Morgunblaðið - 08.01.1989, Blaðsíða 20
20 C
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1989
Minning:
Guðmundur HaJldórs-
son frá Botnastöðum
Fæddur 18. ágúst 1904
Dáinn 1. janúar 1989
Afi minn, Guðmundur Halldórs-
son, andaðist á Sjúkrahúsi Skagfirð-
inga á Sauðárkróki á nýársdag. Hann
fæddist á Eldjámsstöðum í Blöndu-
dal í Austur-Húnavatnssýslu 18.
ágúst 1904, en þar bjuggu þá foreldr-
ar hans, hjónin Halldór Jóhannes
Halldórsson og Guðrún Gísladóttir.
Halldór Jóhannes var fæddur 22.
maí 1862 í Syðra-Tungukoti í
Blöndudal, sonur Halldórs Jónasson-
ar bónda í Syðra-Tungukoti og þriðju
konu hans Unu Jóhannesdóttur
bónda á Sigríðarstöðum í Fiókadal,
Guðvarðssonar, en hún bjó lengi
ekkja á Sellandi í Blöndudal. Guð-
rún, kona Halldórs Jóhannesar, var
fædd 30. desember 1863 á Neðri-
Fitjum í Viðidal, dóttir Gísla Gísla-
sonar húsmanns á Neðri-Fitjum, áð-
ur bónda í Hlíð í Kollafirði, og sam-
býliskonu hans Helgu Guðmunds-
dóttur bónda á Kambhóli í Víðidal,
Ásmundssonar, en hún giftist síðar
Jóhanni Guðmundssyni bónda á
Hryggjum á Staðarfjöllum.
Guðmundur var fjórði yngstur í
röð átta alsystkina. Hann ólst upp
hjá foreldrum sínu'm á Eldjámsstöð-
um til 1906, á Hóli í Svartárdal
1906-08 og í Kálfárdal á Skörðum
1908-10, en þá neyddust þau hjónin
til að bregða búi sökum fátæktar og
ómegðar. Fór Guðmundur þá til hjón-
anna Gunnars Jónssonar og Ingi-
bjargar Lámsdóttur, sem þá bjuggu
á Fjósum í Svartárdal, en síðan lengi
á Botnastöðum í sömu sveit. Hjá
þeim sleit hann bamsskónum og
fermdist frá þeim með ágætum vitn-
isburði árið 1919. Eftir fermingu var
hann enn um hríð hjá Gunnari og
Ingibjörgu á Botnastöðum, en síðan
um margra ára skeið vinnumaður
hjá hjónunum Hjálmari Sigurðssyni
og Stefaníu Guðmundsdóttur í Stafni
í Svartárdal. Á þeim tíma dvaldist
hann oft um stundarsakir annars
staðar og var m.a. um vetrartíma í
Vatnshlíð á Skörðum og lærði þá að
leika á orgel hjá Pétri Guðmundssyni
bónda þar.
Frá Stafni lá leið Guðmundar
norður í Skagafjörð, en þangað sótti
hann konu sína, Guðnýju Klöru Lár-
usdóttur. Hún fæddist í Skarði í
Gönguskörðum 25. ágúst 1906,
yngsta dóttir Lárusar Jóns Stefáns-
sonar og seinni konu hans Sigríðar
Bjargar Sveinsdóttur, en þau bjuggu
í Skarði yfir fjörutíu ár og áttu margt
bama. Þau Guðmundur og Klara
voru gefín saman í Glaumbæ á Lang-
holti 16. desember 1933. Fyrstu bú-
skaparár sín áttu þau heima í leigu-
húsnæði á Skagfirðingabraut 10
(Ljósheimum) á Sauðárkróki, en vom
síðar nokkra hríð í Skarði hjá Sigríði,
tengdamóður Guðmundar, sem þá
var orðin ekkja.
