Morgunblaðið - 01.02.1989, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1989
19
Fóbos kominn á
braut um Mars
Stjórnunarfélag íslands
Ánanaustum 15 Sími: 62 10 66
Moskvu. Reuter.
SOVÉZKA könnunartunglið Fó-
bos komst á braut um reikistjöm-
una Mars á sunnudag. Þvi er
ætlað að afla ýmissa upplýsinga
vegna væntanlegrar mannaðrar
geimferðar til reikistjörnunnar.
Að ferð Fóbos standa 13 ríki auk
Sovétríkjanna. Honum var skotið á
loft 12. júlí sl., fimm dögum á und-
an samskonar tungli, sem samband
rofnaði við í september sl.
Að sögn Níkolaj ívanovs, eins
af stjómendum Fóbos-áætlunarinn-
ar, fóru hreyflar, sem draga áttu
úr ferð Fóbosar og koma honum á
braut um Mars, í gang klukkan
12.55 að íslenzkum tíma á sunnu-
dag. Verður tunglið á braut um
Mars um sinn. Að því kemur þó að
það mun breyta um stefnu og nálg-
ast einn af fylgihnöttum Mars, Fó-
bos, sem það er nefnt eftir. Mun
það taka myndir af hnettinum og
gera ýmsar mælingar, en gert er
ráð fyrir að könnunartunglið verði
um tíma í aðeins 50 metra hæð
yfír yfírborði hnattarins. Mun það
senda tækjasamstæðu niður á Fó-
bos og á hún að senda upplýsingar
til jarðar. Áætlað er að könnunar-
tunglið sendi tækin niður á Fóbos
eftir um einn mánuð.
Ítalía:
Lögreglumenn ræna
póstflutningabifreið
Tórínó, firá Brynju Tomer, fréttarítara Morgunblaðsins.
Þrir lögregluþjónar ítölsku
herlögreglunnar rændu á laug-
ardaginn póstflutningabíl og
myrtu einn samstarfsmann sinn,
sem hafði borið kennsl á þá. Eft-
ir nokkurra klukkustunda flótta
framdi einn ræningjanna sjálfs-
morð en hinir tveir náðust og eru
nú í varðhaldi. Þeir eiga yfir
höfði sér þunga dóma fyrir brot
í opinberu starfi, rán og morð
af ásettu ráði.
Ránið var framið utan við Verc-
elli, sem er lítil borg á milli Tórínó
og Mílanó, árla á laugardagsmorg-
un. í póstflutningabílnum voru pen-
ingar og önnur verðmæti sem námu
um átta milljónum króna. Meðal
annars voru í bflnum launaumslög
lögregluþjónanna. Tveir bændur
urðu vitni að því er ræningjamir
skutu á lögreglubflinn, sem fylgdi
póstflutningabflnum. Bændumir
gerðu varðstöðinni viðvart og innan
skamms var lögreglan komin á vett-
vang. Salvatore Vinci, 37 ára gam-
ali lögregluþjónn, var skotinn til
bana af ræningjunum, en hann
hafði borið kennsl á þá.
Mikill eltingaleikur upphófst sem
stóð yfír lengi dags. Að lokum gáf-
ust ræningjamir upp og einn þeirra
framdi sjálfsmorð.
FORSENDA GÓÐRAR SÖLU
ER AÐ VARAN SÉ
VELKYNNT
Á námskeiðinu erfjallað um gerð prentaðs
kynningarefnis, bæði það sem hægt er að
vinna í fyrirtækinu og það sem fagmenn gera.
EFNI:
• Hlutverk kynningarefnis
• Hvaða form er best: Bæklingar?
Auglýsingar? Dreifirit? Veggspjöld?
• Málogstíll
• Myndanotkun
• Hvað gerist
á auglýsingastofum?
í prentsmiðjum?
LEIÐBEINANDI:
Þröstur Háraldsson,
blaðamaður.
TÍMIOG STAÐUR:
6. og 7. febrúar
kl. 8.30-16.30 íÁnanaustum 15.
VR OG STARFSMENNTUNARSJÓÐUR BSRB STYRKJA
FÉLAGSMENN SÍNA TIL ÞÁTTTÖKU í ÞESSUM NAM-
SKEIÐUM.
Metsölublað á hverjum degi!
Óseyri 4
Auðbrekku3
200Kópavogi
s. 40460 og 40461
600Akureyri
S. (96)26662
Síðustu daga útsölunnai*
miðvikudag til laugardags.
færðu vörur með allt að
50% afslætti!