Morgunblaðið - 05.01.1989, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.01.1989, Blaðsíða 32
32 __ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1989 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna —- atvinna Vélstjóra vantar á 130 tonna togbát frá Suðurlandi. Upplýsingar í símum 98-33930, 98-33775 og 91-673493. Atvinna í Svíþjóð Pípulagningamenn, smiðir og múrarar Velkomnir á okkar fund á Hótel Loftleiðum fimmtudaginn 5/1 kl. 18-21, föstudaginn 6/1 kl. 18-21, laugardaginn 7/1 kl. 16-19. Við erum sænskt-íslenskt fyrirtæki, upplýs- um fólk um framtíðarstörf og húsnæðis- möguleika í Suður-Svíþjóð. Spyrjið um okkur í afgreiðslunni. Kronberg Bygg Construcigion a/b, Váxsjö. i i hlIðabær Þjálfun - starfsgleði Hlíðabær, þjónustudeild Múlabæjar, er dagdeild fyrir fólk með einkenni um heilabilun (Alzheimer's synd- rom). Heimilið tók til starfa í byrjun árs 1986. Á heimil- inu starfar nú iðjuþjálfi, sjúkraliðar og annað starfs- fólk með fjölbreytta reynslu í heilbrigðisþjónustu. Deildarstjóri er geðhjúkrunarfræðingur. í störfum deildarinnar er leitast við að vinna mark- visst að færnisþjálfun einstaklinganna, bæði á and- legu og líkamlegu sviði. Við leitum að starfsmanni í fullt starf að Hlíðabæ. Æskilegt er að viðkomandi hafi menntun eða starfsreynslu af kennslusviði eða úr öldrunar- eða geðheilbrigðisþjónustu. Um er að ræða fjölbreytt störf sem krefjast frumkvæðis en góðrar samvinnu við alla starfsmenn heimilisins. Skilyrði fyrir ráðningu er mikill áhugi á viðfangsefni stofnunarinnar og áreiðanleiki til vinnu. Allar nánari upplýsingar um starfið gefur deildarstjóri Hlíðabæjar, Þóra Arnfinnsdóttir, í síma 621722 virka daga. Umsóknarfrestur rennur út 15. janúar nk. Vélavörður Vélavörð vantar strax á mb Saxhamar frá Rifi, sem stundar veiðar með línu og síðar með netum. Upplýsingar í síma 93-66627. Innheimtufulltrúi Traust og rótgróið fyrirtæki í Austurborg- inni óskar að ráða innheimtufulltrúa til starfa í fjárreiðudeild sem fyrst. Starfið felst í eftirliti með stöðu viðskipta- manna víðsvegar um landið og umsjón með innheimtu og uppgjöri gagnvart þeim. Leitað er að aðila með staðgóða bókhalds- þekkingu og reynslu af innheimtumálum og getur unnið sjálfstætt að verkefnum. Þarf að geta unnið skipulega og átt góð sam- skipti við viðskiptamenn. Starfið krefst ferðalaga innanlands. Æskilegur aldur 30 til 40 ára. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrif- stofu okkar. Umsóknarfrestur er til 10. janúar. GUfíNT Tónsson RÁÐCJÖF & RÁÐN I NCARþjÓN LISTA TJARNARGÖTU14,101 REYKJAVÍK - PÓSTHÓLF 693 SÍMI621322 24ára sendibílstjóri óskar eftir vinnu strax. Allt kemur til greina. Upplýsingar í síma 77815. Hárgreiðslufólk Hafið þið áhuga á að reyna eitthvað nýtt? Hárgreiðslufólk óskast á tvær nýjar mjög nýtískulegar hárgreiðslustofur í Gautaborg nú þegar. Húsnæði fyrir hendi. Áhugasamir sendi inn nafn og símanúmer til auglýsingadeild Mbl. merkt: „H - 14227“. Vélavörð og háseta vantar á Geirfugl GK 66 og Gauk GK 660, sem eru á netaveiðum frá Grindavík. Upplýsingar í síma 92-68566. Fiskanes hf. Óskumaðráða starfsfólk á morgunvaktir nú þegar í að- hlynningu og ræstingar. Upplýsingar í síma 26222 fyrir hádegi alla virka daga. Elli- og hjúkrunarheimilið Grund ST. JÓSEFSSPÍTALI, LANDAKOTI Hafnarbúðir Laus staða í bítibúri Ein staða laus nú þegar í bítibúri í Hafnarbúð- um. Vinnutími kl. 15.00-19.00. Upplýsingar veittar í síma 19600/259 alla virka daga til kl. 14.00. Reykja vík 04.01. 