Morgunblaðið - 05.01.1989, Side 42
42
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR, 5. JANÚAR 1989
fclk í
fréttum
Ný bæjarstjórn í Þórshöfii. Aftari röð frá vinstri: Leivur Hansen, Ingi Mohr, Páll Petersen, Katrin
Dahl, Leivur Johannesen, Heðin Mortensen, Jan Christiansen, Arnstein Niclasen. — Yst til hægTÍ: Hogni
Mohr, bæjarritari.
Eremri röð frá vinstri: Svend Áge Andersen, Kristianna Rein, 2. varabæjarstjóri (Þjóðveldisflokki),
Poul Michelsen, bæjarstjóri (Fólkaflokki), Lisbeth L. Petersen, 1. varabæjarstjóri (Sambandsflokki),
Petur í Gong.
FÆREYJAR
Ný bæjarstjórn í Þórshöfii
Kosið var til bæjarstjómar í
Þórhöfn í Færeyjum hinn 8.
desember síðastliðinn og komu nýju
bæjarfulltrúamir saman til fyrsta
fundar 20. desember. Fékk Morg-
unblaðið senda mynd sem af þeim
var tekin og birtist hún hér með.
Flest atkvæði hlaut Fólkaflokk-
urinn eða 2329 (5 bæjarfulltrúar),
en hann er hægra megin við miðju
stjómmálanna. Þar er í forystu
Poul Michelsen, sem verið hefur
bæjarstjóri og bæjarfulltrúi síðan
1980. Hann fékk lang flést persónu-
leg atkvæði í kosningunni eða 1169,
næst honum með 507 persónuleg
atkvæði var Lisbeth L. Petersen úr
Sambandsflokknum, en hann fékk
alls 952 atkvæði (2 fulltrúar).
Borgaraflokkurinn fékk næst-
flest atkvæði eða 1317 (2 fulltrú-
ar). Jafnaðarflokkurinn fékk 1112
atkvæði (2 fulltrúar) og Þjóðveldis-
flokkurinn 1018 (2 fulltrúar).
DRAUMUR RÆTIST
Montand loks faðir
nær sjötugur
Franski leikarinn Yves Montand,
sem er orðinn 67 ára, eignaðist
sinn fyrsta afkomanda á gamlárs-
dag. Unnusta Montands, Carole
Amiel, sem er 28 ára gömul, eða
39 árum yngri en leikarinn, ól hon-
um þá son. Frumburðurinn reyndist
4,2 kíló við fæðingu. Hann verður
skírður Valentin Giovanni Jacques.
Faðir Montands hét Giovanni og
faðir unnustu hans Jacques. Bamið
mun bera hið raunverulega ættar-
nafn leikarans, Livi.
Yves Montand og Carole Amiel.
Montand er einn kunnasti og vin-
sælasti leikari Frakka. Hann var
giftur leikkonunni Simone Signoret
í 33 ár. Hún lézt fyrir nokkmm
árum, en þau áttu engin böm. „Það
er undarleg tilfínning að vera orðinn
faðir á þessum aldri þó mér finnist
ég ennþá' vera eins og unglamb,“
sagði Montand er hann skýrði
blaðamönnum frá fæðingunni. Son-
urinn kom í heiminn á einkasjúkra-
húsi skammt frá borginni Nice á
Miðjarðarhafsströnd Frakklands.
ÍTALÍA
Hraustur
öldungur
ÆT
Italinn Spartaco Bandini lætur sér fátt fyrir bijósti brenna þótt orð-
inn sé 76 ára. Hann hikar ekki við að stinga sér til sunds í ískaldar
ár um hávetur. Myndin var tekin er hann stakk sér til sunds í Tíber
í Rómaborg á nýársdag. Hefur hann fagnað nýju ári undanfarin 16
ár með þeim hætti. Það er kannski ekki tilviljun að þetta aldna hraust-
menni er skírt í höfuðið á Spörtu?
ÍTALÍA
28ára
amma
Kona að nafni Concetta Costa
er orðin amma, aðeins 28 ára
gömul. Dóttir hennar, Ida, sem er
14 ára, eignaðist stúlkubam um
daginn. Ennþá er lífshlaup Idu líkt
og hjá móður hennar, báðar stmku
að heiman 13 ára gamlar og eignuð-
ust fyrsta bamið 14 ára að aldri.
„Ég er hreykin yfir því að vera
yngsta amma á Ítalíu og ég er líka
hamingjusamasta amma í heimi,"
segir Concetta og bætir við: „Ég
grét heil ósköp þegar Ida fór að
heiman, aðeins þrettán ára gömul,
og fór að búa með strák. Mér fannst
ég bera ábyrgð á því vegna þess
að ég sagði henni frá því þegar ég
hljóp að heiman með pabba hennar.
En ég hef sagt kærastanum hennar
að gæta litlu stúlkunnar vel þegar
þar að kemur, ég hef svo sem eng-
an áhuga á að vera yngsta lang-
amma á Ítalíu."
COSPER
Geturðu ekki aðgætt hvar þú stendur.