Morgunblaðið - 08.01.1989, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.01.1989, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1989 C 19 Kínverskir verkamenn undirbúa lendingu bandarískra sprengjuflugvéla: yfirráð í lofti voru tryggð. B-29-„risaflugvirki“ frá Banda- ríkjunum og hófu loftárásir á heimaeyjar Japana. Til að stöðva árásir 14. flug- hersins hóf 300.000 manna jap- anskur her sókn gegn flugvöllum Chennaults vorið 1944. Þetta var fyrsta stórsókn Japana í Kína síðan 1938. Þeir náðu hveijum flugvellin- um á fætur öðrum og í ágúst voru eldsneytis- og skotfærabirgðir Chennaults á þrotum. Stilwell gat lítið gert til að hjálpa Kínveijum og þeir virtust standa á barmi upp- gjafar. Roosevelt sannfærðist um að Stilwell hefði haft rétt fyrir sér, en Chiang Kai-shek vildi ekki sam- þykkja að hann tæki við stjórn alls kínverska heraflans og hann var leystur frá störfum 18. október 1944. „Fljúgandi tígrar“ koma sér í loftið til að mæta árás Japana: báru hita og þunga dagsins. Chennault: stofiiandi flugfylkisins Chiang og Stilwell: á öndverðum meiði. Prescott: reynsla úr ferð- um yfir„Hrygginn“. Flying Tigers á íslandi (í marz 1982): DC-8-63CF með ferskfisk til Bandaríkjanna fyrir Coldwater. Ljósm. PPJ Merki flugfélagsins: verður það sameinað öðru fyrirtæki? stjórn Stilwells, jafnvel þótt þeir vildu vera áfram með Chennault. í júlí 1942 fór því svo að aðeins fimm Tígranna buðust til að verða um kyrrt, en 60 fóru heim til Banda- ríkjanna. / Til að koma í veg fyrir að flug- floti Bandamanna í Kína leystist upp sendi flugher Bandaríkjahers nokkra herflugmenn þangað í flýti í júlí 1942. Þeir urðu kjarninn í nýjum flugher Chennaults, China Air Task Force. Fljúgandi tígrarnir voru raunverulega úr sögunni, en hið nýja fluglið náði ekki síður góð- um árangri. Chennault hélt áfram að deila við Stilwell um skiptingu birgð- anna. Chennault taldi að ef hann fengi það sem hann þyrfti gæti hann hrakið Japana úr kínverskri lofthelgi og gert svo mikinn usla í herliði þeirra að þeir yrðu að hörfa frá Kína. Stilwell taldi hins vegar ekki unnt að sigra Japana með loftárás- um einum saman. Samstilltar árás- ir landhers og flughers þyrftu að koma til og efla yrði kínverska her- inn. Hann þóttist líka viss um að Japanar mundu reyna að ná flug- stöðvum Bandaríkjamanna með árásum á landi, þegar loftárásir Chennault yrðu of skeinuhættar. Chiang Kai-shek var á bandi Chennaults, en Stilwell naut stuðn- ings Georges C. Marshalls, forseta herráðs Bandaríkjahers, og Henry H. Amolds hershöfðingja, yfir- manns flughers Bandaríkjahers. I ársbyijun 1943 snerist Franklin D. Roosevelt forseti á sveif með Chennault. Hinn 10. marz 1943 var 14. flugherinn stofnaður og hann leysti China Air Task Force af hólmi. Chennault varð yfirmaður hans og átti að fá megnið af birgð- unum, sem vom sendar yfir „Hrygginn". Fjórtándi flugherinn náði yfirráð- um í lofti yfir Mið-Kína. Chennault hóf árásir á skip Japana á Kína- hafl og gerði mikinn usla á aðal- hernámssvæði þeirra í Austur- og Norður-Kína og Formósu. Vorið 1944 komu langfieyg og hraðfleyg Flutningaflugfélagið Árið 1946 stofnaði Chennault flugfélagið Civil Air Transport (CAT) i Kína með stuðningi Chiang Kai-sheks og UNRRA. Kjarni CATs vora flugmenn og viðgerðarmenn úr Tígranum fljúgandi. Félagið átti að vega upp á móti áhrifum komm- únista í Kína og fluttist seinna til Taiwans. Það komst í eigu CIA 1950 og var fyrirrennari félagsins Air America, sem var notað til leyniaðgerða í Suðaustur-Asíu. Chennault lézt í júli 1958 og var sæmdur þriðju hershöfðingjastjörnu sinni á dánarbeðinu. Robert Prescott fór að dæmi fyrr- verandi yfirmanns síns í stríðinu. Hann stofnaði flugfélag, sem hann kallaði National Skyway Freight áður en hann tók upp nafnið Flying Tiger Line (FTL) rúmu ári eftir stofnun þess og kenndi það þar með við flugfylkið, sem hann hafði flogið með þegar það varði herflutn- ingavélar á leið yfir „Hrygginn“. Á þeim áram höfðu hugmyndir manna um stórfellda loftflutninga mótazt og reynsla Prescotts úr stríðinu kom honum að góðum notum. FTL var fyrsta bandaríska flug- félagið, sem einbeitti sér að vöru- flutningum. Þegar það var stofnað, 25. júní 1945, keypti það 14 Budd Conestogas-flugvélar úr stríðinu fyrir 401.000 Bandaríkjadali og fyrsta afborgunin, 90.000 dalir, var