Morgunblaðið - 05.01.1989, Side 7
MO.HQyNBLAÐID FIMMTUJ3AG.UB, 5., JANpAR .1989
7
Breytingar á kaupmætti ASÍ-félaga milli 1987 og 1988:
Kaupmáttur rýmar um 2,3%
- mest hjá verkakonum
Stafar af minnkun yfirvinnu um 2 stundir á viku
KAUPMATTUR landverkafólks
innan Alþýðusambands íslands
rýrnaði að meðaltali um 2,3% frá
3. ársfjórðung-i 1987 til 3. árs-
fjórðungs 1988. Kaupmáttar-
minnkunin er mest hjá verkakon-
um, eða um 5,7%. Kaupmáttur
verkamanna dróst saman um
5,5%, en hins vegar jókst kaup-
máttur bæði karla og kvenna í
skrifstofustörfum um rúm 3%.
Orsök minnkandi kaupmáttar er
sú að vinnutími hefur dregist
saman um tvær stundir á viku
að meðaltali, eða um rúm 4%.
Kaupmáttur miðað við tímakaup
hækkaði hins vegar að meðaltali
um 3,2% á þessum tíma.
Þessar upplýsingar koma fram í
nýútkomnu Fréttabréfi Kjararann-
sóknamefndar. Allar tölur í frétt-
inni eru miðaðar við breytingar á
einu ári, frá 3. ársfjórðungi 1987
til 3. ársfjórðungs 1988, nema þar
sem annað er tekið fram.
Vinnutími verkamanna hefur
dregist mest saman á tímabilinu,
eða um 3,2 stundir. Þeirra vinnutími
er einnig lengstur, eða rúmar 49
stundir á viku. Vinnutími verka-
kvenna hefur dregist saman um 2,1
stund á viku, iðnaðarmanna um 1,7
stundir, skrifstofukvenna um 1,1
stund, skrifstofukarla um eina
stund og afgreiðslukvenna og
-karla um 0,3 stundir.
Kaupmáttur heildarlauna hefur
sem fyrr segir minnkað um tæp 6%
’ hjá verkamönnum og -konum, en
aukist um 3,2% hjá körlum í skrif-
stofustörfum og um 3,3% hjá kon-
um. Kaupmáttur hjá iðnaðarmönn-
Templarar
með sænska
skafmiða
ÞEIR sem lagt hafa leið sína á
bingókvöld í Templararhöllina
að undanförnu hefur gefist kost-
ur á að taka þátt í spilinu 21 á
þar til gerðum spjöldum. Spjöld-
in eru rifin upp og kemur þá
fram tala á þeim. Vinningstölur
í þessum leik eru frá 17 til 21
en hæsti vinningur er 1000 krón-
ur.
Brynjar Valdimarsson, sem sér
um bingókvöldin í Templarahöll-
inni, segir að spjöld þessi komi frá
Svíþjóð, frá sömu aðilum og þeir
fái bingóspjöldin hjá. Hann segir
að líta megi á þetta sem aukaum-
ferð í bingóinu og að þessi spjöld
sé hægt að fá víða á Norðurlöndun-
um á bingókvöldum.
„Þessi spjöld eru mjög svipuð
gömlu 21-spjöldunum sem margir
muna eflaust eftir frá fyrri tíð,“
segir Brynjar.
h
VZterkurog
k-/ hagkvæmur
auglýsingamiðill!
um hefur minnkað um 0,4% á þess-
um tíma og um 0,3% hjá konum í
afgreiðslustörfum. Hann hefur hins
vegar aukist hjá körlum í sömu
störfum, eða um 1%.
Ef áhrif minnkandi yfirvinnu eru
tekin út kemur í ljós að kaupmáttur
hefur aukist langmest hjá skrif-
stofukonum, eða um 9,2%, en
minnst hjá verkakonum, eða um
0,3%. Hjá körlum i skrifstofustörf-
um jókst kaupmáttur tímakaups um
6,7%, hjá körlum í afgreiðslustörf-
um um 4,7%, hjá iðnaðarmönnum
um 3,9%, hjá konum í afgreiðslu-
störfum um 3% og hjá verkamönn-
um um 1,8%.
Ef aðeins er litið á breytingar frá
2. til 3. ársfjórðungs árið 1988 kem-
ur í ljós að aðeins iðnaðarmenn
hafa aukið við vinnutíma sinn, um
0,7 stundir á viku. Vinnutími verka-
manna hefur hins vegar dregist
saman um klukkustund og verka-
kvenna um 1,3 stundir á viku.
Kaupmáttur minnkaði á milli árs-
fjórðunga hjá verkamönnum og
-konum, en jókst hjá öðrum, mest
hjá skrifstofukonum.
SIMANUMERIÐ
0KKAR ER
17152
MYNDAMÓT HF
Þú svalar lestrarþörf dagsins y
ásídum Moggans!
SKATTHLUTFALL OG
PERSÓNUAFSLÁTTUR
ÁRÐ 1989
ALMENNT SKATTHLUTFALL
ER37,74%
SKATTHLUTFALL BARNA \
UNDIR 16 ARA ALDRI ER6%
PERSONUAFSLÁTTUR
ER 17.842KR.
SJÓMANNAAFSLÁTTUR
ER 492 KR.ÁDAG
LAUNAGREÐANDA ER OHEIMILT
AÐ FÆRA ÓNÝTTAN
PERSÓNUAFSLÁTT MILLIARA
:(Þ.E.FRÁ 1988TIL 1989)
Breyting á almennu skatthlutfalli og persónuafslætti hefur ekki í för með sér að ný
skattkort verði gefin út til þeirra sem þegar hafa fengið skattkort. Launagreiðanda ber
hins vegar að nota ofangreint skatthlutfall og upphæð persónuafsláttar
við útreikning staðgreiðslu.
Veita skal launamanni persónuafslátt í samræmi við það hlutfall persónuafsláttar sem
fram kemur á skattkorti hans.
RSK
RlKISSKATTSTJÓRI