Morgunblaðið - 08.01.1989, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.01.1989, Blaðsíða 23
eaer haúvlai .8 HUOAauMviua uiaAjaviuoíioM __ ____________________________^ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1989 23 ótt áfram sé urðað, verða í framtíðinni teknar upp allt aðrar aðferðir við meðhöndlun úrgangsins en verið hef- ur á haugunum fram að þessu. Eflaust hræða Gufuneshaugarnir sem ekki hafa verið til fyrirmyndar og þarf að sýna fram á hvernig urðunarstaður getur verið. Sveitar- félögin munu sjálf annast söfnunina hvert á sínum stað og flytja í flokk- unarstöð, sem þarf þvi að vera mið- svæðis. Bílarnir aka inn í tvo lokaða skála, um 2.000 fermetra byggingu fyrir iðnaðarsorp og 1.000 fermetra byggingu fyrir húsasoip, þar sem sorpið verður meðhöndlað í tveimur aðskildum rásum. Ekkert verður þar utandyra. Bílflök munu fara þar í gegn og fjarlægðir úr þeim allir vökvar og geymar. Hefur verið gerður samningur við íslenska stál- félagið um að það taki að svo búnu við bílhræjum, heimilistækjum og öðrum málmúrgangi til bræðslu. Einnig er hægt að pressa áldósir til flutnings í bræðslu. Bregðist það af einhverjum ástæðum er til varaá- ætlun, sem tryggir að engir vökvar fari í jörðina á urðunarstað, að því er fram kom í samtali við Ögmund Einarsson. Hættuleg efiii ijarlægð, önnur endurnýtt Þá verða öll eiturefni fjarlægð úr sorpinu, en hingað til hefur eng- inn maður hér á landi vitað hvað varð af hættulegum efnum, því þeim hefur einfaldlega verið hellt í klóakið eða klórað yfir þau á haug- um, enda engar reglugerðir til um það efni. Nú verður breyting hér á. Byggðasamlagið mun taka við hættulegum úrgangi og sjá um eyð- ingp hans skv. viðurkenndum að- ferðum. í því sambandi hefur verið leitað til Kommunekemi a/s í Dan- mörku, sem er fyrirtæki í eigu sveit- arfélaga þar í landi og sérhæft í eyðingu hættulegra efna, um sam- starf og ráðgjöf. Einstökum efnum verður eytt hérlendis en önnur verða flutt til Kommunekemi og eytt á vegum þess fyrirtækis. Kostnaður við eyðingu hættulegra úrgangsefna er mikill og verður Svona koma nýju öskuhaugamir til með að líta út. Komið er á urðunarstað með pressaða og vírbundna bagga, sem ekki get- ur fokið úr, og þeim hlaðið upp og þakið yfir jafnóðum, svo að- eins sést í vegg baggastæðunnar hveiju sinni. Vírbundnum sorpböggunum, sem eru 1,3 m á hvem veg, er hlaðið upp í stæður, en áður hafa verið fjarlægð úr sorpinu öll hættuleg efiii, allir málmar, tré, gúmmí o. fl. Jafiióðum er þakið yfir með jarðvegi og mótað landslag. greiddur af þeim sem nota slík efni. Þá eru viðræður hafnar við olíufé- lögin um eyðingu olíusora sem til fellur. Þegar könnun var gerð fyrir mörgum árum á samsetningu sorps í Gufunesi, kom í ljós hærra hlut- fall af tijáviði en víðast annars stað- ar og þótti merkilegt. Að vísu hefur samsetning sorps eflaust breyst síðan, en timbur og sag er þó enn um 20% af úrganginum. Og nú eru áform um endurvinnslu á timbrinu í samvinnu við Járnblendiverksmiðj- una á Grundartanga, sem getur nýtt 25 þúsund tonn á ári. Flytur verksmiðjan nú inn við í