Morgunblaðið - 05.02.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.02.1989, Blaðsíða 4
4 FRETTIR/YFIRUT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.' FEBRÚAR 1989 ERLENT INNLENT Deilt um breytta láns- kjaravisitöiu Úrskurðamefnd um verðtrygg- ingu telur það utan valdsviðs síns að úrskurða í máli því sem Baldur Guðlaugsson hrl. lagði fyrir nefnd- ina varðandi það hvort honum væri skylt að greiða af skuldabréfi samkvæmt breyttum grundvelli lánskjaravísitölunnar. í úrskurði nefndarinnar frá því á miðvikudag kemur fram að hún telur álitamál hvort ný vfsitala geti gilt um skuld- bindingar samkvæmt eldri vísitölu. Lífeyrissjóðimir og ýmsir aðrir eig- endur skuldabréfa gera fyrirvara gagnvart skuldumm vegna breyt- ingar á visitölunni. 7 milljarða halli ríkissjóðs Ríkissjóður var rekinn með 7,2 milljarða halla á síðasta ári, sam- kvæmt bráðabirgðatölum sem flár- málaráðuneytið birti á fimmtudag. Samkvæmt Qárlögum átti ríkis- sjóður að vera hallalaus, en útgjöld fóru 4 milljarða fram úr fjárlögun- um og tekjur vom 3 milljörðum minni en áætlað var. Ólafur Ragn- ar Grímsson fjármálaráðherra kaus að skera málsgrein aftan af fi-étta- tilkvnningu um hallann þar sem segir að einkum eigi hin slæma afkoma við á síðasta fjórðungi árs- ins. Tillaga um 1501 aukningu loðnukvótans Tillaga um heildaraukningu loðnukvótans um 150 tonn liggur fyrir_ innan Hafrannsóknastofnun- ar. Útflutningsverðmæti hluta ís- lands í aukningunni gæti orðið um 800 milljónir kr. Rússar verzla fyrir 250 millj. Rússar munu kaupa af okkur lagmeti fyrir 5 milljónir Banda- ríkjadala, eða um 250 millj. króha á þessu ári. ERLENT Stroessner steypt af stóli Hennenn bundu enda á 34 ára valdatíð ALfred- os Stroessners, einræðisherra í Paraguay, á föstudag. Stro- essner, sem er 76 ára að aldri, hefur að sögn uppreisnarmanna verið settur i fangelsi en fyrmrn ieiðtogi Colorado-flokksins mun sinna störfum forseta næstu þijá mánuðina. Að minnsta kosti 12 manns féllu í uppreisninni. Sigur öfgamanna í V-Berlín Flokkur öfgafullra þjóðemissinna vann óvæntan sigur í kosningum í Vestur-Berlín á sunnudag og kom mönnum í fyrsta skipti á vestur-þýskt fylkisþing frá því flokkurinn var stofnaður fyrir sex ámm. Stefna flokksins, sem nefn- ist Repúblíkanaflokkurinn, þykir um margt minna á nasisma Adolfs Hitlers en repúblíkanar reyndu einkum að höfða til haturs á útlendingum og aðfluttum verkamönnum. Stjórnarkreppa I Júgóslavíu Yfirmenn júgóslavneska hersins hótuðu því á miðvikudag að taka stjóm landsins í sínar hendur ef ólgu og upplausn linnti ekki í Jóhann í kröppum dansi Jóhann Hjartarson og Anatolí Karpov gerðu jafn- tefli í fyrstu einvígisskák sinni í Seattle laugardaginn 28. janúar. Karpov vann svo aðra og þriðju skák- ina, en í þeirri flórðu tókst Jóhanni að halda jöfiiu. Tveir sigrar á Norðmönnum íslenska landsliðið sigraði lands- lið Norðmanna I tveimur vináttu- leikjum liðanna í handknattleik á fimmtudag og föstudag, þó með aðeins eins marks mun í hvort sinn. Leikir þessir eru lokaundirbúningur landsliðsins fyrir B-keppnina sem hefst í Frakklandi 15. þessa mán- aðar. Sluppu naumlega úr snjóflóðum Miklir umhleypingar voru í síðustu viku og menn sluppu naum- lega úr snjóflóðum sem féllu á Vestflörðum og Norðurlandi á mánudagskvöld. Snjóflóð sem féll á veginn í Ólafsfjarðarmúla hreif með sér Ævar Klemensson bif- reiðastjóra og færði á kaf. Á Ketild- alavegi féll snjóflóð á mjólkurbíl sem Guðbjartur Þórðarson ók. Þá var Hafþór Gunnarsson pípu- lagningarmaður hætt kominn er mörg snjóflóð féllu á veginn í Óshlíð og hann varð fyrir einu sem hreif hann 6—8 metra. íslenskir fiskréttir til McDonald’s? McDonald’s veitingahúsakeðjan hefur óskað eftir að kaupa 30 tonn af tilbúnum fiskréttum á viku hverri af íslenska fyrirtækinu Humall hf. til að