Morgunblaðið - 08.01.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.01.1989, Blaðsíða 18
18 6861 SAtTMAl .8 HU0AÖUVWII3 GI0AJSKUOJION MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. JANUAR 1989 Ytri og innri skilyrði - HHH eða MMM Áramót eru tími uppgjörs og endurmats. Hvort sem menn setja sér einhver ný markmið — vinna jafovel nýársheit — eða ekki, fer ekki hjá því að flestir staldra við, renna huganum yfir liðið ár. Gera upp reikningana, því bókhaldsári er lokið, nýtt byijað svo maður noti nú likingu, sem hæfir nútimanum. Það er gamaldags og „púkó“ að vitna í skáld eða aðra andans menn. Þeir mega sín einskis gegn rökum hagfræðinnar. Og hagfræðin er jú biblía dagsins í dag, guð- spjallamennimir hagspekingar, og þar, er manni sagt, er að finna svör við öllu. Þar em lausnimar, en — þar er líka hængur. Mæli- tæki hagfræðinnar era nefiiilega svo ófiillkomin. Þau geta einungis mælt hin svokölluðu ytri skilyrði og þær mælingar segja okkur að þau hafi verið mjög hagstæð undanfarin ár. En hver er þá skýringin á því að við vöknum upp við vond- an draum og uppgötvum, að því er virðist allt í einu, að allir sjóð- ir standa tómir og ástandið í efna- hags- og atvinnulífi alvarlegt, þrátt fyrir mörg og margnefnd góðæri og hagstæð ytri skilyrði? Er hugs- anlegt að hin innri skilyrði, þau sem ekki er hægt að mæla, hafi vantað og þar sé að hluta til að leita skýr- inga -á fyrirhyggjuleysi og skamm- sýni sljómvalda og að nokkru leyti þjóðarinnar allrar, a.m.k. þess hluta sem hæst lætur og mestu ræður. Er eitthvað bogið við verðmætamat- ið og getur verið að oftrú á efnaleg- ar lausnir allra hluta hafi leitt okk- ur á villigötur? Hver er skýringin á hluta-, steinsteypu- og peninga- dýrkuninni sem öllu hefur ráðið undanfarið? Ætli það sé ekki vegna þess að eitthvað hallast á í kredit- og debitliðum ytri og innri skilyrða. Öll opinber umræða um stjórn- mál einkennist um of af efnislegum forsendum einum. Siglt er eftir áttavita hagfræðinnar sem engin verðmæti virðir önnur en þau, sem mæld verða í tölum og hæfa reikni- vélum og tölvum. Hagfræðin hefur engin mælitæki á andlega velferð, auk þess sem hún undanskilur nátt- úmlega stóran hluta þeirrar vinnu sem unnin er í þjóð- félaginu, t.d. öll ólaunuð störf inni á heimilunum. Með öðr- um orðum, hún mælir ekki vinnu manna, nema að litlu leyti. Hún mælir heldur ekki vinnu lista- manna, nema að því marki sem afrakstur hennar skilar sér í sköttum, t.d. sölu- skatti eða seldum að- göngumiðum. Það andlega fóður, upp- lyfting hugans eða annað veganesti sem era jú hin raunvera- legu verðmæti listiðk- unar mælir hún ekki. Það er því varla von að þessi ómældu störf og verðmæti eigi upp á pallborðið hjá stjórn- málamönnum og öðram dýrkendum efnishyggju. í ljósi þessa kemur manni ekkert á óvart boðskapur eða forgangsröð forsætisráðherra í ræðu sinni um áramótin þar sem hann sagði m.a.: „Það er jafnframt staðreynd að menningarlegt sjálfstæði verður illa varið án efnahagslegs sjálfstæðis. Þótt setja beri manngildið ofar auð- gildinu, er það svo að fjármagn þarf til flestra hluta.“ Auðvitað þarf ijármagn til flestra hluta, en mergur málsins er í hvað þú veitir fjármagni. Það er ekki forgangsröð þessarar ríkisstjómar, fremur en fyrri að veita fjármagni til varð- veislu menningarlegs sjálfstæðis og það byggir auðvitað á þeirri bjargföstu trú að efnahagslegt sjálf- stæði sé forsenda menningarlegs sjálf- stæðis. Og komum við þá aftur að því hvaða biblíu menn lesa. Sú var tíðin að þessi þjóð háði sína sjálfstæðisbaráttu með skáld og andans menn í broddi fylking- ar. Nú setur að manni þann gran að við sé- um á hraðri leið að tapa þessu sjálfstæði með hagspekinga, fjármálaspekúlanta og stjórnmálamenn í HUGSAD UPPHÁTT / dag skrifar Þórhildur Þorleifsdóttirþingkona Kvennalista. fylkingarbrjósti. Það hlýtur að vera rökrétt fram- hald hugsunarháttar sem setur allt í efnahagslegt samhengi. Metur allt út frá hagfræði og hagvexti. Hagvöxtur er forsenda framfara segja menn. Efnahagslegra fram- fara já, en hagvöxtur byggir jú á aukinni framleiðni, aukinni neyslu, aukinni ásókn í auðlindir jarðar. Ekki tekur hann tillit til ofnýting- ar, útrýmingar eða mengunar. Þau BAÐHÚÐUn nÆ Selbrekka 16 - 200 Kópavogur Endurhúðum hreinlætistæki. Gerum gamla baðsettið sem nýtt Sími: 42673 - 44316 MYNDAMÓT HF UTSALAN hefst á morgun. Stórkostleg verðlækkun. Útsalan byrjar á mánudaginn og verður næstu daga GLÆSILEGASTA LEIKFANGARÝMINGARSALA ÁRSINS kr. 7.600,- nú 5.990,- kr. 5.600,- nú 4.480,- kr. 4.700,- nú 3.760,- kr. 4.800,- nú 3.800,- kr. 1.380,- nú 690,- LEIKFANGAHÚSIÐ, SKÓLAVÖRÐUSTÍG 10 Póstsendum, sími 14806. Dæmi: Brave star-karlar, áður Brave star-vagnar, áður Bravestarhúsáður Tommy-diskakastari, áður Leikfangakassar m/hjólum, áður Stór dúkka m/hári, áður Fisher Price- þorp, áður Barbie-höll, áður Transformer-kassi, áður Lego kassi, áður Stór grafa til að sitja á, áður 20 TIL 70% kr. 750.-nú 250,- kr. 1995,-nú600,- kr. 2.400,-nú 800,- kr. 1,720,-nú 890,- kr. 890,-nú 390,- kr. 1.995,-nú 1595,- kr. 3.350,- nú 2.650,- kr. 2.550,-nú 2.040,- kr. 1.879,-nú 1.500,- kr. 2.990,-nú 2.390,- kr. 2.550,- nú 2.040,- AFSLATTUR Fjarstýrðir bílar: Kappakstursbíll áður Torfærubíll, áður Torfærubíll, áður Mastershöll, áður Garparnir, áður Pöntunarsími 14806.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.