Morgunblaðið - 05.02.1989, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.02.1989, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. FEBRÚÁR1 Í989 23 Hús Brézhnev-tímans hrundu en Khrústsjov-húsin stóöu. Líkkistur við aðalgötu Spítak. lega frá öllu sem fyrir augu bar, rætt við fjölmarga sem komust lífs af, almannavamakerfið var gagn- rýnt harðlega sem og lélegar bygg- ingar. Þá kvörtuðu blöðin og yfír slakri stjóm á björgunarstarfinu. Enn eitt atriði sýnir svo ekki verður um villst, að nýir tímar hafa hafið innreið sína í sovéskt samfélag og hugsunarhátt stjómvalda. Sú ákvörðun að taka við, já jafnvel biðja um, aðstoð erlendis frá var ekki einungis óvenjuleg, heldur einnig rökrétt framhald af glas- nost-stefnu Gorbatsjovs og viðleitni hans til að bæta andrúmsloftið í alþjóðlegum samskiptum, sem svo skýrt kom fram í ræðu hans á alls- heijarþingi Sameinuðu þjóðanna aðeins nokkrum klukkustundum eftir að ósköpin dundu yfir í Arm- eníu. Þegar Gorbatsjov var í Armeníu lét hann hafa það eftir sér, að það væri furðuleg tilviljun að hús sem byggð vom á stjórnartíma Khrústsjovs stæðu nokkuð óskemmd, en hús byggð á tíma stöðnunar (svo kalla stjórnvöld stjórnarár Brézhnevs) hryndu eins og spilaborg!! Það fór ekki framhjá neinum að forsetinn var hér að gefa í skkyn að byggingarsam- þykktum hefði ekki verið fylgt til hlítar, of mikill sandur væri í steyp- unni miðað við sement — einnig' á þessu sviði endurspeglaðist spilling Brézhnev-áranna og hún varð þannig tugþúsundum að fjörlesti. Sú hugsun skýtur upp kollinum að ef til vill sé allt efnahagskerfið, já jafnvel allt þjóðfélagið, byggt á sandi. Stjórnendur samfélagsins sjálfír gefa meira að segja slíkum vangaveltum byr undir báða vængi. Að minnsta kosti hefur Gorbatsjov gefið í skyn við nokkur tækifæri, að blekkinguna um að sovéska sam- félagið sé paradís hins vinnandi manns verði að rífa upp með rótum. Það verkefni sem Gorbatsjov og félagar hans hafa tekið að sér er ekki öfundsvert. Það er hins vegar nauðsynlegtr en jafnframt ófram- kvæmanlegt svo vitnað sé í pólska sagnfræðinginn Adam Michnik. Flestir geta tekið undir með Mic- í einum rústunum í Spítak. Jarðskjálftinn átti sér stað um kl. 11.40 að staðartíma (sjá klukkuna). Yfirmaður ísraelsku hjálp- arsveitarinnar umkringdur blaðamönnum. hnik um að perestrojkan sé nauð- synleg. Og með Gorbatsjov um að ekki verði aftur snúið því „að baki okkar er öngþveiti" (kaos). En hvað með óframkvæmanleikann? Þeirri ’ spurningu verður vitanlega ekki svarað nú og heldur ekki á næstu árum. Að snúa hugsunarhætti heillrar þjóðar — hér verður auðvit- að að minna á að Sovétmenn eru ekki einu sinni ein þjóð heldur á annað hundrað þjóða — tekur lengri tíma en svo að starfsævi eins þjóð- arleiðtoga nægi til. Þar að auki þarf að skipta um innvolsið í efna- hagsmaskínunni, meira að segja stjórnarherramir hafa áttað sig á að fyrirskipanahagkerfið er ger- samlega úr sér gengið og ónot- hæft, fólkinu í landinu hefur aftur á móti verið þetta ljóst í mörg herr- ans ár. Þess vegna er vitaskuld lögð á það höfuðáhersla að hafa hraðann á og láta hendur standa fram úr ermum. Því í skúmaskotum hafast þeir við, sem vilja perestrojkuna feiga, og bíða þess að færi gefist til atlögu við talsmenn umbyltingar- innar. Sovéska samfélagsbyggingin hefur, ef svo má að orði komast, hrunið í pólitískum og efnahagsleg- um jarðskjálfta, sem krefst þess, ekki síður en jarðskjálftinn (í bók- staflegri merkingu) í Armeníu að byggt verði að nýju frá grunni. Menn vænta þess nú að bæimir, sem lögðust í rúst í Armeníu í byij- un desember, verði endurreistir og að þessu sinni verði byggt betur en áður var gert. Stefnt er að því að verkinu verði lokið á tveimur ámm. Þess er sömuleiðis vænst að haldið verði áfram við uppbyggingu hins risavaxna samfélags úr rústum stöðnunar og einnig á þvi sviði er markið sett hátt — perestrojkan á að leiða til heilbrigðara þjóðfélags með auknu frelsi og lýðræði og minni spillingu, betri lífskjara og bættrar sambúðar þjóða heims án þess að sett séu ákveðin tímamörk í því tilliti. En forsenda þess að vel takist til við þessi verkefni er vita- skuld að byggingarleikreglunum sé framfylgt og menn drýgi ekki steypuna um of með sandi. JL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.