Morgunblaðið - 05.02.1989, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 05.02.1989, Blaðsíða 40
SAGA CLASS í heimi hraða og athafna FLUGLEIÐIR MORGUNBLAÐIÐ, AÐALSTRÆTI 6. 101 REYKJAVlK TELEX 2127, PÓSTFAX 681811, POSTHÓLF 1565 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1989 VERÐ í LAUSASÖLU 70 KR. Eiginkona Jóhanns til Seattle? JÓHANN Hjartarson hyggst leggja allt í sölumar og tefla tii vinnings i skákinni í kvöld i ein- viginu við Anatóli Karpov. Jónina Ingvadóttir, eiginkona Jóhanns, sagði i samtali við Morgunblaðið í gær að hún væri að hugleiða að fara til Seattle, en ekki var ákveðið hvort af því yrði skönunu eftir hádegi í gær. Eftir að Jóhann náði jafntefli með svörtu gegn Karpov á föstudag er staðan í einvíginu 3-1 Karpov í vii. Tefldar eru sex skák- ir, þannig að Karpov nægir hálfur vinningur í viðbót til að sigra í ein- víginu og skákin í kvöld sker því úr um hvort Jóhann á enn mögu- leika. Jónína Ingvadóttir sagði að Jó- hann hefði verið mjög hress er hún talaði við hann í síma í gærmorgun eftir skákina. Líkumar væru auð- vitað Karpovs megin en aldrei væri að vita hvað gæti gerst. Sjá fréttir og skýringar á 4. skákinni á bls. 7. London City Ballet í Þjóðleik- húsinu LONDON City Ballet heldur sýn- ingar í Þjóð- leikhúsinu föstudaginn 31. mars og laugardag- inn 1. apríl næstkom- andi. Á veg- um flokksins koma 15 dansarar og sýna dansa úr þremur ballettum; Hnotubrjótnum, Transfigur- ed Night og Celebrations. London City Ballet er einn helsti dansflokkur Bret- lands og var stofnaður 1978 af Harold King. Vemdari flokksins er Díana prinsessa af Wales og hefur hún fylgst náið með uppbyggingu flokksins. Keflavík; Fangels- ið fylltist MIKIL ölvun og ólæti voru í Keflavík aðfaranótt laugardags- ins. Alls gistu níu manns fanga- jgeymslur lögreglunnar, en þar eru aðeins sjö klefar og þurfti þvi að skipta um ólátabelgi í tveimur klefum um nóttina. Tveir voru settir inn fyrir ölvun við akstur, en hinir sjö fyrir „fyliirí, slagsmál og leiðindi", eins og lögreglumaður orðaði það. Ekki munu hafa orðið skemmdir á eign- ^m eða slys á mönnum í öllum lát- Lnum. Morgunblaðið/RAX Vetrarfærð Tugir íslendinga með ígrædd lífifeeri: Engin lög umbrottnám líffæra til ígræðslu ENGAR skilgreiningar á andláti er að fínna í íslenskum lögum, en reglur um slíkt hafia verið til endurskoðunar í mörgum löndum til að skera úr um hvenær megi nema líflæri úr látnu fólki til ígræðslu. ÖU hin Norðurlöndin miða andlát nú við svokaUaðan heUadauða, en þá er hægt að halda ýmsum líflærum starfandi áfram. Tugir íslendinga eru nú með ígrædd líflæri, en horn- himnur í augum eru einu lífiferin sem eru tekin úr látnum íslend- ingum. Um fimmtíu íslendingar eru nú með ígrætt nýra og hafa flestir þeirra fengið það úr norrænum nýmabanka. Skipt er um homhimnu í augum 5-7 íslendinga á hveiju ári og eru slíkar aðgerðir einu líffæra- ígræðslumar sem eru framkvæmdar hér á landi, en þær eru gerðar á augndeild Landakotsspítala. Ekki er víst að farið yrði út í brott- nám iíffæra úr látnu fólki hér