Morgunblaðið - 05.02.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.02.1989, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1989 um sínum og börnum til að koma 1 í veg fyrir að þeir felli skóginn. Þótt við ramman reip sé að draga hafa gúmtöppujiarmenn náð mikl- um árangri. „Á síðustu 10 árum hefur þeim tekizt að bjarga þúsund- um hektara skóglendis með hreyf- ingu sinni,“ segir Alfredo Sirkis, leiðtogi „græningja“. Þeir hafa þótt , sýna að Brazilíumenn geti orðið öðrum þjóðum til fyrirmyndar í náttúruvemdarmálum, ef farið verði að ráðum töppunarmanna. Mendes varð heimsfrægur og hópar umhverfisvemdarsinna í Brazilíu og í öðmm löndum leituðu oft til hans. „Villta vestrið" Ósveigjanleiki landeigenda ' er ^ekki það eina sem hefur valdið A gúmtöppunarmönnum erfiðleikum. eftir Guðm. Halldórsson FRUMKVÖÐULL BARÁTTUNNAR fyrir vemdun regnskóganna við Amazonfljót, „Chico“ Mendes, féll fyrir kúlum launmorðingja rétt fyrir jólin. Mendes stjórnaði málaferlum og andófí verkamanna gegn búgarðaeigendum og landnemum, sem hafa sótt inn á Amazonsvæðið á undanfömum 15 ámm og brennt eða fellt stóra hluta regnskóganna þar til að geta stundað nautgriparækt og annan búskap. Fágætar dýra- og jurtategundir hafá horfíð og indíánum hefíir fækkað til muna. Mendes hefíir orðið að tákni baráttu fyrir því að skynsamlegri leiðir séu farnar til að nýta Amazon-skóginn og talið er að aðrar þjóðir geti tekið sér hugmyndir hans til fyrirmyndar. Síðustu mánuðimir áður en Chico lézt voru einn svartasti tíminn í sögu Amazonsvæðisins. „Eyð- ingin í fyrra var ótrúleg, hin mesta sem sögur fara af í Braz- ilíu,“ segir einn þekktasti náttúru- vemdarmaður landsins, Orlando Valverde. Hann sagði að á árinu hefði verið eytt skógasvæði, sem væri stærra en Belgía. Eyðing regnskóga eykur „gróð- urhúsaáhrif", sem hita jörðina. Heimskautaísinn gæti bráðnað og lönd eins og Holland ogýmsar borg- ir eða hlutar þeirra komizt í hættu. Þar sem þriðjungur regnskóga hita- beltisins em í Brazilíu telja vist- fræðingar að sérstök ábyrgð hvíli á herðum Brazilíumanna í þessu efni. Stjóm landsins hefur alltaf svarað því til að Amazonsvæðið sé eign Brazilíumanna og þeir einir hafí rétt til að ákveða hvað sé gert Mendes (og sonur hans): „Skynsamlegri nýtingarleiðir." CfflCO MENDES Píslarvottur baráttunnar fyrir vemdun skóganna vid Ama%onfljót við það, en viðbrögðin við dauða Mendesar sýndu að heimurinn lætur sig þessi mál miklu skipta og að afstaða hennar vekur ugg. „Gúmmíherinn“ Francisco Mendes Filho, sem var 44 ára, fæddist í smábænum Xap- urí í regnskóginum nálægt landa- mæmm Bólivíu. Faðir hans var í hópi þúsunda verkamanna, sem vora fluttir til Amazonsvæðisins á stríðsámnum, þegar mikið átak var gert til að auka gúmmíframleiðslu undir forystu Bandaríkjamanna eft- ir fall Malaya. Þeir gengu undir nafninu „gúmmíherinn", sættu illri meðferð „gúmmíbaróna" og létust gleymdir og yfírgefnir í framskóg- inum. „Chico“ Mendes varð landskunn- ur þegar hann hóf baráttu til vam- ar hefðbundnum réttindum sjálf- stæðra gúmtöppunarmanna, sem bora í gúmmítré til að ná leginum og hirða ætar plöntur, ávexti og hnetur í framskóginum. Gúmmíbar- ónar og landeigendur reyndu að koma í veg fyrir að þeir seldu afurð- ir sínar og margir þeirra vora flutt- ir burtu nauðugir þegar nauðsyn- legt var talið að ryðja skóginn. Ástandið versnaði um allan helm- ing þegar nautgripabændur, land- nemar og ágjamir braskarar sóttu inn á Amazonsvæðið upp úr 1970. Gamlar landaeijur blossuðu upp á ný og landeigendur leystu þær oft- ast með því að fá launmorðingja til að vega andstæðinga sína og þeir hafa komizt upp með það. Á ári hveiju drepa launmorðingjar um 250 kotbændur og aðra, sem setj- ast að í leyfisleysi á ónumdum og umdeildum svæðum. Amnesty Int- ernational telur að 1.000 land- búnaðarverkamenn og verkalýðs- leiðtogar, lögfræðingar og prestar eyðilegging.