Morgunblaðið - 08.01.1989, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.01.1989, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1989 5 Framleiðsla efiiavopna: Reuter Mynd þessi var tekin í júlímánuði árið 1916 og sýnir hún eiturský yfir vígstöðvum í Norður-Frakkl- andi. Talið er að 94.000 hermenn hafi fallið í eiturerfnaárásum á árum fyrri heimstyrjaldarinnar. Mistök að fara ekki að dæmi Bandaríkjamanna - segir sérfræðingur sovéska utanríkisráðuneytisins Nýir bílar: Sýningarsalir - söluþjónusta Notaðir bílar: Stærsti sýningasalur hérlendis tölvuvædd afgreiösla Smurstöð: Öll smurþjónusta - smávörur Hjólbarðaverkstæði: Hjólbarðasala - hjólbaröaviðgeróir Bílaverkstæði: Almennar viðgerðir Varahlutaverslun: Allir varahlutir - ýmis aukabúnaður - BÍIL FRÁ HEKLU BORGAR 5IG |HfHEKLAHF Laugavegi 170-172 Sími 695500 mmmmmm J J ■ ....■■■ London, Moskvu. The Daily Telegraph, I NIKOLAJ Smídovítsj, einn helsti sérfræðingur sovéska utanríkis- ráðuneytisins á sviði efiiavopna, sagði á blaðamannafundi í Moskvu á fimmtudag að það hefðu verið mistök af hálfu Sovét- manna að fylgja ekki fordæmi Bandaríkjamanna fyrir 20 árum og hætta framleiðslu efiiavopna. Kvaðst hann telja að þá hefði verið unnt að ná samkomulagi um bann við framleiðslu þess háttar vopna. í gær hófst í París ráð- stefiia rúmlega 80 ríkja þar sem ræddar verða leiðir til að koma á slíku framleiðslubanni. írak, ísrael og Líbýa yfir efnavopn- um. Undanfarin átta ár hafa farið fram viðræður í Genf um bann við framleiðslu efnavopna en samkvæmt alþjóðlegum sáttmála frá árinu 1925 er bannað að beita slíkum vopnum í hernaði. Smídovítsj sagði það hafa verið .jákvætt skref“ er Bandaríkja- menn ákváðu árið 1969 að hætta framleiðslu efnavopna. Sovétmenn hefðu á hinn bóginn ekki verið reiðu- búnir til að hætta framleiðslu þeirra og hefðu það verið mistök. Kreml- veijar hefðu varið gífurlegum fjár- munum til framleiðslu þess háttar vopna í stað þess að leita eftir sam- komulagi við Bandaríkjamenn. Bandaríkjamenn hófu framleiðslu efnavopna á ný árið 1987 og sama ár viðurkenndu Sovétmenn í fyrsta skipti að þeir réðu yfir þess háttar vopnum. Sovétmenn kveðast eiga um 70.000 tonn af eiturefnum, sem beita má í hemaði, en vestrænir sérfræðingar telja að birgðir þeirra séu um 300.000 tonn. Fulltrúar um 120 ríkja komu sam- an í París í gær til að sitja ráðstefnu á vegum Sameinuðu þjóðanna um hvernig koma megi á banni við fram- leiðslu efnavopna. Búist er við því að deila Bandaríkjamanna og Líbýu- manna setji mark sitt á ráðstefnuna en ríkisstjómir nokkurra Arabaríkja hafa varað Bandaríkjamenn við því að gera árás á verksmiðjuna í Rab- ta. Talið er að auk risaveldanna ráði um 20 ríki þ.á m. Frakkland, íran, Kaupmannahöfti: Mala gull með litlum dekkjum Kaupmannahöfh. Frá N.J. Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. Lögreglan i Kaupmanna- höfii hefiir að undanförnu komið upp um marga leigubíl- stjóra, sem í gróðaskyni hafa sett oflítil dekk undir bílana. Lítið hjól fer fleiri hringi á ákveðinni vegalengd en það, sem stærra er, og þá gengur gjaldmælirinn um leið hraðar. Ekki er óalgengt, að leigubíl- stjórar verði sér úti um 10-12% aukaþóknun með þess- um hætti og á einu ári getur það svarað til 50.000 dkr. eða rúmlega 350.000 ísl. kr. Lögreglan hefur ekki mann- afla til að fylgjast með öllum leigubílum og þótt stéttarfélag leigubilstjóra viðurkenni þennan vanda hefur það látið sitja við að skora á félagsmennina að stela ekki af viðskiptavinum sínum. Vegna þessa liggja allir undir sök og heiðarlegir bílstjór- ar geta ekki gert neitt annað en biðja fólk um að skoða dekkjastærðina. Á flestum leigubílum á dekkjastærðin að vera 195/70 XR 15 en þegar sett er undir dekk af stærðinni 165/65 XR 15 fer hjólið 18,5 sm skemmri leið í einum hring.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.