Morgunblaðið - 08.01.1989, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 08.01.1989, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1989 C 37 10 BESTU MYNDIR ÁRSINS í mSnum augum var kvikmyndaárið 1988 svo eindæma gott að ég get ekki gengið frá listanum yfir 10 bestu myndir ársins án þess að nefna 10 aðrar, sem allar höfðu margt til síns ágætis og hefðu, í venjulegu kvikmyndalegu árferði, flestar flogið í eitthvert heiðurssætanna. 1. Fullt tungl („Moonstruck"). Norman Jewison. Bandarísk. 2. Bless krakkar („Au revoir les enfants"). Louis Malle. Prönsk. 3. Gestaboð Babette („Babettes gæstebud"). Gabriel Axel. Dönsk. 4. Von og vegsemd („Hope and Glory“). John Boorman. Bresk. 5. Slðasti kelsarlnn („The Last Emperor"). Bemardo Bertol- ucci. Bresk/ítölsk/kínversk. 6. Góðan daginn, Víetnam („Good Moming Vietnam"). Barry Levinson. Bandarísk. 7. Hver skeilti skuldlnni á Kalla kanfnu? („Who Framed Roger Rabbit?"). Robert Zemeckis. Bandarísk. 8. Óbærllegur lóttlelkl tllverunnar („The Unbearable Ligh- tness of Being“). Philip Kaufman. Bandarísk. 9. Á tæpasta vaðl („Die Hard“). John McTieman. Bandarísk. 10. Tímahrak („Midnight Run“). Martin Brest. Bandarísk. Þær sem fylgdu fast á eftir: Sá stóri (,,Big“), Gaby, Hundalíf („Mit liv som en hund“), Klíkumar („Colors"), Svífur að hausti („The Whales of August"), Veldi sólarinnar („The Empire of the Sun“), Sjónvarpsfréttir („Broadcast News“), Rokkað með Chuck Berry („Ha- il! Hail! Rock’n’Ro!l“), Barflugur (,,Barfly“) og Roxanne. Sœbjörn Valdlmarsson. 10 BESTU MYNDIR ÁRSINS 1. Síðasta freistlng Krists („The Last Temptation of Christ"). Martin Scorsese. Bandarísk. 2. Óbærilegur léttlelkl tllverunnar („The Unbearable Light- ness of Being"). Philip Kaufman. Bandarísk. 3. Von og vegsemd („Hope and Glory"). John Boorman. Bresk. 4. Hundalff („Mit liv som en hund“). Lasse Hallström. Sænsk. 6. Gestaboð Babette („Babettes gæstebud"). Gabriel Axel. Dönsk. 6. Bless krakkar („Au revoir les enfants"). Louis Malle. Prönsk. 7. Sfðastl kelsarlnn(The Last Emperor"). Bemardo Bertoluc- ci. Bresk/ítölsk/kínversk. 8. Sjónvarpsfréttlr („Broadcast News"). James L. Brooks. Bandarísk. ^ 9. Tfmahrak („Midnight Run“). Martin Brest. Bandarísk. 10. Hver skelltl skuldlnnl á Kalla kanfnu? „Who Framed Roger Rabbit?“). Robert Zemeckis. Bandarísk. Arnaldur Indrlðason BESTIR OG VERSTIR BESTI KARLLEIKARI í AÐALHLUTVERKI Robert De Niro ( Tímahraki BESTA LEIKKONA í AÐALHLUTVERKI Holly Hunter f Sjónvarpsfréttum VERSTI KARLLEIKARI í AÐALHLUTVERKI Michael Caine í Jaws IV: Hefndin VERSTI KVENLEIKARI í AÐALHLUTVERKI Jill Ireland ( Banatilræði. TI'U VERSTU MYNDIRNAR 1988 1. Amerískur Nlnja 2 (HÖrkutól stíga ekki í vitið) 2. Hitnar f kolunum (Rod Steiger á botninum) 3. Jaws IV: Hefndin (Michael Caine á botninum) 4. Leonard VI. hlutl (Bill Cosby á botninum) 5. School Daze (Þvælan endalausa) 6. Banatllræðl (Bronson bara hættir ekki) 7. Blood Relatlons (Hvað var þetta?) 