Morgunblaðið - 08.01.1989, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ DAGBOK SUNNÚDAGUR 8. JANÚAR 1989
j rx » er sunnudagur 8. janúar. Fyreti sd. eftir þrett-
A iJAvi ánda. 8. dagur ársins 1989. Árdegisflóð í
Reykjavík kl. 6.43 og síðdegisflóð kl. 19.03. Sólarupprás í
Rvíkkl. 9 og sólarlag kl. 16.01. Myrkurkl. 17.12. Sóliner
í hádegisstað í Rvík kl. 13.35 og tunglið er í suðri kl. 14.21.
(Almanak Háskóla íslands.)
En ég segi yður: Elskið óvini yðar og biðjið fyrir þeim
sem ofsækja yður. (Matt. 5,44.)
ARNAÐ HEILLA
rj JT ára afinæli. I dag, 8.
I O janúar, er 75 ára
Þórdís Gunnlaugsdóttir,
Æsufelli 5HC í Breiðholts-
hverfi. Hún ætlar að taka á
móti gestum á heimili sínu
eftir kl. 15 í dag, afmælis-
daginn.
rjf \ ára afinæli. A morg-
I U un, hinn 9. janúar, er
sjötugur Jóhannes Magnús-
son bóndi á Ægissíðu í
Þverárhreppi, V-Hún. Hann
verður að heiman á afmælis-
daginn.
nA ára afinæli. í dag, 8.
• U janúar, er sjötug frú
Finney Amadóttir frá Að-
alvík, Suðureyri, Súganda-
firði. Eiginmaður hennar er
Guðni Ólafsson bifreiðastjóri.
Þau ætla að taka á móti gest-
um í tilefni afmælisins í dag
eftir kl. 15 á heimili dóttur
sinnar og tengdasonar, sem
búa að Háhvammi 6,
Hvammahverfi í Hafnarfírði.
FRETTIR
Á MORGUN, mánudag, 9.
janúar, hefst önnur viðskipta-
vika ársins.
KENNARAHÁSKÓLI ís-
lands. í nýju Lögbirtingablaði
er auglýst laust embætti sem
forseti íslands veitir. Er það
embætti prófessors í upp-
eldis- og kennslufræði við
Kennaraháskólann. Gert er
ráð fyrir að staðan verði veitt
frá 1. júlí á sumri komanda.
Segir að auk háskólaprófs
skuli umsækjandi hafa viður-
kennd kennsluréttindi eða
hafa að öðru leyti nægilegan
kennslufræðilegan undirbún-
ing. Umsóknarfrestur um
þetta embætti rennur út hinn
15. næsta mánaðar. — Einnig
eru lausar við Kennarahá-
skólann tvær lektorsstöður,
sem veita á frá sama tíma
og prófessorsembættið.
Lausar eru stöður lektors í
íslensku. Tekið er fram um
áherslu á nútímaíslensku.
Umsækjandi skal auk há-
skólaprófs í grein sinni hafa
próf í uppeldis- og kennslu-
fræðum m.m. Hin lektors-
staðan er á sviði upplýsing^-
tækni og tölvunotkunar í
námi og kennslu. Hann á líka
auk háskólaprófs að hafa lok-
ið prófí í uppeldis- og kennslu-
fræðum og hafa góða þekk-
ingu á grunnskólastarfí segir
m.a. í augl. sem er frá
menntamálaráðuneytinu.
í MOSFELLSBÆ. Tóm-
stundastarf aldraðra í Hlé-
garði hefst á ný nk. þriðju-
dag, 10. þ.m., kl. 13.30. Þá
mun Þórunn Þórarinsdóttir
fótsnyrtir ræða um fótsnyrt-
ingu. Með því hefst slík þjón-
usta við aldraða í Mosfellsbæ.
Tekið verður á móti tímapönt-
unum.
SKIPIN
RE YKJ A VIKURHOFN: I
dag er danska eftirlitsskipið
Beskytteren væntanlegt.
HAFNARFJARÐARHÖFN:
í gær fór. togarinn Ýmir til
veiða. í dag, sunnudag, fer
Hofsjökull á ströndina.
ÞETTA GERÐIST
ERLENDIS gerðist
þetta á þessum degi::
1806: Bretar hertaka Góðr-
arvonarhöfða endanlega.
