Morgunblaðið - 08.01.1989, Page 6

Morgunblaðið - 08.01.1989, Page 6
6 FRETTIR/INNLEIMT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1989 Hæglátur og traustur Skagamaður Halldór V. Sigurðsson ríkisendurskoðandi HALLDÓR V. Sigurðsson ríkisendurskoðandi átti að baki áratuga langan farsælan feril sem opinber embættis- maður þegar breytingar voru gerðar á lögum um stofnun þá sem hann stýrir, um áramót 1987. Fram að þvi höfðu störf ríkisendurskoðunar Iítið verið til umQöllunar opinberlega og Halldórs V. Sigurðssonar er ekki getið í fárra ára gömlu riti um íslenska samtíð- armenn. En I kjölfar laga- breytinganna, sem höfðu i för með sér að stofnunin heyrir nú beint undir Aiþingi og ger- ir, auk reikningslegs eftirlits, e&iislegar athugasemdir við ráðstöfún opinbers Qár, hefúr sviðsljósið mjög beinst að Ríkisendurskoðun. Fárra stofnana og embættismanna er nú oftar getið í Qölmiðlum en Rikisendurskoðunar og Halldórs V. Sigurðssonar. Halldór er afskaplega yfírveg- aður maður, traustur og ró- legur. Eftir áratuga löng kynni þekki ég hann að góðu einu, sagði Bergur Tómasson, framkvæmda- stjóri endurskoðunarsviðs Reykjavíkurborgar, sem þekkt hefur Halldór um nær fjörutíu ára skeið. Kynni þeirra hófust þegar Halldór hóf -nám í endur- skoðun hjá Bimi Steffensen og Ara Ó. Thorlacius. Bergur kvaðst telja víst að það væri alls ekki að frumkvæði Halldórs hve mikið væri nú um störf stofnunarinnar fjallað á opinberum vettvangi. „Ég held að honum falli það ekki sérlega vel,“ sagði Bergur að- spurður um hvemig hann héldi að Halldóri félli það að sviðsljós íjölmiðla beindist í síauknum mæli að störfum hans. Bergur sagði engan vafa vera á því að breytingunni á starfssviði Ríkis- endurskoðunar hefði fylgt aukið starfsálag fyrir Halldór. Halldór V. Sigurðsson hefur um áratuga skeið spilað brids ásamt fjórum kollegum sínum einu sinni í viku. Auk Bergs Tóm- assonar em í þeim hópi Kolbeinn Jóhannsson, Tomas Þorvaldsson og Sigurður Stefánsson. Bergur Svipmynd ejtir Pétur Gunnarsson sagði að haldnar hefðu verið skrár um hvert einasta spilakvöld og í desember hefði hópurinn komið saman i 800. skipti. Sveinn Arason skrifstofustjóri Ríkisendurskoðunar hefur unnið með Halldóri V. Sigurðssyni frá 1972. Eins og aðrir sem rætt var við segir hann að í umgengni sé Halldór afskaplega þægilegur maður, sem vilji fremur telja menn á sitt band með fortölum og rökræðum en með valdboði í krafti embættisins. Þó sé hann fastur fyrir þegar á þurfí að halda. Sem stjómandi sýni hann deildarstjórum sínum og öðmm samstarfsmönnum mikið traust en láti þó engar athugasemdir frá stofnuninni fara í nafni sínu án þess að lesa þær yfír og full- vissa sjálfan sig um réttmæti þeirra. Nafn: Halldór V. Sig- urðsson. F.dagur og -ár: 13. júlí 1924. Akumesingur. Starf: Ríkisendurskoð- andi. Menntun: Löggiltur endurskoðandi 1954. Fyrri störf: Endurskoð- andi á endurskoðunar- stofu Bjöms Steff- ensens og Ara Thorlac- ius, rekstur eigin end- urskoðunarskrifstofu. Leikmaður í fyrsta gull- aldarliði íþróttabanda- lags Akraness. Knatt- spymudómari um skeið. Formaður Norræna endurskoðunarsam- bandsins, stjómarseta í Félagi löggiltra endur- skoðenda. Heimilishagir: Kvænt- ur; á þrjá syni og tvær dætur, öll uppkomin. Halldór er Akumesingur og var faðir hans, Sigurður Símon- arson, kunnur maður á sinni tíð. Halldór lék með fyrsta gullaldar- liði Akumesinga í knattspymu í nokkur ár eftir 1946. „Það sést af skjölum félagsins að Halldór hefur verið mjög áberandi hér á þeim tíma sem