Morgunblaðið - 08.01.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.01.1989, Blaðsíða 22
i4m&» 22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1989 <PIÐ FLOKKAÐI REYKJAVDí Sorp og skolplosun aÖ nútímahœtti UMHVERRSBYLTVK Á ÍSLJUOI Ekki þykir sú dýrategund á háu þróunar- stigi sem ekki þrífur undan sér. Maðurinn sem telur sjálfan sig kórónu sköpunarverksins á þó víða í mestu vandræðum með þetta frum- skilyrði siðmenningarinnar. Lengi vel létu menn sér nægja að róta bara yfir allan úr- gang, eins og þrifnari dýrategundirnar. En ekki dugir það lengur. Sorpið sem frá menn- ingarsamfélaginu kemur er orðið svo mikið og í því svo mikið af annarlegum efnum, sem ekki er óhætt að sleppa út í náttúruna ef ekki á að menga svo veröldina að jörðin verði óbyggileg. Á okkar fámennu eyju norður í höfum er þetta líka orðið eitt af stóru vanda- málunum. Ekki síst þar sem nær 70% af úr- ganginum leggst til á litlum kjálka suðvestur úr landinu. Og þar kemur að meðaltali meira sorp frá hvetjum íbúa en vitað er um í öðrum löndum, eða um 900 kg. á mann. Er þá skolp- ið og það sem það ber með sér ótalið. Hingað til hefur allur úrgangur á höfuðborgarsvæðinu verið fiuttur á haugana í Gufunesi og kiórað yfir ailt saman eða verið hellt í klóakið og veitt út í fjöruna. Nú er að verða á þessu breyting, sem án efa er stærsta umhverfisbylting sem hér hef- ur verið gerð. Reykjavíkurborg nýtir velmeg- unina að undanfömu til að ráðast í dýrar framkvæmdir við framtíðarútrásir fyrir skolp- ið með grófhreinsun. Norðurströndin tekin fyrir á árinu 1988 og og hafíst handa um hreinsun á suðurströndinni á árinu sem er að byrja. Samtímis eru 8 sveitarfélög á höfuð- borgarsvæðinu sameiginlega að vinna að framtíðarlausn í sorpmálum með allt öðrum hætti en hingað til og í stíl við það sem ger- ist meðal annarra menningarþjóða. Og með þeim tilkostnaði sem siíkt krefst. Það ætlar þó ekki að verða einfalt mál. Hingað til hafa Reykvíkingar lagt til hauga í Gufunesi, sem verða fullnýttir í árslok 1990. í því sveitarfé- lagi er engan nothæfan urðunarstað lengur að finna. Og erfítt ætlar að reynast að fá stað undir sorpið í öðrum sveitarfélögnum, þrátt fyrir bætt vinnubrögð, endurvinnslu og fjarlægingu á varhugaverðum efnum. Er hér á síðunni fjailað um þetta stóra umhvefísmál og þær úrlausnir sem verið er að ráðast í. Enginn vill urða baggana eftir Elínu Pólmadóttur Um 137 þúsund manns búa á svæðinu frá Hafnarfirði og upp á Kjalames. Fyrir árslok 1990, þegar haugamir á Gufunesi sem nú taka við úrgangi af öllu höf- uðborgarsvæðinu verða fullnýtt- ir, verður önnur úrlausn og ann- ar staður að taka við þeim kynstmm af sorpi sem leggst til i nútímasamfélagi í þéttbýlinu, þar sem býr meirihluti þjóðarinn- ar. Langt er siðan farið var að huga að úrlausn og nú komið á eUeftu stundu með að fá lausn og taka ákvarðanir. Átta sveitar- félög gengu sumarið 1984 til samstarfs um að ljúka tæknileg- um, umhverfislegum og Qár- hagslegum athugunum á fram- búðarlausn á sorpeyðingu á höf- uðborgarsvæðinu í heild og sér- stök verkefiiissljórn hófst handa. Síðar var skipuð óháð sérfiæð- inganefiid, sem skilað hefur til- lögum og í vor var Ögmundur Einarsson tæknifræðingur lijá Reykjavíkurborg ráðinn fram- kvæmdasfjóri þessa verks. Enda erþað umfangsmikið. Afkostn- aðarástæðum var fallið frá sorp- brennslu, enda stofiikostnaður gífurlegur og erlendis byggist sorpbrennsla á orkusölu sem hér er ekki fyrir hendi vegna ódýr- ari hitaorku. Er nú áformað að byggja miðsvæðis gríðarmikla lokaða móttökustöð i tveimur skálum fyrir aflt sorpið, þar sem flokkun fer fram. Tekið verður úr það sem nýta má og fjarlægð öll varhugaverð efhi, en afgang- urinn fer siðan i pressaða vírbundna bagga sem fluttir verða á tengivögnum á urðunar- stað. Þar verður þeim raðað upp og mokað yfir jafnóðum svo að aðeins lóðréttur veggur bagga- stæðunnar er sýnilegur á hveij- um tíma. Þannig mótað landslag jafiióðum. En sá galli er á gjöf Njarðar, að þrátt fyrir breyttar vinnslu- og urðunaraðferðir sam- kvæmt nútimakröfum, vilja sveitarfélögin sem hafa yfir heppilegustum stöðum að ráða fyrir flokkunarstöð og urðunar- stað, ekkert rusl í sitt sveitarfé- lag. Og Reykjavíkurborg hefur engan urðunarstað Iengur, en hefur nú lagt land undir flokkun- arstöðina í Hádegismóum sunnan við Golfvöllinn og sótt um stað- setningarleyfi fyrir hana til Holl- ustuvemdar, eftir að Kópavogur hafhaði beiðni um lóð undir hana miðsvæðis í Fífuhvaminslandi. En það krefst þá líka minni flokkunarskála nær Hafnarfirði. Heppilegustu urðunarstaðir reynast vera á Kjalarnesi, sem neitar að leyfa að sorp verði þar nokkurs staðar urðað og urðun- armálið því enn óleyst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.