Morgunblaðið - 05.02.1989, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.02.1989, Blaðsíða 7
-MORGUNBLAÐIÐ SUNNUÐAGUR 5. FEBRÚAR 1989 7 Reuter Jóhann og Karpov í þungnm þönkum yfír skákinni í gœr. Skákeinvígið í Seattle Jóhann sýndi sitt rétta andlit Seattle, Waahingfton. Frá Valgerði P. Hafstað, fréttaritara Morgiinblaðsins HVORKI umferðarhnútar né skákflækjur komu Jóhanni Hjartarsyni úr jafnvægi í Qórðu skák einvígisins, sem tefld var í Seattle á föstu- dag. Umferðarþungi olli því að hvorki Karpov né Jóhann komu stundvíslega á mótstað: Karpov kom 7 mínútum of seint, Jóhann 21 minútu of seint. Karpov beið um hríð en lék sinn fyrsta leik kl. 17.15 að staðartíma. Þegar Jóhann gekk í salinn lét hann engan bilbug á sér finna. Hann svaraði sókn Karpovs af öryggi, og eftir fjögurra klukkustunda átök og 39 leiki sömdu stórmeistaramir um jafntefli. Sérfræðingar höfðu snemma spáð jafntefli í skákinni. Þeim þótti Jóhann nú loks sýna sitt rétta and- lit og leika betur en nokkru sinni fyrr í einvíginu. „Karpov virðist ekki ætla að beijast til sigurs," sögðu þeir, „hann tekur aldrei nein- ar áhættur." í blaðamannaherberginu veltu menn því fyrir Sér hvers vegna konur virðist hafa mun minni áhuga á skák en karlar. Þráinn Guð- mundsson, formaður Skáksam- bands íslands, taldi konur ekki vera eins herskáar og -karla, og ekki hafa þá árásarhvöt sem skákin krefðist. Sovéski stórmeistarinn Eduard Gufeld sagði ástæðuna fyrir áhuga- leysi kvenna þá að konur hefðu ekki stundað skákfþróttina eins lerigi og karlar, og auk þess væri taflmennskan líkamlega mjög erfið, því skákimar væru langar. „En þetta er að breytast," bætti hann við, „áhugi kvenna er stórum að aukast." Þegar rætt var um það hvers vegna vinsældir skákíþróttarinnar væm mun minni í Bandaríkjunum en á íslandi og í Sovétríkjunum, vom íslendingamir á einu máli um ástæðuna. íslensku stórmeistaram- ir sögðu taflmennskuna vera allt of langdregna og hæga íþrótt til að geta fallið að bandarískri menn- ingu þar sem hraðinn er ávallt í fyrirrúmi. Harald Óskarsson, byggingar- verkfræðingur, sem mætt hefur á hveija skák einvígisins, var sam- mála þessu, og kvaðst hafa orðið var við að hraðskák væri mun vin- sælli meðal Bandaríkjamanna. Hann benti einnig á að Bandaríkja- menn væm aldir upp í því að verða bestir á öllum sviðum, og vegna þess hve Sovétmenn væm sterkir í skáklistinni hefðu Bandaríkjamenn ekki áhuga á að etja kappi við of- jarl sinn. Eduard Gufeld 'hafði aðrar skýr- ingar á takteinum: hann sagði skák- íþróttina eiga miklu fylgi að fagna í Bandaríkjunum, en vegna þess að ekki væri litið upp til þeirra, sem sýndu skákinni áhuga, væri þátt- dataka í skákmótum lítil. í áhorfendahópi vom fímm ungir skákmenn frá New York borg, sem komnir vom til Seattle til að tefla við sóvéska jafnaldra sína. Þeir sögðu að þeim hefði verið kennt að tefla í gagnfræðaskóla til þess að velgengni þeirra í náminu myndi aukast. „Skákin eykur víðsýnina," sögðu þeir. „Á taflborðinu læmm við að glíma við vandamál og að æsa okk- ur ekki upp þótt illa gangi. Þetta kennir okkur að fást við vandamál hins daglega lífs.