Morgunblaðið - 05.02.1989, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.02.1989, Blaðsíða 31
MÖBGUNBLAÐIÐ; ATVINNA/RAÐ/SiyiÁ'SÚNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1989.. .........31 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Rafeindavirki óskar eftir starfi. Hlutastarf kemur til greina. Upplýsingar í síma 50150. Bókhald Iðnfyrirtæki vill ráða starfskraft við merkingar og innslátt á bókhaldi. Skilyrði er stúdents- próf af viðskiptabraut. Framtíðarstarf. Einhver starfsreynsla er æskileg. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. sem allra fyrst merktar: „Bókhald - 8452“. Bókaverslun í borginni með íslenskar bækur vill ráða yfir- mann til starfa sem fyrst. Laun samnings- atriði. Gott framtíðarstarf. Umsóknir merktar: „Bókaverslun - 2646“ sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir miðviku- dagskvöld. Atvinnurekendur Karlmaður um þrítugt óskar eftir góðri vinnu strax. Upplýsingar í síma 621504 eftir kl. 19.00. Framkvæmdastjóri Heildsölufyrirtæki í Reykjavík með 150-200 milljónir í ársveltu óskar eftir að ráða fram- kvæmdastjóra. Æskilegt er að viðkomandi geti byrjað starf fljótlega. Öllum umsóknum svarað ásamt 100% trúnaðarheiti. Lysthafendur sendi inn nafn, síma, upplýs- ingar um menntun og fyrri störf til auglýs- ingadeildar Mbl. fyrir föstudaginn 10. feb. ’89 merkt: „F - 8453“. Meinatæknir Sjúkrahús Vestmannaeyja óskar eftir meina- tækni frá 15. maí nk. Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma 98-11955. Stjórn Sjúkrahúss Vestmannaeyja. Atvinna óskast 25 ára gömul stúlka óskar eftir tölvu/skrif- stofustarfi. Allt kemur til greina. Hef tveggja ára tölvunám í dönskum skóla (EDB). Upplýsingar í síma 20930. 0 'ýmislegt | Styrkurtil háskólanáms í Hollandi Hollensk stjórnvöld bjóða fram styrk handa íslendingi til háskólanáms í Hollandi skóla- árið 1989-90. Styrkurinn er einkum ætlaður stúdent sem kominn er nokkuð áleiðis í há- skólanámi eða kandídat til framhaldsnáms. Nám við listaháskóla eða tónlistarháskóla er styrkhæft til jafns við almennt háskóla- nám. Styrkfjárhæðin er 1.130 gyllini á mán- uði í 10 mánuði. Umsóknum um styrkinn skal komið til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 25. febrúar nk. og fylgi staðfest afrit prófskírteina, ásamt meðmæl- um. Sérstök eyðublöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 3. febrúar 1989. tilkynningar | G! Um starfslaun hæjarlistamanns Kópavogs Lista- og menningarráð Kópavogs auglýsir eftir umsóknum um starfslaun til listamanna samkvæmt reglum sem samþykktar voru 16/12 1986 í bæjarstjórn Kópavogs. Heimilt er að auka starfslaun fyrir 6 til 12 mánaða tímabil. Launin miðast við 8. þrep 142. launa- flokks samkvæmt kjarasamningi K.