Morgunblaðið - 08.01.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.01.1989, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1989 Varð undir járnbita í brunarústum MAÐUR slasaðist í gær þegar hann varð undir járnbita, sem verið var að fjarlægja úr bruna- rústum byggingarinnar að Rétt- arhálsi 2. Ekki var ljóst hversu mikið slasaður maðurinn væri þegar Morgunblaðið hafði siðast spumir af. Slysið varð skömmu eftir hádegi. Menn voru að störfum við bruna- rústimar og unnu við að hífa járn- bita upp á vörubílspalla þegar óhappið varð. Maðurinn, sem slas- aðist, var fluttur á slysadeild. Rannsóknarlögregla ríkisins og Vinnueftirlit ríkisins komu á vett- vang fljótlega eftir slysið og vinna nú að rannsókn þess. Skíðasvæðið á ísafirði opnað SKÍÐASVÆÐIÐ í Seljalandsdal á ísafirði var opnað i gær, laug- ardag, en það er yfirleitt opnað skömmu eftir áramót. Nú eru þijár lyftur á svæðinu, en sú ijórða verður væntanlega tekin í notkun um næstu mánaðamót. Þá er unnið að því að endurbæta skíða- skálann. Rigning og hláka var á ísafirði í gær, en hlýtt og góður snjór á skíðasvæðinu. ÁlÉirhringdu dyrabjöllum Þinffeyri. ÍÞROTTA- og æskulýðsnefiid Þingeyrarhrepps gekkst fyrir blysfor um Þingeyri að kvöldi þrettándans, og er það í fyrsta skipti sem það er gert á þrettánd- anum. Lagt var á stað frá gmnn- skólanum og gengið um þorpið, en blysforinni lauk með því að kveikt var í bálkesti á íþróttavell- inum. Björgunarsveitin Dýri stóð fyrir flugeldasýningu á íþróttavellinum að lokinni blysförinni og var fjöl- menni viðstatt þótt kalt væri í veðri. Um kvöldið var síðan stöðug- ur straumur lítilla álfa um þorpið og hringdu þeir á dyrabjöllum í hvers manns húsi. „ ,, Hulda. Hvassviðri hamlar flugi INNANLANDSFLUG gekk illa í gær, laugardag, vegna hvass- viðris víða um land og varð að fella nokkrar ferðir niður. Skíða- svæðið á Bláfjöllum var lokað í gær vegna hvassviðris. Flugleiðir þurftu að fella nið- ur ferðir á Akur- eyri, Patreksfjörð og Vestmannaeyj- ar, en flugu til Egilsstaða. Far- þegar biðu enn eft- ir flugi til ísafjarð- ar síðast þegar Morgunblaðið hafði spurnir af. Amarflug flaug til Neskaupstaðar, en þurfti að fljúga til Sauðárkróks í stað Siglufjarðar vegna veðurs. Samkvæmt upplýsingum Veður- stofu' átti hvöss suðvestanátt að ganga yfir í norðanátt með all- hvössum éljum norðanlands að- faranótt sunnudags. Morgunblaðið/Sverrir Hugmyndir em um að tvístefnuakstur verði á Hverfisgötu. Á myndinni sést niður Laugaveg, að gatna- mótunum við Snorrabraut og niður Hverfísgötuna. Umferðardeild: Tillaga um tvístefnu- akstur á Hverfisgötu UMFERÐARDEILD borgarverkfræðings hefiir lagt til að tekinn verði upp tvístefiiuakstur á Hverfisgötu, í stað einstefiiu sem verið hefiir. Ekki er þó talið æskilegt að breyting þessi verði gerð fyrr en Sætún- ið verður komið í endanlega mynd og breytingin miðast enn fremur við gerð Geirsgötu. Geirsgata mun taka við af Sætúni, liggja eftir Miðbakka Reykjavíkurhafnar og sameinast Mýrargötu. Tillagan hefiir ekki hlotið afgreiðslu, en til þess þarf hún að fara fyrir umferðar- nefiid og borgarráð og til afgreiðslu hjá embætti lögreglusljóra. Ljóst er að ekki verður af breytingunum á þessu ári. Þórarinn Hjaltason, verkfræðing- ur umferðardeildar, sagði að tvístefnuakstur á Hverfisgötu hefði verið ræddur í tengslum við deili- skipulag á Skúlagötusvæðinu. Hug- myndin væri sú að Hverfísgata yrði gata sem þjónaði umferð um svæð- ið, en yrði ekki áfram fyrst og fremst umferðaræð í gegnum