á landi þó svo að Iög yrðu sett um hvenær slíkt megi gera. Fyrir utan homhimnu- og nýma- þega hafa nokkrir íslendingar farið í skipti á blóðmerg og ein íslensk stúlka er með ígrædda lifur. Nú er rétt ár síðan nýtt hjarta og lungu voru grædd í Halldór Halldórsson á Old Court-sjúkrahúsinu í London, en hann er eini íslendingurinn sem gengist hefur undir slíka aðgerð. Sjá grein um íslenska lífifera- þega og viðtal við Halldór Hall- dórsson á bls. 10. Bandaríkjamarkaður: VerkfaJl þrýstir verðmu á þorskblokkinni upp VERKFALL stendur nú yfir hjá tveimur af stærstu sjávarútvegs- fyrirtækjum Nýfundnalands, Fishery Products International og National Sea Products. Magn- ús Gústafsson forstjóri Cold- water í Bandaríkjunum segir að ef verkfallið verði langvinnt muni það þrýsta verðinu á þorsk- blokkinni upp á við. Samkvæmt fréttum úr kanadískum flölmiðl- um er fátt sem bendir til að verk- fallið leysist á næstunni. Skammtímaáhrif verkfallsins eru óljós en Magnús bendir á að birgðir af þorskblokk séu nú litlar í Bandarfiq'unum. Hinsvegar hafi kaupendur birgt sig upp fyrir föst- una og þvi sé ekki keypt sérstak- lega mikið af þorski um þessar mundir. „Þetta verkfall hefur fyrst og fremst áhrif á þorskinn. Kaupendur em að hugsa sitt mál nú en við höfum ekki séð nein augljós við- brögð við þessu verkfalli," segir Magnús Gústafsson. „Verð á þorsk- blokk hefur verið að hækka að und- anfomu úr 1,25 dollumm pundið upp í 1,40 dollara." Magnús segir að inn í þetta dæmi spili að stutt sé síðan mjög dró úr eftirspum eftir þorskblokk og flök- um vegna þess hve verðið var hátt. Þá má geta þess að er verkfallið skall á stóð yfir sókn í svokallaðan norðurþorsk sem veiddur er við ísröndina við Labrador. Þar þéttist hann í torfur og auðvelt er að ná honurn. Sókn er nú miklu minni vegna verkfallsins. Möguleikar em hins vegar á því að veiða þennan þorsk á miðju ári eða seinnipart ársins ef veður og hegðun þorskins leyfa. „Það er ljóst að langvinnt verk- fall setur aukinn þrýsting á verðið á þorskinum hér á Bandaríkjamark- aði. Hve mikið það muni hækka er hinsvegar ómögulegt að spá um Ifyrr en kemur fram í næsta mán- uð,“ segir Magnús. „Við emm hins- vegar bjartsýnir á að þróunin verði okkur hagstæð." Reykjavíkurflugvöllur; Bílaumferð takmörkuð Á REYKJAVÍKURFLUGVELLI stendur nú fyrir dyrum að tak- marka mjög umferð ökutækja um völlinn. Jóhann H. Jónsson flug- vallarstjóri Reykjavíkurflugvallar segir að hér sé fyrst og fremst um öryggisatriði að ræða. Þeir sem vinna á vellinum munu fá sérstök skilríki sem heimila þeim að aka inn á svæðið. Jóhann segir að þessar breyt- hættu á vellinum. Þeir sem vinna ' " ingar verði gerðar um leið og tekist hefur að loka flugvallar- svæðið nægilega vel af en að slíku hefur verið unnið undanfarið. „Takmarkanir þessar em fyrst og fremst til þess að draga úr slysa- á svæðinu komast á sínum bílum til vinnu, en þeir sem minna er- indi eiga á svæðið, svo sem að sækja flugtíma, eiga að fara gangandi," segir Jóhann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.