Morgunblaðið - 08.01.1989, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B/C
STOFNAÐ 1913
6. tbl. 76. árg.
SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1989
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Gunnar Hansson
látínn
Gunnar __ Hansson, varaformaður
stjórnar Árvakurs hf., útgáfufélags
Morgunblaðsins, lézt á heimili sínu,
Sólheimum 5, aðfaranótt 7. janúar sl.,
63ja ára að aidri. Hann hefur um ára-
bil verið í stjóm Arvakurs, auk þess
sem hann teiknaði Morgunblaðshúsið
og þá nýbyggingu, sem fyrirhuguð er
í nýja miðbænum og kynnt var starfs-
fólki blaðsins á 75 ára afmæli þess, 2.
nóv. sl.
Gunnar Hansson hefur þannig fylgzt
með Morgunblaðinu, vexti þess og við-
gangi, og átt mikinn hlut að þróun þess.
Hann tók sæti í stjóm Árvakurs, þegar
tengdafaðir hans, Valtýr Stefánsson, rit-
stjóri Morgunblaðsins, lézt 1963 og varð
varaformaður Árvakurs nokkru síðar.
Gunnar Hansson fæddist 19. febrúar
1925 í Reykjavík, sonur Hans R. Þórðar-
sonar stórkaupmanns, og fyrri konu hans,
Guðrúnar Sveinsdóttur. Hann stundaði
nám í Verzlunarskóla íslands og braut-
skráðist þaðan 1943. Hélt síðan til Banda-
ríkjanna þar sem hann lagði stund á arki-
tektúr við Berkeley-háskóla í Kalifomíu
1944 til ’45 og fór síðan til Þrándheims
þar sem hann hélt áfram námi við Tækni-
háskólann, 1950 til ’53.
Þegar heim kom tók Gunnar Hansson
við störfum hjá Reykjavíkurborg, bæði að
skipulagi og hönnun húsa og sat í Bygg-
ingamefnd Reykjavíkur um tveggja ára-
tuga skeið. Frá 1958 rak hann eigin teikni-
stofu og hannaði fjölda húsa, þ.á.m. kirkju
Óháða safnaðarins, Búnaðarbankann við
Hlemm, Fossvogs-, Hólabrekku- og Öldu-
selsskóla, DV-húsið við Þverholt, áningar-
stað SVR á Hlemmi, auk fjölda iðnaðar-
íbúða og skrifstofuhúsa.
Eftirlifandi kona Gunnars Hanssonar
er Hulda Valtýsdóttir og eignuðust þau
þijár dætur bama, Kristínu, blaðamann
við Morgunblaðið, sem gift er Stefáni P.
Eggertssyni verkfræðingi, Helgu, arki-
tekt, sem gift er Michael Dal, cand.phil.,
og Hildigunni myndlistarkonu, sem gift
er Ásgeiri Haraldssyni lækni. Barnabörn
þeirra Huldu og Gunnars Hanssonar em
fimm.
Morgunblaðið harmar lát Gunnars
Hanssonar. Hann var áhugasamur um öll
störf hér á blaðinu og mikill vinur starfs-
fólksins, sem nú saknar vinar í stað en
minnist hans jafnframt með þakklæti og
virðingu. Stjóm Árvakurs og starfsfólk
blaðsins sendir Huldu, börnum þeirra og
fjölskyldu allri innilegustu samúðarkveðjur.
Harmur kveðinn að Jap-
önum við fráíall Híróhítós
Gripið til öryggisráðstafana vegna hugsanlegra uppþota róttæklinga
Tókíó. Reuter.
MIKIL sorg ríkti í Japan í gær eftir
að fregnin barst um andlát Híróhítós,
124. keisara landsins, sem dó 1 fyrra-
kvöld 87 ára að aldri eftir að hafa se-
tið rúm 62 ár við völd. Ronald Reagan,
Bandaríkjaforseti, var einna fyrstur
þjóðarleiðtoga til þess að senda Japön-
um samúðarkveðjur. Reagan sagði að
keisarinn hefði átt stærstan þátt í því
að Japanir og Bandaríkjamenn frið-
mæltust og tengdust síðar sterkum
böndum eftir seinni heimsstyrjöldina.
Grafarþögn ríkti við keisarahöllina í
Tókíó er hundmð þúsunda Japana
lögðu leið sína þangað og hneigðu sig djúpt
í virðingarskyni við hinn látna keisara.
