Morgunblaðið - 08.01.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.01.1989, Blaðsíða 14
14 MÓKÖUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8i JANÚAR 1989 YASSIR ARAFAT LEIÐTOGI PLO Hryðjnverka- maóur eóa frióardúfa? ÁRIÐ 1964 handtók sýrlenska herlögreglan lítt þekktan Palestínumann í Damaskus, að nafni Yassir Arafat. Honum var varpað í fangelsi ásamt tveimur öðrum félög- um sínum, ásakaður um að hafa æst til óeirða. Ýmsir urðu til að biðja Arafat griða og aðrir settu fram hótan- ir um hefhdaraðgerðir. Arafat slapp við að lenda í gálg- anum og fór í felur. Utan raða Palestínumanna var hann lítið þekktur á þessum árum, en upp úr þessu fer hann að láta að sér kveða. Allar götur síðan hefúr ver- ið kalt á milli hans og stjórnenda í Sýrlandi, en fyrst og fremst ræður þó að persónuleg andúð er milli Ara- fats og Assads forseta Sýrlands. Ferill Yassirs Arafats er um flest hinn sérstæðasti. Á fyrstu árum Frelsissam- taka Palestínu var hann einn hataðasti hryðjuverkamaður heims og skipulagði eða lagði að minnsta kosti blessun sína yfír hin ferlegustu hryðjuverk. Hann hefur alla tíð þurft að keppa við ýmsa sem sóttust eftir völdum innan samtak- anna og hefur ekki fallið forysta Arafats. Nú nær því tuttugu og fímm árum eftir að heimurinn fór að hafa spurnir af þessum lág- vaxna, heldur óásjálega manni sem alltaf virð- ist órakaður og heldur ræksnislegur, er hann virtur og elskaður af þorra Palestínu- manna. Hann heftir smám saman aflað sér virðingar á aiþjóðavett- vangi og nú síðast hafa augu heims- ins beinst að honum er PLO féllst á að viðurkenna tilverurétt Ísraelsríkis og hafnaði hryðjuverkum. Þessu hefði verið tæpt að trúa fyrir nokkr- um árum, en þó skyldu menn gera sér grein fyrir að hugarfarsbreyting Arafats hefur ekki gerst í einni svip- an, hann hefur verið að færast á þessa línu mörg undanfarin ár. Hann segir að það verði að endurmeta allt; heimsmyndin hafí breyst og menn megi ekki stirðna og staðna í mein- lokum. Því stendur Arafat nú með pálmann í höndunum og hann má una vel við, líka með það í huga að hvað eftir annað hefur forystu hans verið ógnað innan PLO og setið hef- ur verið um iíf hans nánast dag og nótt árum saman. Hvarvetna er nú hlustað á hann, vestrænir leiðtogar og vinir ísraels ræða við hann sem jafningja. ísrael- ar standa höllum fæti er þeir þver- neita nú að ræða við PLO, eftir að hafa margsinnis lýst yfir að þeir myndu samstundissetjast niður með fulltrúum PLO til viðræðna ef þeir afneituðu hryðjuverkum og viður- kenndu ísrael. Þeir hafa gersamlega gengið á bak orða sinna, en andstað- an við stefnu stjórnvalda er vaxandi í ísrael og ákvörðun Bandaríkja- manna að tala við PLO mun efa- laust hafa einhver áhrif, þótt það taki ugglaust sinn tíma að sætta Israela við þá tilhugsun að ræða við Arafat. Eins og áður segir er samband stirt milli Arafats og Sýrlandsstjóm- ar. Arafat hefur sagt að hann eigi engan harðsvíraðri andstæðing en sýrlensku stjómina. Hann segir að Assad reyni sem oftast að koma sögusögnum um hryðjuverk PLO af stað. Sýrlendingar séu í rauninni langtum grimmari en Israelar. „Ef ég finnst myrtur eru meiri líkur en ekki til að sýrlenska stjórnin hafí látið fyrirkoma mér,“ segir hann. Arafat er mönnum ráðgáta. Þessi harðsoðni hiyðjuverkamaður er orð- inn að friðardúfu og boðbera sátta og samlyndis. Og hann hefur fengið Palestínumenn, eða meirihluta þeirra til að fylgja sér. Hann hefur margsinnis orðið fyrir auðmýkingu og verið hrakinn á brott úr ýmsum arabalöndum, en hann hefur jafnan