Þegar hér er komið sögu, hafði
Guðmundur veikst heiftarlega af
bijósthimnubólgu, sem hafði það í
för með sér, að hann þoldi ekki að
vinna við heyskap og gegningar, svo
nokkru næmi. Atvinnuástand á
Sauðárkróki var um þessar mundir
afar bágborið og vart annað að hafa
en stopula skipavinnu. Allt þetta
varð þess valdandi, að Guðmundur
ákvað að freista gæfunnar á öðrum
slóðum. Fór hann suður á Suðumes
í atvinnuleit haustið 1937, en Klara
kona hans kom á eftir með son þeirra
ungan vorið 1938. Var fjölskyldan á
Völlum í Njarðvíkum fyrsta árið
syðra, en þá vék sonurinn, Jóhann,
aftur norður að Skarði til Sigríðar
ömmu sinnar, sem fóstraði hann
fram að skólaaldri og mörg sumur
eftir það.
Frá Völlum fluttust þau Guðmund-
ur og Klara inn í Keflavíkurkauptún
og bjuggu í leiguhúsnæði hjá Run-
ólfi Þórðarsyni á Suðurgötu 19 (síðar
Suðurgötu 25) næstu fjögur árin, svo
hluta úr ári hjá Jóni Guðmundssyni
við Heiðarveg, en reistu sér þá lítið
og snoturt einbýlishús, þar sem nú
er Faxabraut 32b, og nefndu Heiðar-
býli. Reis það af grunni árið 1943
og stóð uppi í heiði langt frá þáver-
andi byggðum bólum í Keflavík.
Fluttust hjónin inn í það fýrir hátíð-
ina, sem hajdin var á Þingvöllum
árið 1944. Áður hafði Guðmundur
reist útihús hjá Heiðarbýli og voru
þau hjón með kýr og hænsni fyrstu
búskaparár sín þar og drýgðu tekjur
sínar með því að selja mjólk og egg.
Á Sauðárkróksárum sínum vann
Guðmundur alla vinnu, sem til féll,
og var þá m.a. tvö sumur í síld á
Siglufirði, ásamt konu sinni. Árið
sem hann var á Völlum, leigði hann
jörðina af hjónunum Valdimar
Bjömssyni og Sigríði Ámadóttur,
hafði þar nokkrar kýr og seldi mjólk,
sem hann keyrði á rejðhjóli heim til
viðskiptavina sinna. Á fyrstu ámm
sínum í Keflavík vann Guðmundur
öll störf, sem til féllu, m.a. við skipa-
vinnu svo og við fiskverkun, lengst
hjá Lofti Loftssyni eða af og til í
þijú ár. Eftir að hann hætti hjá Lofti
fékk hann vinnu hjá Þórði Einars-
syni húsasmíðameistara og starfaði
með honum að húsbyggingum og
viðgerðum öðru hveiju næstu tvö ár.
Seinna haustið sem hann var hjá
Þórði, vildi Þórður taka hann sem
lærling, en var af einhveijum orsök-
um synjað um það af Iðnaðarmanna-
félaginu í Keflavík. Þetta sama haust
sendi Þórður Guðmund einhveiju
sinni til þess að dytta að þaki á húsi
Gunnars Sigurfinnssonar húsgagna-
bólstrara í Keflavík. Stóð þá svo á,
að Gunnar vantaði laghentan mann
til starfa og réði hann Guðmund til
sín um þriggja mánaða tíma, að
smíða dívangrindur. Teygðist svo úr
samstarfí þeirra, að Guðmundur
vann hjá Gunnari í tvö ár eða lengur
og nam hjá honum undirstöðuatriði
húsgagnabólstrunar, en hóf þá sjálf-
stæðan rekstur í iðninni og hafði af
því lifibrauð sitt fram á elliár. Var
hann um áratuga skeið eini starfandi
húsgagnabólstrarinn á Suðumesjum
og stofnsetti í Keflavík bólstmn þá,
sem við hann er kennd og nú er rek-
in af Jóhanni syni hans, en þeir feðg-
ar unnu saman að iðninni alla stund
frá því að Jóhann komst til þroska
í Heiðarbýlinu bjuggu þau Guð-
mundur og Klara allt til ársins 1965.
