Morgunblaðið - 08.01.1989, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.01.1989, Blaðsíða 10
10 MÓRGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1989 FÆBIMG, DflUÐI OG ENDURFÆDING FRAMTÍÐARSPÁR - DÆMISA6A ÚR STJÓRNKERFINU Steíngrímur Hermannsson, lorsætisráðherra hrindlr úr vir ööru sinni hví sem hann nefnir framtíðarkönnun. Stört nefndarinnar hafa legið niðri í tæp tvö ár en kostnaður mun hnminn uppí 15-20 milljánir. eftir Agnesi Bragodóttur VORIÐ1984 fékk þáverandi forsætisráðherra, Steingrímur Hermannsson, allstóran hóp sérfræðinga hér á landi til þess að sameinast um fjölþætta framtíðarspá, þar sem rýnt skyldi aldarQórðung fram í tímann, eða fram til ársins 2010. Ohætt er að segja að starfið fór af stað með talsverðum gassa- gangi og látum, og var á forsætisráðherra og fleirum að heyra að þeir gerðu sér miklar vonir um að störf starfshópanna 16, samtals um 150 manna, yrðu árangursrík. Kveikjan að þessu var sú að forsætisráðherra hafði heyrt ræðu eins af ráðgjöfum Carters, frá forsetatíð hans, sem greindi frá því hvernig Bandaríkjasljórn hafði staðið að framtíðarkönnun sinni. Farið hefur heldur lítið fyrir störfiim nefiidarinnar undanfarin tvö ár, og má segja að hún sé annað hvort í djúpum dásvefiii, eða að hún sé einfaldlega dáin drottni sínum. Allt kostaði þetta að sjálfsögðu sitt og sér ekki fyrir endann á þeim útgjöldum þar sem forsætisráðherra boðaði í áramótaávarpi sínu nú fyrir viku að nefiid- in skyldi snarlega vakin af Þymirósarsvefiii sínum. Raunar vill hann ekkert um það segja hvað endurvakningin kemur til með að kosta, né hvað störfin hingað til hafi kostað — það segist hann ekki muna. Hallgrímur Snorrason, hagstofustjóri, hefiir á hinn bóginn útvegað upplýsingar sem benda til þess að kostnaður við þetta verkefhi hingað til, sem fallið hefúr á forsætisráðuneyt- ið, sé um 12,5 milljónir á núvirði, en auk þess hafa ákveðnar stofhanir og ráðuneyti greitt fyrir hluta af vinnunni, þannig að kostnaður við verkið hing- að til gæti verið á bilinu 15 til 20 milljónir. 1984 var núverandi viðskiptaráðherra, Jón Sigurðsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar. Hann var skipaður formaður í framkvæmda- nefnd framtíðarspárinnar. Skyldu fram- tíðarsérfræðingamir kortleggja hvemig ís- land yrði næstu 25 árin, eða allt fram til ársins 2010. Kannað skyldi hvaða framtíð biði þjóðarinnar, bæði hvað varðar hættur er bæri að varast og möguleika sem nýttir skyldu. Með Jóni Sigurðssyni voru í framkvæmda- nefndinni þau Hallgrímur Snorrason, sem var ritari nefndarinnar (nú hagstofustjóri og verðandi formaður nýju framkvæmda- nefndarinnar), Guðrún Jónsdóttir, arkítekt, Helga Jónsdóttir, aðstoðarmaður forsætis- ráðherra, Vilhjálmur Lúðvíksson, forstjóri Rannsóknarráðs ríkisins, Davíð Scheving Thorsteinsson, iðnrekandi, Ingjaldur Hannibalsson, forstjóri og Tryggvi Gíslason, skólameistari á Akureyri. Sumar nefndanna eða starfshópanna fun- duðu mjög stíft og unnu mikið í sérverkefn- um sínum. Aðrar nefndir hittust minna. Upphaflega markmiðið var að gefa út í fimm ritum skýrslur, ritgerðir og álit allra nefnda- hópanna, en einungis tvær hafa litið dagsins ljós: Gróandi þjóðlíf og Auðlindir um alda- mót, ásamt viðauka. Hinar þijár bækumar, sem enn eru ekki komnar út, eru Menning og menntun á tækniöld, Framfaraöld, Lög- gjöf og landshagir. Langmestu fjármunirnir fóru í starf efna- hagsnefndarinnar, sem gárungunum þykir hálfskondið, þar sem Þjóðhagsstofnun reyn- ist nógu örðugt að spá um afkomu þjóðarbús- ins á einu ári. Það sé næsta vonlítið og hálft- ilgangslaust að gera slíka efnahagsspá um ísland til áratuga. Magnús Ólafsson, fýrrver- andi ritstjóri NT, var ráðinn sem starfsmað- ur nefndarinnar til eins árs 1985-86 og skyldi verksvið hans vera það að annast útgáfu á efni starfshópanna. Hallgrímur Snorrason sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki hafa allar kostnaðar- tölur fram til dagsins í dag, á reiðum hönd- um, en innan tíðar myndu þær liggja fýrir. Hann sagði að kostnaður sem fallið hefði á forsætisráðuneytið af verkinu væri um 7,5 milljónir króna á verðlagi hvers árs fýrir sig, en að núvirði gæti það samsvarað um 12 milljónum króna. „Drýgstur hluti þessa kostnaðar er launagreiðslur og