tréflísum, sem unnið er úr kolefni. Segir Ög- mundur að stefnt sé að því að kurla niðuiMirgangstimbrið og liggur fyr- ir viljayfirlýsing frá Járnblendiverk- smiðjunni um að nýta það. Vandinn er að nýta spón og sag frá timbur- verkstæðunum, sem mikið berst af. Eru í gangi tilraunir með að koma því í fast form og búa til úr því köggla, sem mætti nýta eins og flísarnar í Járnblendiverksmiðjunni. Ákveðið er að flokka frá umbúða- pappa til frekari endurvinnslu er- lendis. Einnig eru í gangi tilraunir með að binda saman pappa, rífa hann niður og blanda í fyrrnefnda köggla. Ef þetta tekst vel, sem lítur út fyrir að sögn Ögmundar, þá er þarna farvegur fyrir fimmta hlut- ann af úrganginum. Gúmmívörur verða flokkaðar frá og verða til ráðstöfunar fyrir fyrirtæki sem end- urvinna gúmmí og hefur verið rætt við fyrirtæki á Akureyri um það. Þótt ekki sé mikið borgað fyrir slíkt, þá dregur það úr flutningum á urð- unarstað og minnkar þörfina fyrir urðunarrými. Þá fellur til garðrusl, arfi, mold og greinar ásamt veru- legum hrossaskít, sem ætlunin er að meðhöndla sérstaklega í gróður- mold. Afgangurinn af iðnaðarsorpinu fer svo með húsasorpinu í vírbundna, pressaða bagga, 1,3 m á hvern veg, sem á að tryggja það að ekki geti fokið úr þeim eftir að þeir fara úr húsinu, hvorki í flutn- ingum né á urðunarstað. Verður fyrirkomulagið væntanlega þannig að fyrstu böggunum verður raðað upp í skeifulaga garða á jaðri urð- unarstaðarins, garðarnir huldir með jarðvegi að utanverðu og sáð þar grasi. Næst girðingunni verður svo plantað skjólbeltum með hraðvöxn- um tijátegundum eins og ösp, selju og alaskavíði. Þannig sjá þeir sem eru að undirbúa nýjar aðferðir og urðunarstaði fyrir sér fyrirkomu- lagið, sem að sjálfsögðu verður miklu dýrara en með þeim aðferðum sem hingað til hafa verið notaðar. Heppilegustu urðunarstaðir á Kjalarnesi Að velja urðunarstað fyrir sorp reyndist mikið vandaverk, eins og tekið er fram upphafi skýrslu sér- fræðinganefndarinnar, sem eftir að stjórn Sorpeyðingar ákvað að taka upp samstarf við Náttúruverndar- ráð og Hollustuvernd ríkisins um skilgreiningu á þeim kröfum sem gera þarf á urðunarstað um um- gengni og frágang, fékk það verk- efni að gera endanlega tillögur að því hvar urðunarstað fyrir sorp yrði best fyrir komið. í þeim hópi eru Davíð Egilsson verkfræðingur frá Náttúruvemdarráði, Birgir Þórðar- son, skipulagsfræðingur frá Meng- unarvörnum ríkisins og jarðfræð- ingarnir Dagur Jónsson og Halldór Torfason frá Hafnarfjarðarbæ og Reykjavíkurborg. Var leitað víða og lögð mikil vinna í mat á ýmsum Játtum og leitað til margra stofn- ana um upplýsingar og sérfræði- vinnu. Var það allt gert upp á korti, þar sem hver neikvæður þátt- ur var lagður inn á blaði. Kom þá í ljós að flestir jákvæðustu staðimir era á Kjalamesi. En eftirsóttust era mýrarsvæði nálægt sjó, þar sem jekjuefni er nægilegt. Strax í vor beindust augu manna jví að nokkram stöðum á Kjalar- nesi, þótt vitað væri að sveitar- stjórnin væri á móti allri sorp- geymslu í hreppnum. Segir í skýrslu sérfræðinganna ljóst að land fyrir urðunarstað verði