knattspymudeild- in var að hefja starfsemi,“ sagði Jón Gunnlaugsson. „Eftir að hann fluttist héðan var hann einnig í fjölda ára mikilvægur tengiliður í sambandi við heim- sóknir erlendra liða og fleira við- vik fyrir félagið. Og hann fylgist enn vel með starfínu hér úr §arska,“ sagði Jón. „Strákamir sem spila í liðinu í dag þekkja hann kannski ekki en fyrir nokkr- um árum, um það leyti sem ég lék með meistaraflokki, þekíctu allir leikmenn Halldór enda var hann fastagestur á leikjum og samfagnaði okkur oft í búnings- klefum eftir leik," sagði Jón Gunnlaugsson. „Öll mín kynni af Halldóri eru á einn veg,“ sagði Jón. „Hann er vel látinn hér á Skaganum. Það einkennir mann- inn að hann er dagfarsprúður og hlýr og kemur til dyranna eins og hann er klæddur," sagði Jón Gunnlaugsson. Síldarverksmiðjur ríkisins: Ekki á margra færi að kaupa eignirnar - segir Þorsteinn Gíslason sljórnarmaður „ÉG legg ekki mat á hvort rétt sé selja eignir Sfldarverksmiðja ríkisins eða hvort það er yfirleitt hægt. Það verður að vera mál þeirra sem ráða rikjum hvort þeir telji eignunum betur varið með því að skipta fyrirtækinu en bendi á söguna sem sýnir að þetta fyrirkomulag hefúr gefist vel,“ sagði Þorsteinn Gislason fiskimálastjóri og stjómarformaður SR sl. 12 ár um hugmyndir um sölu Sfldarverksmiðjanna. Ný stjóm SR, sem taka átti við um áramót, er ekki fúllskipuð og hefúr ekki skipt með sér verkum. Þorsteinn sagði að sú staðreynd að Síldarverksmiðjumar hefðu starfað lengi og komist af eigin rammleik í gegnum alla erfíðleika væri því að þakka að verksmiðjumar væru dreifðar um landið og hver hjálpaði annarri. Þegar vel gengi væri fé ekki tekið úr rekstrinum, heldur færi til uppbyggingar. Síldarverksmiðjur ríkisins em ríkisfyrirtæki með sjálfstæðan fjár- hag. Það á m.a. loðnuverksmiðjur og tilheyrandi fasteignir á Siglufírði, Raufarhöfn, Seyðisfirði og Reyðar- fírði, vélaverkstæði á Siglufírði, beinamjölsverksmiðju á Skagaströnd og skrifstofuhúsnæði í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum Jóns Reynis Magnússonar framkvæmda- stjóra vom bókfærðar eignir SR 816 milljónir kr. samkvæmt milliuppgjöri um mitt síðasta ár, skuldir 380 millj- ónir og eigið fé því 436 milljónir kr. Bmnabótamat eigna fyrirtækisins er hátt í hálfan annan milljarð kr. Þor- steinn Gíslason sagði að eignimar á einstökum stöðum væm það miklar, sérstaklega á Siglufírði, að það væri ekki á margra færi að kaupa þær. Spuming hvort ríkið á nokkuð með að selja - segir SveinnHjörturHjartarsonformað- ur Samábyrgðar íslands á fískiskipum „ÞESSI hugmynd vekur fyrst upp spurningar um hvort rfkið eigi nokk- uð með að selja Samábyrgð Islands á fiskiskipum, sem er sjálfseignar- stofiiun og hvorki á A né B hluta fjárlaga," sagði Sveinn Hjörtur Hjart- arson stjórnarformaður Samábyrgðarinnar. Sveinn Hjörtur sagði að Sam- ábyrgðin þjónaði eingöngu út- gerðarmönnum. Hún tryggði físki- skip og áhafnir og endurtryggði fyr- ir bátaábyrgðarfélög landsins. „Ut- gerðarmenn hafa greitt Samábyrgð- inni iðgjöld af tryggingum í 80 ár til þess að mæta tjónum sem þeir verða fyrir. Hafi orðið afgangur er það varasjóður," sagði Sveinn. Einnig hefur verið rætt um að taka 250 milljónir kr. úr Aldurslaga- sjóði til að leggja í nýjan úreldingar- sjóð. Sveinn Hjörtur sagði að Aldurs- lagasjóður væri deild í Samábyrgð- inni og ekkert annað en trygginga- sjóður sem menn greiddu í ákveðið hlutfall af tekjum til þess að eiga kost á bótum þegar þeir ákvæðu að eyða skipum sínum eða þegar bráð- afúi kæmi