Morgunblaðið - 08.01.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.01.1989, Blaðsíða 16
■ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGURí 8. JANÚAR 1989 T 16 ER INGl BJORN ALBERTSSON ALÞINGISMAÐUR RÆÐIR UM SJÁLFANSIG OG BORGARAFLOKKINN SJALFSTÆÐIS- MAÐUR Það eru engar ýkjur að segja að Ingi Björn hvíli hér í faðmi fjölskylduliðsins. Majjdalena, kona Inga Björns og móðir barnanna sex er að vísu illa Qarri góðu gamni en börnin sex hafa lagt föður sinn að velli svo ekki verður um villst. Þau eru frá vinstri: Olafur Helgi, 12 ára, Albert Brynjar, 2ja ára, Ingi Björn, 10 ára, Kristbjörg Helga 13 ára Thelma Dögg (litla krílið með boltann) eins árs og Kristinn, 7 ára. í valnum liggur gjörsigraði Valsarinn að sjálfsögðu, Ingi Björn Albertsson. eftir Agnesi Bragadóttur/mynd Ragnar Axelsson HANN DATT inn á þing, í orðsins fyllstu merkingu. Hann hafði aldrei hugleitt afskipti af stjórnmálum, hann hafði aldrei flutt ræðu, hann hafði leikið firnamikinn fótbolta með Val og landsliðinu, auk þess sem hann stýrði heildverzlun fóður síns. Aukin heldur er maðurinn sex barna faðir, sem þykir í dag harla mikið afrek fyrir 36 ára gamlan mann. Maðurinn er Ingi Björn Albertsson, þingmaður Borgaraflokksins og sonur Albérts Guðmundssonar, stofnanda Borgaraflokksins. Staða Inga Björns innan Borgaraflokksins hefur breyst talsvert síðustu daga, í kjölfar þess að faðir hans ákvað að taka tilboði Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráðherra um sendiherrastöðuna í París. Svo gæti farið að Ingi Björn yrði ekki lengi enn í Borgaraflokknum, einkum ef hluti Borgaraflokksins gengur til formlegs stjórnarsamstarfs við nkisstjórnina, en kunnugir telja að Ingi Björn muni þá að öllum líkindum ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Ingi Björn ræðir þessi mál í samtali við Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.