Tóku þau til sín Sigríði tengdamóður
hans, en þau voru alla tíð mjög sam-
rýmd. Var hún hjá þeim á þrettánda
ár og andaðist í skjóli þeirra 1957.
Þá var lengi á heimili þeirra Fanný
Sigríður Lárusdóttir, systir Klöru,
sem nú er háöldruð á Elliheimilinu
Garðvangi í Garði. Árið 1955 byijaði
Guðmundur að grafa fyrir grunni
steinhúss þess, sem síðar reis að
Faxabraut 32a í Keflavík, tveggja
hæða með risi. Vann hann ötullega
að byggingu þess, ásamt konu sinni,
en langur tími leið áður en húsið
yrði fullbúið til íveru. Það var ekki
fyrr en tíu árum síðar að þau hjón
fluttust úr Heiðarbýlinu í steinhúsið,
en áður hafði Guðmundur flutt
bólstrun sína á neðstu hæð þess.
Guðmundur og Klara báru mjög
sterkar taugar til Norðurlands og
hefðu bæði kosið að lifa þar allan
sinn aldur, þótt örlögin höguðu því
á annan veg. Um áramótin 1980-
1981 settist Guðmundur í helgan
stein, og svo er það í febrúarmánuði
1983, að gömlu hjónin taka sig upp
og flytja búferlum norður á Sauðár-
krók eftir 45 ára veru syðra. Bjuggu
þau fyrst rúmt ár í leiguhúsnæði að
Suðurgötu 1, þá hluta úr ári Aðal-
götu 14, en keyptu svo húseign á
Hólavegi 10, þar sem Guðmundur
átti heimili uns yfir lauk.
Guðmundur afi minn var í lægra
meðallagi á vöxt, fremur grannholda
alla.tíð, ljósskolleitur á hár, en hærð-
ist snemma, með gráblá augu, fjörleg
og glettnisleg, höfðinglegur í fram-
göngu og bar með sér mikla persónu-
töfra. Hann var léttleikamaður hinn
mesti, íjörlegur í öllum hreyfingum,
hraustmenni og átti fáa sína líka að
dugnaði og seiglu. Hann var með
afbrigðum lagtækur maður, svo
segja mátti að allt léki í höndunum
á honum. Á yngri árum sínum fékkst
hann nokkuð við tamningar og þótti
takast vel. Hann var vel greindur
og manna skilningsríkastur, fróð-
leiksfús og bókhneigður og mjög ljóð-
elskur. Kunni hann feiknin öll af
lausavísum og öðrum kveðskap, sem
hann hafði gjarnan á hraðbergi.
Hann var söngelskur og músíkalsk-
ur. Var hann einn af fyrstu meðlim-
um Karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps
og starfaði þar í fjölda ára, en síðan
um langt skeið í Karlakór Keflavík-
ur. Á fimmtugsafmælinu fékk hann
orgel að gjöf frá konu sinni og spil-
aði oft á það sér og öðrum til ánægju.
Guðmundur var félagslyndur og
glaðlyndur og hafði góða kímr.igáfu.
Var jafnan ofarlega í honum strákur-
inn og átti hann létt með að vekja
glaðværð í kringum sig, þannig að
fólki leið vel í návist hans, enda líka
mjög alúðlegur í allri framkomu
sinni. Hann var yfir höfuð velviljaður
maður, afar bamgóður og dýravinur
mikill. Hann var tilfinningamaður,
þó hann færi dult með, og oft niður-
sokkinn í hugsanir sínar. Hann var
geysilegur skapmaður, þó á því bæri
ekki að öllum jafnaði, og gat verið
HÁSKÓLI ÍSLANDS
Endurmenntunarnefnd og Reiknistofnun
TÖLVUNÁMSKEIÐ
A VORMISSERI 1 989
Tölvunotkun fyrlr PC-tölvur (42 klst.)
Lýsing: Þetta er alhliða námskeið
þar sem farið verður í ritvinnslu
(Word Perfect), töflureikni (Pian
Perfect), stýrikerfi (MS-Dos) og
gagnagrunnkerfi (dBase III+).