í tréskip. Ríkið ætti ekk- ert í þessum sjóði og gæti alveg eins tekið eignamámi lífeyrissjóði eða sparisjóðsbækur. Heildareignir Samábyrgðar ís- lands á fískiskipum voru 331,8 millj- ón kr. samkvæmt efnahagsreikningi í árslok 1987, skuldir 37,8 milljónir og mismunur eigna og skulda því 294 milljónir kr. Þar af er trygginga- sjóður 145 milljónir og áhættusjóður 6 milljónir kr. Óli Þ. í Alþýðuflokkinn? KRATAR á Suðurlandi munu nú þegar hafa boðið Óla Þ. Guð- bjartssyni, þingmanni Borgarflokksins, 1. sæti á lista Alþýðuflokks- ins í kjördæminu í næstu alþingiskosningum og er talið afar líklegt að hann muni þekkjast boðið. Reyndar eru kratar í Vestmannaeyj- um ekki jafii sannfærðir um ágæti hugmyndarinnar og aðrir sunn- lenskir kratar, en slíkar efasemdir munu ekki skipta sköpum. Óli myndi því sigla inn í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar undir merkjum Borgaraflokksins, náist samkomulag um stjórnarþátttöku Borgaraflokks eða hluta hans, en þaðan út undir rauðri kratarós. Óli Þ. Guðbjartsson. Ólafúr Ragnar Grímsson. Jón Baldvin Hannibalsson Ef þessi háttur verður hafður á, hefur það í för með sér urg og sarg í ýmsum herbúðum; til dæmis er Framsókn síður en svo sátt við það að verið sé að fá Borg- araflokk, eða Borgaraflokksbrot til stjómarsamstarfs, sem muni lykta með því að fjórir kratar sitji í stjóminni. Slíkt telja þeir ekki gott veganesti fyrir sig, í næstu kosn- ingabaráttu. Aðrir borgaraflokks- menn eru einnig þeirrar skoðunar að þessi tilhögun orki tvímælis, og sé í rauninni ekkert annað en ítrek- un á upphafinu að endalokum Borgaraflokksins. Þá hefur hjal um A-flokkasam- mna og sameiginlegt fundaher- ferðaráform þeima Jóns Baldvins og Ólafs Ragnars og hversu mikil alvara sé þar á bak við, vakið upp pirring á mörgum stöðum. Fram- sókn lítur á þetta sem einskonar „lifrarbandalag" gegn sér og for- maður Sjálfstæðisflokksins ritar í Morgunblaðinu í gær grein undir fyrirsögninni: „Sammni A-flokk- anna kallar á borgaralegt sam- starf". Auk þess em tilfínningar þingmanna og annarra flokks- manna Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags afskaplega blendnar til þessa gagnkvæma daðurs flokks- formanna þeirra. Það er hald margra á Alþingi að Jón Sigurðsson, viðskiptaráð- herra, sé mjög svo að treysta sinn pólitíska sess þessa dagana. Er talið að Jón og Ólafur Ragnar séu höfuðpauramir á bak við það að einungis 4% gengisfelling var ákveðin nú í vikunni, og að þeir telji sig þar með hafa einangrað Steingrím Hermannsson með hug- myndir um frekari gengisfellingu þegar líða tekur á mánuðinn. Reyndar er kurr í mörgum fram- sóknarmanninum vegna þessa. Jafnvel er talið að það sem hef- ur gerst undanfama daga á bak við tjöldin -varðandi leynimakk við Óla Þ. geti dregið dilk á eftir sér. Forsætisráðherra liggur greinilega ekkert á, í ljósi þeirra upplýsinga sem hann nú hefur, að fá Borgara- flokkinn inn í stjómarsamstarfið, því hann segist ætla að halda fyrsta kynningarfundinn með full- trúum stjómarinnar og Borgara- flokks næstkomandi föstudag, eða heilli viku eftir að hann sendi þing- ið heim á nýjan leik, eftir einungis þriggja daga starf. Það er kannski eitthvað til í því sem ónefndur maður sagði við mig í vikunni: „Það þarf bara þrennt til, til að stjórna þessu landi. í fyrsta lagi, þá má alls ekki kjósa. í öðru lagi, þá má þing ekki sitja og í þriðja lagi verður að banna alla kjarasamninga.“ hDACBÓKm stiórnmAl eftir Agnesi Bragadóttur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.