sérfræði- kostnaður. Mér sýnist sem það séu um rösk- lega 5 milljónir sem samsvarar 8,5 milljónum króna á núverandi verðlagi. Annar kostnað- ur, sem á núvirði er um 3,5 milljónir króna, skiptist niður á liði eins og tölvu-, ferða-, fjölritunar-, prent-, og almennan skrifstofu- kostnað," sagði Hallgrímur. Hallgrímur sagði að fjárveitingar til verksins hefðu ver- ið heldur lægri en þessu næmi, þannig að einhver kostnaður hefði fallið á forsætisráðu- neytið sem almennur kostnaður. „Að auki hefur fallið nokkur kostnaður á önnur ráðu- neyti og stofnanir, en enn sem komið er hef ég hann ekki,“ sagði Hallgrímur. Nú tæpum tveimur árum eftir að lífsmarks verður síðast vart hjá nefndinni ákveður Steingrímur Hermannsson, forsætisráð- herra, að velqa nefndina til lífs á nýjan leik og að verkefnum hennar verði lokið með útgáfu þeirra verka sem ýmist hafa beðið útgáfu, eða ekki hefur verið lokið við að skrifa. Skiptar skoðanir eru um ágæti þess- arar ákvörðunar, sem ákveðnir viðmælendur mínir hafa nefnt mislukkað gæluverkefni Framsóknar, en þeir sem tóku mikinn þátt í undirbúningsvinnunni á sínum tíma virðast flestir hverjir fagna því að verkinu skuli lok- ið, þó fæstir telji að einhver „stóri sannleik- ur“ muni koma fram í þeim skýrslum sem ekki hafa enn séð dagsins ljós í bókarformi. Hallgrímur Snorrason, sem nú tekur við formennsku í framkvæmdanefndinni, segist fagna því að forsætisráðherra hafi ákveðið að þessu starfi verði lokið. „Það var feiknam- ikið starf unnið í þessum nefndum og að mörgu leyti tel ég að þama hafi verið mjög vel að verki staðið og mjög gagnlegir hlutir hafi skilað sér. Þeir hlutir hafa jafnvel kom- ið að gagni, þó að í sumum tilvikum hafi málið því miður fjarað út. Nú þarf að ljúka þessu verki og færa til dagsins í dag þau handrit sem eru til í dag, og búa þau undir útgáfu,“ sagði Hallgrímur og kvaðst hann telja að því verki mætti ljúka á þessu ári fyrir ekki meira fé en tvær milljónir króna. FJáRSKORTUR, FÖUS- EKIi 06 TfMKSKORTUR - „Höfum hagað okkur eins og algjör f ífl/‘ segir forsætisráðherra JÓN Sigurðsson, viðskiptaráðherra segir það hafa vantað á sl. ári að tekið væri á framtíðarkönnuninni og henni lokið. Ekki hafi verið Qárveitingar fyrir hendi til þess að ljúka málinu, og forsætisráðuneyti Þorsteins Pálssonar hafi ekki beðið um fiárveit- ingu, til þess að verkefiiinu yrði lokið. „Það er greinilega fullur vilji fyrir hendi af hálfú núverandi forsætisráðherra að þetta mál nái fram að ganga,“ segir Jón og Steingrímur Hermannsson tekur í sama streng og segist te(ja það afar þýðingarmikið fyrir heildarsýn ráðamanna að þessari könnun verði lokið. „Tilgangur- inn er sá með svona verkefni, að reyna að skyggnast inn í framt- íðina, eins og verið er að gera út um allan heim. Svíar eru meira að segja komnir með sérstaka stofiiun í þetta,“ segir Steingrímur um tilgang svona verkefiiis. Auðvitað er það ljóst, að það að ég hverf frá þessu starfi, vorið 1987 hefur ekki flýtt lokum verksins. Vorið 1987 komu út tvær bækur og einn við- auki af ráðgerðum fimm. Þær standa fyrir sínu. Auk þess hefur framgangur málsins tafist, vegna þriggja vandamála sem algeng eru, þegar menn vilja koma góð- um hiutum fram, þ.e. fjárskorts, fólkseklu og tímaskorts,“ sagði Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra í samtali við Morgunblaðið, um ástæður þess að framtíðarkönn- unin dagaði uppi í miðjum klíðum. Steingrímur Hermannsson Jafnframt sagði Jón að það hefði ekki bætt úr skák að fram- kvæmdastjóri verksins, Magnús Ólafsson, hefði farið frá verkinu, áður en því var lokið. Jón var spurður hvort eitthvað væri hæft í því að hann hefði markvisst látið þetta starf lognast út af, vegna þess að hann liti á þetta sem póiitískt gæluverkefni Framsóknarflokksins: „Ég er nú ekki eins hugfanginn af því að Jón Sigurðsson það sé hægt að frelsa heiminn með framtíðarspám, eins og sum- ir kunna að vera, en ég neita því alveg að nokkrar slíkar hvatir hafi ráðið því að málið lenti í úti- deyfð. Það var einfaldlega eins og með konuna og brauðið góða - hún lenti í öðru!“ sagði Jón Jón sagði að nú stæðu voriir til þess að úr þessu yrði bætt, og líklega kæmi bókin Menning og menntun á tækniöld út á næst-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.