“ Um 200 manns fylgdust með fim- legri taflmennsku Jóhanns í §órðu skákinni. Á sunnudag vænta menn þess að hann verði í árásarhug, en þá mun hann hafa hvítt. Jóhann réttír úr kútnum Skák Vasser Seirawan Jóhann hefur það erfiða verkefni að vinna upp forskot eins sterkasta skákmanns allra tíma 2V2—V2. Spumingin er, hvort hann eigi að reyna að vinna í dag eða bfða þang- að til hann fær hvítu mennina. Hvítt: Anatoly Karpov Svart: Jóhann Hjartarson Móttekið drottningarbragð I. Rf3 RfB 2. c4 e6 3. Rc3 d5 4. d4 dxc4!? Óvænt ákvörðun. Jóhann teflir venjulega slavneska vöm eða hefð- bundið drottningarbragð. Móttekið drottningarbragð er ekki í vopna- búri Jóhanns. Slæmar minningar frá annarri skákinni. Tekst þetta hættuspil? 5. e3 - Hvössustu afbrigðin koma upp eftir 5. e4 Bb4 6. Bg5 b5 7. e5. 5. — a6 6. a4 c5 7. Bxc4 Rc6 8. 0-0 Be7 9. dxc5?! — Einkennileg ákvörðun hjá Karpov. í honum togast á löngunin til að gera jafrítefli og tefla til vinn- ings og ljúka með því einvíginu, og hann tekur fyrri kostinn. Vandinn er sá, að leikurinn a2-a4 hæfír ekki þeirri stöðu, sem upp kemur. Besta leiðin er 9. De2! cxd4 10. Hdl e5! II. exd4 exd4 12. Rxd4 Rxd4 13. De5 með hnífjafnri stöðu. 9. - Dxdl 10. Hxdl Bxc5 11. Bd2 - Biskupinn er hálfklaufalegur hér. Ég hefði fremur kosið 11. b3 til að koma drottningarbiskupnum á skálínuna al-h8. Svartur gæti þá náð biskupaparinu af hvíti með 11. — Ra5 12. Rd2 Rxc4 13. Rxc4, en staðan, sem þá kæmi upp, yrði honum til lítillar ánægju. Ef til vill væri 11. — b6 besti kosturinn. Hvítur hefði fremur kosið að hafa peð á a2, því á a4 stendur það augljóslega illa. 11. - b6! 12. Hacl Bþ7 13. Ra2! - Loksins. Karpov er að átta sig á hættunni. Hann er að lenda í erf- iðri stöðu og reynir þyí að ná undir- tökunum á drottningararmi með b2-b4. 13. - 0-0 14. Bel - Furðulegt. Hvítur hefur sagt „a“ og þvf hefði mátt búast við, að hann segði „b“ og léki hinum eðli- lega 14. b4. Eftir hinn óvirka leik í skákinni nær svartur undirtökun- um. 14. - a5! 15. Rc3 - Nú er ljóst, að svartur hefur náð lítið eitt betra tafli. 15. - Hfd8 16. Kfl Kf8 17. Bb5 Hxdl 18. Hxdl Ke7 19. h3 h6 20. Rd2 - Karpov nær engu spili fyrir menn sína. Hann ákveður að flytja riddar-, ann yfír á drottningarvæng til að sækia að peðinu á b6. 20. - Hd8 21. Hcl Rb4! Jóhann teflir mjög vel! Hann opnar biskupnum á b7 leið og hótar að leggja undir sig d3-reitinn. 22. Rb3 Bd6 23. Rd4 Hc8 24. Rce2 - Erfið ákvörðun, sem gefur Jó- hanni tækifæri til að slíta í sundur Staðan er nú 3-1 Karpov í vil. Hann þarf einungis eitt jafntefli til viðbótar til að sigra í einvíginu. Jóhann er með bakið upp að veggn- um. Þessi skák eykur sjálfstraust Jóhanns, því hann yfírspilaði Karpov í einfaldri stöðu, en það er merkur áfangi fyrir .skálcmann! peðakeðju hvíts. 24. - Hxcl 25. Rxcl Rfd5 26. Bc4 Be5! Hvítur verður að gæta að sér til að halda jafnvæginu. 27. Rlb3 Rc6 28. Bd2 - Sættir sig við stakt peð. Verra hefði verið 28. Bxd5 Rxd4 29. exd4 Bxd5 30. dxeö Bxb3 31. Bc3 Kd7! í því tilviki hefði Jóhann haft peð yfir í endatafli með mislitum bisk- upum. Væri sú staða unnin? Ég efast um það, en Karpov langar ekki til að komast að þvf! 28. - Rxd4 29. Rxd4 Bxd4?! Þetta leiðir ekki til neins. 29. — Kd6 ásamt Kc5 hefði haldið meiri spennu í stöðunni. í því tilviki hefði svartur getað þrengt meira að hvíti. 