selja á veitinga- húsum keðjunnar í Asíu. landinu. Júgóslavar eiga við gífur- lega efnahagsörðugleika að stríða og er þetta alvarlegasta stjómar- kreppa í landinu frá stríðslokum. Botha lætur af formennsku P.W. Botha sagði á fimmtu- dag af sér for- mennsku í Þjóð- arflokknum, sem fer með völd í Suður-Afríku. Botha, sem fékk vægt hjartaáfall í síðasta mánuði, mun hins vegar áfram verða forseti landsins. Setið um Kabúl Najibullah, forseti Afganistans, lýsti yfir því á fimmtudag að hann hygðist ekki hverfa frá völdum eftir að brottflutningi sovéskra hersveita væri lokið þann 15. þessa mánaðar. Fregnir bárust af hörðum bardögum milli afgan- skra frelsissveita og sovéskra her- manna en skæruliðar sitja um höfuðborgina, Kabúl. Vestrænir sérfræðingar kváðust sannfærðir um að stjóm forsetans féili innan fárra mánaða. Shevardnadze í Klna Utanríkisráðherra Sovétríkjanna, Edúard Shevardnadze, kom á miðvikudag í opinbera heimsókn til Kína. Þetta er í fyrsta skipti í 30 ár sem sovéskur utanríkisráð- herra sækir Kínvetja heim en flest bendir til þess að Ieiðtogar ríkjanna tveggja komi saman til fundar á þessu ári. Reuter Kínaheimsókn Gorbatsjovs ákveðin Edúard Shevardnadze, utanrikisráðherra Sovétrikjanna, skýrði frá því í gær, laugardag, að MikhaB Gorbatsjov SovéÚeiðtogi hefði þegið boð Kínveija um að koma í opinbera heimsókn til Kina um miðjan maí. Ráðherrann tilkynnti þetta skömmu áður en hann hélt heim á leið eftir þriggja daga viðræður við kinverska ráðamenn í Peking. Shevardnadze flutti Deng Xiaoping, valda- mesta manni Kina, einkabréf frá Sovétleiðtoganum. Fundur Gor- batsjovs og Dengs i mai verður fyrsti fundur æðstu leiðtoga land- anna síðan Mao Zedong og Nikita Khrústsjov ræddust við í Pek- ing 1959. Á myndinni sjást Shevardnadze (t.h.) og Deng. Ástralía: Gallar í Boeing-þotum Canberra. Reuter. Grænfriðungar: Mótmæli og flækst fyrir hvalveiðum Japana ZUrich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttarit- ara Morgunblaðains. GRÆNFRIÐUNGAR í Mönchen mótmæltu hvalveiðum Japana á fimmtudag. Tveir félagar úr samtökunum sigu niður af þaki byggingar sem hýsir japönsku ræðismannaskrifstofurnar og strekktu úr mótmæiaborða fyr- ir framan þær. Á borðanum var þess krafist að hvalaslátrun yrði hætt. Mótmælamiðum gegn hvalveiðum Japana var einnig dreift til vegfarenda Starfsmenn skrifstofunnar köll- uðu lögregluna á vettvang. Grænfriðungamir sættust á að hætta aðgerðum þegar þeir höfðu hangið í tvo tíma utan á húsinu og lögreglan hótaði að beita valdi til að ná þeim niður. Ræðismaður tók við mótmælayfírlýsingu af þeim. Grænfriðungar hafa nú flækst fyrir hvalveiðiskipum Japana við Suðurheimskautið í 10 daga. Jap- anir hættu veiðum í nokkra daga en hafa nú veitt 15 hvali síðan Grænfriðungar sigldu fram á þá við Suðurskautslandið. Þeir höfðu fengið 40 hvali á 10 dögum áður en umhverfísvemdarsinnamir fóru að tmfla veiðamar. ÞRJÚ helstu flugfélög í Ástralíu láta nú framkvæma nákvæma rannsókn á öllum Boeing-þotum í eigu félaganna en komið hefiir í ljós að vírar í fjórum Boeing 737-300 þotum þeirra voru rangt tengdir. Yfirvöld hafa skipað fé- lögunum að rannsaka vírateng- ingar í öllum Boeing-þotum sínum. Gallamir vom í rofum sem gera flugmönnum kleift að stjóma slökkvitækjum í hreyflum þotnanna. Talsmaður flugmálayfírvalda sagði að gallamir hefðu í för með sér að flugmaður gæti ekki getað notað slökkvitæki beggja hreyfla þotunnar samtímis með fulinægjandi hætti. Bandarískir íhaldsmenn óttast áhrif Kissingers Á UNDANFÖRNUM mánuðum hafa menn ákaft velt því fyrir sér hvort George Bush Bandaríkjaforseti muni beita sér fyrir breyt- ingum á utanríkisstefnu Bandarílyanna. Utanríkis- og vamarmál voru lítt áberandi í kosningabaráttunni á síðasta ári og báðir frambjóðendumir létu almennar og óljósar yfirlýsingar