Morgunblaðið - 08.01.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.01.1989, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR/YFIRLIT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1989 ERLEIMT INNLENT Stórtjón í eldsvoða Tjón sem nemur hundruðum milljóna varð á miðvikudag þegar hús Gúmmívinnustofunnar að Réttarhálsi 2 brann til kaldra kola ásamt stærstum hlutá sam- byggðs húss þar sem sex önnur fýrirtæki voru til húsa. Eldsvoði þessi er talinn einn sá mesti sem orðið hefur hér á landi. í ljós hef- ur komið að eldvarnir voru ekki í fullkomnu lagi, en hluti tjónsins lendir á Reykjavíkurborg sem eig- anda Húsatrygginga Reykjavíkur. Gengið fellt um 4-5% Ríkisstjómin ákvað á mánudag að lækka gengi íslensku krónunn- ar um 4-5% og kom ákvörðunin til framkvæmda á þriðjudag. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra sagði gengisfelling- una ákveðna vegna óhagstæðrar þróunar á gengi dollars á alþjóð- legum gjaldeyrismörkuðum. Hækkanir vegna skatta og gengis Bensíngjald og þungaskattur ökutækja hækkaði um rúm 30% um áramót og innflutningsgjald af bílum um 11%. Bensínlítrinn kostar 41 krónu eftir hækkun. Um áramót hækkaði einnig vöru- gjald. Þessar skattahækkanir ásamt áhrifum gengisfellingar- innar á vömverð valda því að framfærsluvísitalan hækkar um 3% og lánskjaravísitalan enn meira. Þá var ákveðið á föstudag að hækka áfengi og tóbak og af- notagjöld Ríkisútvarpsins. Bankastjórastaða Vals Bankaeftirlitið sendi Val Am- þórssyni, sem bankaráð Lands- bankans hafði ákveðið að ráða sem bankastjóra frá áramótum, fyrirspum um hvort hann gengdi störfum sem stönguðust á við ákvæði bankalaga um bann við störfum bankastjóra utan bank- ans. Valur ætlaði ekki að koma til starfa í bankanum fyrr en síðar í janúar til að geta skilað af sér kaupfélagsstjórastarfínu á Akur- eyri og verkum því tengdu. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra gagniýndi meðferð málsins og bankaráð Landsbankans ákvað á föstudag að Valur tæki ekki við stöðu bankastjóra fyrr en 1. febrúar. Átök í Útsýn Átök urðu innan Ferðaskrif- stofunnar Útsýnar um áramót. Ómar Kristjánsson eigandi ferðaskrifstofunnar setti Ingólf Guðbrandsson stofnanda og fyrrverandi forstjóra hennar af sem stjómarformann í kjölfar þess að sonur Ingólfs, Andri Már Ing- ólfsson sagðí upp störfum sem framkvæmdastjóri í fyrirtækinu. Fyrsta barn ársins Fyrsta bam ársins 1989 fæddist á fæð- ingardeild Landspítalans klukkan 00.39 á nýársnótt. Var það stúlka. For- eldrar hennar eru Guðbjörg Björgvinsdóttir og Ragnar Sig- urðsson. Fjárlög samþykkt Fjárlögin 1989 voru samþykkt frá Alþingi á föstudag með 600 milljón króna tekjuafgangi. ERLENT Líbýskum herþotum grandað Bandarískar or- ustuþotur frá flugmóðurskip- inu John F. Kennedy skutu á miðvikudag nið- ur tvær líbýskar orrustuvélar yfír alþjóðlegri siglingaleið á Miðjarð- arhafí. Bandaríkjamenn segja að þotunum hafí verið grandað í sjálfsvöm en Muammar Gaddafí Líbýuleiðtogi hefur hótað hefnd- um. Talsmenn ríkisstjóma á Vest- urlöndum vom fremur varkárir í yfírlýsingum sínum en flest Ara- baríki fordæmdu árásina. Mannréttindaráðstefiia í Moskvu Ronald Reagan Bandaríkjafor- seti skýrði frá því á miðvikudag að hann hefði fallist á að Banda- ríkjamenn