Morgunblaðið - 24.12.1988, Blaðsíða 54
54
MORGUNBLAÐH) IÞROTTIR LAUGAKDAGUR 24. DESEMBER 1988
HANDKNATTLEIKUR / LAND$LIÐIÐ
Viðhöfum efniáaðgefa
nýjum leikmönnum tækifæri
„MENN voru áhugalausir og
leiðir." „Leikmenn tslenska
landsliðsins eru alveg yfir sig
þreyttir." „Menn virðast leiðir
og virðist frekar um skyldu-
rœkni að rœða en eitthvað
annað.“ „Hvað sjálfam mig
varðar þá er óg búinn að fá
mig fullsaddan af handbolta
og vantar áhugann." Þetta er
tónninn hjá fslensku lands-
liðsmönnunum eftir lands-
leikina gegn Svíum á dögun-
um, sem voru afspyrnu lóleg-
ir.
Þetta var mjög iélegt og
íslensku leikmennimir virð-
ast hugsa meira um jólin en leik-
ina,“ sagði íslenski landsliðsþjálf-
AF arinn. Ástandið er
INNLENDUM orðið mjög alvar-
VETTVANGI legt þegar svona
tónn er hjá leik-
mönnum íslenska
landsliðsins. Ljóst
er að þeir leik-
menn sem léku á
Ólympíuleikunum
í Seoul eru ekki
búnir að jafna sig
eftir áfallið sem þeir urðu fyrir
þar og ieikmennimir óska eftir
því að fá frí frá landsleikjum um
tíma. Þegar ieikmenn eru orðnir
fullsaddir, er rétt að þeir gangi
frá borði og segi: „Næstu, gjörið
svo vel.“ Það verður að gefa södd-
um og þreyttum ieikmönnum frí.
Það er ekki endalaust hægt að
iáta þreytta leikmenn standa
vaktina. Við höfum efni á því að
gefa nýjum og hungruðum leik-
mönnum tækifæri til að spreyta
sig með landsliðinu.
Mikið álag er framundan hjá
ísienskum handknattleiksmönn-
SigmundurÓ.
Steinarsson
skrífar
um. Þeir leikmenn sem leika með
landsliðinu eiga eftir að leika níu
leiki á um tuttugu dögum um og
eftir áramót. Þegar leikmenn eru
orðnir þreyttir er eðiilegt að þeir
fái frí.
Nýlr toikmenn eigaaðfð
tœktfœri
Breiddin í íslenskum hand-
knattieik er, sem betur fer, svo
mikil, að við ættum að geta teflt
fram a.m.k. tveimur nokkuð jafn
sterkum liðum. Svíar komu hing-
að með táningalið og Danir eru á
leiðinni með B-landsliðið sitt. Það
á að gefa nýjum leikmönnum
tækifæri til að spreyta sig í leikj-
unum gegn Dönum 29. og 30.
desember og eftir tvær umferðir
í 1. deildarkeppninni - 4. og ,8.
janúar, væri sterkasti leikurinn
að gefa mörgum Ólympíuförunum
frí - þegar haldið verður til Dan-
merkur, til að taka þar þátt í
móti 10.-12. janúar ásamt Dön-
um, Svíum ög Búlgörum. Sterkur
leikur væri að láta þá leikmenn
landsliðsins sem léku lykilhlutverk
á Ólympíuleikunum æfa hér
heima og undirbúa sig fyrir leik-
ina gegn Austur-Þjóðveijum, sem
verða strax eftir Danmerkurferð-
ina.
Bogdan gæti hvort sem er teflt
fram einstaklingum, leikmönnum
úr mörgum félagsliðum, eða
byggt liðið umhverfis eitt ákveðið
féiagslið, Val.
Leikimir gegn Dönum og
keppnin í Danmörku eru ekki liður
í heimsmeistarakeppni. Hér er um
að ræða vináttuleiki. Þess vegna
er óhætt að nota leikina til að
tefla fram nýjum leikmönnum,
sem eru óþreyttir og ekki fullsadd-
ir. Leikmenn sem em tilbúnir að
leika á fulium krafti og gefa allt
í leikinn. Það sýndi sig 'gegn
Svfum að það þýðir ekkert að leika
marga landsleiki í röð með þreytta
ieikmenn. Þeir hafa ekki þrek til
að rífa sig upp úr lognmollunni.
Leikmenn verða að hafa gaman
að því sem þeir eru að fást við,
til að árangur náist.
íslenskir handknattleiksunn-
endur koma ekki endalaust til að
sjá þreytta og leiða leikmenn leika
landsleiki. Nú er tækifæri til að
gefa landsliðsmönnum okkar, sem
hafa lagt geysilega hart að sér
að undanfömu, virkilega gott frí
- jóla og áramótafrí, þannig að
þeir fái tækifæri tii að vera
áhyggjulausir með fjölskyldum
sínum.
AuÓveH fyrlr lelkmenn að
falla Inn f landslMMð
Þjálfarar um alla Evrópu vita
vel hvemig íslenska liðið leikur
og hvemig best er reyna að bijóta
það niður. Fyrir leik íslendinga
og Svfa gaf Bent Johansson, leik-
mönnum sínum fyrirskipanir um
að huga sérstaklega að Kristjáni
Arasyni og Alfreð Gíslasyni -
fara fljótt út í þá og skerða at-
hafnafrelsi þeirra. „Þetta gekk vel
upp. Þeir áttu í hinum mestu
vandræðum og komu sjaldan
skotum á markið,“ sagði Johans-
son eftir fyrri leikinn.