1815: Orrustan við New
Orleans. Bandaríkjamenn
sigra Breta á hálftíma í
síðustu viðureign 1812-ófrið-
arins.
1916: Aðgerðum banda-
manna á Gallipoli lýkur.
1917: Þjóðverjar taka upp
ótakmarkaðan kafbátahem-
að.
1918: „Fjórtán punktar"
Woodrow Wilsons forseta
birtir.
1928: Hernám Frakka í
Ruhr-héraði hefst.
1926: Ibn Saud verður kon-
ungur Hejaz og breytir nafni
landsins í Saudi-Arabíu.
1945: Ahmed Pasha forsæt-
isráðherra sigurvegari í kosn-
ingum í Egyptalandi.
1959: De Gaulle verður for-
seti Fimmta franska lýðveld-
isins.
1972: M. Rahman kemur til
London eftir að Pakistanar
slepptu honum úr haldi og
hvetur til viðurkenningar
Bangladesh.
1979: Allt að 60 bíða bana
í mótmælum gegn íranskeis-
ara í borgum írans.
HÉRLENDIS gerðist
þetta á þessum degi, 8.
janúar:
1596: Endi bundinn á sam-
skipti við Englendinga.
1942: Gerðardómslög sett.
1946: Tónlistarskóli Akur-
eyrar tekur til starfa.
1965: Kona kosin í fyrsta
skipti íþróttamaður ársins.
1975: Mánafoss fer á hliðina.
Þennan dag árið 1889 fædd-
ist Bemharð Stefánsson
alþm. og árið 1912 dr. Sigurð-
ur Þórarinsson. UMF Akur-
eyrar, fyrsta ungmennafélag-
ið, stofnað.
BBMu •» * « z> • s * » » m.mrwm a » ■ » « 3 «
1 Forseti haftiar böl-
hyggju og bölrækt
Nú verður ekki betur séð en
að um þessi áramót sé enn og aftur
þörf á því að við tökum okkur bjart-
sýnistak. Því nú um skeið hefur
vofa verið á sveimi meðal okkar og
breitt úr sér freklega — og er köll-
uð kreppa. í fréttum er á því klifað
að hún glotti framan í okkur í
Burt með þig, draugurinn þinn ...
MANNAMÓT
PRESTAR halda hádegis-
verðarfund á morgun, mánu-
dag, 9. þ.m. í safnaðarheimili
Bústaðakirkju.
BÚSTAÐASÓKN. Kvenfé-
Iag Bústaðasóknar heldur
fund í safnarðarheimili kirkj-
unnar annað kvöld, mánudag,
kl. 20.30. — Þá heldur
bræðrafélag Bústaðasóknar
fund í fundarherbergi Bú-
staðakirlqu annað kvöld,
mánudag, kl. 20.30. Ragnar
Guðmundsson segir frá ferð-
um sínum á síðasta ári um
framandi lönd og heimsókn-
um í kirkjur þar.
KVENFÉL. Langholtssókn-
ar heldur sameiginlegan fund
ásamt Safnaðarfélagi Ás-
sóknar og Kvenfélagi Laugar-
nessóknar í Holiday Inn nk.
þriðjudagskvöld, 10. þ.m.
Hefst fundurinn kl. 20.30.
Slegið verður á létta strengi
og geta fundarmenn tekið
með sér gesti. Þær Sigrún í
s. 32360 og Kristín í s. 36222
taka á móti þátttökutilkynn-
ingum félagsmanna.
SAMEIGINLEUR fiindur
Kvenfélags Laugamessókn-
ar, Safnaðarfél. Áskirlq'u og
Kvenfélags Langholtskirkju
verður nk. þriðjudagskvöld í
Holiday Inn veitingahúsinu,
kl. 20.30. Fundurinn er opinn
mökum félagsmanna. Til-
kynna þarf þátttöku til
Margrétar s. 32558, Guðnýjar
s. 35434 eða Erlu s. 689728.
ITC-Kvistur heldur fund í
Holiday Inn annað kvöld,
mánudag, kl. 20.00 og er
fundurinn öllum opinn.
KROSSGATAN
13
I
n ■ _
Hi
_
122 23 24
LÁRÉTT: — 1 ung hross,
5 grenja, 8 rjúfa, 9 margt,
11 rotin, 14 for, 15 kraftur-
inn, 16 vondur, 17 greinir,
19 úrkoma, 21 fyrir stuttu,
22 ásjónu, 25 gyðja, 26 mán-
uð, 27 rödd.
