Morgunblaðið - 24.12.1988, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 24.12.1988, Blaðsíða 56
Endurskii í skamprársiu MIÐUIMN 27711 P I N C H 0 L T $ $ T R í T I 3 SveriK Kristimon, sötusjóri * Pwtefur Ggíimmdssan, sólum. Mró«urHa)l(tórsson, loafo Uitnstemn8eckhrt..simi tM?0 LAUGARDAGUR 24. DESEMBER 1988 VERÐ I LAUSASOLU 70 KR. Verkefhaskortur í byggingariðnaði SAMKVÆMT könnun sem gerð hefur verið um ástand og horfur í byggingariðnaði eru uppsagnir og verkefnaskortur framundan. Fyrir- tæki i greininni áforma að fækka starfsmönnum um 9,4%. Um 30% fyrirtækjanna gera ráð fyrir verkefiiaskorti fi-am í febrúar á næsta ári og 53% þeirra búast við verkefiiaskorti frá mars til maí. Könnun þessi var gerð af Lands- sambandi iðnaðarmanna og Meist- ara- og verktakasambandi bygging- armanna. Send voru spumingaeyðu- blöð til 340 fyrirtækja þar sem spurt var m.a. um horfur og uppsagnir. Svör bárust frá 62 fyrirtækjum með um 1.200 starfsmenn í nóvember. Fyrrgreinda fækkun starfsmanna áætla fyrirtækin að framkvæma fram í janúar á næsta ári. Samdrátt- urinn kemur verst niður á verka- Hiönnum þar sem gert er ráð fyrir 14% fækkun, en 8% fækkun iðnaðar- manna. Frá því i september hafa fyrirtækin sagt upp 88 starfsmönn- um eða 7,5% af mannafla þeirra í nóvember. Til viðbótar eru fyrir- hugaðar uppsagnir 72 starfsmanna í viðbót. Miðað við fyrri kannanir af sama toga er útlitið nú verra en oft áður. Einna verstar eru horfumar hjá fyrir- tækjum sem byggja og selja íbúðar- húsnæði og vilja mörg fyrirtækjanna kenna húsnæðislánakerfinu þar um. Jólafagiiað- ur Verndar Árlegur jólafagnaður Vemdar verður haldinn í húsi Slysavama- félags íslands á Grandagarði í dag, aðfangadag. Þar verður á boðstólum síðdegiskaffi, hátíðar- matur og kvöldkaffi. Allir þeir sem ekki hafa tök á að dveljast með vinum eða vandamönnum á þessum hátíðisdegi eru velkomnir á jólafagnaðinn. Húsið verður opnað kl. 15. Tap á fiystitogurum „ÞAÐ ER ljóst að frystitogaramir, sem eru 19 talsins, eru nú í fyrsta skipti reknir með tapi þegar á heildina er litið. Ástæðan fyrir þvi er fyrst og fremst verðfall á karfa í Japan á sfðari hluta þessa árs,“ sagði Sveinn Iflörtur Hjartarson, hagfræðingur LÍÚ, í samtali við Morgun- blaðið.' „Samkvæmt úttekt Þjóðhags- stofnunar voru 10 frystitogarar reknir með 2% hagnaði í nóvember- lok á þessu án en frystitogarar eins og til dæmis Ýmir og Vestmannaey, sem verðfallið í Japan hefur bitnað mikið á, em ekki teknir með í úttekt „Þrettándi var Kertasníkir, þá var tíðin köld, ef ekki kom hann síðastur á aðfanga- dagskvöld.“ SÍÐASTIJÓLA- SVEINNINN KERTASNÍKIR kemur síðastur jóiasveina til byggða í dag, aðfangadag jóla. Kertasníkir heimsækir Þjóð- minjasafnið klukkan 11 í dag. Þjóðhagsstofnunar," sagði Sveinn Hjörtur. „Eigendur frystitogara hafa lýst óánægju sinni með að fá ekki endurgreiddan uppsafnaðan sölu- skatt og að þeir njóti ekki verðupp- bótar úr Verðjöfnunarsjóði sjávarút- vegsins, eins og frystihúsin. Þjóðhagsstofnun áætlaði að ísfisk- togarar væru reknir með 3% hagnaði í nóvemberlok en það eru dæmi um að þeir séu reknir með 15% tapi,“ sagði Sveinn Hjörtur Hjartarson. ■ ■: V-' - mmwmk ' tf ■ M , Jr*» Morgunblaðið/Ami Sæberg Ijólasveinalandi Það hefur verið annríkt að undanförnu hjá íslensku jólasveinun- um við hefðbundin störf fyrir jólin, en jólasveinarnir eru einnig til í sköpun listamannanna og á meðfylgjandi mynd er hluti af 50 fermetra líkani af Jólasveinalandi sem Gunnar Bjarnason leik- myndateiknari hefiir gert. Líkanið hefiir verið til sýnis í Blóma- vaii í Reykjavík, en efiiið er sótt i íslenskt landslag og sýnir jóla- sveinana sinna ýmsum þáttum í leik og starfi. Grálóa sást við Húsavík Húsavík. I vikunni, eftir fyrstu hríðamótt- ina, svo farið