í. Þeir einu listamenn koma að jafnaði til greina við úthlutun starfslauna, sem búsettir eru í Kópavogi. Listamenn skulu skuldbinda sig til að gegna ekki fastlaunuðu starfi meðan þeir njóta starfslauna. Að gefnu tilefni skal tekið fram, að listamenn úr öllum listgreinum koma til greina. Umsóknarfrestur er til 1. mars nk. Listamað- ur sem starfslauna nýtur skal að loknu starfs- tímabili gera grein fyrir starfi sínu. Starfslaun verða veitt frá 1. júlí nk. Umsóknir um starfslaun listamanns sam- kvæmt framanskráðu sendist Lista- og menningarráði Kópavogs, Hamraborg 12, 200 Kópavogi. Tilkynning til þeirra, sem eiga að skila skattfram- tali til Bandarfkjanna Hinn 13. febrúar 1989 mun fulltrúi frá banda- rísku skattyfirvöldunum (Internal Revenue Service), Patricia Israel, halda fund í Menn- ingarstofnun Bandaríkjanna, Neshaga 16, Reykjavík. Fundurinn hefst kl. 10 að morgni og þar mun hún útskýra bandarísku skatta- löggjöfina. Hægt er að fá einkaviðtal við Pratriciu Israel að fundi loknum. Notice to U.S. citizens and resident aliens To provide assistance in matter regarding federal tax laws, the Internal Revenue Service will send to Reykjavík Ms. Patricia Israel who will give a general seminar at the American Cultural Center, Neshagi 16, on February 13, 1989, at 10.00 a.m. After sem- inar, Ms. Israel will be available to meet with individual taxpayers on a firstcome, first-served basis. Félagsstof nun stúdenta Vegna endurnýjunar á innanstokksmunum og fl. á Stúdentagörðum óskar Félagsstofn- un stúdenta eftir að kaupa: 50 stk. rúm með dýnum, stærð 80 x 200 cm. 20 stk. skrifborð, stærð 120 x 80 cm. Fundaborð og stóla fyrir 60 manns. 10 stk. ísskápa, stærð ca 155 x 60 cm. 6 stk. örbylgjuofna. 120 stk. sængurver + koddaver, venjuleg stærð, hvít. 120 stk. lök, venjuleg stærð, hvít. 60 stk. sængur + kodda, venjuleg stærð. 120 stk. frottérúmteppi, venjuleg stærð. Nánari upplýsingar verða gefnar í síma 29619 kl. 10-12 næstu daga. Tilboðum, er greini ýtarlega frá verði og gæð- um, sé skilað til Félagsstofnunár stúdenta við Hringbraut, 101 Reykjavík, fyrir 15. febrúar nk. FÉLAGSSTOFMUN STÚDENTA V/HRINGBRAUT, 101 REYKJAVÍK SÍMI 16482 - Kennitala 540169-6249 uppboð | 18. listmunauppboð Gallerí Borgar í samvinnu við listmunauppboð Sigurðar Benediktssonar verður haldið sunnudaginn 12. febrúar kl. 16.30 á Hótel Borg. Listmunir sem eiga að fara á uppboðið þurfa að berast ekki síðar en þriðjudaginn 14. febr- úar. Myndirnar verða sýndar fimmtudag, föstu- dag og laugardag. Minnum á að mikil eftirspurn er eftir myndum gömlu meistaranna og myndir vantar á sölu- skrá. Pósthússtræti 9 og Austurstræti 10 • Sími 24211 Lögtök Eftir kröfu Tollstjórans í Reykjavík og að undangengnum úrskurði verða lögtök látin fram fara án frekari fyrirvara á kostnað gjald- enda, en á ábyrgð ríkissjóðs að átta dögum liðnum frá birtingu auglýsingar þessarar fyr- ir eftirtöldum gjöldum: Söluskatti fyrir september, október, nóvem- ber og desember 1988 svo og söluskatts- hækkunum álögðum 12. október 1988 til 3. febrúar 1989, vörugjaldi af innlendri fram- leiðslu fyrir september, október, nóvember og desember 1988, launaskatti 1988, mæla- gjaldi gjaldföllnu 30. nóvember 1988, skemmtanaskatti fyrir september, október, nóvember og desember 1988, skipulags- gjaldi 1988, ógreiddum aðflutningsgjöldum, gjaldföllnu vitagjaldi, skipaskoðunargjaldi, lestagjaldi, ógreiddum iðgjöldum til atvinnu- leysistryggingarsjóðs af lögskráðum sjó- mönnum, ásamt gjaldföllnum lögskráningar- gjöldum. Reykjavík3. febrúar 1989, Borgarfógetaembættið í Reykjavik. BORG ;

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.