tækju þátt í alþjóðlegri mannréttindaráðstefnu sem ráð- gert er að halda í Moskvu árið 1991. Skömmu síðar barst sam- hljóða tilkynning frá bresku ríkis- stjóminni. Með þessu hefur helstu hindmninni í vegi fyrir samþykkt lokaskjals Vínarráðstefnunnar um öryggi og samvinnu i Evrópu ver- ið mtt úr vegi. Stefnt er að því að heíja viðræður um jafnvægi og niðurskurð hefðbundins vígbúnaðar frá Atlantshafí til Úralfjalla þegar lokaskjal Vínar- fundarins liggur fyrir. Niðurfærsla í Danmörku Poul Schlttter, forsætisráðherra Danmerkur, sagði í nýársá- varpi sínu að stefna bæri að lækkun launa og tekjuskatts á þessu ári. Myndu slíkar aðgerðir draga úr atvinnu- leysi auk þess sem verðlag myndi fara lækkandi. Formaður danska Alþýðusambandsins hefur lýst sig andvígan þessum hugmyndum en almennt er við því búist að danska ríkisstjómin leggi fram tillögur í þessa vem á næstunni. SAShótað Talsmaður SAS-flugfélagsins skýrði frá því á mánudag að al- þjóðalögreglunni Interpol hefði borist upplýsingar um að ónefnd hryðjuverkasamtök hygðust sprengja í loft upp eina af flugvél- um félagsins. Félagið hefur hert alla öryggisgæslu á flugvöllum til muna en slíkar hótanir munu hafa borist a.m.k. þrívegis frá því á gamlársdag. Ákæruatriðum fækkað Sérstakur saksóknari í vopnasölu- málinu svonefnda lagði til á fimmtudag að felld yrðu niður tvö helstu ákæmatriðin á hendur Oli- ver North fyrmm starfsmanni öryggisráðs Bandaríkjanna, sem talinn er hafa skipulagt vopnasöl- una til írans og fjárveitingar til skæmliða í Nicaragua. Banda- rískir embættismenn hafa fullyrt að ríkisleyndarmálum verði óhjá- kvæmilega ljóstrað upp við réttar- höldin yfír North. Verði hann hins vegar fundinn sekur um öll önnur ákæmatriði gæti hann átt yfír höfði sér 60 ára vist innan fang- eisismúra. Grænland: EB fær engan rækju- kvóta á árumim 1990-95 Kaupmannahöfii. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. GRÆNLENDINGAR munu gera nýjan fímm ára fískveiðisamning við Evrópubandalagið á þessu ári. Sjómenn í EB-löndunum geta ekki vænst þess að fá að veiða rækju við Grænland á nýja samnings- timabilinu. Eftir fund grænlensku landstjórnarinnar i Nuuk fyrr i þessari viku sagði Jonathan Motzfeldt, formaður landstjórnarinnar, að rækjutogarar Grænlendinga gerðu meira en að anna þeirri veiði, sem leyfð yrði á tímabilinu, og þess vegna gæti EB ekki vænst þess að fá rækjukvóta við Grænland. Samningaviðræðurnar milli Grænlands og EB hefjast í Briissel í lok janúar. Jonathan Motzfeldt og Kaj Egede, sem fer með sjávarút- vegsmál í landstjóminni, verða að- alsamningamenn Grænlendinga. Á því samningstímabili, sem nú er að ljúka, það er 1985-89, hafa EB-löndin fengið 4000 tonn af rækju við Grænland á ári. Hefur kvótanum verið skipt á milli Dana, Norðmanna, Frakka og Færeyinga. Norðmenn hafa fengið um það bil helminginn. Dönsku skipin, sem nú verða að hætta rækjuveiðum við Grænland, eru tveir rækjutogarar frá Bom- holm, Helen Basse og Ocean Prawns. Sá síðamefndi er stærsti rækju-verksmiðjutogari Dana. Dan- ir hafa á undanfömum árum fengið um 1000 tonn af 4000 tonna kvót- anum. I stað rækjunnar ætlar græn- lenska landstjórnin að bjóða EB þorsk og karfa. EB greiðir nú um það bil 215 milljónir danskra króna á ári fyrir