Umsjón: Bergþór Skúlason, tölv-
unarfræðingur Reiknistofnun H.i.
Tími og verð: Námskeiðið hefst í
janúarlok og verður í 14 vikur, 3
tímar einu sinni í viku. Þátttöku-
gjald kr. 22.000,-
SkráarvlflBSla í dBase III+
(fyrir PC-tölvur)
Lýsing: Krafist er reynslu í tölvu-
notkun, bæði ritvinnslu og töflu-
reikni (þekking á forritunarmáli eða
öðru skráarvinnslukerfi dugir einn-
ig). Þetta er með öflugustu og út-
breiddustu kerfum til skráavinnslu
og forritunar á PC-tölvum.
Leiðbeinandi: Halldóra Magnús-
dóttir, tölvunarfræðingur.
Tími og verð: 30. jan.-2. feb., kl.
8.30-12.30, verð kr. 8.500,-
Orðsnilld (Wordperfect fyrir PC-tölvur)
Lýsing:
Þetta er þróað ritvinnslukerfi með
fjölbreytta möguleika á uppsetn-
ingu texta og til þess að flytja
gögn í prentsmiðju. Hentugt fyrir
þá sem skrifa bækur eða langar
greinar.
Tími og verð: 23.-26. janúar kl.
13.00-17.00, verð kr. 8.500,-
Forritun í dBase III+ (fyrir PC-tölvur)
Lýsing:
Þetta er framhald af námskeiðinu
um skráavinnslu í dBase III+.
Leiðbeinandi:
Þórunn Pálsdóttir, tölvunarfræð-
ingur.
Tími og verð:
6.-9. febrúar, kl. 8.30-12.30, verð
kr. 8.500.-
MS-Des stýrikerfið (fyrir PC-tölvur)
Lýsing:
Þetta námskeið er ætlað þeim sem
hafa dálitla reynslu í tölvunotkun.
Fjallað er um skrár, afrit og vélbún-
að.
Leiðbeinandi: Bergþór Skúlason,
tölvunarfræðingur.
Tími og verð: 6.-8. febrúar kl.
13.00-17.00, verð kr. 6.500,-
Plan Perfect (fyrir PC-tölvur)
Lýsing:
Þetta er töflureiknir á íslensku
ætlaður til alhliða útreikninga og
gagnavinnslu. Býður upp á tengi-
möguleika við Orðsnilld (Word
perfect) og hefur sama skipana-
sett.
Tími og verð: 30. jan.-2. febrúar
kl. 13.00-17.00, verð kr. 8.500,-
Uoixkynniuo
Lýsing:
Þessi kynning er ætluð þeim sem
hafa nokkra reynslu af tölvuvinnslu
og forritun í einhverju stýrikerfí.
Kynnt verður sérstaða Unixstýri-
kerfisins, samskiptamöguleikar og
notendaforrit.
Tími og verð: 13.-15. febrúar kl.
8.30-12.30, verð kr. 8.500,-
Tex og Latex (fyrir PC-tölvur)
Lýsing: Kennd verða grunnatriði í
notkun TEX hins víðkunna setning-
ar- og umbrotsforrits Donalds E.
Knuth, sem einkum er annálað fyr-
ir framúrskarandi eiginleika við
setningu stærðfræðitexta. Sér-
staklega verður miðað við þá gerð
TEX sem nefnist LATEX. Greint
verður frá ólíkum ritsniðum og
,,umhverfum‘', leturgerðum og
stærðfræðisetningu. Fjallað verð-
ur um það með hvaða hætti not-
andinn getur breytt skilgreiningum
á rítsniðum.
Leiðbeinandi: Jörgen Pind, deild-
arstjóri Orðabókar HÍ.
Tími og verð: 6.-9. febrúar kl.
8.30-12.30, verð kr. 9.500,-
Nstkun tolvu vifi tölfræðilega gagna-
viiislu (fyrir PC-tölvur)
Lýsing: Farið verður yfir helstu
atriði tölfræðiforritsins Spss/pc+
og rifjuð upp undirstöðuatriði úr
tölfræði.