Fulltrúar 140 ríkja vottuðu keisaranum
virðingu sína með einnar mínútu þögn við
upphaf alþjóðlegrar ráðstefnu um efna-
vopn, sem hófst í París í gær. Meðal við-
staddra vom Francois Mitterrand, Frakk-
landsforseti, og Javier Perez de Cuellar,
framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.
Á sama tíma og harmur er kveðinn að
Japönum varð andlát keisarans til þess
að rifja upp hjá mörgum óþægilegar minn-
ingar stríðsáranna; bandarískum og ástr-
ölskum hermönnum, sem lifðu hrottalega
vist í fangabúðum Japana, öldnum Kínvetj-
um, sem minntust innrásar Japana á fjórða
áratugnum, og Kóreumönnum, sem lutu
nýlendustjórn Japana 1910-45, þar af
síðustu 20 árin undir Híróhító.
Af hálfu japönsku hirðarinnar var stað-
fest að banamein keisarans hefði verið
eitlakrabbi. Yfirvöld höfðu þráfaldlega
neitað að skýra frá ástæðum þess að keis-
arinn veiktist snögglega 19. september og
af hálfu hirðarinnar voru fjölmiðlar, sem
sagt höfðu að keisarinn væri með krabba,
neyddir til að biðjast afsökunar og birta
leiðréttingar.
Gripið var til mikilla öryggisráðstafana
í Tókíó til þess að koma í veg fyrir að
róttæklingar færðu sér ástandið í nyt til
þess að æsa til uppþota. Voru hundruð
sérþjálfaðra lögregluþjóna látnir taka sér
stöðu við mikilvæga staði í miðborginni.
Sérfræðingar sögðust ekki telja að lát
keisarans, sem tók við völdum 26. desem-
ber árið 1926, hefði mikil áhrif á fjár-
magnsmarkaði.
Sjá svipmynd; „Deilur um ábyrgð
Híróhítós á stríðsrekstri Japana" á
blaðsíðu 4. ,
Rannsaka
óson-lagið
Ósló. Fri Rune Tiraberlid, fréttaritara Morgun-
blaðsins.
HUNDRAÐ starfsmenn Geimrann-
sóknastofnunar Bandaríkjanna,
NASA, hafa hafið mestu rannsókn
sögunnar á ósonlaginu. Markmið
þeirra er að skera úr um hvort óson-
lagið yfir norðurhveli jarðar hafi
þynnst á undanfömum ámm. Bæki-
stöðvar hópsins em í Sola, skammt
frá Stafangri í Noregi, og notast þeir
meðal annars við flugvél af gerðinni
Lockheed ER-2, sem getur flogið í
allt að 18 km hæð. Niðurstöðu rann-
sóknarinnar er að vænta um miðjan
febrúar.
Iranskir smygl-
arar hengdir
Nikósíu. Reuter.
TIU fíkniefnasmyglarar vom hengdir
í Qasr-fangelsinu og á Bani-Hashem-
torginu í Teheran i gær, að sögn
írönsku fréttastofunnar IRNA.
Fréttastofan lýsti smyglumnum
sem spilltustu einstaklingum jarðar-
innar. Sagt var að þeir hefðu komið
upp dreifingarkerfi fikniefiia í
landinu. Einnig að þeir hefðu gripið
til vopna er lögreglusveitir létu til
skarar skríða gegn þeim. Fundust þá
í fómm þeirra 76 kíló af heróíni, 530
kíló af ópíum og vopn.
Er heilsufæði
heilsusamlegt?
Lundúnum. Daily Telegraph.
MATVÆLI, sem seld em í svokölluð-
um heilsufeeðisverslunum, geta verið
skaðleg lieilsu manna, að þvi er fram
kemur í nýjustu útgáfu Which?,
breska neytendatímaritsins. Nokkrar
breskar verslanir selja matvæli sem
geta valdið niðurgangi, alvarlegum
meltingartmflunum, velgju og kláða
séu þau ekki rétt meðhöndluð, að
sögn næringarfræðinga tímaritsins.
Þeir segja að i hnetu- og kornstöngum
sé til að mynda oft mikill sykur. Menn
geti orðið veikir af þurrkuðum baun-
um, fengið niðurgang og jafiivel al-
varlegar meltingartruflanir séu þær
ekki rétt tilreiddar. Sumir þurrkaðir
ávextir geti valdið velgju, kláða og
jafiivel andarteppu hjá asmasjúkling-
um.
|U\>iVÍIIVK
Fœding, daubi og endur-
fœb ingfram tíbarspái---
Dœmisaga úr y
stjómkerfinu (/
Á TAUGINNI
HJÁ TANNLÆKNINUM