álitlegra eftir því sem innar kemur á Reykjanesið. Megi segja að svæðið frá Köldukvísl (Þingvallavegi) að Tíðarskarði sé heppilegast í flestu tilliti. Þá átt við vegalengdir frá pökkunarstöðvum, umhverfisröskun, nálægð við þekju- efni og þéttan botn. Nefna þeir Leirvogstungumela, Álfsnes, Saltvík, Arnarholt og Dalsmjmni af stöðum á þessu svæði, og segja að einnig komi til greina afmörkuð svæði við Trygghóla og Vegghamra sunnan Kleifarvatns, sem hafi þó jann annmarka að þau séu í Reykjanesfólkvangi, lengra sé frá miðju þéttbýlissvæðisins og vega- samband slæmt og dýrt að byggja það upp. Ekki yrði þó umferðin af flutningunum svo mikil, um 15 bílar á dag. í áliti fyrstu verkefnisstjórnar sveitarfélaganna með fulltrúum allra sveitarfélaganna frá 1985 kom þegar fram að urðunarstaðir vora fysilegastir á Kjalarnesi. Þar væri þekjuefni, hætta á að menga grann- vatn til skaða væri ekki fyrir hendi og fjarlægð frá þéttbýli væri viðráð- anleg kostnaðar vegna. Sveitar- stjórn Kjalarneshrepps ályktaði þá þegar gegn áformum um urðun sorps innan marka sveitarfélagsins og hefur þeirri afstöðu ekki verið haggað til þessa, þótt forráðamenn Sorpeyðingar höfuðborgarsvæðis- ins hafi lagt sig í líma við að leita þeirra lausna í þessu efni sem nýj- astar era og vinsamlegastar öllu umhverfinu og hafi ennfremur leit- að eftir að fá að kynna málið ýtar- lega fyrir sveitarstjóm og öðram hagsmunaaðilum í sveitarfélaginu, að því er Ögmundur sagði. Morgunblaðið hafði samband við Jón Ólafsson, hreppstjóra í Brautar- holti, sem sagði að hreppsnefndin hefði þrisvar sinnum bókað gegn því að sorpi yrði komið fyrir í hreppnum. Strax og blöð fóru að skrifa um slíkt fyrir 3 áram hefði komið upp í sveitinni andstaða gegn slíkum hugmyndum. Þarna er 50 km langur og mjór 400 manna hreppur og finnist fólki of stutt á milli fjalls og fjöra til þess að nýta land fyrir urðunarstað sorps. Hver um sig líti á sitt nánasta umhverfi og sé á móti því að fá þessa starf- semi nálægt sér. Ekki kom formleg umsókn til hreppsnefndar fyrr en nýlega við hugsanleg kaup á Álfs- nesi í sumar og var afstaðan óbreytt í hreppsnefndinni. Var erindinu því hafnað. Jörðin Álfsnes, sem þykir einna æskilegust vegna þess að þar er þéttur berggrannur og nægt þekju- efni, engar sérstakar umhverfistak- markanir og ekki fyrirhuguð byggð á næstu 15-20 árum, er föl. Vildi Reykjavíkurborg kaupa hana dýra verði, ef fengist að nýta 70 hektara af þessu 350 hektara landi fyrir urðunarstað, en því var hafnað. Landeigandi Saltvíkur, sem sama gildir um, er Reykjavíkurborg, og fleiri lönd standa til boða. Annar hentugur staður era Leirvogs- tungumelar og hefur verið farið fram á leyfi hjá Mosfellsbæ til að gera nauðsynlegar og dýrar rann- sóknir með það fyrir augum að verði þær jákvæðar fáist land undir urðun. Staðurinn sem til greina kemur I Krísuvíkurlandi er í lögsögu Hafn- arfjarðar, sem er til viðræðu um málið. Vegna Krísuvíkurbergs og annarra merkra staðar í fólkvangin- um er hugsanlegur staður ekki á ströndinni þótt hann sé ekki langt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.