1989, St. Jósefsspítali, Landakoti. „Au pair“ óskast til New Jersey, USA. Eitt barn 3ja mánaða. Upplýsingar í síma 901-201-5319572, Carol og 92-12734, Keflavík. Hársnyrtifólk Óskum eftir hressu fólki, sveinum eða meist- urum, til starfa sem fyrst. Nánari upplýsingar í síma 621920 á daginn og 11004 eftir kl. 19.00. Sölumaður Tölvufræðslan óskar eftir að ráða duglegan sölumann sem fyrst út maímánuð. Góð laun í boði. Nánari upplýsingar veita fram- kvæmdastjóri og sölustjóri í síma 687590. Tölvufræðslan Borgartúni 28. Starfsmaður óskast Orðabók Háskólans óskar eftir að ráða starfsmann í fullt starf hið fyrsta. Starfið felst einkum í því að þýða af ensku á íslensku. Krafist er góðrar íslenskukunnáttu, BA-prófs eða sambærilegrar menntunar. Umsækjendur sendi umsókn til Orðabókar Háskólans, Suðurgötu, fyrir 10. janúar, ásamt upplýsingum um fyrri störf og náms- feril. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar félagslíf -hÁML-aJL- O St.: St.: 5989166 I Rh. kl. 18.00 Hjálpræðisherinn Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. Skipholti 50b, 2. hæð. Samkoma í kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. Muniö útvarpsþáttinn á ALFA á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 14.00. Hvítasunnukirkjan Völvufelli Almennur biblíulestur í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Almenn samkoma Almenn samkoma verður í Grensáskirkju í kvöld kl. 20.30. Ræðumaður: Friðrik Schram. Ræöuefni: Jesús - nafnið, sem öllu breytir. Allir velkomnir. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 og 19533. Fyrsta dagsferð F.í. á nýju ári Sunnudaginn 8. jan. kl. 13. verð- ur gengið um Bessastaðanes. M.a. verður Skansinn skoðaður, en hann var geröur á 17. öld til að verjast sjóræningjum og óvinaher ef slíkir gerðu sig líklega til þess að ráöast á Bessastaöi. Verö kr. 300.00. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin. Farmiðar við bii. Fritt fyrir böm í fylgd fullorðinna. Næsta myndakvöld verður mið- vikudaginn 11. jan. f Sóknar- salnum, Sklphohi 50a. 1. Sýndar myndir úr sjö daga gönguferð frá Sveinstindi í Fljótshverfi, sem farin var sl. sumar. 2. Myndir frá brúargerð við Fremri Emstruá. 3. Myndir úr vélsleðaferöum m.a. á Lang- jökli og Kili. Ferðafélag islands. fómhjólp I kvöld kl. 20.30 er almenn sam- koma í Þribúðum, Hverfisgötu 42. Mikill og fjölbreyttur söngur. Vitn- insburöir. Samhjálparkórinn tekur lagið. Ræðumenn verða Brynjólfur Ólason og Þórir Haraldsson. Allir velkomnir. Munið opið hús á laugardaginn. Samhjálp. I|5| útivist,....... Sunnud. 12. jan. kl. 11. Nýárs- og kirkjuferðÚti- vistar Hjallakirkja-Ölfus Fyrst er litið í mynni Raufarhóls- hellis og síöan er stutt og létt ganga að sögustaðnum Hjalla og hinni nýuppgeröu Hjalla- kirkju. Þar mun séra Tómas Guðmundsson sóknarprestur i Hveragerði sjá um helgistund og frætt verður um sögu staöar- ins. Á heimleið verður kaffistopp í Hveragerði. Landnámsgangan 1989 verður kynnt í ferðinni. Byrjið nýja árið i nýársferð Úti- vistar. Verð 900,- kr, frítt f. börn m. fullorðnum. Brottför frá BSl, bensínsölu. Myndakvöld verður fimmtu- dagskvöldið 12. jan. kl. 20.30 i Fóstbræðraheimilinu Langholts- vegi 109. Dagskrá auglýst siðar, en meðal efnis verður kynning á ferðaáætlun Útivistar 1989. Fjöl- mennið. Þorrablótsferð f Skóga undlr Eyjafjöllum veröur helgina 27.-29. jan. Gist í nýju félags- heimili. Fjölbreyttir möguleikar til skoðunar- og gönguferða. Þorrablót Útivistar. Utivist, Gróf- inni 1, símar: 14606 og 23732. Gangið í Útivist. Sjáumst! Útivist, ferðafélag. Frá Sálarrann- sóknafé- lagi íslands Félagsfundur verður haldinn ( kvöld á Hótel Lind, Rauöarárstíg 18. Guðlaugur Guðmundsson, stjörnuspekingur mun m.a. spjalla um Sálarrannsóknarfó- lagið í Ijósi stjörnu8pekinnar. Fundurinn hefst kl. 20.30. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.