Morgunblaðið - 05.01.1989, Side 14

Morgunblaðið - 05.01.1989, Side 14
14 MORGUNBLAftlÐ FIMtyTUDAGUR 5. JANÚAR; 19891 ÚTSALAN hefstídag S.janúar. AHarblússurá kr. 1500,- \<#HM5IÐ Bankastræti 14 Austurstræti 8 Kóngar í ríki sínu og prinsessan Petra Bókmenntir Sigurður Haukur Guðjónsson Höfundur: Hrafhhildur Val- garðsdóttir Teikningar: Brian Pilkington Prentverk: Oddi hf. Útgefandi: Fijálst framtak hf. Já, það er margt sem ungum getur orðið að gátum, tilveran er það í raun og veru öll, og tápmiklum strákum, eins og Lalla og Jóa, hver dagur heillandi ævintýr. Höfundur notar sér af þessu, og segir okkur sögu af ósköp venjulegum strákum, sem eru að glíma við að skilja lífið, og hann kann þá list að halda at- hygli lesandans án alls fáránleika. Hér er það vináttan sem er aðal- þráður sögunnar, vinátta tveggja drengja, og ekki má gleyma ást ömmunnar á hnokkunum sínum. Inná sviðið setur Hrafnhildur dularfullt hús, hús Péturs skálds, og í það flytur Petra, afastelpa, nýkomin frá Ameríku. Þau ganga í skóla saman, hún og drengirnir, þar sem Jóa, blessuðum, er strítt á, hve stirðlæs hann er. Nú ást móður hans verður til þess að skilja vinina að. Báðir líða mikið, en í einmanaleik sínum lærir Jói tökin á stafrófinu. Þeir ná saman á ný, og lífið fær vorblæ aftur. Inn á sviðinu er fólk, en þar eru dýr líka. Kisan Branda þakkar fóstrið á þann hátt er fullorðnir kunna lítt að meta, og tíkin Rola gleður börnin í þorpinu með litlum hnoðrum. Söguna segir höfundur á lát- lausan, mjög lipran hátt, lýkur hveijum kafla þannig, að lesandan- um er í huga löngunin til þess að fá meira að heyra. Málið er einfalt og kliðmjúkt, fallegt. Myndir Brians safaríkar og falla ákaflega vel að efni, elta mann eft- ir lestur bókarinnar. Hér er góð bók, börnum holl lesn- ing. Gleymum ekki, að það er ekki aðeins um jól að böm glugga í bækur. Öllum er að unnu til sóma. Kjarvalsstaðir: Norrænn veflistar- þríæríngnr „FIMMTI norræni veflistar- þríæringfurinn" verður opnaður á Kjarvalsstöðum 7. janúar kl. 16.00 Fyrsti norræni veflistarþríæring- urinn var haldinn árið 1974 og voru það norrænir veflistamenn, sem stóðu að honum og sáu um fram- kvæmd hans. Nú hefur hins vegar orðið sú breyting á, að norræna listamiðstöðin í Sveaborg sér alfarið um skipulagningu og framkvæmd sýningarinnar, sem ferðast um öll Norðurlönd. Sýningin verður fyrst opnuð á Kjarvalsstöðum, síðan í Listaskálanum í Færeyjum; í Brandt’s klædefabrik, Óðinsvéum; Kunstnernes hus, Oslo; KulturhUset í Stokkhólmi, þá í Röhsska Kunst- löjdmuseet, Gautaborg, og síðast í Listamiðstöðinni Sveaborg. Á sýningunni er 81 verk eftir 64 listamenn frá öllum Norðurlöndun- um. Valið fór þannig fram, að vef- listafólki var boðið að senda verk á sýninguna, en endanlegt val var í höndum dómnefndar, sem í áttu sæti fulltrúar frá einstökum vef- listarfélögum á Norðurlöndum, auk fulltrúa frá Sveaborg og frá Kultur- huset í Stokkhólmi. Fulltrúi íslenska veflistarfélags- ins í dómnefnd var Ragna Róberts- dóttir. Islensku þátttakendumir á sýn- ingunni eru: Guðrún Gunnarsdóttir, sem sýnir verk, sem hún nefnir „Ljóð“, Anna Þóra Karlsdóttir, sem sýnir „Lítil eyja græn“, Guðrún Marínósdóttir, sem sýnir „Einu sinni var I“, og ína Salóme, sem sýnir verk, „Án titils". Öll þessi verk eru frá árinu 1988. Þetta er yfirlitssýning yfir Nor- ræna veíjarlist og er lögð áhersla á að sýna stöðu hennar og marg- breytileik meðal norrænna lista- manna. Sýningin verður opin daglega frá kl. 11.00—18.00 framtil 22. janúar. (Fréttatilkynning) Hramhildur Valgfarðsdóttir Kennslustaðir: REYKJAVÍK, Brautarholt 4, Drafnarfell 4, Ársel, Foldaskóli, Ölduselsskóli. HAFNARFJÖRÐUR - MOSFELLSBÆR - SELFOSS - HVERAGERÐI Innritun daglega frá kl. 13-19 í símum 91 -74444 og 91-20345 KEFLAVÍK, GRINDAVÍK, GARÐUR, SANDGERÐI Innritun daglega frá kl. 21-22 í síma 68680. Kennsla hefst mánudaginn 9. janúar Síðasti innritunardagur er laugardagur 7. janúar. DANSSKÓLI HEIÐARS - DANSSKÓLINN YKKAR OANSSKOtl BORN (yngst 4 ára) - UNGLINGAR Samkvæmisdansar - Discodansar FULLORÐNIR (einstaklingar og pör) Samkvæmisdansar - nýir og gamlir ROCK’N ROLL Sértímar í rokki og tjútti EINKATÍMAR (einstaklingar, pör, smáhópar) ASTVAtOSSONAH

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.