LÓÐRÉTT: — 2 amboð, 3
náttúrufar, 4 skrifaði, 5 ókát,
6 skemmd, 7 þreyta, 9 ljótar,
10 á hveiju ári, 12 drollaðir,
13 líffærunum, 18 tölustafur,
20 óþekktur, 21 veisla, 23
fen, 24 tveir.
LAUSN SIÐUSTU KROSSGATU:
LÁRÉTT: — 1 kulda, 5 gæran, 8 aftur, 9 ódæll, 11 Iafír,
14 afl, 15 volið, 16 illan, 17 inn, 19 næði, 21 aðal, 22 iðj-
unni, 25 aur, 26 áði, 27 rýr.
LÓÐRÉTT: - 2 und, 3 dal, 4 aflaði, 5 gullin, 6 æra, 7 ali,
9 ósvinna, 10 ætlaðir, 12 falaðir, 13 ranglar, 18 nauð, 20
2.3 j£. ____——~——
KVENFÉL. Grensássóknar
heldur fund í safnaðarheimili
kirkjunnar annað kvöld,
mánudag, kl. 20.30, fyrir fé-
Iagsmenn og maka þeirra og
verður spiluð félagsvist, kaffí-
veitingar.
ÁTTHAGAFÉL. Stranda-
manna heldur bamaball fyrir
félagsmenn sína í dag, sunnu-
dag, í Domus Medica kl.
15-18.
MOLAR
• Arið 1436. Guthenberg
finnur upp prentlistina í
borginni Mainz. Hann fann
upp að búa til einstaka bók-
stafi, sem hægt var að seija
saman eftir vild. Á listræn-
an hátt breytti hann skrif-
letri í prentletur. Nokkrum
árum seinna er eirstungu-
listin fundin upp. Myndir
eru stungnar með ýmsum
verkfærum á slétta eir-
plötu. Siðan eru skorurnar
fylltar litum og rakri
pappírsörk þrýst að eirplöt-
unni og koma þá myndir
fram.
• Um 1480 kemur fram á
sjónarsviðið fyrsti stigni
rokkurinn í stað spuna-
rokksins, sem notaður var
frá því í fornöld. Um 1530
finnur Þjóðveiji í
Braunschweig upp fólafjöl
í sambandi við hjólið.
• Árið 1480 finnur ítalsk-
ur myndlistarmaður, mál-
arinn, skáldið og verk-
fræðingurinn Leonardo da
Vinci, upp fallhlífina. Hann
bætti svo annarri merki-
legri uppfinningu við um
1500 en það er lampaglasið
og síðan rakamæli og
þrýstimæli.
ORÐABÓKIN
Rest — leifar — af-
gangur — lok
Um hver jól kemur alltaf
upp í huga mér frá
bemsku minni hér f
Reykjavík orðalag, sem
ég hygg, að heyrist nú æ
sjaldnar. Þegar sjálfír
jóladagamir voru liðnir,
sögðu margir við kunn-
ingja sína, sem þeir hittu:
Gleðilega rest. Voru
menn með þessum orðum
að óska kunningjum
sínum gleðilegrar hátíð-
ar, það sem eftir væri
jólanna, a.m.k. fram á
gamlársdag. Þessu til
staðfestingar eru m.a.
ummæli Halldórs Hall-
dórssonar, fyrrv. próf.,
sem geymd em á seðli í
talmálssafni Orðabókar
Háskólans. Hann segist
segja við menn milli jóla
og nýárs: Gleðilega rest,
og tekur fram, að honum
sé þetta tamt frá bams-
aldri, en hann er fæddur
og uppalinn á ísafírði.
Víðar um land var þetta
sagt um jólaleytið.
E.t.v. mun ekki öllum
hafa þótt þetta fagurt
mál fyrir um 60 árum,
því að vel man ég, að í
bamaskóla bættum við
oft við þessa ósk: en sú
pest. Fram að nýári óska
víst flestir gleðilegra jóla
eða gleðilegrar hátíðar,
en svo úr því segja menn
gleðilegt ár eitthvað fram
eftir janúar.
Aftur á móti lifír restin
samt enn í ýmsum sam-
böndum — því miður. —
Eru þó mörg fslenzk orð,
sem fara betur í munni,
svo sem sjá má á fyrir-
sögn þessa pistils. — JAJ