8. Bylgjan (Brimbrettakappar, brúnir og herðabreiðir) 9. Stefnumöt á Two Moon Junetlon (Sveitt og ber að ofan) 10. Slklleylngurlnn (Réttu mér skærin!) UÓTASTA MYNDIN 1988 Vftlskvallr („Hellraiser") SÆTASTA MYNDIN 1988 Þrfr menn og barn þ.e.a.s. áður en Síðasta freisting Scorsese kom til. Hættuleg kynni var svona mynd sem fékk kvenrétt- indakonur til að krossleggja fæt- urna og alla aðra til að undrast yfir látunum. Furðulegustu hlutir vom lesnir út úr þessum ágætlega leikna, ágætlega spennandi en á endanum skammarlega innihalds- litla framhjáhaldsþriller og þeir sem undruðust mest voru þeir sem gerðu hana. Þeir fóru af stað með hverja aðra spennumynd en enduðu á því að svara spumingum um öruggt kynlíf og hvort Glenn Close væri holdtekning alnæmis! Michael Douglas græddi mest af öllum. Hann varð kyntákn. Og jafnvel enn meira svo með sinni næstu mynd, „Wall Street". Hún reyndist ekki það meistaraverk sem fylgismenn hins ágæta Oliver Stones væntu en hún átti sínar mögnuðu stundir og það var ekki síst Douglas að þakka í hlutverki gróðapúkans og yfirtökukeisarans, Gordon Gekkos. Græðgi er góð — ræðan hans minnti óþyrmilega á kauphallarhrunið á Wall Street um sama leyti og myndin var frumsýnd vestra. Tímasetningin gat ekki ver- ið betri. Sikileyingur Michael Ciminos olli meiriháttar vonbrigðum. Leikara- ráðningin var misheppnað; leikar- amir, sem flestir voru breskir, áttu betur heima í Húsbændum og hjú- um en ítölskum gangsterarullum og klippingin var afleit. Kvik- myndaverið réði henni; Cimino vildi helmingi lengri mynd en framleið- andinn tók það ekki í mál og klippti hana eins og gamlan dúk. Sikiley- ingurinn varð á endanum dæmigerð fyrir klúðrið sem verður þegar kaupsýslumennirnir í Hollywood halda að þeir séu bestu leikstjóram- ir. Að auki var Lambert hroðalegur í titilhlutverkinu. Það brugðust fleiri en Cimino. Sir Richard Attenborough hrópaði á frelsi svarta meirihlutans í S-Afríku en það kafnaði í heldur döprum eltingaleik Kevin Klines út úr landinu, sem tók hálfa myndina. Hún hafði allar réttu meiningamar en það sem átti að vera áróðurs- mynd varð eins og hver önnur spennumynd og ekkert sérstök sem slík. Stundum náði sörinn sér þó á strik og þá blasti við hið miskunnar- lausa kerfi mannvonsku og níðings- verka hvítu minnihlutastjórnarinn- ar. Ridley Scott ætlaði að gera spennumynd úr Einhverjum til að gæta mín („Someone to Watch over Me“) en útkoman varð gullfalleg leiðindi og Peter Yates ætlaði líka að sviðsetja spennu í Húsinu á Carr- ollstræti en ólíkindin vom með ólík- indum og maður náði sér aldrei eftir fyrsta geispann. Betur tókst Roger Spottiswoode upp í Hættuförinni („Shoot to Kill“) þar sem Sidney Poitier dúkkaði upp á yfirborðið eftir áratugs hlé. Þetta var öræfaþriller í bestu merkingu þess orðs og Roger náði oft upp góðri spennu í svimandi hengiflug- inu. Sömuleiðis kom Polanski á óvart með skemmtilega lág- stemmdri og kíminni spennumynd frá París með Harrison Ford glimr- andi í aðalhlutverkinu. Húmorinn í Örvæntingu („Frantic") var sérlega kitlandi, einkum þegar Polanski beindi honum að Frökkum í túrista- þjónustunni. Enginn gerði þó skemmtilegri blöndu af hasar, spennu og gríni á árinu en John McTieman í Á tæpasta vaði („Die Hard“). Nýja Fox-byggingin í Los Angeles var næstum lögð í rúst í óstöðvandi látunum með Bmce Willis blóðugan og berfættan hopp- andi á milli 40 hæða í baráttu við 12 alþjóðlega hryðjuverkamenn. Hún var eins og „Towering In- femo“ í Beirút með Willis í hlut- verki slökkviliðsins. Hann fékk fimm milljónir dollara fyrir leikinn og þótti öílum mikið en áhrifaríkari hasarmynd hefur ekki getið að líta lengi. Fjórir nýir leikstjórar hver úr sinni áttinni komu á óvart með byrjendaverkum sínum. Bandaríski