það. Geirs- gata og Sætún í fullri breidd yrðu hins vegar umferðaræðar svæðisins. „Það er ljóst að ekki verður hægt að hafa tvístefnuakstur á Hverfís- götu frá Kalkofnsvegi að Snorra- braut fyrr en Geirsgata meðfram hafnarbakþanum hefur verið opnuð og Hafnarstræti lokað í austurenda. FVrr dregur ekki úr umferð eftir Hverfísgötu," sagði Þórarinn. „Hins vegar væri hægt að hafa tvístefnu- akstur frá Snorrabraut að Ingólfs- stræti til að byija með. Samþykkt hefur verið að setja upp umferðarljós við mót Hverfísgötu og Klapparstígs og Hverfísgötu og Vitastígs og þau verða líklega sett upp á þessu ári og þá miðað við einstefnu. Ef af því verður að skipta yfir í tvístefnuakst- ur verða líklega settar beygjureinar við helstu gatnamót, til dæmis þau sem áður voru nefnd.“ Þórarinn sagði að óvíst væri hve- nær framkvæmdir hæfust við Geirs- götu. „Samkvæmt mati á fram- kvæmdaþörf síðia árs 1987, var gert ráð fyrir Geirsgötu á næsta ári, 1990. Hins vegar hafa áætlanir um framkvæmdir ekki staðist, svo ljóst er að það dregst, alla vega fram yfír árið 1990.“ Skattahækkanir og gengisfelling: Verðlags- eftirlitið er erfiðara - segir Guðmundur Sigurðsson hjá V er ðlagsstofnun „ÞETTA hefiur gert verðlags- eftirlitið mun erfiðara en áð- ur. Viðmót almennings hefiur breyst til hins verra og að- stæður allar til aðhalds að vöruverði eru verri,“ sagði Guðmundur Sigurðsson yfir- viðskiptafræðingur Verðlags- stofiiunar þegar leitað var álits hans á framkvæmd verð- stöðvunar á sama tíma og vöruverð hækkar almennt vegna gengisfellingar og skattahækkana stjórnvalda. Guðmundur sagði að skatt- breytingar heyrðu ekki undir Verðlagsstofnun. Áhrif þeirra á verðlag gerðu stofnuninni hins vegar erfitt fyrir við framkvæmd verðstöðvunar sem ríkisstjórnin ákvað og stendur út febrúarmán- uð. Hækkanimar sköpuðu óróa meðal almennings enda væri erfitt fyrir fólk að átta sig á af hveiju hver einstök hækkun stafaði og verðskyn neytenda minnkaði. „Á verðstöðvunartímanum hef- ur stofnunin beitt miklu aðhaldi og stuðlað að því að- kaupmenn og framleiðendur fari að reglum við verðlagningu. Þessar skatta- hækkanir og gengisbreytingar hafa gert það að verkum að nán- ast allar neysluvörur hafa hækkað í verði og gerir okkur erfitt um vik að halda aftur af verðhækkun- um sem eru af öðrum toga,“ sagði Guðmundur. Sviptingar á Japansmarkaði: Karfaverð fellur um allt að 50% og útflutningur dregst saman Yeikindi keisarans hafa valdið nokkurri deyfð á markaðnum VERULEGAR sviptingar eru um þessar mundir á sjávarafiirðasölu okkar til Japans. Utflutningur þangað hefur um það bil áttfaldazt á 6 árum og hefiir þar aðallega komið til rækja, karfi, síld og loðnu- afurðir, sem oft hafa vegið þyngst. Útflutningur á heilfrystum karfa hefiir til dæmis vaxið úr 1.300 tonnum í um 8.500 frá árinu 1984 til síðasta árs. Veldur þar mestu mikil fiölgun frystitogara. Verð á karfanum hefiir lengst af farið hækkandi og náði hámarki síðastliðið vor, en síðan hefur verðið hrapað, lækkað um 25 til 50% eftir stærðum og gæðum. Offramboð hefiir verið mikið og fyrirsjá- anlegur er verulegur samdráttur á útflutningi okkar á þessu ári. Veldur þar margt en segja má að íslendingar hafi þar í litlu sem engu um vélt. Gjaldeyrisþörf Sovétmanna, hitafar í Japanshafi og iangt dauðastríð Hirohito, Japanskeisara, sem lézt í fyrrakvöld, veldur þar mestu um. Hlutfallið milli framboðs og eftirspurnar ræður alltaf mestu um verð á viðkomandi vöru. Árleg neyzla á heilfrystum karfa í Japan er um 40.000 