30. exd4 Kd7 31. Ke2 Bc6 32. Bb3 Re7! Þótt riddarinn sé góður á d5, er sá reitur leiðin inn í hvítu stöðuna. Svartur verður að endurskipuleggja lið sitt. 33. f3 Rf5?! Ég hefði fremur kosið 33. — Bd5, en með þeim leik hefði svartur haldið örlítið betra tafli. 34. Bc3 g5 35. Bc2! Re5 36. Bd2 - Hugmyndin er að fækka peðun- um með b2-b4 eða h3-h4. 36. - Rd5 Svartur kemst ekkert áfram og jafnteflið er skammt undan. 37. h4! ffi 38. g3 Re7 39. b4! Rf5 og jafiitefli var samið. Dulbúin bjóraug- lýsing? RANNSÓKNARDEILD lögregl- unnar í Reykjavík hefiir haft til athugunar hvort auglýsing sem öl- og gosdrykkjaverksmiðjan Sanitas hefiir birt nokkrum sinn- um á baksfðu Morgunblaðsins gæti varðað við lög um bann við áfengisauglýsingum. Reynir Björgvinsson, markaðsstjóri San- itas, staðfesti í samtali við Morg- unblaðið að hann hefði á föstu- dag verið kallaður til skýrslu- töku á lögreglustöðinni og spurð- ur hvað verið væri að auglýsa. Eg skýrði frá því að verið f væri að vekja’ athygli á að rrá og með 1. mars næstkomandi tæki Sanitas við umboði fyrir vöru- merkið Löwenbrau og að af 23 teg- undum öls sem framleiddar væru undir því vörumerki væru níu óáfengar," sagði Reynir. Hann kvaðst hafa skilið viðbrögð manna á lögreglustöðinni við framburði sínum þannig að ekki yrði hafst frekar að í málinu. Friðrik Gunnarsson aðstoðaiyfir- lögregluþjónn sagði að mál þetta hefði verið tekið til athugunar f fram haldi af ábendingu sem komið hefði verið til lögreglunnar. Hann sagði að ekki hefði verið um form- lega kæru að ræða. Friðrik sagði að athugunin beindist að því hvort einungis væri verið að auglýsa áfengi, sem væri ólöglegt, eða hvort aðrar og óáfengar vörur væru einn- ig framleiddar undir þessu vöru- merki. Hann sagði að frá og með 1. mars tækju gildi nýjar reglur sem gerðu skylt að taka fram í auglýs- ingum af þessu tagi að verið væri að auglýsa einhvem þeirra óáfengu drykkja sem væru framleiddir undir viðkomandi merki. Jón Oddsson: Ljóst að far- ið verðurí mál við SÍS EF ÞROTABÚ Kaupfélags Sval- barðseyrar hafiiar endanlega að standa að málshöfðun gegn Sam- bandi fslenskra samvinnufélaga mun Jón Oddsson, hæstaréttar- lögmaður höfða mál á hendur Sambandinu fyrir hönd skjól- stæðings sins, Jóns Laxdals. Þetta var bókað á skiptafundi sem haldinn var í þrotabúi Kaup- félagsins á fimmtudag. * Askiptafundinum felldu kröfu- hafar tillögu Jóns Oddssonar um að höfða mál á hendur Sam- bandinu til að fá skorið úr um eign- araðild Kaupfélagsins að Samband- inu og fá meintar eignir þess dregn- ar inn í skipti á þrotabúinu. Jón Oddsson mótmælti atkvæðagreiðsl- unni á þeim forsendum að Sam- bandið og fyrirtæki tengd því — sem eiga meirihluta af kröfunum í búið — hefðu ekki atkvæðisrétt í málinu þar sem þau væru aðilar að því. Sýslumaður hefur tekið sér frest til að úrskurða um þetta atriði. Jón Oddsson sagðist vilja taka það fram að hver sem úrskurður sýslumanns yrði væri það ákveðið að farið yrði í mál gegn Samband- inu, hvort sem það yrði þrotabúið sem slíkt sem stæði að því eða skjól- stæðingur hans. Þrotabúið væri hins vegar aðili málsins og féð myndi renna þangað ef dómur félli á þann veg. Jón sagði að Baldvin Jónsson, hæstaréttarlögmaður og fulltrúi Áburðarverksmiðjunnar, hefði látið bóka að hann áskildi Áburðarverksmiðjunni rétt til að standa að málinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.