fískveiðisamninginn við Grænlendinga. JólíMoskvu Reuter Prestur rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar veitir rússneskri konu heilagt sakramenti við messu i Jelok- hovskaja-kirkjunni í Moskvu á föstudagskvöld. Rétt- trúnaðarkirkjan heldur upp á fæðingu Krists að- faranótt 7. janúar samkvæmt júlíanska tímatalinu. Deilur um ábyrgð Híró- hítós á stríðsrekstri Japana SVIPMYND eftir Boga Þór Arason HÍRÓHÍTÓ Japanskeisari var þjóðhöfðingi í 63 ár og á þeim tíma skiptust á skin og skúrir í sögu Japans. Á fyrri hluta þessa tímabils réðu Japanir yfir stærri landsvæðum en nokkru sinni fyrr, síðan urðu þeir fyrir tveimur kjarnorkuárásum, sem leiddu til niðurlægjandi uppgjafar þeirra, og efitir stríð varð Japan eitt öflugasta iðnríki veraldar. í fyrstu var Japanskeis- ari tignaður sem guð, en eftir heimsstyijöldina síðari voru völd hans nánast engin. Híróhító var við völd þegar ■■■■■■■■■■■ Japanir hertóku Norðaust- ur-Kína, sem varð leppríkið Manchukuo, árið 1931 og hófu innrás í Kína árið 1937. Milljón- ir Kínveija féllu í stríðinu, sem lauk með uppgjöf Japana í ágúst árið 1945. Ólíklegt er að andlát Híróhítós bindi enda á deilur um hvort hann hafi getað komið í veg fyr- ir þátttöku Japana í heimsstyij- öldinni síðari. Hluti Japana hefur aldrei getað fyrirgefið honum að Japanir skyldu hafa tekið þátt í stríði sem tengdi þá við nasistana í Þýskalandi og varð til þess að tvívegis voru gerðar kjamorku- árásir á Japan. Híróhító sagði sjálfur í einni af sínum fáu ræð- um til landsmanna að hann hefði ekki verið í aðstöðu tii að hnekkja þeirri ákvörðun ríkisstjómar landsins að hefja sprenjuárásina á flotastöð Bandaríkjamanna í Pearl Harbour 7. desember árið 1941. Meðan á heimsstyijöldinni síðari stóð álitu Bandaríkjamenn almennt að Hírohító hefði verið hvatamaðurinn að árásinni á Pearl Harbour. Bandarískir sagnfræðingar líta nú hins vegar á Híróhíto í öðru ljósi og telja að hann hafi ekki verið áfjáður í að Japanir tækju þátt í stríðinu og hafi líklega bjargað lífi hundr- uð þúsunda Japana með því að krefjast þess að Japanir gæfust upp eftir að kjarnorkuárásin var gerð á Híróshíma í ágúst árið 1945. Þeir segja einnig að keis- arinn hafi stuðlað að því efna- hagsundri sem átti sér stað í Japan eftir stríð. Harald Brooks-Baker, ritstjóri „Burke’s Peerage,“ skrár um breska aðalinn, segir að Friðrik IX Danakonungur hafi átt þátt í því að koma í veg fyrir að Híróhító yrði leiddur fyrir rétt, sakaður um stríðsglæpi, með því að tala máli hans við Douglas MacArthur, yfirmann banda- ríska hernámsliðsins í Japan eft- ir uppgjöf Japana. Híróhíto sagði að pólitískur vilji hans hefði einungis tvisvar sinnum náð fram að ganga. Það hefði verið þegar hann krafðist þess að foringjar uppreisnar- manna í hernum yrðu líflátnir árið 1936 og þegar hann féllst á kröfur bandamanna um skil- yrðislausa uppgjöf Japana árið 1945. Þegar hann fór til fundar við Douglas MacArthur í banda- ríska sendiráðinu í Tókíó 27. september árið 1945 tók hann á sig fulla ábyrgð á stríðinu. Árið eftir afsalaði hann sér guðdóm- leikanum og eftir það var hann einungis ríkistákn og hafði í raun minni völd en evrópskir konung- ar. 4 .............

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.