Það hefur lítið nýtt komið fram
í sambandi við leikkerfí íslenska
landsliðsins undanfarin ár. Þess
vegna er það ekki rétt að haida
því fram að erfítt sé fyrir leik-
menn að koma inn í landsliðið -
vegna þess að þeir þekki ekki leik-
kerfí þess. Það sést best á því
.ekkl
barg
hepP*1'
Sala getraunaseðla lokar kl. 14:45 á
laugardögum
51. LEIKVIKA - 26. DES. 1988
leikur 1.
Aston Villa - Q.P.R.
leikur 2. Derby
- Liverpool
leikur 3.
Everton
Middlesbro
leikur 4. Manch.Utd. - Nott.For.
leikur 5. South.ton - Coventry
leikur 6.
Hull
Bradford
leikur 7.
Leeds
- Blackburn
lcikur 8. Stoke
Manch.City
leikur 9. Sunderland - Barnsley
leikur 10. Swindon - Plymouth
leikur 11.
Walsall
- Oxford
leikur 12.
Notts C.
Sheff.Utd.
1
Símsvari hjá getraunum eftir kl. 17:15
á laugardögum er 91-84590 og -84464.
Ath. leikið á 2.dag jóla
NBA-úrslit
Fjórir leikir fór fram í NBA-
deildinni í fyrrinótt. Úrslit
vom sem hér segir:
Knicks—Detroit Piatons.88:85
Houston Rockets—Clippers ..125:109
Phoenix Suns—Denver...126:118
Portland—Golden State.117:109
hvað nýliðinn Guðjón Ámason,
hetja íslenska liðsins í seinni leikn-
um gegn Svíum, sagði: „Það var
ekki svo erfítt að koma inn. Ég
hef séð þessa stráka spila hundrað
sinnum og kannast við kerfin."
Landsliðsmennlmlr vsrða að
fðfrf
Þegar að er gáð þá verður
landsiiðsneftid, þjálfari og stjóm
HSÍ að verða við ósk landsliðs-
manna sem em þreyttir. Það verð-
ur að gefa þeim frí til að þeir nái
að jafna sig og byggja sig upp
fyrir B-keppnina í Frakklandi -
„Innrásina í Normandí". Eins bg
um árið, verður að tefla fram
óþreyttum og baráttuglöðum
mönnum, til að innrásin heppnist.
Menn verða að fara vel upplagðir
til Frakklands, enda er mikið í
húfi að landsiið íslands standi sig
þar og tryggi sér farseðilinn til
HM í Tékkóslóvakíu 1990. Þreytt-
ir og fullsaddir leikmenn em ekki
iíklegir tii afreka í þeirri hörðu
baráttu. Við höfum eins mikið
efni á að gefa leikmönnum frí -
eins og Svíar og Danir, sem hafa
og gefa nýjum leikmönnum tæki-
færi í leikjum gegn íslandi.
KNATTSPYRNA
Islend-
ingar
mætaírum
Islenska unglingalandsliðið tekur
þátt í 12 liða móti í ísrael milli
jóla og nýjárs. Liðið leikur fyrsta
leik mótsins gegn ímm en þessar
þjóðir léku fyrir skömmu í Dublin.
Þá sigmðu Irar 3:0.
Liðunum 12 er skipt í tvo riðla.
í riðli með íslendingum er írland,
Liehtenstein, Rúmenía, Portúgal og
b-lið ísrael. í hinum riðlinum em
Ungveijaland, Sviss, Pólland,
Malta, Svíþjóð og a-lið ísrael.
Þess má geta að í fyrra léku ír-
land og Ungveijaland f úrslitum.
Ungveijar sigmðu í leiknum 1:0.
Morgunblaöið/Júlíus
KNATTSPYRNA / ENGLAND
Thorstvedt með
Tottenham
gegn Luton
ERIKThorstvedt, norski mark-
vörðurinn sem kom frá IF
Gautaborg, mun að öllum
líkindum leika sinn fyrsta leik
meðTottenham á mánudaginn
gegn Luton á heimavelli. Enska
knattspyrnusambandið hefur
veitt honum leyfi til að leika
með liðinu eftir nokkurra vikna
deilur milli Tottenham og
Gautaborgarliðsins.
Thorstvedt kemur í stað Bobby
Mimms, sem staðið hefur í
marki Tottenham í vetur. Honum
hefur ekki gengið vel og vilja marg-
ir kenna honum um ófarir Totten-
ham í haust.
Heil umferð verður í ensku deild-
inni á mánudaginn, annan í jólum.
Efsta lið deildarinnar, Norwich,
mætir West Ham og Arsenal leikur
gegn nágrönnum sínum í London,
Charlton. Önnur viðureign tveggja
Lundúnarliða er leikur Miilwall og
Wimbledon. Derby tekur á móti
Liverpool og Coventry mætir Sout-
hampton.
Everton, sem mætir Middles-
brough, mun líklega leika án fyrir-
liða síns, Kevin Ratcliffe, sem er
meiddur.
Loks mun Nottingham Forest
heimsækja Manchester United á
Old Trafford. Forest verður án
Steve Chettle, sem er meiddur, en
líklegt er að Steve Hodge leiki að
nýju með liðinu eftir þriggja vikna
hlé vegna veikinda.