Leiðbeinendur: Helgi Þórsson,
tölfræðingur.
Tími og verð: 6. mars-24. apríl,
kl. 8.30-12.30 á mánudögum (sjö
sinnum hálfur dagur - 28 klst.),
verð kr. 14.000.-
Staðarnet (Lan)
Tími og verð: 27. febr.-2. mars,
kl. 8.30-12.30, verð kr. 12.000,-
Tölvusamskipti og gaguabankai
Tími og verð: 17.-19. apríl, kl.
8.30-12.30. Þátttökugjald kr.
Leiðbeinandi: Leiðbeinandi á öll-
um námskeiðum verður Halldór
Kristjánsson, Tölvu- og verkfræði-
þjónustunni.
Notkun Macintosh - almennir notendur
Tími: 27. janúar í 4 eða 6 klst.
Grunnnámskeifi - Microsoft Works:
Tími og verð: 9.-12. jan., kl.
16.00-19.00, 16.-19. jan., kl.
16.00-19.00, 23.-25. jan., kl. 8.30-
12.30 og helgarnámskeið 28.-29.
jan., kl. 9.00-16.00. verð kr. 8.500.-
Notkun Macintosh - kerfisstjóro:
Tími: 13.-15. feb., kf. 8.30-12.30.
Verð kr. 8.500.-
Microsoft Worf - ritvinnsla:
Tími: 23.-26. janúar, kl. 16.00-
19.00. Verð kr. 8.500.-
Microsoft Excel - töfiureiknir og vifi-
skiptagrafík:
Tími: 30. jan.-2. feb., kl. 16.00-
19.00. Verð kr. 8.500,-
Microsoft Excel - viðskipti og stjórnun:
Tími: 20.-22. febr. kl. 8.30-12.30.
Verð kr. 9.800.-
Page Maker 3.0 - umbrotsforrit:
Tími: 6.-9. febrúar, kl. 16.00-19.00.
Verð kr. 8.500.-
Filemaker II - gaguasafnskerti:
Tími: 13.-16. febrúar, kl. 16.00-
19.00. Verð kr. 8.500.-
Hypercard - alhliða upplýsingasöfnun:
Tími: 28.-31. mars, kl. 19.30-
Teiknun og myndgerð:
Tími: 9.-12. janúar kl. 19.30-22.30.
Verð kr. 8.500.-
NáMSKEIB f HUGBÚNABARGERB
Fjórðu kynslóðarmál - ný viðhorf
f tölvunotkun
Tími: 30. jan.-1. febr., kl. 13.00-
17.00.
Einingaforritun ug hugbúnafiargerfi
- með sérstakri áherslu á fjölnota
(generic) einingar í Ada.
Tími: 20.-22. febrúar (14 klst.).
Kerfisgerð:
Staðlar og aðferðafræði
Tími. 13.-16. mars (16 klst.), kl.
9.00-13.00.
Tölvu- og mælitækni
- hagnýting tölva til mælinga og
stýringa
Tími og verð: 17.-21. apríl (15
klst.). Þátttökugjald kr. 9.500.-
Þekkingarkerfi („Expert systems“)
Tími og verð: 5.-7. apríl, kl. 13.00-
18.00. Þátttökugjald kr. 9.500.-
Sölu- og markaðsmál í hugbúnaðarfyrir-
tækjum
Tími: í maí, kl. 8.30-12.30 í tvo til
þrjá daga.
Nýjar aðferðir í hönnun tölvuhugbúnaðar
Tími: 3. maí.
Hlutbundin forritun (object oriented pro-
gramming)
- og nýjar aðferðir við skilgrein-
ingu kerfa
Tími: 10.-12. maí.
22.30. Verð kr. 8.500,-
Skráning fer fram á aðalskrifstofu H.í. í síma 694306 en nánari upplýsingar eru veittar
á skrifstofu endurmenntunarstjóra í símum 694923, 694924 og 694925.
(íbHU3MH0V4K.