Morgunblaðið - 08.01.1989, Síða 21

Morgunblaðið - 08.01.1989, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1989 C 21 langrækinn, ef honum fannst vera gert á hluta sinn að ósekju. Ekki var hann hefnigjam, en þess kappsamari um að halda hlut sínum, og munu fáir menn hafa lagt meiri metnað í það, að standa vel fyrir sínu. Einarð- ur var hann og sagði meiningu sína hispurslaust, hver sem í hlut átti. Guðmundur var drengskaparmaður mikill, stálheiðarlegur í viðskiptum og stóð hvert hans orð eins og stafur á bók. Hann var greiðvikinn og raun- góður, vildi hvers manns vanda leysa og gekk þá oft nær sjálfum sér en góðu hófí gegndi. T.d. kom það oft fyrir, að hann vann við bólstrun langt fram eftir aðfangadegi til þess eins að geta staðið við gefín loforð. Guðmundur varð aldrei auðugur maður, en vann sig upp úr fátækt til bjargálna með kappsemi og dugn- aði. Skólamenntunar naut hann engrar, utan bamaskóla, og hefði þó vel mátt komast langt á mennta- brautinni, hefði hann fengið kost á því að læra, en hann óx við hvert eitt próf sem hann gekkst undir í skóla lífsins. Hann gaf sig lítt að félagsmálum, ef frá em talin störf hans í karlakórum, en stundaði af alhug atvinnu sína og heimili. í stjómmálum fylgdi hann óhvikull Framsóknarflokknum, en lét pólitík- ina aldrei leiða sig út í öfgar og bijála dómgreind sína og raunhæft manngildismat, eins og sumum hætt- ir til. Hann unni af heilum hug ætt- jörð sinni og íslenskri menningararf- leifð, og var stoltur af því að vera íslendingur og Norðlendingur. Hann túði staðfastlega á Guð og annað líf. Síðla árs 1988 fór hann að kenna þess sjúkdóms, sem dró hann til bana, og er fram í sótti var hann orðinn þess fullviss, að þessi lega yrði hans síðasta, en tók örlögum sínum með þeirri karlmennsku og æðruleysi, sem einkenndu líf hans allt. Klara Lámsdóttir, kona Guðmund- ar, lifír mann sinn. Hefur hún reynst honum dyggur og góður lífsfömnaut- ur, og stutt hann með ráðum og dáð, og ætíð best, þegar mest lá á. f banalegunni sýndi hún honum frá- bæra ástúð og umhyggjusemi og hafði hann heima hjá sér í lengstu lög, þrátt fyrir margs konar óþæg- indi og erfiðleika, sem því fylgdu. En síðustu tvo sólarhringana, sem afí lifði, var heilsu hans þannig kom- ið, að ekki varð lengur undan því vikist að leggja hann inn á sjúkrahús. Einkasonur þeirra Guðmundar og Klöm er Guðmundur Jóhann (f. 15. desember 1934 á Sauðárkróki) hús- gagnabólstrari og hljóðfæraleikari í Keflavík. Hann er kvæntur Önnu Þóm Pálsdóttur frá Álftártungu á Mýmm og eiga þau þijár uppkomnar dætur, en áður var Jóhann trúlofaður Valdísi Marinu Valdimarsdóttur, sem nú er búsett í Newport, Rhode Island í Bandaríkjunum, og eignaðist með henni tvö böm. Þá fóstmðu þau Guðmundur og Klara sonarson sinn, Guðmund Sigurð Jóhannsson, undir- ritaðan, sem jafnan hefur átt heimili hjá þeim. Afi minn og amma, Guðmundur og Klara, em þær manneskjur, sem ég stend í mestri þakkarskuld við, bæði fyrir uppfóstrið og ýmsar aðrar velgerðir fyrr og síðar. Eg kveð afa með þökk og virðingu og mun minn- ast hans í hvert sinn, er ég heyri góðs manns getið. Ömmu, pabba óg öðmm aðstandendum votta ég dýpstu samúð mína. Vil ég svo ljúka þessum orðum á vísu eftir Skarphéð- in Einarsson f Ytra- Tungukoti, en hana mun ég hafa lært af afa eins og svo margar fleiri. Æskan hrífst við ðldusog út á þroskans drafnir, svo eru orfá áratog inn á dauðans hafnir. Allir þeir, sem greitthafa laun á árinu Í988, skulu skiia launamiðum vegna greiddra launa á þar tilgerðum eyðu- biöðum tii skattstjóra. Frestur til að skila iaunamiðum rennur út 20. janúar. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI Guðmundur Sigurður Jóhannsson UTSALAN VOma HEFST Á MORGUN! Laugavegi 52, sími 14485

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.