nægja á þessum vettvangi sem og raunar flestum öðram. Ummæli hina ýmsu aðstoðarmanna forsetans hafa á hinn bóginn þótt gefa til kynna að Bush hyggist sýna meiri varfæmi í viðskiptum sínum við Sovétstjómina en mörgum þótti Ronald Reagan ekki sýna valdhöfúm í „keisaradæmi hins illa“ nægilega hörku á síðustu ámm. Því kemur það óneitanlega á óvart að íhaldsmenn í Banda- ríkjunum skuli vantreysta nokkmm helstu ráðgjöfiim Bush en fyrir því kveðst Jeff Gerth, blaðamaður við The New York Ti- mes hafa heimildir. í grein sinni segir Gerth að íhaldsmenn ótt- ist að áhrifa Henrys Kissingers, sem var utanríkisráðherra á ámnum 1973-1977, muni gæta við mótun utanríkisstefnunnar. Henry Kissinger. Kissinger, sem hlaut friðar- verðlaun Nóbels árið 1973, rekur ráðgjafarfyrirtæki, Kissin- ger Associates, en tveir stjórnend- ur þess, þeir Brent Scowcroft og Lawrence S. Eagleburger hafa nú látið af störfum og gerst að- stoðarmenn George Bush. Scow- croft, sem var varaformaður fyrir- tækisins, hefur ■■■■■■■ tekið við embætti öryggisráðgj afa; og Eagleburger, sem var stjórnar- formaður, hefur tekið við stöðu aðstoðarutanríkis- ráðherra. íhaldsmenn óttast að Kissinger muni í raun ráða ferð- inni og halda því jafnframt fram að horfið verði frá þeim viðhorfum sem einkenndu utanríkisstefnu Reagans forseta fyrstu árin sem hann var í embætti. „Kissinger mun reynast áhrifamikill bak við tjöldin og svo virðist sem verið sé að vinna gegn þeirri byltingu sem varð á vettvangi bandarískra stjómmála er Ronald Reagan var kjörinn forseti," segir David Funderburk, sem var um tíma sendiherra Bandaríkjanna í Rúm- eníu, í viðtali við Jeff Gerth. Kissinger, sem nýtur mikillar virðingar sem sérfræðingur á sviði BAKSVIÐ eftir Asgeir Sverrisson alþjóðamála, lét fremur lítið á sér bera í tíð Reagans. Hann situr hins vegar í sérlegri leyniþjón- ustunefnd Bandaríkjaforseta á sviði utanríkismála og hefur að- gang að ýmsum trúnaðarskjölum. Þeir Eagleburger og Scowcroft voru báðir undirmenn Kissingers er hann var utanríkisráðherra og ■■■■■■ er almennt iitið svo á að þeir hafi orðið fyrir miklum áhrifum frá hon- um. Réttnefndir bandarískir íhaldsmenn eru vissu- lega sérkennilegur flokkur manna. En áhyggjur þeirra koma engu að síður á óvart og virðast raunar ástæðulausar. í grein Gerths eru ástæður þessa ótta ekki skýrðar fyllilega en höfund- urinn segir að íhaldsmönnum þyki Kissinger ekki hafa verið nægi- lega afdráttarlaus í yfirlýsingum sínum um stjómkerfí kommúnista í Austur-Evrópu og annars staðar þar sem þeir hafa brotist til valda. Þess er hins vegar ekki getið að Kissinger tók undir málflutn- ing íhaldsmanna er samningur risaveldanna um upprætingu meðaldrægra kjarnorkueldflauga, sem undirritaður var í desember 1987, var til umræðu í Banda- ríkjunum. Kissinger hvatti Reag- an til að sýna varfæmi í samn- ingaviðræðunum við Gorbatsjov og taldi samninginn grafa undan öryggi Bandaríkjanna og banda- manna þeirra í Evrópu. Staðfest- ing sáttmálans dróst á langinn vegna andstöðu íhaldsmanna í öldungadeildinni sem margir hveijir em einfaldlega andvígir öllum samningum við kommún- ista. Þá verður heldur ekki séð að aðstoðarmenn Bush séu hálfvolgir í afstöðu sinni til Sovétríkjanna og bandamanna þeirra. Þannig lýsti Scowcroft því yfir nýverið með eftirminnilegum hætti að kalda stríðinu væri ekki lokið þótt aukinnar þíðu gætti í samskiptum austurs og vesturs. James Baker utanríkisráðherra hefur sagt að farið verði yfir alla þætti afyopn- unarmála áður en viðræður hefi- ast að nýju um fækkun lang- drægra kjamorkuvopna en af þeim hafa íhaldsmenn veralegar áhyggjur þar eð þær taka til þess hluta kjamorkuheraflans, sem ætlað er að svara fyrir Banda- ríkin, ákveði „þeir rauðu" að þrýsta á hnappinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.