risið upp og komið aftur eins og sigurvegari. Það er forvitni- legt að velta fyr- ir sér þessum manni. Arafat segist sjálfur vera fæddur í Jerú- salem 1929. Væntanlega er fæðingarárið rétt en ekki ber öllum saman um fæðingar- staðinn, sumir segja Gaza, aðrir Kaíró. Hvað sem því líður hefur hann sterk tilfínningaleg tengsl við Jerúsalem og svo er um Palestínu- menn almennt og þarf borgin ekki að vera fæðingarstaður þeirra til að þeir beri til hennar svipaðan hug og gyðingar eða kristnir menn. Arafat mun hafa vaxið úr grasi í Gaza. Hann varð ungur að árum forystu- maður skæruliðahreyfíngar ungliða í Gaza, fyrst gegn yfírráðum Breta og síðan gyðinga. Hann tók þátt í stríðinu eftir stofnun Ísraelsríkis 1948. Síðar hélt hann til Kaíró og iauk háskólaprófí í verkfræði. Hann hafði þá komist í kynni við aðra herskáa Palestínumenn sem höfðu einsett sér að vinna að þvi að Pal- estínumenn eignuðust land sitt á ný, hvað sem það kostaði. Meðal þeirra voru Abu Yiad, Abu Jihad, sem ísra- elar myrtu í Túnisborg í fyrra, Abu Nidal, sem síðar klauf sig út úr sam- starfí við Arafat, Habash, sem um langa hríð var andstæðingur hans eftir að Arafat tók að hneigjast til hófsamari stefnu, en Habash hefur nú gengið til liðs við hann á ný. Arafat hefur aldrei kvænst og verið flesta sína daga á faraldsfæti. Hann segist eiga heima alls staðar og hvergi. Þangað til hann komist heim. Um hríð var útbreidd saga um Iúxus og óhófslíf hans. Hvort sem það er rétt eða ekki hefur hann altjent tek- ið upp aðra háttu-og býr oft í flótta- mannabúðum í arabalöndum, þegar hann er á ferðum sínum. Sums stað- ar hafa þjóðhöfðingjar lagt honum til hús, þar á meðal í Bagdad sem nú er aðaldvalarstaður hans, og í Sana’a í Norður-Jemen og líkast til í Túnis. Margir telja að upphaf uppreisn- arinnar á Vesturbakkanum og í Gaza megi beinlínis rekja til þess er leiðtogar Arababandalagsins hundsuðu Arafat og Palestínumálið gersamlega á fundi í Amman í Jórd- IVMNNSIVIYND eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur Teikning Pétur Halldórsson Ordsins maður og gefur skrúðugar yfirlýsingar- og trúir þeim sennilega fats verði að veruleika og honum gefist kostur á að koma aftur til sinnar langþráðu Jerúsalem. Það er mikill misskilningur sem andstæðingar Arafats halda fram að PLO sé undir stjóm marxista eða Moskvukommúnista ellegar þar ráði ferð ofstækisfullir áhangendur Isl- am. í æðstu stjórn PLO eru margir kristnir, en sjálfur er Arafat múham- eðstrúarmaður, hann iðkar trú sína en þykir ekki öfgamaður í þeim efn- um. Þótt síðustu mánuði hafi þróunin orðið sú að ýmsir klofningshópar hafí runnið aftur inn í PLO og undir- gengist að lúta stjórn Arafats, er fjarri því að allir séu sáttir við stefnu hans. Hann nýtur ekki eindregins stuðnings. En margir eru loks reiðu- búnir að viðurkenna að enginn ann- ar sé nægilega sterkur til að halda PLO saman. Málflutningur hans hefur aflað honum trausts, menn geta ekki með nokkurri sanngirni, hvað þá viti, dregið í efa vilja hans til að leita lausnar nú. í flóttamanna- búðum í arabalöndum og á Vestur- bakkanum þar sem aðþrengdir heim- ilislausir landar hans hafast við og búa við bág kjör líta þeir á myndina af honum og segja: Hann er sá eini sem hefur sýnt það í verki að hann vill hjálpa okkur. Hann er hugsjóna- maður og ekki eiginhagsmunasegg- ur eins og ýmsir sem hærri tala. Við svíkjum ekki mann sem hefur með athöfnum sínum í tuttugu og fimm ár sýnt að hann lætur ekki bugast. Hann hefur fylgt takti tímans, horfst í augu við þróun og veruleika, en