m.a. greidd með framlögum frá félögum Prescotts úr „Tígranum fljúgandi". Félagið fór að ganga vel síðla árs 1946 vel þegar það fékk útveg- aðar 32 Douglas C47-flugvélar („þrista") úr stríðinu og samdi um að flytja birgðir 28 sinnum á viku til bandarískra herstöðva í Austur- Asíu. Þar með hófust víðtækustu loftflutningar einkafyrirtækis, sem um getur. Við þá voru notaðar Douglas C-54-flugvélar, fyrstu fjögurra hreyfla flutningaflugvél- arnar. Mikil samkeppni var á sviði loft- flutninga á þessum áram og FTL átti í höggi við 300 keppinauta 1947. Tveimur árum síðar tók fé- lagið á leigu 25 Curtiss C46-vélar („Commando"), sem Tígrarnir fljúgandi höfðu flogið yfir „Hrygg- inn“ í stríðinu, hjá bandaríska flug- hernum og þær urðu „drottningar" félagsins. Síðan gegndi félagið mik- ilvægu hlutverki í Kóreustríðinu. Árið 1953 bjargaði FTL sér úr miklum fjárhagserfiðleikum (og fékk fyrstu flugvél sína af gerðinni DC-6A. Snemma árs 1954 hóf fé- lagið flutninga um þver og endilöng Bandaríkin og um vorið fékk það leyfi til póstflutninga. Flugvélaflot- inn fjórfaldaðist á einu ári og enda- ' stöðvum fjölgaði úr sex í 30. Bylting varð í loftflutningum í Bandaríkjunum þegar félagið keypti Lockheed Super H Constell- ation-flugvélar 1957 og hóf fyrstu flutninga sína stranda á milli án viðkomu. Félagið pantaði flugvélar af þessari gerð fyrir 28 milljónir dala. Þá hafði ekkert annað flugfé- lag pantað flutningaflugvélar fyrir eins háa upphæð og FTL varð stærsta flutningaflugfélag Banda- ríkjanna. Víetnam-flutningar Árið 1961 festi FTL kaup á 16 Canadair CL-44-skrúfuþotum, hin- um fyrstu sem vora notaðar til flutninga, fyrir 55 millj. dala. Fjór- um áram síðar stökk félagið inn í þotuöldina þegar það keypti flugvél- ar af gerðinni Boeing 707-349C. Víetnamstríðið harðnaði og daglega vora fjórar flugvélar FTL i föram milli Víetnams og Bandaríkjanna. Ekkert annað flugfélag flutti eins mikið vörumagn yfir Kyrrahaf á þessum tíma. Árið 1968 pantaði FTL 17 nýjar DC-8-63F-flugvélar fyrir 206 millj- ónir dala. Ári síðar hóf félagið dag- legar ferðir til að tengja helztu markaði í Bandaríkjunum og Asíu og gerði draum framheijanna að veraleika. Haustið 1974 tók félagið fyrstu Boeing-747-breiðþotur sínar í notkun. í október 1980 tók FTL við rekstri Seaboard World Airlines, sem er þekkt hér á landi, og náði þar með fótfestu á Norður-Atlants- hafi og í Evrópu. Félagið heldur einnig uppi flutningum í Ástralíu og Miðausturlöndum og starfsemi þess nær því um allan heim. í jan- úar 1981 stofnaði FTL dótturfyrir- tækið Metro International Airways, en það hætti starfsemi 1983 og Tower Air tók við rekstri þess. Nú er FTL dótturfyrirtæki sam- steypunnar Tiger Intemational. Önnur dótturfyrirtæki hennar era Tiger-Air, sem heldur einnig uppi alþjóðlegri flugþjónustu, og Warren Transport (vörabílafyrirtæki). í fyrra var flugvélafloti FTL skipaður tíu Boeing 747-200F flugvélum, einni 747-200, einni 747-100, sjö 747-100F og 17 727-100C. Núv. forstjóri félagsins er Stephen Wolf, starfsmenn þess era um 6.500. og aðalskrifstoflirnar eru í Los Angel- es, en voru áður í Burbank. í flugleyfí ísl. samgönguráðu- neytisins segir að Flying Tiger séu veitt réttindi til fragtflutninga til og frá Keflavíkurflugvelli á eftir- töldum leiðum: Til og frá Frankfurt og öðram stöðum í Evrópu og til og frá Tókýó, Seoul, Taipei og öðr- um stöðum í Asíu handan Anc- horage. Gildistími réttindanna er til ársloka 1989 á Evrópuleiðum, en til ársloka 1990 á Asíuleiðum. Á sama tíma er framtíð FTL í óvissu eins og Morgunblaðið hefur greint fíá. Umsvifamesti aðilinn í Bandaríkjunum, sem annast svo- kallaða hraðsendingarþjónustu, fyr- irtækið Federal Express, hefur ákveðið að kaupa Tiger Internation- al fyrir 880 milljónir dala. Federal Express, sem var stofnað 1971, hefur 525 bækistöðvar í Banda- ríkjunum og útibú í Kanada, á Karíbahafssvæðinu, í Vestur-Evr- ópu og Miðausturlöndum. Flugfloti fyrirtækisins er m.a. skipaður 21 DC-10-flugvél, 72 Boeing 727 og 117 Cessnum 208 og fyrirtækið á auk þess 21.000 sendibíla, sem flytja böggla, bréf og skjöl heim til fólks. Talið er að gengið verði frá kaupunum á Tiger International innan hálfs árs, ef opinbert sam- þykki fæst, en rekstur fyrirtækj- anna verður aðskilinn fyrst um sinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.