“ hafi verið myrtir síðan 1980, þar af 700 síðan 1985. Það heyrir til undantekninga að nokkur sé hand- tekinn og aðeins þrír hafa verið dæmdir. Gúmtöppunarmenn fylgdust með því hvemig landeigendur eyddu skógunum meir og meir og merg- sugu landið. Þeir „urðu vistfræðing- ar, án þess að þekkja það orð,“ sagði Mendes skömmu áður en hann lézt. Töppunarmennimir valda hins vegar engum spjöllum: þeir hafa beinan hag af vemdun skógar- ins og umgengni þeirra þykir til fyrirmyndar. Skógiim bjarg’að Chico Mendes hóf baráttu sína með því að stofna félag 3.000 gúmtöppunarmanna í Xapurí. Hann kom einnig á fót bandalagi indíána og töppunarmanna. Brátt spruttu upp félög gúmtöppunarmanna um allt Acre-fylki og þau urðu að öflugri hreyfíngu með 30.000 fé- lagsmönnum. Mendes varð helzti formælandi gúmtöppunarmanna á Vestur-Amazonsvæðinu og síðan leiðtogi landssambands þeirra og einn af stofnendum Verkamanna- flokks Brazilíu. Lengi vel vora töpp- unarmennimir og ijölskyldur þeirra eini hópurinn í Brazilíu, sem kom í veg fyrir eyðingu skóga. Þrátt fyrir andstöðu landeigenda tókst gúmtöppunannönnum að sýna fram á að hagkvæmara væri að nýta skógana á skynsamlegan hátt en að ryðja þá til að hafa naut- gripi á beit. Mendes hélt því fram að þeir gætu sameinað það tvennt að hagnast á skóginum og vemda hann og fyrir atbeina hans fengu þeir sérstaka gúmmí-, ávaxta- og hnetuskika, seringals, til afnota. Með því bjargaði hann lífsafkomu þeirra. Landeigendur hafa eytt mörgum svæðum gúmtöppunarmanna með eldi. Fyrir hefur komið að verka- mennimir leggist fyrir framan vinnuvélar landeigenda ásamt kon- Veik ríkisstjóm hefur setið að völd- um í Brazilíu síðan 1985 og orðið að taka mið af kröfum landeigenda. Heraflinn, sem hafði farið með völd- in í 21 ár, telur landnám Amazon- svæðisins „mikilvægt þjóðarör- yggi“. Herinn hefur hafið smíði útvirkis meðfram norðurlandamær- unum til að stuðla að því að land- nemar setjist þar að. Stjóm José Sameys forseta hefur verið of valdalítil til að geta stöðvað eyðingu skóganna og leit að málm- um á Amazonsvæðinu. Margir emb- ættismenn þiggja mútur fyrir að þykjast ekki sjá það sem fram fer. Skógræktarstofnun Brazilíu, sem á að vemda skógana, var nýlega lögð niður. Fleiri hópar hafa orðið að beijast fyrir tilvera sinni á Amazonsvæð- inu, sem er kallað hið „villta vest- ur“ Brazilíu. Taumlaust gullæði hefur gripið þar um sig. Um 40.000 gullgrafarar, garimpeiros, hafa gert innrás í land 5.000-9.000 yanom- ami-manna nálægt landamæram Venezúela. Yanomamar era síðustu indíánar Brazilíu, sem hafa haldið jörðum sínum og varðveitt lífshætti sína. Þeir era jafnframt íjölmenn- asti ættflokkur þeirra skóga-indí- ána, sem eftir eru í Vesturheimi. í fyrra urðu yanomamar að lúta í lægra haldi fýrir gullgröfuranum o g nú eru þeir í fyrsta skipti í minni- hluta á sínu eigin landi. Margir yanomamar hafa fallið í átökum við gullgrafara, sem hafa brennt þorp þeirra, smitað þá af sjúkdómum og mengað árfarvegi. Dauðasveitir Svokallaður Amazon-þjóðvegur var lagður á áranum eftir 1970 í þeim tilgangi að fá smábændur í þurrviðrasömum héraðum í norð- austurhluta Brazilíu til að flytjast inn á Amazonsvæðið. Það tókst ekki, en hundrað þúsunda farand- verkamanna hafa setzt að í fylkjun- um Rondonia og Acre og skógunum i iiiNíiliíiíiiiliiilIliÍÍliiiUiilítiliiiiii ft i k ftliilll 111 lÍÍiÉftli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.