rithöfundurinn Norman Mailer gerði sjálfur klúra og meinfyndna mynd eftir enn klúrari sögu sinni, Hörkutól dansa ekki („Tough Guys Don’t Dance“); Danny DeVito gerði merkilega skemmtilega mynd, sem hét því furðulega nafni Hentu mömmu af lestinni („Throw Momma off the Train") og státaði af mömmuferlíki sem jafnvel móðir Teresa gæti viljað kála; saminn Nils Gaup gerði Leiðsögumanninn- („Vejviseren") með Helga „okkar“ Skúlasyni í hlutverki þess versta af þeim verstu og breski hrollvekju- höfundurinn Clive Barker sýndi okkur Vítiskvalir („Hellraiser"), sem einkenndist ríkulega af tveimur ómissandi þáttum hverrar B-mynd- ar; sulli og bulli. Öllu menningarlegri voru Bless krakkar („Au revoir les enfants") eftir Louis Malle, Veldi sólarinnar („Empire of the Sun“) eftir Steven Spielberg og Von og vegsemd („Hope and Glory-“) eftir John Boor- man. Allt voru það ólíkar myndir og persónulegar en áttu það sam- eiginlegt að fjalla um krakka í stríði. Malle sagði á einkar hljóðleg- an og væmnislausan hátt frá at- burði í æsku sinni þegar nasistar tóku skólabræður hans og sendu í útrýmingarbúðir; Spielberg, í enn einni tilraun til að fullorðnast, sagði frá ótrúlegum aðlögunarhæfileikum ungs drengs sem hnepptur var í japanskar fangabúðir í Shanghai en Boorman átti ánægjulegri stund- ir; fyrir hann var stríðið ástir og ævintýr. Hann vogaði sér að gera hrylling stríðsins sprenghlægilegan og komst upp með það. Seinni hluti kvikmyndaársins ein- kenndist af fjölbreytilegu úrvali í bíóhúsunum. Myndimar voru lang- þráðar og öðruvísi. Kvikmynda- veislan, sem misfáir mættu í á end- anum, hófst með Óbærilegum létt- leika tilverunnar („The Unbearable Lightness of Being“) eftir Philip Kaufman. Sagan um Tómas, Teresu og Sabinu, erótík og pólitík í Prag, ást og dauða, reyndist kvikmynda- legur viðburður. Síðasta freisting Krists („The Last Temptation of Christ") olli talsverðu Qaðrafoki, sem kveikti þó aldrei áhuga fólks á myndinni. Frumsýningargestir vora 15 og aðsóknin var eftir því. En þeir sem nenntu sáu eina bestu og sannarlega persónulegustu mynd Martin Scorsese. Flestir þeirra sem andmæltu henni fyrir guðlast og klám höfðu aldrei séð hana, sem gerði hana að verstu óséðu mynd ársins. Ef hún hefði heitið „Kristur á rúmstokknum" hefðu lætin kannski verið skiljanleg en „Síðasta freistingin" reyndist mjög trúarleg og á endanum áhrifa- mikil endurskoðun á tvíeðli Jesú og sátt hans við hlutverk sitt og Guð sinn. Gestaboð Babettu (Babettes gæstebud") bráðnaði í munninum; Hundalíf („Mit liv som en hund“) Lasse Hallströms var frábærlega kómísk sveitasinfónía, Bagdadkaff- ið var sterkt og bragðmikið og jap- anska myndin Kæri Hatchi, sem hefði átt að heita „Mit liv som en hund", snerti auðveldlega Lassíinn í okkur öllum. Af jólamyndunum báru tvær af: Kalli kanína og Tímahrak. Hvernig þeir nenntu að gera Hver skellti skuldinni á Kalla kanínu? („Who Framed Roger Rabbit?“) er manni hulin ráðgáta en útkoman var frá- bær og þeir Robert De Niro og Charles Grodin í Tímahraki („Mid- night Run“) sáu svo um, með óborg- anlegu látbragði, að maður sat skælbrosandi í myrkrinu allan tímann. Sorplúgulok 24322 Bkðbraar óskast Símar 35408og 83033 GAMLIBÆRINN Hverfisgata 4-62 Skólavörðustígur AUSTURBÆR Stigahlíð 49-97 JIÍBrgttttMaMb MYNDAMÓT HF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.