði ég til- kynnt að Jón Óttar Ragnarsson sé að hefja viðtal við biskupinn, herra Pétur Sigurgeirsson. Hans hreini svipur og fallega bros blasti við mér á skerminum. Ég orðlengi þetta ekki meir, ég var komin í guðshús. Litla svefnherbergið mitt var orðið að kirkju, hreinn og lifandi boðskagur streymdi af vörum biskups. Ég varð alsæl. Ég vil færa biskupi hjartans þökk fyrir þessa ógleymanlegu stund, ég bið Drottinn að blessa hann og fjölskyldu hans og gefa þeim gleðileg jól í Jesú nafni. Jóni Ótt- ari óska ég hins sama og þakka fyrir þáttinn og vona að hann eigi eftir að koma með fleiri slíka.“ Rjúpnadráp Björg hringdi: „Ég vil þakka Stefaníu fyrir góðan pistil um hversu siðlaust það er að efna til keppni í ijúpna- drápi. Það er leiðinlegt til þess að hugsa að menn geri það sér til gamans að drepa. Rjúpan ætti að fá að véra í friði." Hvít, rauð eða blaut jól? Afgreiðslumaður hringdi: „Mér fínnst tilefni til að íhinn- ast á málefni sem hefur farið í taugamar á mér árum saman. Þannig vill til að ég afgreiði í verslun þar sem jóiaviðskipti’eru mikil. Mér líkar starf mitt vel og hef mjög gaman af því að af- greiða fólk sem er að leita að jóla- gjöfum. Þó er einn dagur sem ég kvíði fyrir næstum allt árið, sá dagur er Þorláksmessa. Það er með ólíkindum hve margir telja nauðsynlegt að hella sig fulla á Þorláksmessu áður em farið er að versla. Þrátt fyrir það að mað- ur reyni að sinna þessum kúnnum af kostgæfni er það mjög erfítt. Bæði er fólkið oft raglað og vank- að svo maður tali nú ekki um hve leiðinlegt það getur verið gagn- vart afgreiðslufólki. Mér fínnst þessi lenska, að detta í það á Þorláksmessu, vægast sagt und- arleg. Æskilegast væri að þeir sem vilja detta í það á Þorláks- messu héldu sig heima eða á veit- ingahúsum í stað þess að ráfa á milli verslana sjálfum sér og öðr- um til ama.“ Góð ilmvötn frá Nyco Sesselja hringdi: „Nú er mikið talað um að við eigum að velja íslenskt. Nú þegar atvinnuleysi eykst er kannski sér- staklega brýnt að fólk kaupi íslenskar vörar. Ég vil benda fóiki á ilmvötn og rakspíra frá íslenska fyrirtækinu Nyco. Hér er um góða vöra að ræða og hún stendst fylli- lega verðsamanburð. Veljum íslenska úrvalsvöra, ekki bara fyrir jólin heldur allt árið. Of langt gengið Til Velvakanda. „Mig langar í bamaket, eru ekki Mér fannst of langt gengið þegar einhveijir óþekktarormar hér?“ Grýla tróð upp ásamt Leppalúða spurði Grýla sem slegist hafði í för og jólasveinunum í Þjóðminjasafn- með þeim feðgum. inu fyrir nokkru. Ég vil taka fram Auk þess þyrkir mér óviðkunnan- að ég er ekki að ráðast á leikarann legt að karlmaður fari með hlutverk sem fór með hlutverk Grýlu heldur Grýlu. Var ekki hægt að fá ein- vil ég aðeins að velsæmis sé gætt. hveija konu til að taka þetta að sér? í frásögn Þjóðviljans 15. desember segirmeðalannarsfrásýningunni: Úlfljótur Jónsson Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánu- daga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspumir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundur óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinh hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. EGGERT feldskeri Efstá Skdavöníustígnum Dönsk jólaguðsþjónusta á2. íjólumkl. 17.00 í Dómkirkjunni. De danske Foreninger. S.H. bílaleigan Óskum öllum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og farsælt komandi ár. S.H. bílaleigan, Nýbýlavegi 32. Við óskum öllum Hvergerðingum gleÖilegra jóla og farsœls nýs árs. Aukþess viljum viðþaícka frábcerar móttök- ur ávinabœjamótinu. Örnsköldsviks kommun och föreningen Norden i Örnsköldsvik. Þakka af alhug Söngskólanum í Reykjaxik, Garðari Cortes, skólastjóra, ÞuríÖi Pálsdóttur, yfirkennara, ásamt öllum kennurum og flytj- endum verka minna á tónleikum í íslensku óperunni 6. desember sl. í tilefni af sjötugs- afmœli mínu. Þakka innilega gjafir og hlýjar óskir frá STEFI, TónskáIdafélagi Islands, Félagi íslenskra list- dansara, stúdentum MR 1937 og fjölmörgum einstaklingum, sem geröu mér þennan dag ógleymanlegan. Gleði fylgi íslenskri tónlist. Jórurtrt Viðar. N A u S T l D RESTAURANT s í u, I 1 7 7 5 9 Þórshöll hf. óskar landsmönnum öllum gledilegrajóla ogfarsceldar á komandi ári um leid og vid minnum áglcesileg salarkynni okkar Símar 23333,23335,29098,29099.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.