Morgunblaðið - 05.01.1989, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 05.01.1989, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1989 47 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Valesa / Valensa? Til Velvakanda. Maður er nefndur Lech Val- e(n)sa. Útvarps- og sjónvarpsmenn kalla hann Valensa, öll dagblöðin skrifa hann Valesa. Þetta hefur viðgengist í marga mánuði og ég hef beðið eftir að samræming tak- ist milli þessara aðila, þ.e. að það skuli notað sem réttara reynist. En ekkert breytist, sjónvarps- og útvarpsmenn kalla hann áfram Valensa og dagblöðin halda sig stöðugt við Valesa. Vegna þess að Lech Vale(n)sa verður sennilega einna mest umtalaða persónan í heiminum næstu árin finnst mér tími til kominn að fá botn í þetta og helst að fá að vita ástæður fyr- ir því að svona er haldið áfram. Sjónvarps- og útvarpsmenn lesa aldrei dagblöð, annars rækju þeir augun í að þar er Valesa en ekki Valensa og ólíklegt er að starfs- menn dagblaða hlusti nokkum tímann á útvarp eða horfí á sjón- varp, því þá myndi Valensa-nafnið fara í taugamar á þeim. Hvemig getur þetta haldið áfram? Það getur ekki verið um nema tvær lausnir a ræða. 1) Að báðum aðilum sé skítsama um hvort við fáum nafn mannsins rétt eða rangt eða 2) að aðilar hafí ákveðið að blaðamenn skyldu kalla hann Valesa en sjónvarps- og útvarps- fréttamenn kalli hann Valensa, en það er þó ótrúlegt. Vinsamlegast látið okkur vita hvemig í þessu liggur og hvers vegna þetta er ekki leiðrétt. Nafn pólsku þjóðarhetjunnar verður áreiðanlega í heimsfréttum í fram- tíðinni, öllum frelsis-unnandi mönn- um til gleði en vonandi ekki íslensk- um ijölmiðlum til vamms og vand- ræða. Ólafíir Halldórsson Mahesh Yogi Námskeið Innhverf íhugun (Transcendental Med- itation) - margrannsökuð sjálfsþroska- aðferð. Kynning á áhrifum Innhverfrar íhugunar á opnum fundi í Norræna húsinu fimmtud. 5. jan. kl. 20.30. íslenska íhugunarfélagið - sími 98-34178. Fráleitur eignarskattur Til Velvakanda. Saga ríkisfjármála undanfama áratugi geymir því miður mörg dæmi um fljótræðislegar kollsteyp- ur stjómvalda. Oft hefur hagfræði- leg ráðgjöf brugðist (sorgleg dæmi má t.d. finna í nýútkominni bók Jakobs Asgeirssonar. Þjóð í hafti), efnahagsráðgjafar orðið uppvísir að háðuglegum reiknisskekkjum (dæmi: þar gleymdist að reikna með tekjumissi Ríkissjóðs vegna sam- dráttar í haust) eða stjómmálamenn enga hugsun lagt í afleiðingar gerða sinna. Dæmi um það síðastnefnda er nýleg þreföldum eignarskatts. Eng- in vitræn umræða fór fram um þessa skattahækkun meðal hag- fræðinga, á Alþingi eða í fjölmiðl- um. Örstutt hugleiðing hefði þó leitt í ljós hrapallegar afleiðingar þessar- ar skattheimtu. Nokkur dæmi: 1. Leigusali húsnæðis leigir íbúð að verðmæti kr. 5 millj. Þrjú þró- sent eignarskattur af þeirri upphæð nemur 150.000 kr. á ári. Hann þarf því 12.500 kr. viðbótarleigu- tekjur á mánuði til að standa undir hinni nýju skattheimtu. Ofan á þetta bætist að sjálfsögðu öll gjöld og viðhaldskostnaður, sem leggst á húsnæði, ijármagnskostnaður og eigin telqur. Óhófleg skattheimta tekur þannig fyrir allt framboð á sanngjömu leiguhúsnæði og stuðlar að svokallaðri okurleigu. 2. Mörg bestu atvinnufýrirtæki landsins eru rekin með 2—4% hagn- aði þessi misserin. Með 3% eignar- skattheimtu er verðmætaaukningin að engu gerð og raunverulegur hagvöxtur enginn. 