Morgunblaðið - 08.01.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.01.1989, Blaðsíða 12
12 MORÖUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1989 eftir Hjálmar Jónsson/mynd Ragnar Axelsson Eyjólfur var fyrsti fram- kvæmdastjóri Almenna bókafélagsins árið 1955 og einn af forgöngu- mönnum um stofnun þess, en þá var hann að ljúka lögfræðiprófi. Hann segir að Bjami Benediktsson hafi átt frumkvæðið að stofnun félagsins og fengið fijálslynda rithöfunda til þess að sameinast á þessum vettvangi. Þar megi nefna meðal annarra Gunnar Gunnarsson, Tómas Guð- mundsson, Kristmann Guðmunds- son, Guðmund Hagalín og fleiri, en þessir allir hafi átt sæti í bókmenntaráði. _ _ _ Bjami hafi einnig EYJOLFUR kveðið upp úr með það að hann yrði fram- EYJÓLFUR KONRÁÐ JÓNSSON er þekktur fyrir að binda ekki bagga sína sömu hnútum og samferðamennirnir. Hann hefúr vasast í mörgu, haft sínar sérstöku skoðanir á hlutunum og verið óhræddur við að láta þær í Ijósi, oft við litlar vinsældir. Sumir segja að hann sé framsýnni en aðrir og það komi á daginn þegar tímar líði að hann hafi rétt fyrir sér. Hann sé á undan sinni samtíð. Þegar ég spyr um þetta og hvort það eigi við um hann að enginn sé spámaður í sínu foðurlandi, kemur hann sér eiginlega undan að svara. Hálfhlær, menn segi að þumalputtareglan sé að það taki tíu ár fyrir hugmyndir hans að fá viðurkenningu og komast í framkvæmd. Nefiiir dæmi því til stuðnings. Haustið 1976 hafi hann hótað að skjóta hrútinn, sem frægtvarð. Það hafi einungis verið táknrænt fyrir baráttuna við SÍS-valdið um að bændur fengju greiðslur fyrir afúrðirnar beint til sín. Þó sá slagur hafi unnist „byijuðu greiðslur ekki beint til bænda fyrr en 1986, en þá var það um seinan fyrir marga og Sambandið naut góðs af í millitíðinni." Gamall samverkamaður Eyjólfs á Morgunblaðinu sagði mér einhverju sinni að á ritstjóraárum hans hefði hann alltaf verið að stofiia félög um hin ólíkustu viðfangsefiii. Svo nokkuð sé nefiit þá stofiiuðu hann og félagar hans kvæmdastjóri. „Annað JONSSON ALr* Naustið þegar skólafélagi þeirra Halldór Gröndal kom hvort verður þú fram- » _ „ kvæmdastjóri eða við PlNLrlöMAt)- hættum við allt sam- T TT? U /ITTdD an,“ segir Eyjólfur að LlKfiÆlJlK Bjarni hafi sagt. UMKIT- „Ymsir spáðu ekki allt- orpTÁp * rp| ■ v of góðu fyrir þessum ð IJUlul 1111, félagsskap og ástæðan STJORNMAL fynr að eg lenti íþessu starfi var þessi salóm- Uu rl U u- onsdómur Bjarna. Þá SJONIR hef ég orðið hræddast- ur á ævinni við tilhugsunina um að vinna með þessum stórskáld- um. Ég komst hins vegar fljótt að raun um að þetta voru allt saman afskaplega elskulegir menn, sem sumir hveijir voru daglegir gestir á skrifstofu bóka- útgáfunnar. Það kom mér líka á óvart hvað þeir gátu deilt hart um bækur og skáldverk. Meðan einn sagði að bók væri mjög góð, sagði annar að hún væri hand- ónýt. Það var því oft deilt hressi- lega á útgáfustjórnarfundum." Eftir fimm ár hjá Almenna bókafélaginu gerðist hann ritstjóri Morgunblaðsins. „Tildrögin voru þau að Matthías Johannessen hringdi í mig ósofinn sex að morgni, vakti mig upp og skipaði mér að gerast ritstjóri. Þetta var árið 1960 þegar ljóst var að Bjami Benediktsson yrði ráðherra í við- reisnarstjóminni og því væri auð- ur ritstjórastóll. Þar og þá var ákveðið að ég yrði ritstjóri. Ég ætlaði mér að vera á Morgun- blaðinu í fimm ár, en árin urðu 15.“ Hann segir að á þessum ámm hafi þeir reynt að leggja línurnar um það hvert hlutverk Morgun- blaðsins ætti að vera og það hafi í mörgu tilliti náð þeim markmið- um sem þá vora sett að hans mati. Það hafi verið erfitt að þoka blaðinu úr því fari að vera mjög stíft flokksblað og háð Sjálfstæð- isflokknum. Til dæmis hafi það valdið mikilli spennu og átökum þegar ákveðið var að birta ára- mótapistla frá formönnum ann- arra stjórnmálaflokka en Sjálf- stæðisflokksins. „Aftur á móti átti blaðið alltaf að hafa sínar ákveðnu skoðanir og ritstjórnin að beijast hart fyrir fijálsræði. Nú reynir á hvemig til tekst þeg- ar verið er að fjötra þjóðina í of- stjóm og ofsköttun. Gegn slíku stjómarfari átti blaðið að beijast af fullri hörku. Nú er sá tími upp- ranninn," segir Eyjólfur. Hann segir að árin á Morgunblaðinu hafi verið mjög skemmtilegur tími, sem hann sakni að mörgu leyti. „Ólafur Thors hafði það fyr- ir sið að hringja að