tonn. Með hækkandi verði þar eystra, en lækkandi á Vesturlöndum, hafa ýmsir útflytjendur aukið fram- leiðslu fyrir Japansmarkað. Inn- flutningur hefur vaxið úr tæpum 20.000 tonnum árið 1986 í 61.200 1988. Veiði Japana í fyrra nam 9.000 tonnum og birgðir frá árinu áður 10.000 tonnum. Því hafa á síðasta ári verið til reiðu á mark- aðnum 80.000 tonn, tvöfalt meira en árleg neyzla. Þetta er fyrst og fremst skýringin á því, að verð fór að falla síðastliðið vor. Aukning- una á innflutningi má rekja til Sovétmanna, sem á einu ári hafa aukið sinn hlut úr 2.881 tonni í 13.500, Banda- ríkin úr 5.334 í 11.000, íslend- ingar úr 2.432 í 8.500 og Norð- menn úr 766 tonnum í 3.800. Helgi Þórhallsson, sölustjóri hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, er sérfræðingur í viðskiptum við Jap- an. Hann segir, að þegar birgðir verði svona miklar umfram neyzlu, seljist aðeins það bezta, rauðasti karfinn. „Meirihluti karfans, sem veiðist hér flokkast sem fölrauður, sem litið er á sem annars flokks karfa í Japan, enda er japanska heitið á karfa akauo, sem þýðir rauðfiskur. Fölrauði karfinn líður fyrir það að falla í sama flokk og karfinn frá Bandaríkjunum, sem hefur slæm litgæði og er seldur mjög ódýrt,“segir Helgi. Hann seg- ir að óvenjulegt ástand hafi einnig ríkt í sjónum umhverfis Japanseyj- ar. Hlýr hafstraumur hafi verið þar á ferðinni og fært með sér mikinn afla nokkurra tegunda og jafnframt aukið vöxt físksins. Framboð af ferskum fiski hafí því verið mikið og dregið úr eftirspurn eftir frystum fiski, meðal annars karfanum. Framboð á fiski í Japan hafi vaxið verulega milli ára, eða úr 2 milljónum tonna í 2,3 milljón- ir. Þrátt fyrir 14% aukningu geymslurýmis séu allar geymsl- ur fullar og því erfitt um vik. Vegna þessa haldi kaupendur að sér höndun- um. Þeir viti að verð fari lækkandi og því kaupi þeir fremur lítið í einu. Hins vegar ljúki fjárhagsári Jap- ana í marz og telji margir að þá verði botninum náð. „Sjúkleiki Japanskeisara hefur valdið nokkurri deyfð á markaðn- um,“ segir Helgi. „Meðan hann lá fyrir dauðanum hefur fólkið haft fremur hægt um sig og neyzla á dýrum fisktegundum og fiski á veitingahúsum dregizt saman. Áramótin eru mikill fiskneyzlutími og því hefur þetta haft nokkur áhrif. “ Mikil aukning hefur orðið á út- flutningi á heilfrystum karfa, sem helgast af verulegri fjölgun frysti- togara. Á síðasta ári var hlutur frystitogara rúmlega helmingur framleiðslunnar, en var árið 1980 aðeins fimmtungur. Fyrirsjánlegur samdráttur á kaupum Japana og lágt verð frá síðastliðnu vori hefur því verið frystitogurunum þungt í skauti. „Á milli áranna 1987 og 1988 rúmlega tvöfaldaðist útflutn- ingur SH af heilfrystum karfa til Japans. í ár er um fyrirsjáanlegan verulegan samdrátt frá fyrra ári að ræða. Við hvetjum því engan til framleiðslu frameftir ári og leggjum áherzlu á mikla vöruvönd- un, þegar framleiðslan hefst á ný,“ segir Helgi. Útlitið er því dökkt framundan og líklega munu næstu misseri verða frystitogurunum erfíð, eink- um þeim, sem lagt hafa áherzlu á sölu á heilfrystum karfa. Ljós punktur í viðskiptunum við Japan er meðal annars beint flug héðan þangað, sem opnar okkur nýja leið fyrir afurðir okkar inn á þann markað, sem hæst verð borgar fyrir fískafurðir. Líklega reyna ein- hveijir að koma karfanum þangað ferskum, en hvaða árangur það kann að gefa og áhrif að hafa á sölu á frystum karfa leiðir tíminn í ljós. eftirHjört Gíslason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.