var að ýta snjó af götum, sást hér á ijöru grálóa, sem hefur hingað villst í veðurblíðunni og snjóleysinu sem verið hefur það sem af er vetri. í Naustaíjöru kemur volgt vatn undan Höfðanum og þar í ijörunni hafa oft sést óvæntir fugl- ar. Hjörtur Tryggvason, sem sá þenn- an fugl, telur að grálóa hafi sjaldan eða aldrei sést hér fyrr en í haust að hennar varð vart á Tjömesi. Naustafjara hefur verið griðastað- ur vaðfugla en í sumar var lagður yfir hana vegur sem skert hefur mjög athafnasvæði fuglanna. Ak- fært er um allt hérað og margir em að koma heim akandi í jólafrí frá hinum ijarlægustu stöðum. - Fréttaritari Jólahald í Grímsey: Allir snæða hangikjöt afheimafé í GRÍMSEY er jólahald með hefð- bundnum hætti, að sögn Alfreðs Jónssonar í Básum. Heldur hefur Qölgað I eyjunni þar sem skóla- fólk og aðrir koma heim yfir há- tíðamar, en skráðir íbúar em tæplega 120. Upplýst jólatré em á tveimur stöð- um, en dagsbirta er af skomum skammti í þessari nyrstu byggð fs- lands; sólin gægist upp yfir sjón- deildarhringinn á Skjálfandaflóa í eina eða tvær stundir á dag. Menn vonast eftir hvítum jólum og þykjast vissir um að þau verða að minnsta kosti grá. Alfreð sagði að Grímsey- ingar hefðu enga sérstöðu í jólasið- um, en allir borðuðu þeir þó hangi- kjöt af heimafé á jóladag. Nægt framboð er af því þar sem allt fé í Grímsey var skorið niður nú í haust. „Hér mega engir sauðir vera næstu tvö árin, að minnsta kosti ekki á íjómm fótum," sagði Alfreð. The Erkins Seafood Letter: Verulegar líkur á verð- hækkun á siávarafurðum Þorskblokkin komin í 1,50 dali pundið AUKINNAR bjartsýni á hækkandi verð á fiskafurðum vestan hafs hefiir gætt upp á síðkastið. Verð á þorskblokk sem dæmi hefur far- ið hækkandi, en það fór lægst í 1.25 dali úr 2 og sala á flökum hefiir orðið örari en áður. The Erkins Seafood Letter segir að þorsk- blokkin hafi að undanfömu verið seld á 1,40 til 1,50 hvert pund og margir reikni með því að fljótlega á næsta ári hækki verðið í 1,65. Kaupendum fiskafurða til sölu á föstunni er í bréfinu ráðlagt að kaupa fiskinn nú þegar, hafi það ekki þegar verið gert. Verulegar líkur séu á verðhækkun. að þorskneyzla árið 1988 dragist a---— ..c Fréttabréf Erkins segir um birgð- ir af botnfíski að þær verði í vax- andi mæli í samræmi við eftirspum og í raun geti orðið um skort á ein- staka tegundum að ræða. Sagt er að skortur á flatfiski geti orðið vemlegur og framboð á þorskflök- um muni verða minna en um þessar mundir. Jafnframt muni eftirspum eftir blokkinni aukast. „Áætlað er saman um 10% frá fyrra ári í Bandaríkjunum og Evrópu, aðrar fisktegundir hafa verið notaðar til að vega upp mismuninn, þannig að heildameyzla á botnfiski gæti hafa aukizt milli áranna. „Verð á þorsk- blokk og flökum hefur breytzt vem- lega, hröð og veruleg verðlækkun heyrir nú fortíðinni til og hið langa klifur upp verðlistann er hafið að nýju. Ekki er talið að verð verði jafnhátt á þessu ári og það varð hæst á síðasta ári. Umfram allt er fyrirsjáanlegur samdráttur í þorsk- afla í Norður- Atlantshafí," segir í bréfínu. Samkvæmt fréttabréfinu meta fiskframleiðendur framtíðina af mikilli varkámi, era hæfilega bjart- sýnir. Menn bíða átekta og vonast eftir hinu bezta. „Þeir, sem hafa beðið með að birgja sig upp fyrir föstuna, gætu þegar hafa misst tækifærið til að kaupa á hagkvæmu verði. Hafið þið ekki keypt þegar, skulið þið gera það strax.“ Þorsk- blokkir em sagðar seljast á 1,40 dali pundið og verð sé stöðugt. Ekki séu miklar birgðir af gæða- blokk á markaðnum en nóg sé til af „rasli". Þar sem kaupendur geri sér grein fyrir möguleikum á minnkandi framboði, tali sumir um að verð á næstu misserum verði 1,50 til 1,65 dalir á pundið. í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.