3. Með 3% eignarskatti og boðuð- um skatti á fjármagnstekjur er gerð atlaga að spamaði landsmanna, stuðlað að eyðslusemi, flutningi fjármuna til útlanda og erlendri skuldasöfnun. Oft heyrist viðkvæðið, að rétt- mætt sé að eignir manna séu skatt- lagðar röggsamlega til að jafna kjör og standa undir samneyslunni. Þá gleymist oft að eignin var skattlögð við upphaf sitt sem tekjur. Hitt er þó gremjulegra, að eignir vilja gufa upp, þegar á að skattleggja þær. Þetta fékk sósíalistastjómin franska að reyna. Eignarskattur hennar var í anda fjármálaráðherra íslands, en reyndist gagnslaus til tekjuöflunar og dýr í framkvæmd og því afnuminn af sömu stjóm. Er von til þess að sami sannleikur- inn opinberist okkar ráðherra? Það er með öllu óvíst. Hitt er þó enn meira áhyggjuefni, að stjómarand- staðan, hagfræðingamir og fjöl- miðlamir tóku ekki eftir því að neitt óvenjulegt væri að gerast. Meðaljón Blindrafélagið, Hamrahlíð 17 Dregið var í jólahappdrætti Blindrafélagsins 19. desember. Vinningsnúmer eru: 2059, 3999, 8962 (Tandon tölva m/hörðum disk). 8445 (Yashica Kd. 1700 E. videoupptökuvél). 1619, 2131, 6212, 7110 (vöruúttekt). 4421 (innanlandsflugferð). 346, 1087, 1110, 1495, 2657, 2688, 2901, 3168, 3316, 3339, 5163, 5925, 6034, 6195, 6675, 6745, 7187, 7289, 9902, 9946 (leikföng). Upplýsingar um vinningsnúmer uppþvottaburs- tanna er að fá á skrifstofu félagsins. Sími 687333. Þökkum veittan stuðning. Blindrafélagið, Hamrahlíð 17. Þessir hringdu . . varpið er annars vegar. Þáttur Hermanns Gunnarssonar bjargaði kvöldinu því hann stóð vissulega fyrir sínu. Er ekki hægt að fá Hermann til að velja kvikmyndir fyrir sjónvarpið? Ég myndi treysta honum til þess. Yfírmenn sjón- varpsins verða að ráða bót á þessu því kvikmyndimar eru og verða þýðingarmesta efnið í sjónvarp- mu. Gott áramótaskaup Dísa hringdi: „Ég vil þakka sjónvarpinu fyrir gott áramótaskaup. Það var gam- an að sjá loks ný andlit í skaupinu í stað fólks sem þar hefur verið ár eftir ár og flestir era orðnir leiðir á. Ég var hins vegar ekki ánægð með kvikmyndina um Nonna og Manna því andi Nonna- bókanna var þar alls ekki til stað- ar. Þama var komin allt önnur saga en myndin var að vísu fram- bærileg." Lélegar kvikmyndir Kona hringdi: „Ég var að passa böm á gaml- árskvöld og ætlaði að stytta mér stundir við að horfa á sjónvarpið. Myndin sem boðið var uppá var hörmulega léleg og er það því miður ekkert nýmæli þegar sjón- Gleraugu Gleraugu töpuðust í Fellahverfi á nýjársnótt. Finnandi er vinsam- legast beðinn að hringja í síma 43518. Hanskar Hanskar gleymdust á þorláks- messu í Frímerkjamistöðinni, Skólavörðustíg 21 a, og getur eig- andinn vitjað þeirra þar.“ Veski Svart veski og hanski töpuðust á Kleppsvegi fyrir skömmu. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 38423. Barnaskór Ljósblár bamaskór tapaðist á leiðinni frá Háteigsvegi niður á Lækjartorg sl. föstudag. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 24216. BALLET KLASSISKUR BALLET Kennsla hefst mánudaginn 9. janúar. Nemendur mæti á sömu tímum og áður. Innritun og upplýsingar í sima 72154. Pélag íslenskra listdansara. BRLLETSKÓLISIGRÍÐRR RRmRRn SKÚLAGÖTU 32-34 óéú GYLMIR/SI.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.