morgunlagi og ræða við mann um efni leiðara morgundagsins. Einhvem tíma, skömmu eftir að ég tók við rit- stjórastarfínu, tók hann þannig til orða að það yrði að skrifa um eitthvert tiltekið efni, sem ég man nú ekki lengur hvert var. Ég brást hinn versti við og sagði: „Eg var frá námi í hótel- og veitingafræðum í Bandaríkjunum. Hann var einn af frumkvöðlum stofiiunar Fjárfestingarfélags fslands, sem var fyrsti opni Ijármagnsmarkaðurinn, en löggjöf sem opnaði möguleikann fyrir þetta var einróma samþykkt af Alþingi. Hann er stjórnarformaður ISNO, sem er eitt stærsta fiskiræktarfyrirtæki á íslandi í mjög örum vexti, og í sútunarverksmiðju á Sauðárkróki. Þá eru ótalin afskipti hans af landhelgismálinu, en þau ein og út af fyrir sig væru efiii í sérstaka grein. Til dæmis var Eyjólfúr fyrsti flutningsmaður að þremur þingsályktunartillögum um landgrunn íslands árið 1978. Sú fyrsta fjallaði um hagsmuni íslands við Jan Mayen og þeir voru síðan tryggðir með samningunum við Norðmenn. Önnur tillagan fjallaði um Reykjaneshrygginn og þar höfúm við nú helgað okkur 350 sjómflur í samræmi við ákvæði hafréttarsáttmálans. Sú þriðja fjallaði um réttindi íslands í suðri, þ.e.a.s. Rockall-svæðið og segist Eyjólfúr telja að innan skamms sjáist fyrir endann á þeirri baráttu með fiillum sigri okkar. Hann segir að slíkir samningar yrðu endapunkturinn á skiptingu Norður-Atlantshafsins milli aðliggjandi ríkja. „Það eitt út af fyrir sig tengir þessar þjóðir saman í öryggis- og efiiahagsmálum um aldur og ævi, sem kemur heim og saman við það sem ég hef alltaf sagt að Atlantshafsbandalagið sé mikilvægasta bandalag íslandssögunnar," segir hann. Held ég liafi aldrei l^ið í politík ráðinn hingað sem ritstjóri en ekki ritvél." Ólafur tók þessu upp- hlaupi mínu vel. Hann kunni að meta hreinskilni og reyndi ekki aftur að segja mér fyrir verkum,“ segir Eyjólfur. „EYKONOMICS" Eftir örlitla þögn heldur hann áfram: „Mínar pólitísku skoðanir hafa nánast ekkert breyst frá því ég var unglingur. Ég hef enda sagt þessum svokölluðu frjáls- hyggjumönnum að þeir notuðu rangt orð um sínar hugsjónir." Talið berst að „eykonomics“, sem svo er kölluð, eða allsérstæðum hugmyndum hans um rekstur ríkissjóðs, sem hagfræðingar hér á landi hafa yfirieitt ekki tekið of vel. Þessar hugmyndir setti hann fyrst fram fyrir tíu áram, enda segist Eyjólfur nú sífellt verða var við aukinn skilning á þessum hugmyndum í hópi stjóm- málamanna að minnsta kosti. Þessar hugmyndir ganga í sem stystu máli út á að það megi reka ríkissjóð með halla svo framarlega sem hann sé Jjármagnaður innan- lands. „Við tökum lán hjá okkur sjálfum. Kröfuhafinn er þjóðin sjálf,“ segir hann. Svigrúmið sé notað til þess að lækka skatta og vinna þannig bug á verðbólgunni, þar sem skattar hækka allt verð- lag í landinu. Eyjólfur segist raun- ar ekki þekkja til þess nokkurs staðar nema ef til vill í Sviss að ríkissjóður sé rekinn með af- gangi. „Öll skattlagning er til- færsla á eignarrétti yfir peningum frá einstaklingum og fyrirtækjum og til ríkisins. Ríkið verður að slaka á klónni í samkeppninni við fyrirtækin og einstaklingana, fyrr verður ekki hægt að ná tökum á verðbólgunni. Ef söluskattur yrði lækkaður um 5%, úr 25% í 20%, mætti lækka gengið um 13% án þess að verðlag hækkaði. Hins vegar er eina örugga leiðin til að takmarka útþenslu ríkisins að láta stjómarherrana ekki hafa of mikla skattpeninga, því pólitíkusar nota þá peninga sem þeir geta komið höndum yfír og það á jafnt við um mig og aðra. Nú er ríkið að auka skattheimtu sína um 6-7 milljarða. Það sér um að ráðstafa Vs af þjóðarkökunni og með sömu röksemdum þyrftu fyrirtækin og einstaklingarnir að fá 12-14 millj- arða til viðbótar til að halda sínum hlut,“ segir hann. Það skjóti skökku við að vera sífellt að tönnlast á miklum inn- lendum skuldum ríkisins þegar ríkið sjálft eigi mun meiri kröfur á almenning. Sé þar fyrst og fremst um að ræðahúsnæðislánin, byggðasjóð og námsmannalánin. Síðan komi allir atvinnuvegasjóð- irnir og ríkisbankar. Hann rifjar upp að í stjómar- sáttmála ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar hafí verið ákvæði um að ríkissjóðshallanum yrði náð niður í áföngum á þremur árum, en það hafi síðan allt saman verið svikið. Daginn fyrir þingsetningu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.