ekki dagað uppi í kreddum og ofstæki eins og sumir forystumenn í arabalöndum og Isra- el. Og kannski liggur skýringin þar. aníu í nóvember 1987. Arafat krafð- ist eindreginnar stuðningsyfirlýsing- ar leiðtoganna við málstað Pal- estínumanna, en þeir Iétu orð hans sem vind um eyru þjóta. Þó svo að fæstir láti sér detta í hug að stað- hæfa að PLO hafi staðið að uppreisn- inni er þó talið víst að svo mjög hafí Palestínumönnum blöskrað skeytingarleysi arabaleiðtoganna, að það hafí hleypt óeirðunum af stað. Þessi skýring er að mínum dómi rökrétt. Árafat brá einnig við skjótt og af sömu kænsku og hann hefur margsinnis sýnt og von bráðar fylktu Palestínumenn á Vesturbakkanum sér einhuga um forystu samtakanna. En hver er hann þá og hvemig er hann og hvernig stendur á því að hann vekur upp þessa heitu and- úðartilfínningu annars vegar og ein- læga virðingu og beinlínis hrifningu hins vegar? Þessu er ekki auðsvarað og í fljótu bragði minnist ég ekki að hafa séð neina bitastæða skýr- ingu á því. Ein skýringin gæti verið sú inni- lega sannfæring sem hann hefur á því að það sé hann einn sem muni geta leitt Palestínuþjóðina á ný til öndvegis í landi sínu. í viðtali sem ég átti við Arafat í Norður-Jemen fyrir þremur árum, sagðist hann vera maður sögunnar og hann berð- ist fyrir flóknasta og helgasta mál- stað í heimi. Svona yfirlýsing er dæmigerð fyrir Arafat, hann er mik- ill orðsins maður og hefur að hættt Palestínumanna unun af tilfinninga- þrungnum og dramatískum og margræðum yfirlýsingum, sem myndu hljóma eins og innantómt skvaldur af ýmissa vörum, en verða trúverðugar vegna þess hvemig hann segir þær. Án hávaða og handapats, en af einlægni sem er erfítt að efast um. Hann er ekki glæsimenni eins og vikið var að. Nema síður sé. Hann er við fyrstu sýn ótútlegur og óræsti- legur. En hefur um sig óskýranlega áru. Þegar við hittumst loksins eftir að ég hafði beðið hans lengi, spurði hann í þaula hvernig ég hefði vitað að hann væri í landinu. Það hefði ekki átt að fara hátt. Honum virtist skemmt þegar ég sagðist hafa feng- ið fregnir af því í gegnum leyniþjón- ustu Israela. Þó var þetta í sjálfu sér ógætileg fullyrðing. En hann tók henni bara glaðlega. Fáir menn eru í eins stöðugri Iífshættu og Arafat og sæta öryggisgæslu í samræmi við það, fáa menn er jafn erfitt að hitta og Arafat og fáum er betur ljóst en honum sjálfum, að það er æðsta ósk bæði fjandmanna hans í arabaheiminum, í ísrael og víðar að koma honum fyrir kattarnef. Samt sagðist hann ekki lifa í ótta. Horfði á mig og sagði lágt:„ Allt er í hendi guðs. Einnig það hvort ég Iifí.“ í þessu samtali fullyrti Árafat að ísraelar vildu hvorki raunverulegan frið né styijöld, þeir vildu viðhalda status quo sem þá var. „Við höldum baráttunni áfram og væntum lið- veislu allra velþenkjandi manna hvort sem eiga í hlut smáþjóðir eða risaveldi. Ég bið menn enn og einu sinni að kynna sér stöðu okkar og málstað og gleyma ekki Palestínu," sagði hann og bætti við að vonandi hittumst við síðar í Jerúsalem „og þá skulum við halda veislu". Það er frægt að gyðingar kvöddust á þenn- an hátt þegar þeir höfðu ekki að- gang að helgum stöðum í borginni. Orðin voru tákn um að baráttunni skyldi haidið áfram. Síðar skipuðust mál svo að formaður PLO gerir þau að sínum. Og kannski þessi orð Ara- „Finnist ég myrtur er eins líklegt Sýrlendingar standi þar á bak við.“ Hataður og fyrirlitinn framan af blóðugum ferli, en hefur horfst i augu við raunveruleika og snúið við blaðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.